Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 I. P ÉTUR í tunglinu eftir Arnold Schönberg (1874–1951) og Ham- arinn herralausi eftir Pierre Bou- lez (1924–) eru óumdeilanlega öndvegis-söngverk 20stu aldar. Ekki er hlutur spilaranna síðri; það er ekki á færi nema afburða- manna í hljóðfæraleik að flytja þessi verk svo ánægja sé á að hlýða. Verkin eru mjög erfið, bæði tæknilega og hvað túlkun varðar. Það er ekki heiglum hent að syngja þau bæði á sömu tónleikum. En eftir að hafa heyrt dönsku söngkonuna Helene Gjerris á Caput-tónleikum í fyrra, þar sem hún flutti verk eftir færeyska tónskáldið Sunnleif Rasmussen, sem þá nýlega hafði feng- ið tónlistarverðlaun Norðurlanda. Góð var hún þá; raunar betri en góð: frábær. Ég er sannfærður um að væntanlegir tón- leikar verða meiriháttar viðburður. Pierrot lunaire hefur verið flutt hér áður. Það var á Listahátíð 1980 og er mér sá flutn- ingur Kammersveitar Reykjavíkur, undir stjórn Paul Zukofskys, mjög minnisstæður. Ruth Magnússon flutti lögin af magnaðri snilld, og sama var að segja um hljóðfæraleikinn. Það voru tímamót í íslenskri tónlistarsögu, líkt og þegar 9. sinfónía Beethovens var flutt hér í fyrsta sinn. Pierrot er samið árið 1912 og frumflutt í Berlín sama ár. Síðan hefur þetta verið þekkt- asta verk Schönbergs og það vinsælasta ásamt strengjasextettinum Ummyndaðri nótt eða Verklärte Nacht. Tónlistin í Pierrot Lunaire hafði, vegna ein- stæðrar fegurðar og frumleika, mikil áhrif á önnur tónskáld; þar á meðal Stravinsky (Þrjú japönsk ljóð), Ravel (Þrír söngvar við ljóð Mall- armé og Söngvar frá Madagaskar) og jafnvel má greina enduróm frá Pierrot hjá Puccini í óp- erunni Turandot. Og svo eru áhrifin yfirþyrm- andi hjá nemendum meistarans þeim Alban Berg (Wozzeck) og Anton Webern (ýmis söng- lög). Ljóðin, voru gefin út árið 1884, og þau eru eftir belgíska skáldið Albert Giraud (1860– 1929), en þýsku þýðinguna gerði Otto Erich Hartleben. Þau eru til í prýðilegri íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar og er þau að finna í ljóðaþýðingasafni hans Sprek á reka. Kvæðin eru ekki sungin heldur mælt fram. Schönberg samdi Pierrot fyrir leikkonuna Al- bertine Zehme, sem frumflutti verkið hvítförð- uð, klædd í trúðsbúning, en spilararnir léku bak við svart forhengi á sviðinu. undir stjórn höfundar. Schönberg fyrirskrifar Sprechstimme eða talrödd. Lögin eru nákvæmlega nóteruð, í tón- hæð, rytma og styrkleika. Hann segir, í formála, að túlka beri rytmann nákvæmlega. En svo skal ekki syngja heldur mæla fram. Snerta beri tónhæðina örstutt og yfirgefa hana með því að láta „laglínuna“ hníga eða rísa, eftir því sem samhengi segir fyrir um. Hann talar um „Sprechmelodie“ eða tal(lag)línu. Hann ætlast til flutningsmáta sem er milli söngs og tals. Söngles, tón (eins og við þekkjum hjá prestum í kirkjunni) talsöngur, hálfsöngur, gæti þetta heitið á okkar máli og er þekkt í tón- list; í ýmsum myndum, til dæmis resitatífið í óperunni. Þá má einnig minna á að Debussy skóp söng- línur sem spruttu af hrynjandi, risi og hnígandi franskrar tungu, í óperunni Pelleas og Mel- isande. Og alltaf hafa verið til melodrama, en það merkið að lesið sé með hljóðfæraundirleik. Það vill svo til að við Íslendingar þekkjum þetta fyrirbrigði: rímurnar voru hvorki sungn- ar né talaðar heldur kveðnar. Kveðandin er milli tals og söngs, hallast stundum að söngn- um, stundum að tali, eftir því sem túlkun text- ans krefst. Þetta ásamt öðru, gefur verkinu ákveðinn leikhúsblæ: það er syrpa einhvers konar kabar- ettatriða. Verkið greinist í þrjá þætti, sjö ljóðasöngvar í hverjum, 3 x 7-helgar tölur, og hér geta talna- spekingar ráðið í dulrúnirnar ef einhverjar eru. Fyrsti hlutinn fjallar einkum um tunglveik- ina; Tungldrukkin heitir upphafslagið: „Vín sem augu okkar teyga …“, annar hluti um draugalegar og fáránlegar hugsýnir: Nótt heit- ir fyrsta lag annars hluta: „Hrikasvartar hreistursvængjur …“, en þriðji hlutinn fjallar um heimþrá og söknuð eftir