Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Fríkirkjan í Hafnarfirði kl. 17 Jólatónleikar Skáta- kórsins. Magnea Tóm- asdóttir sópran- söngkona syngur nokkur einsöngslög og slær á létta strengi með kór og hljómsveit. Stjórnandi er Kirstín Erna Blöndal. Hallgrímskirkja kl. 17 og 21Jóla- tónleikar Karlakórs Reykjavíkur. Ein- söngur: Gunnar Guðbjörnsson. Org- elleikur: Hörður Áskelsson, Lenka Máteóvá. Trompet: Ásgeir H. Stein- grímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson. Einnig á sunnudag kl. 20. Solon kl. 17 Thorsten Henn ljós- myndari opna sýningu á verkum sínum í tilefni útgáfu bókar sinnar, Íslandslitir. Sýningin stendur til 9. janúar. Gallerí Klettur Helluhauni 16 kl. 14 Myndlistarmennirnir Steindóra Bergþórsdóttir, Erla Sigurðardóttir og Katrín Pálsdóttir sýna nýjustu verk sín og það sem þær eru að vinna að um þessar mundir. Opið hús verður hjá listamönnunum til 21. desember, laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og virka daga kl. 12-18. Sævar Karl kl. 15 Píanóleikarinn Gunnar Gunnarsson flytur lög af nýj- ustu plötu sinni. Langholtskirkja kl. 17 Blómin úr garðinum: Ólöf Kol- brún Harðardóttir syngur við undirleik Jóns Stefánssonar org- elleikara. Neskirkja kl. 17 Kammerkórinn Vox academica heldur sína árlega jólatónleika. Stjórnandi Hákon Leifsson. Skruggusteinn Auðbrekku 4, Kópavogi kl. 13-18 Opið hús. Sjö listakonur reka saman vinnustofuna. Úrval listmuna verða til sýnis og sölu. Opið hús verður á sama tíma á sunnu- dag. Þjóðmenningarhúsið kl. 14 Á Sögustund Gevalia á Íslandi les Björk Bjarkadóttur úr bók sinni, Leyndar- málið hennar mömmu. Samhliða upp- lestrinum verður sýnd teiknimynda- saga úr verkinu. Bókasafn Hólmavíkur kl. 14 Krist- ín Helga Gunnarsdóttir les úr bók sinni Strandanornir. Jón Jónsson jólasveina- fræðingur fjallar um gömlu jólafólin og illvirki þeirra. Félagar í Leikfélagi Hólmavíkur lesa þjóðsögur. Dagskráin er í samvinnu við Strandagaldur og Leikfélag Hólmavíkur. Sunnudagur Listasafn Reykjavíkur – Hafn- arhús kl. 15 Inga Lára Baldvinsdóttir, deildarstjóri við mynddeild Þjóðminja- safnsins, leiðir gesti um sýninguna Ólafur Magnússon konunglegur hirð- ljósmyndari og reifar feril Ólafs. Borgarbókasafn, Grófarhúsi kl. 14 Bókaforlög í Vesturbænum og Íbúasamtök Vesturbæjar standa fyrir upplestri úr nýjum bókum:Elísabet Jök- ulsdóttir, Vængjahurðin. Andrea Gylfadóttir, Jóel Pálsson og Hávarður Tryggvason flytja lag Atla Heimis Sveinssonar við ljóð úr bókinni. Sjón: Skugga-Baldur. Ólafur Gunnarsson: Öxin og Jörðin. Vigdís Grímsdóttir: Þegar stjarna hrapar. Landfræðisaga Þorvaldar Thoroddsen. Hjalti Rögn- valdsson les. Þorgrímur Gestsson: Ferð um fornar sögur. Noregsferð í fótspor Snorra Sturlusonar. Hallgrímskirkja kl. 16 Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á orgelið og er það liður í einleiksprófi á orgel frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Á efnis- skránni eru verk eftir Louis Marchand, Johann Sebastian Bach, Felix Mend- elssohn og Louis Vierne. Sigrún hefur verið organisti í Breiðholtskirkju frá árinu 2000. Grafarvogskirkja kl. 17 Kórar Grafarvogskirkju halda sameiginlega jólatónleika. M.a. verður frumflutt kór- verkið Jólanótt eftir Finn Torfa Stef- ánsson við texta Þorsteins Valdimars- sonar. Krakkakór flytur lög úr söngleiknum Fæðing frelsarans eftir Hauk Ágústsson. Unglingkór og Karla- söngsveit koma einnig fram. Einnig verða flutt verk eftir Buxtehude, Bach og Schubert við undirleik strengjasveit- ar. Stjórnendur: Hörður Bragason og Oddný Þorsteinsdóttir. Aðgangur er ókeypis. Langholtskirkja kl. 18 Katalin Lör- ingcz heldur orgeltónleika. Hjallakirkja, Kópavogi kl. 20 Að- ventusöngvar. Graduale Nobili flytur Maríusöngva og A Ceremony of Car- ols eftir Benjamin Britten. Elisabet Waage leikur á hörpu. Stjórnandi Jón Stefánsson. Safnaðarheimilið Vinaminni kl. 20.30 Kirkjukór Akraness ásamt kammersveit og einsöngvurum flytur jólaóratoríu eftir Camille Saint-Säens, auk þekktra jólasálma. Einsöngvarar eru Ásdís Kristmundsdóttir, Elfa M. Ingvadóttir, Laufey Geirsdóttir, Sibylle Köll, Garðar Thór Cortes, Valdimar H. Hilmarsson og Ólöf Kristín Ásgeirs- dóttir. