Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003
E
FTIR John Ralston Saul liggur
mikill fjöldi skáldsagna og
fræðirita, meðal annars heim-
spekitrílógían Voltaire’s Bast-
ards, The Doubter’s Compan-
ion og On Equilibrium.
Undirtitill fyrstu bókarinnar er
grípandi: „Alræði skynseminn-
ar á Vesturlöndum.“ Saul féllst á að útskýra
stuttlega hvað hann ætti þarna við.
„Eitt helsta vandamálið sem við er að etja í
vestrænni menningu er hversu veik við erum
fyrir hugmyndafræði. Það sem vill gerast, er
að við ákveðum á tilteknu tímabili að við ætlum
að leggja áherslu á einn mannlegan eiginleika
umfram aðra. Til dæmis gæti verið að við tryð-
um því að siðferði væri það sem öllu skipti.
Þetta hefur fyrr á tímum leitt til einræðis
kirkjunnar, og siðferðilegt einræði leiðir mjög
fljótlega til þess að fólk er höggvið niður vegna
þess að skilgreining þess á siðferðinu er frá-
brugðin skilgreiningu einræðisherrans. Með
öðrum orðum, siðferðið eitt og sér verður ósið-
legt.
Nú eða að það er minnið sem verður sá
mannlegi eiginleiki sem öllu skiptir, en það
getur af sér einvalda þjóðhöfðingja. Svona
minni, sem ekki hefur neinn annan eiginleika
til mótvægis, breytist í heimsku. Einveldi
byggist á því, að þjóðhöfðingi tekur við af föður
sínum sem aftur tók við af sínum föður sem
fékk tilskipun sína frá Guði. Þannig að almenn-
ingur verður að gera svo vel að hlýða. Þetta er
auðvitað ekki raunverulegt minni, heldur er
þetta minni sem hefur verið tekið úr tengslum
við aðra mannlega eiginleika. Og síðan á
átjándu öld – kannski mætti segja alveg frá
sextándu öld – höfum við verið ákveðin í því að
skynsemin væri eini eiginleikinn sem skipti
máli. Þá skyndilega var siðferðinu, brjóstvitinu
og minninu ýtt til hliðar, að ekki sé nú talað um
innsæið. En ef maður kannar málið nánar
kemur í ljós að allt það óskynsamlegasta sem
nú er gert er gert á „skynsamlegan“ hátt.
Þetta er vegna þess, að skynsemin getur ekki
verið skynsamleg ef hún er rofin úr tengslum
við aðra mannlega eiginleika.“
Þetta virðist ganga þvert á hugmyndir
margra þekktra heimspekinga, mætti þar
nefna Bertrand Russell, sem ganga út á að
hægt sé að gera skarpan greinarmun á skyn-
semi og öðrum mannlegum þáttum.
„Menn eins og Bertrand Russell eru gott
dæmi um úrkynjun skynsemishugmyndafræð-
innar. Þetta hljómar auðvitað dálítið undarlega
því að hann er enskur og lætur þess vegna í
veðri vaka að brjóstvitið skipti miklu máli. Sem
ekki er raunin; þarna er í grundvallaratriðum
um að ræða hugmyndafræði.
Þess vegna held ég því fram, að í hinu full-
komna samfélagi – sem auðvitað verður aldrei
til því að það hlyti að byggjast á hugmynda-
fræði – verði að vera jafnvægi á milli mann-
legra eiginleika. Að skynsemin verði ætíð að
endurspeglast í brjóstvitinu, siðferðinu, minn-
inu, innsæinu og ímyndunaraflinu. Taka má
sem dæmi að kapítalisminn byggist algerlega á
ímyndunarafli, og það leikur ennfremur stórt
hlutverk í því hvernig mannlegu samfélagi er
stjórnað. Við tölum enn um listir eins og þær
séu einhverskonar skemmtun fyrir millistétt-
ina, en ekki eitthvað sem skipti höfuðmáli. Ef
skilgreina ætti framfarir kemur í ljós að þær
eru í grundvallaratriðum byggðar á ímyndun-
arafli. En við látum sem framfarir byggist á
skynsemi, sem þær gera í rauninni ekki. Okkur
er allsendis ómögulegt að fallast á að ímynd-
unaraflið geti verið jafnmikilvægt og skynsem-
in.
