Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003
SKÁLDSÖGUR Guðmundar Andra Thors-
sonar, Íslenski draumurinn (1991) og Íslands-
förin (1996), fjölluðu hvor með sínum hætti
um sjálfsmynd þjóðar og það gerir ný skáld-
saga hans, Náðarkraftur, einnig. Hún fjallar
um þær stórfelldu breytingar sem urðu á ís-
lensku samfélagi í kringum miðja síðustu öld,
er fólk á landsbyggðinni tók sig upp og
flykktist unnvörpum á mölina. Verkið er því
öðrum þræði uppgjör við þá kyrrstöðu er ein-
kenndi íslenska fortíð fram að þessum miklu
fólksflutningum, en þó fyrst og fremst upp-
gjör við þá hugmyndafræði er á tímum þess-
ara straumhvarfa réði lögum og lofum og
hverfðist í átökum andstæðra afla um hvaða
stefnu hafa skyldi að leiðarljósi við uppbygg-
ingu framtíðarinnar – ekki bara hér á landi
heldur í heiminum öllum. Sagan er samt sem
áður sögð frá sjónarhóli samtímans, enda
veitir það höfundinum svigrúm til að líta til
baka yfir það sögusvið sem persónur hans
hafa leikið sín hlutverk á, og afhjúpa um leið
þau gildi og aðstæður er mörkuðu hverja
kynslóð fyrir sig.
Sú þróun á stöðu Íslands í heimsmynd
samtímans eftir umrót síðustu aldar, er
Náðarkraftur greinir frá, á sér launfyndna
samsvörun í þróun Voganna eins og þeir birt-
ast í lýsingu Guðmundar Andra: „Vogarnir
eru ekki lengur úthverfi en urðu samt aldrei
innhverfi. Hverfið var í jaðrinum en þokaðist
ekkert nær miðjunni [...],“ (bls. 67) segir í
upphafi þriðja kafla. „Þarna voru um hríð
stærstu flóttamannabúðir landsbyggðarinnar,
fólkið sem hafði ákveðið að gerast Suður-
Íslendingar, hafði farið suður, flykktist í
þennan austasta hluta borgarinnar því þarna
var land, móar, býli, jaðar borgarlandsins,“
(bls. 68) segir um tilurð hverfisins. Íbúunum
lýsir höfundur einnig á afhjúpandi hátt með
tilliti til víðari heimsmyndar, og heldur sig
við sama myndmál; „þau voru ekki landnáms-
fólk heldur borgarnámsfólk og urðu að finna
upp borgina í þessum þúfum – og innra með
sér sjálfum. Þau ætluðu börnum sínum að
verða Suður-Íslendingar, sum litu á veru sína
þarna fyrir sunnan sem óljúfa nauðsyn, ósig-
ur, og töldu þessar slóðir ekki vera sína
heimahaga. Enn litu mörg þeirra á sig sem
Eyfirðinga í útlegð, uppflosnaða Skagfirð-
inga, pólitíska flóttamenn frá Ströndum,
ferðalanga frá Suðureyri ... og alls staðar er
flóttamaðurinn einmana. En þau voru samt
ekkert af þessu. Án þess að þau gerðu sér
grein fyrir því voru þau komin með nýja
sjálfsvitund: þau voru Austurbæingar, það er
að segja Reykvíkingar með þúfnagöngulag.
Og þarna í hverfinu var fyrsti vísirinn að fjöl-
menningarsamfélagi á Íslandi; þarna voru all-
ir saman komnir – nema innfæddir Reykvík-
ingar sem máttu sæta því alla 20. öldina að
vera minnihlutahópur í eigin borg – nema í
Vesturbænum – því að um leið og nýjar kyn-
slóðir öðluðust borgarvitund komu nýir íbúar
úr þorpum og sveitum landsins og gerðust
Breiðhyltingar, Grafarvogsbúar og Árbæing-
ar, en aldrei Reykvíkingar“ (bls. 69).
