Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 ÞÆR eru kyrrar uppstillingarnar á sýn-ingu Péturs Gauts sem opnar í GalleríFold í dag. Koppar og kirnur, flöskur,skálar og ávextir; hefðbundið þema sem er ávallt nýtt, ekki síst vegna þess að form og litir, væntingar og viðbrög eru stöðugt að breytast. Áferð hlutanna er ekki eins í dag og hún var á síðustu öld, eða þarsíðustu og það sem þá var fallegt, kann að vera gamaldags í dag, jafnvel úrelt, kauðskt eða klaufaleg.. Þó er sumt klassískt. Þeir eru hins vegar fáir listamennirnir sem mála uppstillingar og þeg- ar Pétur Gautur er spurður hvaða hlutverki, eða tilgangi uppstillingar þjóni, segir hann: „Ég held að tilgangurinn sé misjafn. Hjá mér var þetta spurning um þróun. Þegar ég kom út úr skóla í Danmörku, málaði ég abstrakt, sem var mjög þægilegt fyrir mig vegna þess að það var sjálfsprottið. Svo þornaði sá nægt- arbrunnur og myndirnar urðu einfaldari. En fólk var alltaf að spyrja hvort þetta væru upp- stillingar vegna þess myndir mínar einkennd- ust af ferhyrndum og hringlaga formum. Lengi vel sagði ég það af og frá að þetta væru uppstillingar; en að lokum gaf ég myndflet- inum ráðin og myndirnar þróuðust í þessa átt. Þessi þróun tók um það bil tíu ár. Ég tók aldr- ei ákvörðun um að breyta um stíl. Ég var fyrst og fremst að vinna með form, liti og mynd- byggingu. Þessi sýning hér í Galleríi Fold er framhald af þeirri þróun.“ Tímalausar stemmningar „Þetta er ekki heldur spurning um þróun frá mynd til myndar, heldur frá sýningu til sýningar. Ég held að einn gagnrýnandi í Dan- mörku hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að myndirnar mínar væru „tímalausar stemmningar“. Tímalausar stemmningar er einmitt það sem ég er að reyna að fást við. Þetta eru kyrralífsmyndir með stóru „Kái“ og ég nota lítið af skálínum. Þær eru hins veg- ar fólgnar í myndbyggingunni.“ Hvers vegna? „Um leið og ég nota skálínur ókyrrist mynd- flöturinn. Þau form sem ég er að mála eru að- allega ferhyrnd og hringlaga með földum ská- línum. Þannig næ ég að halda þeim kyrrum.“ Teiknarðu verkin upp fyrst? „Nei. Þegar ég byrja á mynd, skissa ég ekki. Ég fer af stað og veit ekki hvernig myndin endar. Ég hef engar fyrirfram hugmyndir. Þetta er ferðalag út í óvissuna sem hentar mér mjög vel.“ Þeir sem þekkja verk Péturs Gauts sjá fljótlega að töluverð breyting hefur orðið á beitingu lita hjá honum, enda segir hann ein- kenna sýninguna hvað hann notar mikið af óhefðbundnum litum. Tifið í myndfletinum „Ég nota svart og hvítt með alls konar ívafi, er með gula og fjólubláa slikju. Þetta er hluti af þeirri þróun sem átt hefur sér stað síðastliðin tíu ár. Ég var svo heppinn að Sig- urbjörn Jónsson málari kynnti mig fyrir Old Holland litum, sem heru handunnir hollenskir litir. Old Holland er mjög gamalt fyrirtæki og þar er allt svo hefðbundið að litirnir eru enn í blýtúpum, liturinn handmálaður á túbuna og eru mjög „þungir“ í orðsins fyllstu merkingu. Þetta eru miklir og sterkir litir og með þeim er hægt að gera svo miklu meira en við hefð- bundna olíuliti. Það er til dæmis ekki hægt að ná þessu tifi í mynfflötinn með því að nota hefðbundna olíuliti. Það má segja að munurinn sé eins og að fara af Trabant yfir á Mercedes Benz. Það voru Old Holland litirnir sem gerðu mér kleift að byggja þessa sýningu upp á sterkum litum, formum og andstæðum.