Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. OKTÓBER 2003 KAMMERÓPERAN Hugstolinn eftir franska leikstjórann Janick Moisan verður frumflutt á Listahátíð í Reykjavík í lok maí 2004 á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Janick Moisan er menntuð í bókmenntum, leikhúsfræðum og leikstjórn og hefur síðustu tíu ár unnið innan óperuheimsins, bæði sem dramatúrg og að- stoðarmaður leikstjóra á borð við Ingrid von Wantoch Rekowski og Corina van Eijk, auk þess að vinna með t.d. leikstjórunum Peter Brook og Bob Wilson. Að sögn Janick var fyrsta útgáfa óperunnar unnin innan veggja La Monnaie-óperuhússins í Brussel þar sem hún var frumsýnd snemma árs 2002. Í fram- haldinu langaði hana að þróa verkið enn frekar og flutti í því skyni til Íslands snemma á þessu ári. Undanfarna mánuði hefur Janick unnið ná- ið með Sigurði Halldórssyni sellóleikara sem sér um tónlistina í verkinu, en ný og end- urbætt útgáfa óperunnar verður frumsýnd næstkomandi vor. Kammeróperan Hugstol- inn er framleidd af Virtuós, fyrirtæki Krist- ínar Mjallar Jakobsdóttur, en að sögn Janick var það Kristín Mjöll, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri verkefnisins, sem kom kamm- eróperunni á framfæri við Þórunni Sigurð- ardóttur, stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík. Að sögn Kristínar Mjallar er Hugstolinn í eðli sínu hvorki ópera, leikhús né tónleikar, en þó allt í senn. „Janick er höfundur líbrett- ósins, en Sigurður Halldórsson sér um tón- listina með því að tvinna saman ólík lög og verk eftir tónskáld á borð við Tapio Tuomela, Jón Leifs, Kristian Blak, Hjálmar H. Ragn- arsson og Kaiju Saariaho. Kammeróperan hverfist um seiðkonu sem leitar ákaft hrafns- ins, sem sífellt er nálægur en þó aldrei sjáan- legur, og magnar seið sem stig af stigi hrífur áheyrendur inn í aðra veröld. Marta Hrafns- dóttir syngur hlutverk seiðkonunnar, en Jan- ick skrifaði hlutverkið sérstaklega fyrir Mörtu. Hljóðfæraleikur er í höndum Sig- urðar Halldórssonar sellóleikara og Daníels Þorsteinssonar píanóleikara, en Rannveig Gissurardóttir sér um búningahönnun,“ segir Kristín Mjöll aðspurð um óperuna. En hver var hvatinn að því að þú skrifaðir óperu fyrir Mörtu? „Ég hef lengi hrifist af söngröddum nor- rænna söngvara, sérstaklega frelsinu og þroskanum sem þær búa yfir. Þegar ég kynntist Mörtu fyrst hreifst ég umsvifalaust af rödd hennar, því í henni skynjaði ég ákveðið frelsi og hljómfegurð á breiðu radd- sviði. Rödd Mörtu býr yfir alveg einstökum lit sem ég hef ekki heyrt hjá neinni annarri söngkonu. Hún er hlý, lífleg og óhefluð, en getur jafnframt verið afar tælandi. Auk þess býr Marta yfir öflugri áru og hefur til að bera mikinn sviðssjarma. Raunar kviknaði hug- myndin að óperunni út frá eftirnafni Mörtu, því þegar ég heyrði að hún væri Hrafnsdóttir fór ég að velta því fyrir mér hvernig hægt væri að vera dóttir hrafnsins. Í framhaldinu fór ég að skoða hlutverk hrafnsins í norrænni menningu,“ segir Janick. Hvað er það við óperuformið sem heillar þig? „Ég er mikill aðdáandi óperunnar, en hef oft verið afar undrandi á þeim gamaldags og í raun úreldu aðferðum sem beitt er við svið- setningu þeirra. Auðvitað er þetta allt hluti af hefðinni og ég er ekki að segja að það eigi að ýta henni algjörlega til hliðar. En ég tel hins vegar að það megi skerpa á tengslunum milli leikhússins og tónlistarinnar. Í Hug- stolnum langaði mig að reyna að virkja leik- og sögumannshæfileika bæði söngkonunnar og hljóðfæraleikaranna. Ég vil að þau gerist töframenn og leiði áhorfendur í annan heim. Í raun má segja að þetta sé fjölradda verk þar sem tónlist, hreyfingar og leikur eru jafngild.