Lesbók Morgunblaðsins - 13.12.2003, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 13. DESEMBER 2003
Í
Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, má
um þessar mundir sjá verk eftir 24 nor-
ræna listamenn sem unnin hafa verið á
síðustu tveimur árum, þar eð þau eiga
að gefa spegilmynd af norrænni málara-
list samtímans. Carnegie Art Award-
verðlaununum var komið á fót árið 1998,
til að styðja framúrskarandi listamenn á
Norðurlöndum og efla norræna samtímamál-
aralist, og var í fyrstu árlegur viðburður en frá
og með 2003 mun hann fara fram annað hvert
ár. Eins og kom fram í blaðinu í gær hafa einnig
verið gerðar fleiri breytingar, sem felast í því að
Carnegie Art-verðlaunin hafa verið tvöfölduð
auk þess sem forystuaðila á vettvangi mynd-
listar er boðið að taka þátt í síðari fundi dóm-
nefndar, þegar ákveðið er hverjir skuli hljóta
myndlistarverðlaunin og styrkinn.
Frá upphafi hefur Carnegie Art Award falist
í þrennu; farandsýningu valinna listaverka til
höfuðborga Norðurlandanna og Lundúna,
skráningu sýningarinnar í bókarformi, en með
sýningunni nú fylgir u.þ.b. 200 síðna bók þar
sem listamenn Carnegie Art Award-sýningar-
innar eru kynntir ásamt litprentunum af öllum
verkum sýningarinnar, og loks verðlaunum til
þriggja listamanna sem eiga verk á sýningunni
ásamt styrk til yngri listamanns. Verðlaunahaf-
ar sýningarinnar 2004 eru Nina Roos sem hlaut
fyrstu verðlaun, Anette H. Flensburg sem
hlaut önnur verðlaun og Olav Christopher
Jenssen sem hlaut þriðju verðlaun, en Elina
Brotherus hlaut Carnegie-styrkinn til upp-
rennandi listamanns.
Aðrir listamenn er þátt taka í Carnegie Art
Award-sýningunni 2004 eru Kaspar Bonnén,
Max Book, Stig Brögger, A.K. Dolven, Claus
Egemose, Steingrímur Eyfjörð, Jens Fänge,
Andreas Heuch, Jarl Ingvarsson, Robert Luc-
ander, Poul Osipow, Eggert Pétursson, Jorma
Puranen, Silja Rantanen, Ulrik Samuelson,
Christian Schmidt-Rasmussen, Heine Skjern-
ing, Vibeke Tøjner, Kira Wagner og Dan Wolg-
ers.
Látið reyna á þanþol málverksins
Þegar gengið er um á sýningunni vakna óhjá-
kvæmilega hjá manni spurningar um stöðu
málverksins sem listforms nú á dögum. Spurð
hvort hún sjái einhverjar breytingar milli ára
svarar Ulrika Levén, sem annast hefur sýning-
arstjórn Carnegie Art Award-sýninganna frá
upphafi, því játandi. „Ég held að sýningin
fyrsta árið hafi verið mjög málaramiðuð, en
strax á öðru ári fórum við að sjá verk sem virki-
lega reyna á þanþol málverksins og verk sem
leika sér með málverkið og hefðir þess.“ Máli
sínu til stuðnings bendir Levén á verk eftir
verðlaunahafann Elinu Brotherus, Claus Ege-
mose og Jorma Puranen sem öll eru á neðri
hæð safnsins.
Í myndbandsverkinu Miroir (Spegill) eftir
Brotherus má sjá hvernig listakonan birtist
smám saman í baðherbergisspegli, sem hún
stendur frammi fyrir, þegar móða gufar hægt
upp. „Í þessu verki má greinilega sjá hvernig
listakonan vísar annars vegar til bakgrunns
síns sem ljósmyndari, en myndin birtist smám
saman líkt og ljósmynd í framköllunarvökva, en
einnig til þekktra mótífa hefðbundinna nor-
rænna málverka. Í Miroir er hún að vinna með
sjálfsmyndamótífið, en í verki sínu Baigneurs
vísar hún hins vegar til vinsæls viðfangsefnis í
norrænni málaralist; fólks sem er að baða sig
úti í rómantískri og stórbrotinni norrænni nátt-
úru.
Verki Egemose, Stuekultur (Stofumenning),
má aftur á móti lýsa sem nokkurs konar blöndu
af afstrakt málverki, skúlptúr og arkitektúr,
þar sem hann málar með ljósum. Í verkinu
Shadows, reflections and all that sort of things
(Skuggar, endurkast og allt slíkt) blandar
Jorma Puranen hins vegar saman málverkinu
og ljósmyndinni. Puranen hefur alltaf haft mik-
inn áhuga á mannamyndum og því hversu ófyr-
irsjáanlegt fólk getur verið. Þannig getur ein-
hverjum svipbrigðum sem þú hefur áhuga á
brugðið fyrir í svipinn og verið á bak og burt í
næstu andrá.
Í þessum verkum hefur hann tekið myndir af
gömlum málverkum. Venjulega þegar slíkt er
gert reynir fólk að forðast endurskin flassins,
en hann kærir sig kollóttan um það. Með þessu
móti fær hann áhorfandann til að fara að skoða
aðra þætti málverksins en sjálfa manneskjuna
sem var verið að mála. Í stað þess að skoða and-
lit fólksins á myndinni fara áhorfendur að velta
fyrir sér t.d. áferðinni á striganum, sprungun-
um og þykktinni á málningunni. Þetta eru auð-
vitað ljósmyndir en listamaðurinn er engu að
síður að vinna með málverkið. Mér finnst ein-
mitt nauðsynlegt að fólk sé opið fyrir því hvað
felist í málverkinu sem listformi,“ segir Levén.