Þetta margradda samfélag hraðra um-
breytinga, er jafnframt sá jarðvegur er sögu-
persónur Guðmundar Andra í Náðarkrafti
spretta úr, steðjinn þar sem þjóðarsálin er
mótuð til framtíðar. „Stéttirnar runnu saman
í einn graut í Vogunum á sjötta og sjöunda
áratug 20. aldar. Sveitabörn léku sér við
burgeisabörn og verkamannabörn og
menntamannabörn og fisksalabörn ...“ (bls.
69). Sá samruni er þarna er lýst myndar und-
irstöðu þeirrar samfélagsvitundar er lögð er
til grundvallar í bókinni og einkennir helstu
persónur hennar.
Edensgarður; skjól eða skilningur
En ástæðan fyrir því að höfundur kynnir
Vogana með svo ítarlegum hætti til sögunnar
er sú að þar stendur það hús er skýlir fjöl-
skyldunni er Náðarkraftur fjallar um; í
Karfavoginum, „þessari gamalgrónu komma-
götu“ (bls. 67). Vogarnir eru m.ö.o. það bak-
land er þjónar sem hluti fyrir heild í sviðs-
mynd stærri heimsmyndar. Sú heimsmynd
birtist í hugmyndafræðilegum átökum kalda
stríðsins, þeim andstæðu fylkingum er skiptu
heiminum á milli sín undir merkum kapítal-
isma og kommúnisma, eins og fyrr var sagt.
Uppi á lofti í húsinu býr ættfaðir fjölskyld-
unnar Einar Egilsen, stórættaður sonur
landskunnra læknishjóna. Lífsviðhorf hans
mótuðust strax í bernsku af því þegar hús
foreldra hans stóð fátækum opið á tímum
spænsku veikinnar og fólkið stóð í röðum til
að fá þar aðhlynningu eða súpu. Einar er
gamaldags kommúnisti, „gleymdi aldrei rang-
lætinu“ eins og segir í bókinni og „ekkert
fékk haggað þeirri sannfæringu hans að fá-
tækt væri glæpur og hið eina sem myndi út-
rýma fátæktinni væri að alþýðan ætti sjálf
fyrirtækin og fengi þannig bæði afraksturinn
af vinnu sinni sjálf og bæri sjálf ábyrgð á
rekstri þeirra“ (bls. 106–107). Í stað þess að
fara eins og leið hans átti að liggja, í Háskól-
ann, dreif hann sig norður í land og stjórnaði
„júlístræknum“ fræga – svo mikið lá honum á
„að koma á fót nýju þjóðskipulagi“ (bls. 107).
Sonur hans, Baldur, býr ásamt konu sinni
Kristínu á aðalhæð hússins, en börn þeirra
Sunneva og Sigurlinni búa í kjallaranum.
Umhverfis húsið er einskonar Edensgarður
sem Baldur ræktar af mikilli alúð, en hvítt
garðshliðið gegnir mikilvægu hlutverki sem
minni í sögunni – þar hafa kynslóðir fjöl-
skyldunnar komið og farið, innan þess hafa
þær fundið öryggi sitt og gleði, en fyrst og
fremst skjól fyrir þeim vindum er mæta þeim
á lífsins leið. Jafnframt þjónar hliðið og garð-
urinn auðvitað sem tákn fyrir þá hamingju
sem ríkir í Eden, áður en etið er af skilnings-
trénu – og jafnvel í sögulok er vandséð hvort
nokkur þörf er á brottrekstri úr þeim lundi
þar sem Náðarkrafturinn ræður ríkjum.
Baldur tekur skoðanir og heimsmynd föður
síns í arf; enda var ungt fólk af hans kynslóð
með hugann við „ástandið í heiminum, sem
þau virtust telja undir sér komið að breyta“
(bls. 98). Hann og systir hans, Áróra, voru al-
in upp í þeirri vissu að „kommúnistarnir vildu
öðrum vel. Þeir vildu að allir væru jafnir. [...]
