Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003 13
Snilldarbók um manninn
Grím Thomsen sem einn
Íslendinga hefur fengið
umboð til stjórnarmyndunar
í Danmörku.
Ástir hans og barneignir.
Vináttu við konunga. Lífssorg
óhemjunnar frá Fredericia.
Loksins er þjóðsagan
um hinn grálynda Grím
kveðin í kútinn.
Lífsþorsti og leyndar ástir
er átakasaga um manninn
sem hefur fengið kaldar
kveðjur eftirtímans.
„FRÓÐLEG LESNING OG
SKEMMTILEG“ ... “
BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR
Lára Magnúsardóttir • Morgunblaðinu 18. nóv. 2003
Meistaraverk
það er að hafa enga stjórn á þeim þýðingum sem
eru gerðar á bókum hennar, sérstaklega gramd-
ist henni þegar bókatitlum er breytt gjörsam-
lega: ,,Oft eyði ég mörgum vikum í að finna rétt
heiti á bækurnar mínar, einungis til að komast
að því að þær hafa fengið allt annað nafn á er-
lendum tungum.“
Magnús Magnússon hélt næsta erindi, hann á
að baki langan feril sem blaða- og sjónvarps-
maður á Bretlandi og hefur jafnframt því þýtt
bæði Íslendingasögurnar og Halldór Laxness
yfir á enska tungu. Hans erindi fjallaði um stöðu
íslenskra bókmennta á Bretlandseyjum, hann
lýsti þeim gífurlega áhuga sem Bretar höfðu á
nítjándu öld á öllu sem tengdist norrænni fortíð
þeirra og að sá áhugi hefði dofnað upp úr fyrri
heimsstyrjöld og hefði ekki vaknað til fulls fyrr
en bækur Halldórs Laxness voru þýddar. ,,Alls
hafa fimmtán norræn skáld hlotið Nóbelsverð-
launin og af þeim er það Halldór Laxness sem
er mest lesinn á Bretlandi. Bókaútgáfan Har-
ville Press er að vinna að því að endurútgefa
fjórar af bókum Laxness á ensku og ég veit að
það er verið að þýða Vefarann mikla frá Kasm-
ír.“
Ljóstrað upp um
glæpaverðlaun í Svíþjóð
Magnús kynnti síðan þær bækur Halldórs
sem hann og aðrir hafa þýtt yfir á ensku, hvaða
móttökur þær fengu og þá uppsveiflu sem verk
Halldórs virðast njóta þessa dagana. Magnús
endaði erindi sitt á þessum orðum: ,,Í Íslands-
U
ndanfarin þrjú ár hefur staðið
yfir markviss kynning á nor-
rænum bókmenntum á
Bretlandseyjum. Hið nor-
ræna samstarf er til komið
vegna þess að í hinum
enskumælandi heimi er ekki
sterk hefð fyrir því að þýða
bókmenntir úr öðrum tungumálum. Á Bretlandi
eru það helst bókmenntir fyrrverandi nýlendu-
þjóða sem komast inn á borð útgefenda. Til að
vekja athygli Breta á norrænum höfundum og
norrænum bókmenntum hratt hin norræna ráð-
herranefnd af stað dagskrá sem nefndist Net-
work North, það var finnska bókmenntakynn-
ingarmiðstöðin (FILI) sem sá um
skipulagninguna og var það forstöðukona henn-
ar, Iris Schwanck, sem hélt um taumana. Und-
anfarin þrjú ár hafa verið haldnar um þrettán
ráðstefnur, vinnufundir og kynningar þar sem
norrænir höfundar, þýðendur þeirra, útgefend-
ur, gagnrýnendur og háskólafólk hafa komið
saman til að kynna norrænar bókmenntir og
stöðu þeirra á Bretlandseyjum. Síðasta ráð-
stefnan sem batt endahnútinn á þessa dagskrá
var haldin á The Finnish Institute í London í
vikunni.