Því þarf að finna þarna spennujafnvægi –
það kemur ef til vill ekki á óvart að svona kenn-
ing komi frá Kanadamanni; allar mínar kenn-
ingar snúast um spennu – því að siðmenningin,
hið besta atferli mannanna, byggist á spennu-
jafnvægi á milli mannlegra eiginleika. Og
skynsemin er bara einn þessara eiginleika.
Hún skiptir ekki meira máli en hinir, en heldur
ekki minna máli.
Þegar ég fór fyrst að tala um þetta, fyrir um
tíu árum, var ég púaður niður af heimspeking-
unum. Þeir héldu því fram að ef við vörpuðum
skynseminni fyrir róða myndu myrkraöflin ná
yfirhöndinni. Ég benti á, að skynsemin hefði
leitt til helfararinnar, vopnakapphlaupsins og
fráleitra hagfræðikenninga. Ef það er þetta
sem skynsemin leiðir til, þá er ég tilbúinn til að
prófa eitthvaðsem er svolítið öðruvísi.
Annars hef ég skrifað um þetta einar 700
blaðsíður í Voltaire’s Bastards og aðrar 400 í
On Equilibrium.“
Saul er hér á landi í fylgd konu sinnar, Adri-
enne Clarkson, sem er landstjóri í Kanada og
er hér í opinberri heimsókn. Annað kvöld mun
Saul stjórna bókmenntaumræðum í Iðnó þar
sem fjallað verður um áhrif landslags, lofts-
lags, veðurfars, einangrunar og fleiri viðlíka
þátta í bókmenntum. Hann telur hugmyndina
um stað ekki hafa fengið þá umfjöllun sem hún
eigi skilið.
„Ef marka má stjórnmálafræðinga heimsins
búum við öll í löndum þar sem þéttbýli er mik-
ið. Þetta er vegna þess að svo að segja allar
ríkjandi kenningar í stjórnmálafræði koma frá
London, París, New York og öðrum stórborg-
um. Engin þessara kenninga er miðuð við
norðlæg lönd þar sem einangrun leikur stórt
hlutverk. Það er innbyrðis mótsögn í norðlæg-
um löndum á milli annars vegar þeirra staða
þar sem meirihluti íbúanna býr – í stórborgum
– og hins vegar þessara gífurlegu landsvæða
sem aldrei geta orðið eins og bóndabýlin í Pro-
vence í Frakklandi eða Sommerset á Englandi,
heldur verða ætíð þetta gífurlega flæmi.
Þannig að hlutskipti okkar er mjög óvenju-
legt miðað við nútíma þjóðríki. Við höfum
háþróaðar borgir og stór landsvæði sem ekki
er hægt að gera að 21. aldar borgum. En við
tölum ekki mikið um þetta. Og í rauninni kveða
stjórnmálafræðikenningarnar á um, að þjóð-
ríkin séu þar sem fólkið er. Ef það er raunin þá
erum við ekki til. Sú gerð þjóðríkis sem við bú-
um í getur ekki verið til samkvæmt þessu lík-
ani. Þess vegna erum við ekki alveg í rónni
núna; vegna þess að enginn hefur boðið okkur
upp á líkön sem lýsa okkar hlutskipti.“
Fólkið og staðurinn
„Það sem ég tel ekki síst athyglisvert við
Kanada er að hér ríkir einskonar spennujafn-
vægi á milli fólksins og staðarins. Ef maður
hefur orð á þessu í Toronto verða menn óróleg-
ir vegna þess að þeir vilja ekki tala um staðinn
– þeir vilja bara tala um fólkið. Ég hef minnst á
þetta í Helsinki og Stokkhólmi og fólk þar
verður alveg jafnórólegt vegna þess að það
stendur í þeirri trú að veruleikinn sé þar sem
stærstur hluti fólksins er. En svo er ekki. Þess
vegna verðum við að endurskoða hugmyndir
okkar um lífið í norðlægum löndum.
Og ég held að sú heimspeki sem verður til á
norðurslóðum geti verið afskaplega áhugaverð
vegna þessarar spennu, sem ég var að tala um
áðan, á milli fólksins og staðarins. Það er engin
tilviljun að mjög stór hluti umhverfisverndar-
hreyfingarinnar hefur orðið til á norðlægum
slóðum.