“ Ósýnilega hlið leikhús- vinnunnar heillar Hvernig myndir þú lýsa óperunni? „Í raun er best að lýsa Hugstolnum sem ákveðinni leit. Óperan lýsir töfraleit seið- konu sem beitir mætti sínum og söngli til þess að koma aftur höndum yfir hrafninn í því skyni að kortleggja ókunna heima. Þessi leik- ur sem á sér stað á sviðinu færir okkur aftur að rótum leikhússins og ósýnilegum töfra- mætti þess. Hugmyndin með óperunni var að draga upp dramatúrgíska og tónlistarlega ferð eftir norðurheimskautsbraut og leggja áherslu á yfirnáttúrulega heiminn sem er sameiginlegur í löndunum hér á norðurhveli jarðar. Ég hef lengi heillast af Íslandi og löndunum sem liggja að norðurheimskautinu því þar á trúin á ósýnilega heima sér afar sterkar rætur. Að stórum hluta held ég að það megi rekja til þess að sjóndeildarhringur ykkar er svo frjáls, sem auðveldar allt flæði milli heimanna tveggja. Enda mjög eðlilegt að fólk sem býr í svona stórbrotinni náttúru geti fengið það á tilfinninguna að náttúran sé byggð öðrum en bara mönnum.“ Hvað er það við tengsl sýnilega og ósýni- lega heimsins sem heillar þig? „Sem leikstjóri hef ég mikinn áhuga á ósýnilega heiminum vegna þess að hann myndar í raun grunninn að leikhúsinu. Á sviðinu gefum við sífellt persónum, sem ekki eru raunverulega til, líf. Þegar ég vann með enska leikstjóranum Peter Brook varð ég fyrir miklum áhrifum af rannsóknum hans, en hann hefur verið að kanna hverjir grund- vallarþættir leikhússins eru. Það sem sér- staklega hefur vakið athygli hans, og heillar mig jafnframt, er þessi ósýnilegi hluti leik- húsvinnunnar okkar. Við þurfum ekki endi- lega að fylla sviðið, hvorki af leikmyndum né leikmunum, til þess að fá áhorfendur til að trúa á söguna sem við erum að segja. Við verðum hins vegar að heilla áhorfendur og fá þá til að trúa á það sem við erum að gera. Og í því felst galdur leikhússins.“ Ópera á faraldsfæti Hugstolinn hefur þegar vakið talsverða at- hygli á erlendri grundu og í framhaldi af frumsýningunni á Listahátíð í Reykjavík í vor er, að sögn Kristínar Mjallar, fyrirhugað að fara með hana í tónleikaferð um Norð- urlöndin. „Við kynntum Hugstolinn fyrir Gro Kraft, forstjóra Norræna hússins, sem bauðst til að skipuleggja tónleikaferð Hugstolins um Norðurlöndin haustið 2004. Þannig hafa for- svarsmenn norrænu húsanna á Grænlandi, í Færeyjum og Álandseyjum, auk Samíska leikhússins í Norður-Noregi, þegar sýnt verkefninu áhuga. Eins höfum við verið í tengslum við Menningarmiðstöðina í Flæm- ingjalandi í Belgíu, en þeir eru samstarfs- aðilar Listahátíðar í Reykjavík í tengslum við annað verkefni. Þórunn Sigurðardóttir benti þeim á verkefnið okkar og í framhaldinu buðu þeir okkur á hátíð sem tileinkuð er heimskautatónlist og fram fer í Gent í Belgíu veturinn 2004,“ segir Kristín Mjöll, en að hennar sögn eru fleiri ferðir á teikniborðinu. Þannig hefur t.d. komið til tals að Hugstolinn taki þátt í íslenskum menningardögum í Ríga 2004 og á listahátíðum í Frakklandi 2005. Kammeróperan Hugstolinn verður frumsýnd á Listahátíð í Reykjavík á vori komanda. SILJA BJÖRK HULDU- DÓTTIR ræddi við Janick Moisan, höfund og leikstjóra, og Kristínu Mjöll Jakobsdóttur, framkvæmdastjóra. ÓPERA UM SAMSPIL SÝNILEGRA OG ÓSÝNILEGRA HEIMA Morgunblaðið/Sverrir Janick Moisan og Kristín Mjöll Jakobsdóttir. silja@mbl.is