því sem var: „Þú gamli ilmur gleymdra daga …“ Þetta er klikk- aður súrrealismi, svonefndur „décadence“ í bókmenntum, sem aðdáendur franska skáldsins Baudelaire stunduðu; úrkynjunar- eða eyðing- arstefna sögðu góðborgarar. Tvíræður gálgahúmor, uppgerðarbrjálsemi, fjarrænn fáránleiki, óbeislaðar hvatir og skynj- anir, trúðslegar ímyndanir sem segja bæði allt og ekkert, birtist í þessum skáldskap sem tón- listin endurspeglar. Kvíði eða feigðargrunur, rótleysi, óöryggi birtist víða. Fyrri heimsstyrjöldin var ekki skollin á, en menn vissu, og fundu á sér, að eitt- hvað ægilegt var í aðsigi. Með röddinni leika flauta (og pikkólóflauta) klarínetta (og bassa-klarínetta), fiðla (og víóla) selló og píanó. Mismunandi hljóðfærasamsetn- ingar eru við lögin þannig að hvert lag hefur sérstakan lit, eða hljómblæ. Þannig leika allir í fyrsta laginu nema klarin- ettan. Í næsta lagi á eftir er það sellóið sem þegir. Í Guggnu þvottakonunni leika flautan, klarinettan og fiðlan með röddinni. Í Sjúka tunglinu fléttast saman röddin og flautan, hinir þegja, og er það eitt fallegasta atriðið. Krossar er venjulegt sönglag með píanóund- irleik en eftirmála lagsins leika hin hljóðfærin. Hvernig er tónmálið? Þetta er músík sem ekki er í neinni sérstakri tóntegund. Svokölluð atónal músík. Schönberg sjálfur var mikið á móti þessari nafngift. Atónal merkir engir tón- ar en hér er um að ræða tónlist sem ekki stend- ur í dúr eða moll, hvorki í A-dúr eða cís-moll svo dæmi sé tekið. Schönberg vildi láta kalla þetta pantónal músík. Þetta eru tónhendingar sem hafa engan grunntón, sem ekki flokkast í neinn hefðbund- inn Dúr eða moll. Kannski voru allir tónar grunntónar, kannski enginn. Nú er fásinna að stilla upp tónal og atónal sem andstæðum. Einn tónn er ekki í neinni tón- tegund, tveir tónar, ekki heldur þeir mynda bara tónbil. En þegar þrír tónar eru leiknir í röð, þá er fyrst hægt að skera úr um hvort þeir rúmast innan marka Dúr- og moll-kerfisins. Stríðir hljómar eru mikið notaðir og ekki leystir upp í blíðari hljóma eins og venja hafði verið. Schönberg leit svo á að það væri eðlilegt framhald hinnar hefðbundnu hljómanotkunar. Ómblíðir hljómar og ómstríðir væru ekki and- stæður heldur tvær hliðar á sömu myntinni. Svo eru hljómar mismunandi blíðir og mis- munandi stríðir, hafa litagildi: eru mismunandi ljósir eða dökkir. En umfram allt er stíll verksins kontra- punktískur: tvær eða fleiri jafnréttháar raddir hljóma á sama tíma. Hendingar eru óháttbundnar, mislangar og rytminn er oftast flókinn; fljótandi, án heyr- anlegs púls–slags. En þrátt fyrir margt nýstárlegt, sem í mín- um eyrum hefur haldist ferskt fram á þennan dag, þá eru tengslin við fortíðina sterk. Schön- berg var kallaður íhaldsmaðurinn mikli af aðdáendum sínum og samherjum. Eitt lagið heitir Vals eftir Chopin og auðvitað er það skrumskældur vals. Í píanóverkinu Carneval, sem er bálkur smá- laga, eftir Robert Schumann heitir eitt lagið Chopin. Það samdi Schumann í stíl Chopins, svo algjörlega, að lagið er líkara Chopin en nokkuð það sem Chopin samdi sjálfur. Hér beitir Schönberg svipaðri aðferð. Kvöldlokkan er líka hægur vals – Vínarvals. María mey minnir á barokktímann; gangandi bassi (eins og í djassinum) og yfir hann fléttast saman tvær raddir í kontrapunkti. Ég gæti hugsað mér að h-moll Prelúdían úr fyrra hefti Velstillta píanósins eftir Bach sé fyrirmyndin. Og fleira er sótt í barokkstílinn: Nótt er ein- hvers konar „passacaglia“, síendurtekin lag- PIERROT OG Stórvirki 20. aldar nefnast tónleikar í Tíbrár-röð Salarins er fara fram á miðvikudaginn kemur kl. 20 en þar mun Ca- put-hópurinn ásamt Helene Gjerris, mezzósópran frá Danmörku flytja tvö af öndvegissöngverkum aldarinnar, Pétur í tunglinu eftir Arnold Schönberg og Hamarinn herralausa eftir Pierre Boulez. Í þessari grein er fjallað um verkin. Nótur Boulez. Nótur Schönbergs. Arnold Schönberg E F T I R AT L A H E I M I S V E I N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.