Við verðum að hætta að tala um menn eins
og Jacques Derrida. Þeir eru fulltrúar alls þess
sem er ómögulegt í siðmenningunni vegna
þess að þeir eru algerlega ófærir um að takast
á við hugmyndina um stað og geta því ekki lagt
neitt af mörkum til þess raunveruleika sem
fólginn er í því að fólk búi einhvers staðar. Þeir
skilja ekki samhengi. Þeir hafa glatað tilfinn-
ingunni fyrir samhengi. Ég held að við sem bú-
um í norðlægum löndum eigum nokkuð góða
möguleika á að leggja fram röksemdafærslur
er taka tillit til samhengis.“
Tvennskonar þjóðernishyggja
Saul kveðst hafa skrifað talsvert um þjóð-
ernishyggju, og hann skiptir henni í tvennt –
neikvæða og jákvæða.
„Ég held að það sé fráleit hugmynd að tími
þjóðernishyggjunnar sé liðinn. Fólk verður að
eiga þess kost að tengja sjálfsmynd sína við
þann stað sem það býr á. Þess vegna verðum
við að fara að spyrja okkur að því hvort öll
þjóðernishyggja nítjándu og tuttugustu aldar
hafi verið neikvæð. Eða var hún að sumu leyti
af hinu góða og að öðru leyti af hinu vonda?
Ég held að ef litið er svona á málið verði
manni ljóst að það er hægt að koma auga á
mismunandi gerðir af þjóðernishyggju, og það
má jafnvel segja að mörgum vestrænum lýð-
ræðisríkjum hafi að nokkru leyti – en ekki öllu
– tekist að losna við neikvæða þjóðernis-
hyggju.“
En hverjir eru þá helstu þættir neikvæðrar
þjóðernishyggju?
„Á átjándu öld og fyrri hluta þeirrar
nítjándu varð til sú hugmynd, að þjóð sé fyrst
og fremst byggð á kynþætti, tungumáli, trú og
húðlit; að þjóð eigi sér einungis eina goðafræði.
Það er að segja, þetta er hugmynd um einsleitt
þjóðríki. Á nítjándu öldinni gekk fjöldi þjóð-
ríkja fram í því að banna minnihlutatungumál.
Hundruð tungumála hurfu, eða hurfu að mestu
leyti, vegna þess að þau voru bönnuð af yf-
irvöldum sem voru að reyna að búa til einsleita
mynd af ríkjum sínum.“
Saul neitar að skilgreina Kanada með því að
útlista greinarmuninn á enskumælandi Kan-
ada og Bandaríkjunum.
„Það er nítjándualdarspurning. Með öðrum
orðum, hún felur í sér að skilgreina landið á
forsendum fransk-ensku hugmyndarinnar um
þjóðríki. Því hafna ég algerlega. Það er til
gamall brandari um Kanada sem er eitthvað á
þá leið að í teoríunni gangi Kanada ekki upp,
en í raun og veru gangi það upp. Það er að
segja, það er ekki hægt að útskýra hvers vegna
Kanada gengur upp vegna þess að það sam-
ræmist ekki hinni klassísku nítjándualdarskil-
greiningu á þjóðríki. Hér er ekki eitt tungu-
mál, ekki einn kynþáttur, landslagið er ekki
allstaðar eins og svo framvegis.
Aftur á móti er Kanada annað eða þriðja
elsta samfellda lýðræðisríkið í heiminum. Lík-
lega er þetta eina ríkið í heiminum sem hefur
tvö alþjóðatungumál, en ekki eitt alþjóðlegt
mál og við hliðina á því staðbundið mál. Að við-
bættum einum sextíu frumbyggjamálum, sem
sum eru í hættu en sum ekki. Af þeim ríkjum
sem höfðu fjölmenna frumbryggjabyggð þegar
Evrópumenn komu þangað fyrst erum við lík-
lega ásamt Nýja Sjálandi það ríki þar sem
frumbyggjar gegna nú á tímum ekki einungis
mikilvægu hlutverki heldur sífellt stærra og
stærra hlutverki. Því má segja að samsetning
landsins byggist í rauninni á þríþættri und-
irstöðu: Frumbyggjum, enskumælandi íbúum
og frönskumælandi. Síðan eru innflytjendurn-
ir eins og plata ofan á þessari undirstöðu, og
því er uppbyggingin mjög flókin þótt undir-
staðan sé þríhliða.