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæ- mundsson. Neskirkja kl. 17 Aðventutónleikar Kórs Neskirkju. M.a. flutt messan Benedicamus Domini eftir L. Perosi. Einsöngvarar: Inga J. Backman sópran, Kristín Kristjánsdóttir sópran, Gísli Magna- son tenór og Örlygur Benediktsson bassi. Einnig kemur fram ný- stofnaður kór kirkj- unnar Pange lingua. Orgelleikari: Kári Þormar. Einleikari á flautu Pamela De Sensi. Stjórnandi er Steingrímur Þórhallsson. Aðgangur er ókeypis. Salurinn kl. 16 og 20 Jólatónleikar Kasa-hópsins. Hjallakirkja í Kópavogi kl. 20 Graduale Nobili flytur Maríusöngva og A Ceremony of Carols eftir Benjam- in Britten. Elisabet Waage leikur á hörpu. Stjórnandi Jón Stefánsson. Þriðjudagur Mosfellskirkja kl. 20.30 Hinir ár- legu aðventutónleikar Diddúar og drengjanna. Endurtekið á miðvikudag á sama tíma. Föstudagur Hafnarfjarðarkirkja kl. 21 Árlegir tónleikar Camerarctica, Mozart við Kertaljós. Inga Backman Magnea Tómasdóttir Ólöf Kolbrún Harðardóttir Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björgvin Halldórsson eru meðal þeirra sem koma fram á jóla- og aðventutónleikum í Skálholtskirkju í dag. Jóla- og aðventu-tónleikar Skálholts-kórs undir stjórnHilmars Arnar Agn- arssonar, organista og kórstjóra, verða haldnir í Skálholtskirkju í dag kl. 14 og 17. Á tónleikunum kemur Skálholtskór fram ásamt Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur og Björgvini Halldórs- syni, barna- og kammer- kór Bisk- upstungna, Shophie Sconjans hörpuleikara, Kára Þormar organista, Þóri Baldurssyni orgelleik- ara, Peter Tomkins óbó- leikara auk strengjasveit- ar en konsertmeistari hennar er Hjörleifur Vals- son. Þórir Baldursson sá um að útsetja nær öll lögin sem flutt eru á tónleik- unum. Nú hljómar þessi kóra- og hljóðfærasamsetning afar metnaðarfull, Hilmar Örn, hvað kemur til? „Eins og komið hefur fram áður fögnuðu bæði Skál- holtskirkja og Skálholtskór 40 ára afmæli á þessu ári og okkur langaði til að ljúka afmælisárinu með veglegum jóla- og að- ventutónleikum. En við höfum haldið slíka tón- leika síðan 1991, þótt þeir hafi aldrei verið jafn viðamiklir og í ár. Með ár- unum hafa þessir jóla- og aðventutónleikar okkar orðið að föstum lið hjá mörgum Sunnlendingum, sem leggja leið sína hing- að í Skálholt til þess að koma sér í jólaskapið. Í ár er það okkur mikil ánægja að geta boðið Björgvini Halldórssyni að syngja með okkur, en mér vitandi hefur hann aldrei áður tekið þátt í kirkjutónleikum þótt hann hafi sungið tals- vert af gospeltónlist.“ Hvaða gildi heldur þú að svona jólatónleikar hafi fyrir áheyrendur? „Ég held að þetta sé ein besta leiðin til að komast í jólastemningu. Í raun er synd að það eru ekki oftar jól, því jólalögin eru yfir- leitt fallegustu, hátíðleg- ustu og innilegustu lögin sem fyrirfinnast og það er greinilegt að þau höfða afar sterkt til fólks. Innst inni eru náttúrlega allir að sækjast eftir þessum frið sem finna má í jólatónlist- inni og textunum.