Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Side 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 9 hending í bassa, og ofan á hann eru sífellt spunnin ný tilbrigði. Þá er Heimferð bátsöng- ur, eða „Barcarola“. Offenbach samdi þann frægasta í óperunni Ævintýri Hoffmanns, en meistaralegar smásmíðar með þessu nafni eru til eftir Mendelsohn og Chopin. Og lokalagið Ó gamli ilmur gleymdra daga vísar til hinnar horfnu rómantíkur, sem minnst er með söknuði. En áður en Schönberg hóf að kanna nýja möguleika í tónlist, hafði hann samið einhverja fegurstu (síð)rómantísku tónlist sem til er. Má þar nefna 1. strengjakvartettinn, Ummyndaða nótt og Gurrelieder. Schönberg var á undan sínum tíma. Einhvers konar spámaður, hrópandi í eyðimörkinni. Hann tjáði tilfinningar þess fólks sem hímdi í loftvarnarbyrgjum, áður en sprengjuflugvélar voru fundnar upp. Í verkum hans er sem brugðið upp spegli af okkur sjálfum, og það sem sést í speglinum er ekki fagurt. En það er sannleikur. Schönberg segir einhvers staðar í hljóm- fræðidoðranti sínum að listin eigi ekki að skreyta, hún eigi að vera sönn. II. Rúmum fjörutíu árum eftir að Pétur í tungl- inu var frumfluttur samdi Pierre Boulez, þrí- tugur að aldri, Le Marteau sans Maitre við ljóð René Char. Verkið var frumflutt árið 1955 og síðan hefur Boulez verið mikill áhrifavaldur í samtímatón- list: tónskáld, hljómsveitarstjóri og skipuleggj- andi. René Char var eitt öndvegisskálda Frakka, fæddur árið 1907, atómskáld og súrrealisti um tíma, eins og margir aðrir. Hreifst Boulez mjög af ljóðum hans. Það gerðu fleiri og ætla ég að góðskáldið okkar, Sigfús Daðason, sem dvaldi langdvölum í París á þessum árum hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá Char. Boulez, Stockhausen og Nono eru mikilvirk- ustu tónskáld hinnar ungu kynslóðar sem kvaddi sér hljóðs á árunum eftir aðra heims- styrjöldina. Þeir eru ólíkir að eðli og upplagi, en ný tónsmíðaaðferð eða -tækni var þeim þá sameiginleg: seríalisminn eða röðunartæknin. Seríalisminn er framhald eða útvíkkun á tólf- tónaaðferð sem Schönberg þróaði á þriðja ára- tugnum. Tónunum 12 innan áttundarinnar er stillt upp í röð. Síðar koma þeir fyrir í verkinu „í réttri röð“. Grunnröðina má leika aftur á bak (krabbi nefnist það á músíkmáli); það má spegla hana, og spegla krabbann. Þannig verða til fjórar myndir raðarinnar. Þetta er þekkt úr miðalda- og barokktónlist og þótti þá dýrt kveðið. Þá má tónflytja þessar fjórar myndir grunn- raðarinnar. Þetta skyldi tryggja allsherjarsamhengi allra tóna í tónverkinu, lögmálsbundna framvindu. Gaman er að lesa um tólftónaaðferðina í skáldsögunni Doktor Fástus eftir Thomas Mann, en hún er til í íslenskri þýðingu eftir Þorstein Thorarensen og gefin út af forlagi hans Fjölva. Í 22. kafla sögunnar er aðalper- sónan látin segja frá tólftónaaðferðinni, upp- götvun sinni! En þessi skipulagsmáti var aðeins notaður á tónhæð, en ekki aðrar eigindir tónsins, eins og lengd hans, rytmann, styrk eða blæ/lit. Schönberg og nemendur hans Alban Berg og Anton Webern notuðu þessa