Konur lesa mest á Bretlandseyjum
Dagskráin var fjölbreytt og hófst með erindi
skáldkonunnar Doris Lessing sem ræddi þróun
enskrar tungu og velti fyrir sér þeim áhrifum
sem norræn menning hefur haft á hana. Lessing
velti einnig fyrir sér hvernig hinn dæmigerði
breski lesandi liti út og hvað hann læsi. Hún
komst að þeirri niðurstöðu að þeir sem mest
læsu á Bretlandseyjum væru konur sem læsu
helst ekkert annað en verk Jane Austen og
hugsanlega einstaka bók eftir indverska höf-
unda. Því miður kæmust verk úr öðrum tungu-
málum tæpast að. Bækur Dorisar Lessing hafa
notið gífurlegra vinsælda um allan hinn vest-
ræna heim og í erindi sínu lýsti hún því hvernig
klukkunni skrifaði Halldór Laxness að það væri
engin sjón fegurri en að sjá Ísland rísa úr sæ og
það gleður mig að sjá verk Halldórs rísa úr sæ.“
Á ráðstefnunni sem stóð yfir í tvo daga voru
mál þýðenda, útgefenda og höfunda jafnt sem
leikskálda rædd í fjölmörgum erindum og pall-
borðsumræðum sem fylgdu í kjölfarið. Ulf
Örnkloo, sem er sænskur útvarpsmaður, fræddi
gesti um sögu glæpasagna á Norðurlöndum,
taldi þær standa best að vígi af öllum þeim nor-
rænum bókmenntum sem þýddar hafa verið yf-
ir á ensku, vera víðlesnastar og njóta mikilla vin-
sælda þessa dagana. ,,Nú er svo mikil eftirspurn
eftir enskum þýðingum á bókum Henning
Mankell að útgefandinn hefur þurft að ráða
marga þýðendur til að þýða bækurnar hans á
sem stystum tíma. Ulf sagði ráðstefnugestum
frá norrænu glæpasagnaverðlaununum, Gler-
lyklinum, sem Arnaldur Indriðason hefur unnið
undanfarin tvö ár og þeirri uppsveiflu sem nor-
rænar glæpasögur virðast vera í. Ulf Örnkloo
stýrir mánaðarlegum magasínþætti á rás eitt
sænska útvarpsins. Þátturinn sem heitir Deadl-
ine fjallar um menningu og listir með sérstakri
áherslu á glæpasöguna. Á hverju ári taka hlust-
endur þáttarins þátt í að veita bestu glæpasög-
unni, kvikmyndinni eða leikritinu svokölluð
Caliber-verðlaun sem í ár nefnast Caliber 003.
Ulf sagði í viðtali við blaðamann Morgunblaðs-
ins að hann mætti eiginlega ekki segja frá því
hver hlyti verðlaunin í ár því að þó að það væri
frágengið og búið að taka þáttinn upp þá yrði
honum ekki útvarpað í Svíþjóð fyrr en á mánu-
daginn kemur. ,,En ég stenst ekki mátið, það er
hann Arnaldur Indriðason sem hlýtur þau að
þessu sinni fyrir bók sína Mýrina, eða Glasbruk-
et eins og hún nefnist á sænsku. Ég mun vænt-
anlega afhenda Arnaldi verðlaunagripinn á nor-
rænni glæpasöguráðstefnu sem haldin verður í
Reykjavík næstkomandi maí. Verðlaunagripur-
inn er einskonar bikar sem er í laginu eins og
skothylki og er hann nefndur Patrónan.“
Vel heppnað kynningarátak
Iris Schwanck, sem stýrði þessu þriggja ára
kynningarátaki, sagðist vera ánægð með árang-
urinn og vona að nú myndu menn halda ótrauðir
áfram og byggja á þeim grunni sem nú hefur
skapast. ,,Menn verða að hamra járnið meðan
það er heitt, þrjú ár eru ekki langur tími í þessu
samhengi. Þessar dagskrár og ráðstefnur hafa
án efa vakið breska útgefendur til umhugsunar
því margir þeirra hafa haft samband við okkur
eftir á til að fá nánari upplýsingar um norræna
höfunda og verk þeirra. Til dæmis veit ég að
breski útgefandinn, sem gaf út Svaninn eftir
Guðberg Bergsson, ákvað að endurútgefa þá
bók eftir ráðstefnu sem við héldum í Wales.
Eins hefur stuðningur við þýðendur aukist og
vitneskja um þann stuðning sem við getum veitt
og því eru breskir þýðendur í auknum mæli
farnir að sækja um styrki til að heimsækja
Norðurlöndin og svo framvegis.“
MENN VERÐA AÐ
HAMRA JÁRNIÐ MEÐ-
AN ÞAÐ ER HEITT
Magnús Magnússon og
Doris Lessing voru í hópi
fyrirlesara á norrænni
bókmenntakynningu í
London í vikunni. DAGUR
GUNNARSSON var á
staðnum og hermir af því
sem fram kom.
Morgunblaðið/Dagur
Doris Lessing og Magnús Magnússon höfðu
framsögu á kynningunni í London.
Mitt í jólastressinu ogkapphlaupinu við aðvera komin í markklukkan sex á að-
fangadagskvöld fréttist af leik-
hópi frá Noregi á leið til Íslands
sem ætlar að sýna á Nýja sviði
Borgarleikhússins á sunnudags-
kvöldið kemur. Sýningin – Sauna
under my skin – er dansleikhús-
verk dansleikhópsins Inclusive
Dance Company sem frumsýnt
var um síðustu helgi í heimaland-
inu.
Leikhópurinn kemur frá
Þrándheimi, en er þó norrænni
en almennt gengur og gerist því
höfundur verksins, Tone Pernille
Östen, er fædd í Noregi og uppal-
in í Finnlandi, þar sem hún til-
heyrði sænskumælandi minni-
hlutanum. Nú er hún aftur flutt
til Noregs og vinnur þar sem
en þeir gegna marvíslegu hlut-
verki og breytast í kaldar sturtur,
trimmbretti, bryggjur á björtum
sumarkvöldum og drungaleg krá-
arskot á là Kaurismaki.
