Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
4 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
MATTHÍAS JOHANNESSEN
EYLENDAN ÞÍN
Þegar tígurinn birtist og banastundin
er bláþráður milli þín og hans
og öskrandi skógurinn sker inn að kviku
og skelfir hérann í brjósti hvers manns
og ógnin fer líkt og eldur í sinu
og örvingluð dýrin leita í skjól
og hljóðlátur flóttinn við fjarlægar þagnir
eins og frostkaldar kyrrur við norðurpól
og tígurinn berar blóðuga góma
og brakandi hætta við augngulu hans,
þá lít ég til himins og hverf þessum skógi
á hvítsólarvængjum míns forsmáða lands.
Matthías Johannessen (f. 1930) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu.
F
RJÁLSHYGGJAN er elsta
stjórnmálastefna nútímans.
Hún varð til á átjándu öld og á
þeirri nítjándu hafði hún veru-
leg áhrif á stjórnarfar beggja
vegna Norður-Atlantshafsins.
Undanfari frjálshyggjunnar
var upplýsingin. Einn helsti
frumkvöðull hennar var enski heimspeking-
urinn John Locke (1632-1704) en þeir sem
gerðu mest til að breiða boðskapinn út voru
franskir rithöfundar og menntamenn með
Voltaire (1694-1778) í broddi fylkingar.
Upplýsingin fól í sér trú á framfarir og við-
leitni til umbóta í siðferði og stjórnmálum.
Talsmenn hennar trúðu á mannúð og and-
æfðu pyntingum, líkamlegum refsingum,
harðýðgi og grimmd. Þeir trúðu líka á jafn-
rétti og borgaraleg réttindi og beittu sér
fyrir afnámi þrælahalds og vistarbands.
Þeim þóttu vísindin efla alla dáð og bundu
vonir við framfarir í tækni, efnahags- og at-
vinnulífi.
Frjálshyggjan varð til þegar þessi trú
upplýsingamanna blandaðist saman við hag-
fræði Adams Smith (1723-1790) sem kenndi
að hag þjóðanna væri best borgið með
einkaeign á framleiðslutækjum, samkeppni
og litlum ríkisafskiptum af efnahagslífinu.
Með þessu er ekki sagt að frjálshyggjan hafi
verið fullsköpuð þegar á átjándu öld. Því fer
líka fjarri að frjálshyggjumenn séu einhver
einsleit hjörð. Merkustu hugsuðir hennar
eftir daga Adams Smith hafa afar ólíka sýn
á tilveruna. Það sem sameinar þá er hvorki
kenning né kredda heldur viðleitni til að
finna samfélagshætti, lög og stjórnskipan
þar sem frjálst samstarf, siðferði og sjálf-
sprottnar hefðir koma að sem mestu leyti í
staðinn fyrir valdboð og allir eiga kost á að
vera sjálfs sín ráðandi og leita hamingj-
unnar á eigin forsendum.
Síðan frjálshyggjan kom fram hafa flestar
aðrar stjórnmálastefnur annað hvort mótast
sem andóf gegn henni eða sem tilraunir til
að endurbæta hana. Í fyrrnefnda flokknum
hefur borið mest á marxisma, fasisma, ým-
iskonar íhaldspólitík og nú í seinni tíð hug-
myndum af sauðahúsi græningja. Í síð-
arnefnda flokknum eru ýmis afbrigði
frjálslyndrar jafnaðarstefnu fyrirferðamest
nú á tímum. Orðið „frjálshyggja“ er upp-
haflega þýðing á dönsku, þýsku og ensku
orðunum „liberalisme“, „Liberalismus“ og
„liberalism“. Nú til dags nota nágrannaþjóð-
ir okkar þessi orð ýmist um frjálslynda jafn-
aðarstefnu eða um hefðbundna frjálshyggju
sem er þá stundum kölluð „klassísk frjáls-
hyggja“ til aðgreiningar frá frjálslyndri
jafnaðarstefnu.
Sumir, sem lítt þekkja til sögu síðustu
tveggja alda, virðast álíta að frjálshyggjan
sé einhver amerísk nýlunda sem eigi lítið er-
indi við okkur Norðurlandabúa. Sannleik-
urinn er þó sá að óvíða hefur frjálshyggja
haft meiri áhrif en einmitt á Norðurlöndum
og hún er hluti af stjórnmálahefð þeirra
ekkert síður en t.d. Englands og Hollands.