aðferð í verkum sínum. Schönberg sjálfur benti jafnan á að verk hans væru tólftóna-tónsmíðar en ekki tólftóna- tónsmíðar; með áherslu á tónsmíðar. Skáldskapurinn er mikilvægari en vinnuað- ferðin, bragarhátturinn. Ungu tónskáldin útfærðu þessa hugsun á tónlengdina, styrkleikann, blæ eða lit hljóðsins og aðrar eigindir þess, form og framvindu. Mynduðu raðir mismunandi raðir tónlengda, styrkleika, litar, formhluta. Svo var öllu fléttað saman. Tilgangurinn var gjörskipulagning efnis og tjáningar. Ýmsum þótti með þessu þrengt að hugmyndafluginu en aðrir minntust orða Strav- inskýs, sem segir að listamaðurinn sé þeim mun frjálsari, eftir því sem hann setji sér strangari reglur að fara eftir. En Hamarinn er ekki saminn eftir neinu kerfi. Þó svo væri skipti það ekki neinu máli. Það er ekki aðferðin heldur gæði listaverksins sem máli skiptir. Og verkið er ægifagurt, marg- slungið, ljóðrænt og frumlegt. Fyrirmyndin er að mörgu leyti Pierrot og Sónata Debussys fyrir flautu, víólu og hörpu, eitt síðasta verk meistarans. Hamarinn herralausi er í þremur hlutum, þremur, fjórum og tveim þáttum. Af þáttunum 9, eru 4 sungnir með hljóðfæraleik, en 5 ein- göngu leiknir. Hlutarnir þrír eru geirnegldir saman, grípa hver inn í annan. Fyrsti hlutinn um ljóðið Smiðaliðið tryllist eru þættir númer 1,3 og 7. Annar hluti um ljóðið Böðlar einsemdar eru þættir númer 2, 4, 6 og 8. Þættir númer 5 og 7 eru um ljóðið Snotur bygging og forboðar. Líkt og í Pierrot er hver þáttur með sérstaka hljóðfæraskipan. Líkt og í Pierrot er einn þátt- urinn tvísöngur raddar og flautu; kannski feg- ursti þáttur verksins í öllum sínum einfaldleik. Hljóðfæravalið er eftirtektarvert: altflauta (sem er fjórum tónum dýpri en hin vanalega flauta), víóla, gítar, víbrafónn, xylorimba (sem er tréspil, xíló- eða marimbafónn) og fjölskrúð- ugt slagverk, með alls konar málmgjöllum, hristlum, bjöllum og trommum. Þessi samsetning býr yfir ýmsum möguleik- um og vísar til tónlistar utan Evrópu. Xylo- rimba er tréspil og svipuð hljóðfæri finnast í Afríku, gítarinn minnir á japanska hljóðfærið koto, málmgjöllin öll og bjöllurnar líkjast gam- elan-tónlistinni frá Java. Minna má á að De- bussy varð fyrir miklum áhrifum frá gamelan- tónlistinni og Messiaen, kennari Boulez leitaði víða fanga í tónlistarhefðum utan Evrópu. Meðhöndlun raddarinnar, samband ljóðs og lags er frumlegt og áhrifamikið. Laglínan spannar óvanalega víð tónbil með alls konar söngflúri og skrautnótum, eldsnögg- um hlaupum, löngum nótum og útkomponer- uðum trillum. Stundum glittir vart í útlínur laglínunnar fyrir öllu skrautinu. Laglínan tekur oft óvænta stefnu, fer í þá átt sem maður býst síst við. Langir tónar geta bæði verið hvíldarpunktar og spennuvaki. Og einhvers staðar á bak við alla þessa lag- rænu viðhöfn skín í tor- og margrætt ljóðið. Stundum er það í skugganum og þess á milli í forgrunni. Inn á þetta fléttast hljóðfærin og mynda mis- þéttan vef, og stundum kaffæra þau röddina. Hljóðfæratónlistin breytist úr undir- og með- leik í kammermúsík; röddin er bara eitt