Vídeóupptökur Pekka Stokkes
leika stórt hlutverk í sýningunni,
þær eru teknar upp í hinni raun-
verulegu saunu og ýmist endur-
taka eða undirbyggja senurnar í
verkinu. Tónlistin er af ýmsum
toga, en fyrirferðarmestur er
hinn dramatíski finnski tangó.
Dansarar/leikarar í sýningunni
eru tveir, þau Arnhild Staal Pett-
ersen og Frode Eggen.
Leikmyndina gerir Gilles Berg-
ers. Sýningin kemur hingað með
styrk frá Norræna menningar-
sjóðnum og Norska menningar-
ráðinu.
Aðeins verður um þessa einu
sýningu að ræða.
danshöfundur. Þetta er nýstárleg
sýning af ættinni dansleikhús þar
sem vídeólist er stór þáttur í sýn-
ingunni.
Östen notar allt sem viðkemur
hinni rómuðu þjóðarheilsurækt
Finna, þ.e.a.s. saununni, sem
efnivið og innblástur í sýninguna.
Henni er ætlað að höfða til allra
skilningarvita, því angan af heitu
tréverki mætir áhorfendum í dyr-
unum og síðar bætist við ilmurinn
af bjarkarvöndum og ýmsu öðru
sem tilheyrir baðvenjum Finna.
Östen segir að Sauna under my
skin sé rannsóknarferðalag um
finnska þjóðarvitund – þar sem
goðsagnir og sannleikur eru und-
ir smásjánni. Það fer ekki heldur
hjá því að spaugilegu ljósi sé oft-
ar en ekki beint að uppákomum í
saununni. Leikmyndin er að sjálf-
sögðu hinir einu sönnu trébekkir,
Gufubað á Nýja sviðinu
ÓPERA Reykjavíkur í samvinnu við Tjarnar-
bakkann-restaurant frumsýndi í gærkvöldi
Carmen gala-kvöld í Iðnó. Þetta er þriðja
sýningin á vegum Óperu Reykjavíkur frá því
að starfsemi hennar hófst sumarið 2002.
Það er Rósalind Gísladóttir, ung söngkona
sem nýkomin er úr námi frá Spáni, sem fer
með hlutverk Carmen. Fjórir aðrir söngvarar
taka þátt í flutningnum, en það eru Snorri
Wium tenór, sem fer með hlutverk Don José.
Valgerður Guðnadóttir syngur Micaelu,
Hrólfur Sæmundsson syngur hlutverk nauta-
banans. Hrafnhildur Björnsdóttir syngur
Frasquitu. Iwona Jagla sér um píanóund-
irleik.
Ópera Reykjavíkur hefur áður sett upp
sýningarnar Dido og Eneas og Krýningu
Poppeu. „Í kjölfar skrifa um Óperu Reykja-
víkur í tímaritinu Opera Now hafa erlendir
aðilar haft samband við forsvarsmenn félags-
ins og boðið þeim samstarf. Stefnir því í
Ópera Reykjavíkur verði fjölþjóðlegt félag
með samstarfsaðila um alla Evrópu,“ segir
Hrólfur Sæmundsson, stofnandi Óperu
Reykjavíkur.
Næstu Carmen-tónleikarnir eru í Iðnó í
kvöld og föstudagskvöldið 19. desember.
Fólki gefst kostur á að snæða kvöldverð fyrir
tónleikana.
Morgunblaðið/Sverrir
Ópera Reykjavíkur syngur úr Carmen í Iðnó.
Carmen-
kvöld í Iðnó
KAMMERKÓRINN Vox academica heldur
sína árlegu aðventutónleika í dag kl. 17.00 í
Neskirkju við Hagatorg.
Á efnisskránni verða þekktir jólasálmar og
aðventu- og jólalög. Má þar nefna lög eftir
Báru Grímsdóttur, Atla Heimi Sveinsson,
Hans Nyberg og J.S. Bach.
Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson og
orgelleikari Jörg Sondermann, einsöngur með
kórnum Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Þóra H.
Passauer.
Hákon Leifsson stofnaði Kammerkórinn
Vox academica 1996. Í honum eru nú 25 reynd-
ir söngvarar og menntaðir hljóðfæraleikarar.
Kórinn æfir 5–6 sinnum í mánuði og heldur
ferna tónleika á vetri. Í haust hefur kórinn
fengið til liðs við sig Ragnheiði Guðmundsdótt-
ur söngkennara til að raddþjálfa.
Kórinn leggur áherslu á fjölbreytta efnis-
skrá og tónlist frá öllum tímabilum.
Jólasöngvar
Vox academica
♦ ♦ ♦