Norska Eiðsvallastjórnarskráin frá 1814
var í anda frjálshyggju og það voru frjáls-
hyggjumenn, með Ditlev Gothard Monrad
(1811-1887) og Orla Lehmann (1810-1870) í
broddi fylkingar, sem fengu konungs-
einveldi afnumið í Danmörku og sömdu
dönsku júnístjórnarskrána sem tók gildi
1849. Á seinni hluta 19. aldar var frjáls-
hyggja líka ríkjandi stjórnmálastefna í Sví-
þjóð. Á þessari gullöld norrænnar frjáls-
hyggju blómgaðist efnahagur Norðurlanda
ásamt mannúðlegum stjórnarháttum, jafn-
rétti og umburðarlyndi. Síðan hafa norræn
samfélög þótt til fyrirmyndar og til marks
um hvernig hugsjónir af ætt upplýsing-
arinnar leysa samfélög úr aldagömlum fjötr-
um fátæktar og ofríkis.
Í pólitísku dægurþrasi er stundum látið
sem jafnaðarstefna og frjálshyggja séu höf-
uðandstæðingar. Jafnaðarmenn býsnast yf-
ir tilhneigingu frjálshyggjumanna til að fýla
grön yfir opinberum velferðarkerfum og
frjálshyggjumenn hneykslast á oftrú jafn-
aðarmanna á miðstýringu, opinberu eftirliti
og skrifræði. Þrátt fyrir þennan ágreining
eru hvorir tveggju arftakar upplýsing-
arinnar og langleiðina sammála um mik-
ilvægi þess að allir fái um frjálst höfuð
strokið og stjórnvöld verji borgarleg og póli-
tísk réttindi. Þeir eru líka á einu máli um að
markaðsbúskapur og samkeppni séu for-
sendur fyrir góðum lífskjörum almennings.
Skyldleiki þessara tveggja öflugustu
stjórnmálahugsjóna samtímans verður best
ljós af málflutningi sameiginlegra andstæð-
inga þeirra. Á fyrri hluta tuttugustu aldar
voru það kommúnistar, fasistar og íhalds-
menn af ýmsu tagi. Íhaldsmenn eru enn á
kreiki, sumir með erkiklerka eða sjón-
varpspredikara sér til fulltingis, aðrir út-
blásnir af þjóðrembu, og nú hafa græningjar
og fleiri nýmóðins andstæðingar markaðs-
hagkerfis, alþjóðavæðingar og hagvaxtar
bæst í fjandaflokkinn. Ekki þarf að hlusta
lengi á þessar óheillakrákur til að átta sig á
að ágreiningur frjálshyggju og frjálslyndrar
jafnaðarstefnu snýst mest um óttaleg smá-
atriði. Stundum er raunar erfitt að festa
hendur á raunverulegum ágreiningi og
stundum rísa allmiklir úfar með tals-
mönnum þessara fylkinga án þess að þeir
séu í raun og veru neitt ákaflega ósammála.
Þetta á sér ýmsar skýringar eins og t.d. þá
að margir sem nú eru frjálslyndir jafn-
aðarmenn voru kommar á sínum yngri árum
og þótt þeir hafi skipt um skoðun er einhver
partur af tilfinningalífi þeirra enn á bandi
eldri viðhorfa. Þeim finnst því ófært annað
en bölva frjálshyggjunni svolítið, a.m.k. á
tyllidögum eins og fyrsta maí. Sumir hálf-
volgir frjálshyggjumenn eru líka íhalds-
menn í aðra röndina, snobba fyrir gam-
algróinni yfirstétt og þykir tilheyra að hafa
skömm á alþýðuflokkum.