Var það ljótt? Nei það var fagurt“ (bls.104).
Baldur helgar sig því þeim stjórnmálaferli
sem föður hans hefði getað fallið í skaut (ef
hann hefði ekki verið svo vínhneigður) en ein-
angrast í eldmóði hugsjóna sinna. Strax í
upphafi verksins hefur endir verið bundinn á
það sem hefði getað orðið glæstur stjórn-
málaferill, því Baldur varð fórnarlamb innri
átaka eigin samherja í „Hreyfingunni“ sem
hann og faðir hans hafa þó báðir fórnað sér
fyrir.
Trúverðugt tilbrigði
Saga Egilsen-feðganna, Einars og Baldurs,
er því óneitanlega nokkuð trúverðugt til-
brigði við sögu vinstri hreyfingarinnar á Ís-
landi. Þeir helga „Hreyfingunni“ lífskrafta
sína í trú á betri heim, en líta framhjá þver-
sögninni í baráttu kommúnista; einstaklings-
hyggjunni (bls. 111) er þó verður þeim báð-
um að falli. Enn djúpstæðari þversögn
afhjúpar höfundur í Einari er hann segir
hann neita „að horfast í augu við það að í
raun var hann að styrkja stoðir markaðs-
kerfisins og stuðla að markvissri neysluvæð-
ingu þjóðarinnar með því að bæta sífellt hag
fátæklinga ...“ (bls. 108).
Unga fólkið er lifandi sönnun þessarar
þversagnar, þau hafa allt til alls og finna ekki
fyrir þeim brennandi hugsjónaeldi er rak
eldri kynslóðir hússins áfram – þrátt fyrir
mjög félagslega meðvitað uppeldi og gott
upplag. Þau eru dæmigerðar táknmyndir
kynslóðar sem iðulega hefur verið sökuð um
að fórna stéttarvitund, pólitískri afstöðu og
hugmyndafræðilegri umræðu, á altari neyslu-
og nautnahyggju nútímans. Með tilliti til arf-
leifðar föður síns og afa, er það auðvitað
kaldhæðnislegt að Sigurlinni, sem „aðhylltist
nútímann“ (bls. 137) skuli vera mest upptek-
inn af lagasmíðum sínum fyrir Evróvisjón.
Systir hans Sunneva er álíka tvístígandi,
heilluð af tveimur mönnum; ungum, hrein-
lyndum Evrópusinna (sem kemur afspyrnu
vel saman við vinstrisinnann, tilvonandi
tengdaföður sinn) og hinni fullkomnu and-
stæðu hans, óábyrgum, sænskum lífslista-
manni er telur sig geta lifað samkvæmt lífs-
speki blúsarans (hefur enda efni á því sem
erfingi að stórauðævum).
Kristín, eiginkona Baldurs og móðir
barnanna, og Geiri, hinn trúi og dyggi fjöl-
skylduvinur, koma úr nokkuð annarri átt en
aðrar sögupersónur og víkka út þá smækk-
uðu heimsmynd sem finna má í Karfavog-
inum. Í einhverjum skilningi hafa þau bæði
gengið af trúnni – horfst í augu við þann
blekkingarheim er trú þeirra á markmið
„Hreyfingarinnar“ og heimssýn kommúnism-
ans var. Kristín hefur gengist öðrum trúar-
brögðum á hönd í viðleitni sinni til að lina
þjáningar og vinna bug á fátækt – ekki síður
fátækt andans – og starfar sem sóknarprest-
ur, en Geiri hefur lokað sig af í sínum per-
sónulega heimi þar sem hann nýtur á sér-
viskulegan hátt ýmissa þátta þeirrar
dægurmenningar er „Hreyfingin“ fordæmdi,
svo sem amerískra kvikmynda og dægurtón-
listar.