“ Hvað getur þú sagt mér um efnisskrá tónleikanna í dag? „Í raun spanna þeir allt tónlistarsviðið, allt frá mjög hátíðlegum og hák- lassískum verkum á borð við Ave Maria yfir í al- þekkt, sívinsæl jólalög hins vestræna heims. Auk þess munum við frumflytja nýtt jólalag eftir Ragnar Kristinn Kristjánsson, sem margir þekkja betur sem sveppabónda en tón- skáld.“ Hvernig er að stjórna þremur kórum á einum og sömu tónleikunum? „Það er afskaplega stór stund og gaman að hafa þennan stóra og fjöl- breytta sönghóp fyrir framan sig, því samtals eru þetta hátt í hundrað manns. Auk þess er mjög gaman að saman spanna kórarnir allan aldursskal- ann, þarna syngja því saman börn, foreldrar, af- ar og ömmur.“ Að sögn Hilmars er þegar orðið uppselt á hvora tveggju tónleikana og því miður ekki hægt að bæta við aukatónleikum þetta árið vegna anna þátttak- enda. Margar kyn- slóðir syngja saman STIKLA Skálholts- kórinn í Skálholts- kirkju silja@mbl.is LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikudaga og fimmtudaga kl. 12 laugardaga og sunnudaga kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gallerí Hlemmur: Egill Sæ- björnsson. Til 20. des. Gallerí Kling og bang, Laugavegi 23: Melkorka Þ. Huldudóttir. Til 14. des. Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39: Áslaug Arna Stefánsdóttir. Til 21. des. Gallerí Sævars Karls: Claus Egemose. Til 31. des. Gerðarsafn: Carnegie Art- verðlaunin.Til 22. feb. Gerðuberg: Myndskreytingar úr nýjum barnabókum. Til 11. jan. Hafnarborg: Afmælissýning Hafnarborgar. Jólasýning: Fyrstu jólin. Til 22. des. Hallgrímskirkja: Bragi Ás- geirsson. Til 25. febr. Hús málaranna, Eiðistorgi: Þór Magnús Kapor og Benedikt S. Lafleur. Til 21. des. i8, Klapparstíg 33: Hreinn Friðfinnsson. Undir stiganum: Magnús Logi Kristinsson. Til 10. jan. Íslensk grafík, Hafnarhúsi: Marlies Elísabet Wechner. Til 14. des. Listasafn ASÍ: Þórarinn Óskar. Til 14. des. Listasafn Akureyrar: Eggert Pétursson. Aaron Michel. Til 14. des. Listasafn Árnesinga, Hvera- gerði: Fjölbreytt jólasýning. Til 4. jan. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Íslensk myndlist 1960–80. Til 11. jan. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Nútímamaðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhúsi: Ólafur Magnússon – konunglegur hirðljósmyndari. Til 4. jan. Dominique Perrault arkitekt. 21. des. Erró-stríð. Til 3.1. Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir: Ferðafuða. Myndlist- arhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Listhús Ófeigs: Ína Salóme. Til 30. des. Mokkakaffi: Olga Pálsdóttir. Til 10. jan. Nýlistasafnið: Samtímalist í aldarfjórðung – 1978–2003. Til 21. des. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýning. Til 1. febr. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Ís- lensk og alþjóðleg samtíma- listaverk. Breski listamaðurinn Adam Barker-Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Leiðsögn alla laug- ardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Staðarlistamenn – Jóhanna Þórðardóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Skaftfell, Seyðisfirði: Fredie Beckmans. Til 11. janúar. Snorri Ásmundsson. Til 8. jan. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Skáld mánaðarins – Jóhannes úr Kötlum. Hvað er heimsminjaskrá UNESCO? Til 31. des. Leiklist Þjóðleikhúsið: Dýrin í Hálsa- skógi, sun. Borgarleikhúsið: Lína Lang- sokkur, lau., sun. Grease, lau., sun. Dance Company, Noregi: „Sauna under my skin“. Iðnó: Tenórinn, sun. Loftkastalinn: Sveinsstykki Arnars Jónssonar, sun. Tónlistarhúsið Ýmir: 100% hitt, lau. Tjarnarbíó: Ævintýrið um Augastein, sun. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi árdegis á fimmtu- degi, á netfangið menn- ing@mbl.is.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.