“ Sýningin í Gallerí Fold er fyrsta opinbera einkasýningin sem Pétur Gautur heldur hér á landi frá því árið 2001. Hann hefur þó tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlend- is - og svo er auðvitað alltaf sýning í gangi í vinnustofunni hans við Snorrabraut. Ferðalag út í kyrra óvissu Morgunblaðið/Þorkell Pétur Gautur: Um leið og ég nota skálínur ókyrrist myndflöturinn. SJALDAN hefur mikilvægi þess fyrir Ís- lendinga að njóta starfskrafta erlendra sér- fræðinga komið betur fram en á sviði tónlist- ar Tvívegis hafa pólitískar aðstæður í Evrópu fært okkur Íslendingum frábært tónlistarfólk, fyrst á árunum milli heimstríðanna og síðar er skipting Evrópu kalda stríðsins var að gliðna í sundur, eftir seinni heimstyrjöldina. Einn þeirra sem flæmdur var af „jörðum sín- um“ í Austurríki, var dr.Victor Urbancic, há- menntaður tónlistarmaður, er um tuttugu ára skeið miðlaði okkur Íslendingum af kunnáttu sinni og átti drjúgan þátt í að undirbúa þá sprengingu, er síðar varð í tónmenntun þjóð- arinnar. Á minningartónleikum um dr, Victor Urb- ancic (1903-58), sem haldnir voru í Salnum sl. þriðjudag, voru leikin fjögur tónverk eftir Urbancic, þrjú sem samin voru áður en Urb- ancic fluttist til Íslands 1938 og eitt sem hann byrjaði á í Graz en lauk við í Reykjavík. Und- irritaður veit um mörg tónverk sem Urbancic samdi hér á landi, svo að hér gat aðeins að heyra brot af verkum hans. Fyrsta viðfangs- efni tónleikanna var Lítil svíta fyrir fiðlu, selló og píanó, sem talin er vera samin 1935 og þá líklega meðan Urbancic starfaði í Zagr- eb og er tónmálið byggt á slavneskum þjóð- lögum, þokkafullt verk, sem leikið var ágæt- kórsins, sérstaklega lágradd- anna. Lokaverk tónleikanna var fimm þátta verk fyrir píanó og fimm málmblásara op. 12, þar sem heyra mátti ýmis- legt, bæði af léttara taginu, t. d. í þriðja þættinum, Capr- iccio fyrir trompetta og bás- únu og þeim fimmta Alla- breve og Rag. Alvarlegri hlutar verksins voru sá fyrsti, Allabreve og fúga, tveir einleiksþættir, sá þriðji, Marcia funebre, fyrir bassa- básúnu og fjórði, Arioso fyrir horn. Þeir sem fluttu verkið voru Ásgeir H. Steingríms- son, Eiríkur Örn Pálsson, á trompett, Þorkell Jóelsson á horn, Oddur Björnsson á básúnu, Sigurður Þorbergsson á bassabásúnu og Hrefna Unnur Eggertsdóttir á píanó. Flutningurinn í heild var góður en á köflum nokkuð þunglamalegur. Bestu kaflarnir frá hendi höfundar voru sá fyrsti, bassabásúnu- kaflinn og horn einleikurinn. Sá þáttur í starfi Urbancic, sem minnst hef- ur verið fjallað um en er einn sá mikilvægasti, eru störf hans sem kennara og þar hefur hann skilið eftir sig margt, sem hefur nýst ís- lenskri tónlist, þegar til lengdar er litið. Þeg- ar farið er yfir allt sviðið, kennslustörf, kór- og hljómsveitarstjórn, hljóðfæraleik og tón- skáldskap, hefur dr. Victor Urbancic komið ótrúlega mörgu í verk, á þeim tuttugu árum sem starfstími hans hér landi spannar yfir og fyrir framlag hans. Á hann inni þakkir frá ís- lenskri þjóð. lega af Hildigunni Halldórs- dóttur, Bryndísi Björgvins- dóttur og Hrefnu Unni Egg- ertsdóttur. Tóndæmi, sem Bjarki Svein- björnsson notaði í fyrirlestri sínum var píanótilbrigði yfir þýskt þjóðlag, æskuverk, sem höfundurinn lék og mátti bæði merkja töluverða leikni í tón- smíði og hljóðfærakunnáttu í þessu ágæta verki. Aðra upp- töku bar fyrir eyru og það var Inngangur og rondo capricc- ioso, op 20, eftir Saint Saëns, sem Björn Ólafsson og Urbanc- ic léku á tónleikum, líklega 1946. Það