Þrátt fyrir að Guðmundur Andri leggi
megináherslu á að rekja sögu og endalok
þeirra afla sem voru lengst til vinstri í ís-
lenskum stjórnmálum 20. aldar í Náðarkrafti,
felst þó í verkinu annað og meira en kald-
hæðið uppgjör við þau hugmyndafræðilegu
öngstræti er margir eldhugar þjóðarinnar
rötuðu í á tímum kalda stríðsins. Í því er
einnig fólgin athyglisverð viðleitni til að tak-
ast á við samtímann og þau blekkingaröfl er
nú móta hann með áþekkum hætti þótt undir
öðrum formerkjum sé.
Þannig má sjá að höfundur finnur sam-
svörun í því ofstæki sem einkenndi starf
æskulýðsins í „Hreyfingunni“ og því ofstæki
sem greina má í sölutaktík „neysluhreyfinga“
samtímans. Þær eru tákngerðar í sölupýra-
míta af kunnuglegu tagi (Shiva-vörurnar), en
þeir sem ánetjast honum hafa það eitt mark-
mið að hafa fé af öðrum til eigin afnota. Sig-
urlinni reynir sig á þessu sviði, en finnur sig
ekki, og líklega er það til marks um að það
sem túlka mætti sem skort hans á eldmóði,
sé í raun raun sannri hæfileiki til að vega og
meta á eigin forsendum hvaða stefnu hann
vill taka í lífinu – jafnvel þó niðurstaðan sé í
andstöðu við þá strauma sem mæta honum,
bæði heima fyrir og úti í samfélaginu. Það er
fremur að Sunneva, sem ætíð hefur fallið bet-
ur að fjölskyldumyndinni, láti berast með
straumnum – í það minnsta virðist ákvörðun
hennar í sögulok vera til vitnis um að hún
sverji sig í ættina og muni leyfa blekkingunni
að lita líf sitt með einhverjum hætti.
Lífslygin og litur daganna
En hver er þá þessi blekking sem litar
daga Egilsen-fjölskyldunnar, þar sem hver
dagur hefur sinn eigin lit (bls. 1)? Hún kemur
sterkast fram í sögulok þegar ákveðið atvik
markar hvörf er reyna mjög á dómgreind
fjölskyldunnar og hugmyndafræðilegan
heiðarleika. Samstaðan verður þá öðrum til-
finningum sterkari, hetjulegur baráttuvilji
brýst upp á yfirborðið – þrátt fyrir að mál-
staðurinn sé í raun óverjandi og ómerkilegur.
Sá náðarkraftur er felst í því að trúa á mátt
sinn og megin, hugsjónir og hugmyndafræði
er því þegar allt kemur til alls tvíeggjaður.
Hann kallar fram það besta í mannskepn-
unni, en afhjúpar um leið veikleika hennar.
Það er svo sem ekki nýr sannleikur að
sterkustu bolirnir brotni fyrst þar sem þá
skortir nauðsynlegan sveigjanleika til að
komast af í vindum veraldarinnar. En þannig
er því farið með þá Egilsen-feðga, Einar og
Baldur; þeir eru brotnir menn, þrátt fyrir að
báðir hafi haft alla burði til að láta að sér
kveða með afgerandi hætti. Einar flýr sína
lífslygi í faðmi Bakkusar, en Baldur ríður
þétt net lyga og falsana til að skýla sér á bak
við, bæði sem rithöfundur og listmálari. Tákn
listsköpunar hans er lítið hvítt ský, er vísar
til hans eigin skýjaborga og kannski til hans
sjálfs sem skýjaglóps. Þrátt fyrir að blekk-
ingin sé forsenda allrar hans listsköpunar
trúir hann því að fingur hans leiti sannleik-
ans, því á meðan hann málaði „afsalaði hann
sér eigin sjálfi og gekk inn í annað listrænt
sjálf, dýpra og stærra og mikilfenglegra á
alla lund en hans eigin skaphöfn og reynsla
megnaði að skapa, og um stund fékk hann
hlutdeild í miklu ævintýri við að endurskapa
verk sem aðeins höfðu verið til í ríki hug-
myndanna; þetta var það Ísland sem aðeins
var til í ríki listarinnar“ (bls. 144). Það er á
slíkum stundum sem sjálfsblekking hans full-
komnast í því upphafna orðagjálfri er áður
nýttist honum sem pólitískt áróðurstæki.