Frá því 1867, þegar fylkjasambandið var
stofnað, hafa pólitísk dauðsföll í innbyrðis
átökum í Kanada, það er að segja, þegar Kan-
adamenn hafa fallið fyrir hendi annarra Kan-
adamanna, verið 85. Og þetta er að mínu mati
grundvallaratriðið í svarinu við spurningunni
um hversu vel lönd virka. Í Bandaríkjunum
hafa slík dauðsföll verið hvað mörg síðan 1867?
Við getum byrjað á að nefna þá hátt í fimm
þúsund bandaríska blökkumenn sem hafa ver-
ið hengdir, bætt við öðrum fjögur þúsund sem
hafa verið hengdir í samræmi við lög og rétt og
bætt við þúsund sem hafa fallið í kynþáttaó-
eirðum. Þá erum við strax komin með tíu þús-
und og gætum haldið áfram. Kanada er því
land þar sem einhvernvegin, þrátt fyrir að það
búi yfir því sem samkvæmt evrópskum skil-
greiningum myndi kallast uppskrift að borg-
arastyrjöld – það er að segja, ólík trúarbrögð
og ólíka kynþætti undir sama þaki – hefur tek-
ist að komast hjá því að beita ofbeldi. Þetta
hefur ekkert með það að gera að vera ensk-
kanadískur, heldur allt með það að vera kan-
adískur.
Ég held ennfremur að vegna fjögur hundruð
ára sambúðar frumbyggja, enskumælandi og
frönskumælandi íbúa Kanada séu áhrif frum-
byggjanna hér mun meiri en almenningur ger-
ir sér grein fyrir. Spyrji maður Kanadamann
hverskonar lýðræði og réttarfar sé í landinu
svarar hann því til að þetta sé samkvæmt
enskri fyrirmynd. Það er ekki rétt. Okkar kerfi
á ekkert skylt við breska kerfið, nema rétt á yf-
irborðinu. Þar er miðlægt stjórnkerfi, hér er
dreift kerfi; þeir eru haldnir af átjándu- og
nítjándualdar áráttu til að finna svör við spurn-
ingum – gömlu skynsemishugmyndinni um að
leysa vandamál – en Kanadamönnum finnst
ekkert eins leiðinlegt og að leysa vandamál.
Við viljum miklu heldur tala endalaust um mál-
in og á hundrað til hundrað og fimmtíu árum
detta þau smám saman uppfyrir.
Kanadamönnum finnst afskaplega óþægi-
legt að vera beðnir um að skilgreina sjálfa sig.
En við höfum búið við svo að segja óbreytta,
lýðræðislega stjórnarskrá síðan 1841. Hvað
var þá að gerast í Evrópu? Þá var að hefjast
enn ein hrinan af byltingum og borgarastyrj-
öldum. Og ekki sú síðasta. Ég las nýlega aftur
bókina Hetja vorra tíma eftir Lermontov, og í
henni er yndislegt samtal þar sem ein persón-
an segir eitthvað á þessa leið: Voru það Frakk-
ar sem komust fyrstir upp á lag með að láta sér
leiðast? Nei, segir önnur, það voru Bretar. Hér
í Kanada höfum við hvora tveggja og við erum
afskaplega gefin fyrir að láta okkur leiðast til
þess að komast hjá því að lenda í vandræðum.
Hin hefðbundna hugmynd um þjóðríki gerir
ráð fyrir að maður sé skemmtilegur, en hér er
því þveröfugt farið.
SKYNSEMIN ER EKKI ÞAÐ
EINA SEM MÁLI SKIPTIR
Í skrifum sínum hefur kanadíski heimspekingurinn
John Ralston Saul m.a. fjallað um tengsl fólks og
staðar. Í viðtali við KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON
ræðir Saul ennfremur um ofurtrú Vesturlandabúa
á skynseminni, og þörfina á endurskoðun hug-
mynda okkar um lífið í norðlægum löndum.
Morgunblaðið/KGA
John Ralston Saul
kga@mbl.is