sem er einkar athygl- isvert við þessa upptöku er frá- bær leikur Björns. Þriðja verkið eftir Urbancic voru þrjú sönglög, op. 8, frá 1936, við kvæði eftir Hermann Hesse og söng Þórunn Guð- mundsdóttir lögin mjög vel við ágætlega út- færðan samleik Hrefnu Eggertsdóttur. Þessi lög eru ekta Lieder, þar sem heyra mátti töluvert samslunginn rithátt, ásamt því að sérkennileg einröddun var notuð til að ná fram tregafullri stemmningu eins ljóðsins. Urbancic var mikilvirkur kórstjóri og upp- færði mörg stórverk og m.a. Jóhannesarpass- íuna eftir J.S. .Bach með íslenskum texta og var vögguvísan fræga, Ruht wohl, ásamt kór- alnum Ach Herr, lass dein lieb́ Engelein, flutt af tónbandi, eftir smá viðtal við Svövu Þor- bjarnardóttur, er söng með Urbancic bæði í kór Tónlistarfélagsins og í Þjóðleikhúskórn- um. Þessi flutningur var ótrúlega góður, sér- staklega vakti athygli ágætur hljómur strengjasveitarinnar og frábær samhljóman Að eiga inni þakkir TÓNLIST Salurinn Flutt voru fjögur verk eftir Urbancic og fluttur smá fyrirlestur af Bjarka Sveinbjörnssyni um menntun og störf hans. Þriðjudagurinn 16. september, 2003. Minningartónleikar um dr. Victor Urbancic Jón Ásgeirsson LEIKHÚS, óperuhús og hand- verkshópar hafa sýnt mikinn áhuga á að fá aðstöðu fyrir starf- semi sína á „Ground Zero“, lóð- inni þar sem tvíburaturnar World Trade Center stóðu áður. Rúmlega 70 hópar listamanna úr hinum ýmsu listgreinum hafa sótt um rými fyrir starfsemi sína á lóðinni, en skipuleggjendur svæðisins höfðu óskað sér- staklega eftir umsóknum frá listahópum. Meðal stærri liststofnana sem sýnt hafa lóðinni áhuga er New York City-óperan sem vill slíta tengsl sín við Lincoln Center, en meðal annarra hópa sem girnast svæðið er Wooster-tilrauna- leikhópurinn, El Museo del Barr- io sem vill sjá miðstöð latneskra lista og menningar á lóðinni og Urban Glass: New York Center for Contemporary Glass sem álítur þetta tilvalið tækifæri til að gera glerlistirnar sýnilegri. Ekki hefur verið gefið upp hvenær skipuleggjendur muni kynna hvaða hópar verði valdir, en hugmyndir eru uppi um að á lóðinni verði safn, leiksvið og rými fyrir minni menningar- viðburði. Djöfullegur Don KONUNGLEGA breska óper- an sýnir þessa dagana óperu Mozarts, Don Giovanni og telur gagnrýnandi Daily Telegraph vetrarstarf óperunnar varla hafa getað hafist betur. Óperan er endurgerð á útgáfu Franc- esca Zambello á óperunni og þykir hafa tekist að viðhalda yf- irborðskennd þeirrar útgáfu ekki síður en orkunni og góðu flæði. Að mati blaðsins njóta söngvararnir sín til hins ýtrasta og þykir Erwin Schott sýna bestu tilþrif í hlutverki Lepor- ello frá því Bryn Terfel fór með hlutverkið og ekki fær Gerald Finley minna hrós í hlutverki Don, sem hann þykir túlka á ein- staklega djöfullegan máta. H.C. Andersen á Netinu ÆVINTÝRI hins danska H. C. Andersen hafa nú verið gerð að- gengileg á Netinu, en á slóðinni www.hca2005.dk má finna 20 upprunaleg handrit Andersen, en þar er m.a. hægt að sjá hvern- ig verkin breyttust í meðförum höfundarins. Flestir textanna eru skrifaðir með gotnesku letri sem gerir þá erfiðari aflestrar, en tilgangurinn með því að setja handritin á Netið er, að sögn danska dagblaðsins Politiken, að veita fræðimönnum um heim all- an aðgang að sögunum. Mikill áhugi á lóð World Trade Center Reuters Lóð World Trade Center er vinsæl. Don Giovanni ERLENT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.