Það er engin tilviljun að Einar Egilsen
heillast af Töfrafjalli Thomasar Mann, þess
höfundar er gerði þjóðfélagslegt umrót og
áhrif hugmyndafræðilegra strauma að yrkis-
efni sínu; höfundar sem ungur taldi listir eina
táknmynd hnignunar en skipti síðan um
skoðun er hann taldi sig koma auga á upp-
byggilegt hlutverk þeirra. Einar eyðir
morgnunum í að þýða þetta meistaraverk, en
eftirmiðdögunum í að þýða reyfara sýnu ölv-
aðri. Sonur hans hefur einnig gerst reyf-
arahöfundur (undir dulnefni að sjálfsögðu) og
eftir því sem líður á verkið verður æ ljósara
hvernig sagan endurtekur sig í lífi þeirra
feðga. Í þeim skilningi verða litir daganna
sem höfundur lýsir í upphafi bókar og í sögu-
lok einungis að táknum fyrir mismunandi
tímabil – fyrir það sem í rauninni eru lit-
brigði alls lífsins fremur en þessarar fjöl-
skyldu, enda eru þau fullkomlega óháð eðli
einstaklinga, gæfu þeirra og gjörvileika.
Lokakaflinn, þar sem höfundur hverfur frá
því sértæka yfir til litbrigða ljóssins eins og
það birtist í eilífðinni er í raun sönnun þess.
Vogar veraldarinnar
Ekki er hægt að segja skilið við þess
skáldsögu án þess að minnast á þær óteljandi
vísanir sem hún geymir í bókmenntir – ekki
síst íslenskar bókmenntir. Þær styrkja með
skynugum hætti þá rótfestu sem verkið hefur
í íslenskum veruleika, ljáir því trúverðugleika
og greiðir fyrir samsömun lesandans við
sögupersónurnar. Jafnframt verða vísanirnar
til þess að víkka út þann hugarheim er bókin
gerir skil og afhjúpa öll þau ólíku svið tíma,
hugmyndafræði, trúarbragða og jafnvel forn-
eskju (ekki síst hvað ófreskigáfu Kristínar
viðkemur) er sagan spannar.
Það má því segja að þótt fléttan í Náðar-
krafti láti lítið yfir sér við fyrstu sýn og því
fari fjarri að Guðmundur Andri hafi neglt
niður fastmótaða lausn í þessu verki dyljist
engum að verkið er þaulhugsað frá höfund-
arins hendi. Honum tekst að rekja saman þá
þræði er samtíminn er ofinn úr af mikilli
glöggskyggni – þrátt fyrir að samtíminn hafi
jú öðru fremur orð á sér fyrir að vera óskil-
greinanlegur. Samhliða því raðar hann saman
ævisögum margbrotinna, breyskra og um-
fram allt kunnuglegra persóna, sem í sögulok
renna saman í óvenju skarpa heildarmynd af
þjóðarsál er, þrátt fyrir tilraunir sínar til að
tileinka sér alþjóðlega strauma, þekkist enn á
„þúfnagöngulagi“ því er einkennir þá sem
búa á jaðrinum – í Vogum hinnar víðu ver-
aldar.
ÞJÓÐARSÁLIN OG
ÞÚFNAGÖNGULAGIÐ
SKÁLDSAGA
Náðarkraftur
Mál og menning, Reykjavík 2003, 237 bls.
Guðmundur Andri Thorsson
FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR
Guðmundur Andri Thorsson