hljóð- færanna og syngur með hálflokuðum munni. Svo koma sjálfir hljóðfæraþættirnir, sem eru for- og eftirspil við sönglagið, eða þá athuga- semdir við það. Lokaþátturinn, sem kannski er lykillinn að völundarhúsi formgerðarinnar, er tilbrigði eða tvífari – „Dobbelgänger“, svo hugsað sé til Heine og Schuberts – fimmta þáttarins: Snotrar byggingar og forboðar. Boulez fann í þessu verki persónulegan stíl, sem tók mið af verkum Olivier Messiaens og tónsmíðaaðferðum hans. En umfram allt stefndi hann að því að sameina stíl Vínarskól- ans síðari, einkum Weberns og hinn franska impressionisma eins og hann birtist í síðari verkum Debussys, sem voru nýstárlegri og framsæknari flestu öðru. Boulez, líkt og Schönberg, sameinar óund- irbúinn spuna og þaulhugsaðan konstrúktívan rithátt í dýrt kveðnum háttum; frelsi og agi í senn. Afstaða Boulez til Schönbergs á þessum ár- um var tvíbent, samband af aðdáun og andúð. Þegar Schönberg lést skrifaði Boulez fræga grein: Schönberg er dáinn. Kannski átti hann við að sú fegurðarhugmynd í tónlist, sem Schönberg var fulltrúi fyrir væri liðin undir lok, og nýr tími genginn í garð. Þar sáu ungu tón- skáldin, Boulez og Stockhausen, Anton Webern sem frumkvöðul. Boulez gagnrýndi Schönberg fyrir að blanda saman því gamla, hefðinni, og nýjungum. Að mati Boulez gekk þetta ekki, útkoman væri hvorki fugl né fiskur. Hamarinn herralausi er einkar ljóðrænt og fíngert, það minnir á vef, döggvotan köngulóar- vef sem endurgeislar ljósbrotið, einhvers konar impressíonismi. Pétur í tunglinu er aftur á móti dramatískt verk, dulúðugt og expressíonisminn er alls staðar nálægur. Bæði eru verkin það sem skáldið Heine kall- aði „übertriebene Musik“: ýkt eða yfirdrifin tónlist, sem segir eitthvað mikilfenglegt. G MARTEAU Höfundur er tónskáld. Pierre Boulez Smiðaliðið tryllist Föruvagninn rauði við rönd naglans Og lík í körfunni Og púlshestar í járni skeifunnar Mig dreymir með höfuðið á hnífsoddi mínum Perú Falleg bygging og forboðar Ég heyri ganga í fótum mér Dauða hafið öldur upp fyrir haus Barn spássérstúr um auðn hafnarbakkans Maður stæling á glapsýn Tær augu í skógunum Leita grátandi að byggilegu höfði Böðlar einsemdar Sporið hefur fjarlægzt sá sem gengur þagnað Að skífu eftirlíkingarinnar Pendúllinn gerir hríð sína af hnykkjum úr granít RENÉ CHAR ÞORSTEINN GYLFASON SNARAÐI HANDA CAPUT VEGNA FLUTNINGS Á VERKI BOULEZ Í SALNUM 15DA OKTÓBER 2003 HAMARINN HERRALAUSI Dauðasjúka, dimma tungl undir svörtum sængurhimni, sóttheit stara augu þín, fjötra mig sem framandi lag. Þú deyrð af þrá sem drekkir þér, óslökkvandi ástarsorg, dauðasjúka, dimma tungl undir svörtum sængurhimni. Læðist einn til ástafunda í lostavímu, viti fjær og gleðst við þinna geisla spil, þrautum fædda blóðið bleika, dauðasjúka, dimma tungl. ALBERT GIRAUD ÍSLENSK ÞÝÐING EFTIR ÞORSTEIN GYLFASON HANDA KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR (1980) Tunglið sjúka er eitt af tuttugu ljóðum í ljóða- flokknum um Pétur í tunglinu eftir Giraud. TUNGLIÐ SJÚKA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.