Líkt og sjá megi lengra inn í verkið
Á efri hæð Gerðarsafns gefur meðal annars
að líta verðlaunaverkin þrjú. Fyrst ber þar að
nefna Untitled from Habit Suddenly Broken
(Án titils úr venju sem skyndilega er breytt út
frá) eftir Ninu Roos. Í umsögn dómnefndar um
vinningsverkið segir m.a.: „Í málverkum sínum
virkjar Roos þá tjáningarmöguleika sem felast í
hinu ósagða. Undir heillandi yfirborði verka
hennar er ætíð að finna ávæning af einhverju
sem er ankannalegt eða mótsagnarkennt, og
dregur það smám saman að sér athygli áhorf-
andans. Roos fæst við úrlausnir flókinna vanda-
mála á vettvangi málverksins, vandamál sem
snerta tímans rás og ekki síst hið hverfula
augnablik.“
Að sögn Levén var Nina Roos einn af þátt-
takendum á fyrstu Carnegie Art Award-sýn-
ingunni árið 1998 og hlaut þá önnur verðlaun.
„Þá voru verk hennar mun meira afstrakt, en á
síðari árum hefur mátt greina kunnugleg fyr-
irbæri í myndum hennar. Í þessu verki hér, líkt
og í mörgum verkum sinna síðustu árin, er hún
að mála á akrílgler sem gefur myndunum mun
meiri dýpt. Það er nánast eins og sjá megi
lengra inn í verkið eða greina megi daufa birtu
handan myndflatarins. Oft þegar maður horfir
á verk hennar virka þau nánast eins og eitthvað
sem þú sérð út undan þér sem hverfur síðan um
leið og þú ferð að rýna í það,“ segir Levén.
Betri stofan í dúkkuhúsi
Í umsögn dómnefndar um verk Olavs Christ-
ophers Jenssens Aphasie segir: „Í málaralist
sinni hefur Jenssen þróað það sem nefna mætti
„innra framleiðslukerfi“. Teiknihæfileikar hans
hafa auðveldað honum að senda frá sér hin fjöl-
breytilegustu myndverk, sem ævinlega hafa á
sér persónulegt yfirbragð. Í nýjum málverkum
sínum veitir hann okkur innsýn í lagskiptan síð-
kúbískan myndheim, þar sem hin mörgu lög
myndanna fylla upp í fleti og skapa markvissa
hrynjandi, um leið og þau virðast marka fyrir
grunnu og átakamiklu myndrými.“
Á sömu hæð gefur að líta þrjú verk eftir
Anette H. Flensburg sem tilheyra röð inni-
mynda sem hún nefnir Modtagelsesrum (Betri
stofan). Að sögn Levén hefur Flensburg mikið
unnið út frá ljósmyndum í verkum sínum, sér-
staklega fjölskyldumyndum eða myndum tekn-
um á heimili. „En í þessum verkum er hún hins
vegar að vinna með ljósmyndir af dúkkuhúsi.
Sé litið á myndir hennar má sjá að þetta lítur út
eins og venjuleg herbergi en samt skynjar mað-
ur að eitthvað er rangt því í venjulegu herbergi
myndi maður t.d. sjá gólflista eða dyrakarma.
Þar sem hvorugt er að finna í þessum verkum
virka t.d. gólfin fyrir vikið nánast endalaus eða
misdjúp.
Í heimildarmyndinni lýsir Flensburg því ein-
mitt hve mikið hún vinnur með gólfin enda hef-
ur skynjun áhorfenda af gólfinu mikið að
segja,“ segir Levén og vísar hér til heimild-
armyndar sem sýnd er á sýningunni. Síðustu
þrjú ár hefur verið gerð kvikmynd um þátttak-
endur í sýningunni sem sýnd er á hverjum sýn-
ingarstað. Í myndinni eru listamennirnir mynd-
aðir á vinnustofum sínum þar sem þeir segja frá
sjálfum sér á rétt rúmri mínútu.
Carnegie Art Award-sýningin stendur í
Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, til 22. febr-
úar nk. en þess má geta að safnið er opið alla
daga nema mánudaga milli kl. 11 og 17.
Carnegie Art Award-sýningin 2004 var opnuð í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, á fimmtudag-
inn var. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR skoðaði sýninguna í fylgd Ulriku Levén sýningarstjóra.
Elina Brotherus í myndbandsverki sínu Miroir.
Ljósmynd/Jan Engsmar
Hluti verðlaunaverksins Untitled from Habit Suddenly Broken eftir Ninu Roos.
MÁLVERKIÐ Í ÝMSUM MYNDUM
Morgunblaðið/Ásdís
Anne Folke, framkvæmdastjóri Carnegie Art Award, Eggert Pétursson, annar tveggja Íslendinga sem taka þátt í sýningunni, og Ulrika Levén er
verið hefur sýningarstjóri Carnegie Art Award-sýningarinnar frá upphafi. Í bakgrunni má sjá framlag Eggerts til sýningarinnar.
silja@mbl.is