En þetta er ekki öll sagan. Það er líka
raunverulegur ágreiningur á ferðinni. Um
hvað eru talsmenn klassískrar frjálshyggju
og frjálslyndrar jafnaðarstefnu ósammála
þegar öllu er á botninn hvolft? Ég held að
ágreiningur þeirra sé einkum af þrennu
tagi. Í fyrsta lagi má nefna að frjáls-
hyggjumenn leita leiða til að leysa vanda
sem að steðjar í stjórnmálum án þess að
skerða frelsi manna og jafnaðarmenn leita
fremur leiða til að leysa sömu vandamál án
þess að slá af kröfum um afkomuöryggi og
velferð alþýðufólks. Þótt þessi markmið fari
oftast saman gera þau það ekki alltaf. Í öðru
lagi vilja frjálshyggjumenn draga úr ríkisaf-
skiptum, lækka skatta og láta sjálfviljugt
samstarf koma að sem mestu leyti í staðinn
fyrir valdboð en jafnaðarmenn hafa meiri
trú á íhlutun ríkisvalds og sveitastjórna. Í
þriðja lagi hafa frjálshyggja og jafn-
aðarstefna ólíka afstöðu til félagslegra rétt-
inda (þ.e. réttinda manna til framlags af al-
mannafé ef þeir búa við kröpp kjör t.d.
vegna örorku eða atvinnuleysis). Jafn-
aðarmenn vilja að réttindi af þessu tagi séu
aukin og álíta að þau skuli metin til jafns við
frelsis- og borgararéttindi og jafntryggilega
varin af lögum og réttarkerfi. Þótt frjáls-
hyggjumenn nútímans séu flestir þeirrar
skoðunar að opinber velferðarkerfi séu
nauðsynleg og í þágu réttlætis hafa þeir
ýmsa fyrirvara á um að leggja félagsleg
réttindi að jöfnu við hefðbundin mannrétt-
indi (þ.e. pólitísk og borgaraleg réttindi, auk
réttar til lífs, frelsis og eigna).
Þegar ágreiningsefnunum er stillt svona
upp virðast þau ef til vill nokkuð mikil. En í
reynd aðhyllast flestir sem telja sig frjáls-
hyggjumenn eða jafnaðarmenn einhvers
konar málamiðlun eða milliveg. Eftir póli-
tískt umrót síðustu alda þar sem þjóðir Evr-
ópu hafa prófað konungseinveldi og jakobín-
isma, fasisma og kommúnisma eru góðar
ástæður til að ætla að John Locke og frjáls-
lyndir upplýsingarmenn sem á eftir honum
komu hafi smíðað þann pólitíska áttavita
sem helst getur vísað okkur leið til farsæld-
ar og betra lífs. Það má deila um hvar hinn
gullni meðalvegur milli frjálshyggju og jafn-
aðarstefnu liggur. En það er tæpast umdeil-
anlegt að sameiginlegir andstæðingar þess-
ara höfuðkenninga í stjórnmálum nútímans
eiga ekki farsælan feril að baki.
FRJÁLS-
HYGGJAN
RABB
A T L I H A R Ð A R S O N
this.is/atli
Rúnamessa
hefst í Lesbók í dag þar sem Matthías
Viðar Sæmundsson mun lýsa rúnum og
lesa í táknmál þeirra. Í dag birtist grein
um heimsmynd rúnanna en á næstu vik-
um verða birtar sextán rúnalýsingar en
greinaflokknum lýkur með samantekt
þar sem Matthías Viðar setur táknheim
rúnanna í víðara samhengi.
Caput
heldur tónleika í Salnum á miðvikudaginn
ásamt danska mezzósópraninum Helene
Gjerrit en á efnisskránni eru tvö af öndveg-
issöngverkum síðustu aldar eftir Arnold
Schönberg og Pierre Boulez. Atli Heimir
Sveinsson skrifar um verkin.
J.M.
Coetzee
hlýtur nób-
elsverðlaunin í
bókmenntum á
þessu ári. Rúnar
Helgi Vignisson
rýnir í verk hans
sem hafa ekki
síst fjallað um
heimaland Coet-
zees, Suður-
Afríku.
Dmitríj
Shostakovitsj
var sinfónisti tuttugustu aldarinnar, segir
Árni Heimir Ingólfsson í grein sem hann
ritar í tilefni af því að Sinfóníuhljómsveit
Íslands hefur það verkefni á fimmtudag-
inn að leika allar sinfóníur rússneska tón-
skáldsins á næstu misserum.
FORSÍÐUMYNDIN
er úr danssýningunni The Match sem Íslenski dansflokkurinn frumsýndi
á fimmtudaginn. Dansarinn heitir Steve Lorenz. Ljósmyndari: Jim Smart.