Þ ETTA er íslensk jörð,“ segir Pétur Halldórsson listmálari um 10 málverk sem hann sýnir í Hafnarborg. Hann útskýrir þetta nánar með því að lýsa ferlinu við sköpun myndanna, þar sem hann málar hvert lagið af öðru ofan á strigann, leggur pappír ofan í blauta litina og bætir í lífrænum efnum úr náttúrunni svo úr verður þykkt lag – jarðvegur – á striganum. „Síðan ræðst ég á þetta eins og fornleifafræðingur og ríf upp og skrapa og finn alls kyns mynstur og liti. Þetta er eins og að búa til sinn eigin jarðveg og róta svo í honum eftir spennandi hlutum.“ Verkin bera reyndar ekki rótið með sér – nema rýnt sé í þau úr lítilli fjarlægð – heldur virðist sem Pétur hafi grafið upp alls kyns náttúruleg mynstur, innviði jökla, steina og gróðurs. „Eða feldur dýra og fiður fugla,“ bætir Pétur við og segir mynstur náttúrunn- ar stundum fullkomlega absúrd í fegurð sinni. „Ég kalla myndirnar einfaldlega Land 1–10 enda veit ég ekki hvað annað ætti að kalla þær. Þetta eru þó ekki tíu lönd heldur tíu myndir af landi. Þetta er sennilega hin full- komna andstæða konseptlistarinnar. Ég byrja á því að bera í hvert verk alls kyns hugmyndir en hætti svo ekki fyrr en þær eru allar horfnar undir mörg lög af litum og efn- um. Sumum finnst skrýtið að ég skuli gera svona myndir af því að ég er ágætlega lið- tækur teiknari. En ekkert er jafnfjarri mér í málverkinu og fígúrur. Ég er að leita að mynstrum, ekki formum. Litirnir eru líka til- viljanakenndir. Ég hugsa ekki um liti þegar ég er að vinna en þegar mynd er búin þá kemur hún mér oft á óvart með litasamsetn- ingunni. Þetta eru bjartari litir núna en í fyrri myndum. Ætli ég sé ekki búinn að finna taktinn í málverkinu. Ég er að minnsta kosti ágætlega sáttur við þessar myndir.“ Myndirnar bera það með sér að vera lengi í vinnslu. „Grunnur sumra þessara mynda er gamall. Ég vinn lengi með hverja mynd og legg hana til hliðar og ríf hana svo upp aftur seinna og held áfram. Stundum held ég að mynd sé bú- in en tek hana svo fram eftir nokkra mánuði og vinn meira í henni. Myndirnar á sýning- unni eru auðvitað búnar en það var ein mynd sem ég hætti við að hafa með. Ég áttaði mig á því að hún var ekki tilbúin. Mér finnst erf- itt að byrja á nýju verki. Með auðan striga fyrir framan mig, eða öllu heldur neðan mig, því ég byrja yfirleitt með strigann á gólfinu. Hver mynd er langt ferli og það er oft auð- veldara að rífa upp gamla mynd en byrja á nýrri. Stundum hef ég hugsað að ég ætti að skrifa hjá mér ferli einstakra mynda. Þá yrði næsta mynd kannski auðveldari. En þá er há- skinn horfinn úr sköpuninni og háskann má aldrei vanta. “ Myndirnar eru stórar, allt að 2 metrar á hvora hlið og Pétur segist verða að mála stórt. „Ef ég á að hafa gaman af þessu þá verð ég að mála stórar myndir. Aðferðin kall- ar á stórar myndir og ég vil líka hafa gaman af því sem ég geri. Þá verða verkin glaðlegri og mér reynist auðveldara að halda mig að verki. Mér finnst reyndar að ég sé í þessum verkum kominn í takt við sjálfan mig, hafa fundið staðinn sem ég vil vera á. Sestur í sjálfan mig. Eins konar sátt. Svo heldur mað- ur áfram.“ RÓTA Í EIGIN JARÐVEGI Pétur Halldórsson opnar málverkasýningu í Hafnarborg í dag. Verkin eru 10 talsins, unnin með blandaðri tækni og bera heitin Land 1–10. Morgunblaðið/Þorkell Pétur Halldórsson listmálari sýnir verk sín í Hafnarborg. „Ég ríf upp og skrapa og finn alls kyns mynstur og liti,“ segir Pétur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.