Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Síða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004
Drakúla
N
okkur hefð var komin í
Bretlandi fyrir vampír-
usögum árið 1897 þegar
Drakúla kom út. Má
rekja áhugann til aust-
ur-evrópskrar hjátrúar
sem náði til Englands á
átjándu öld. Einnig hef-
ur Bram Stoker verið kunnugt um Vlad stjak-
setjara, rúmenska herkonunginn sem uppi var
á fimmtándu öld. Vlad þessi, sem barðist hvað
eftir annað við tyrkneskan innrásarher og er
þekktur í Rúmeníu sem sjálfstæðishetja, var
einnig kallaður Drakúla, en það þýðir bókstaf-
lega Drekinn. Drakúla getur einnig þýtt djöf-
ullinn. Það er umdeilt hve mikið Bram Stoker
þekkti til þessa litríka og grimma herprins, en
sannað er að hann hafi í það minnsta lesið stutt
yfirlit um ævi hans og þar hnuplað nafninu á
greifann.
Þessir tveir áhrifavaldar Brams Stokers,
þjóðtrúin og söguleg fyrirmynd, minna að
vissu leyti á áhrifavalda Halldórs Laxness að
Kristnihaldi undir Jökli. Laxness styðst meðal
annars við Eyrbyggju í sköpun sinni á Úu, að-
alkvenpersónu Kristnihaldsins, og sögusagnir
af Snæfellsnesi sem birtast í ævisögu Árna
Þórarinssonar um Úrsúlu ensku. Einnig styðst
hann við sögulegar fyrirmyndir líkt og Bram
Stoker og það frá svipuðum tíma í Evrópusög-
unni. Laxness styðst meðal annars við ævisögu
heilagrar Teresu av Avil þar sem segir meðal
annars af Peter Fernandez sem 1570 var send-
ur af Píusi Páfa V til Spánar sömu erinda og
Umbi í Kristnihaldinu, að gera úttekt á ástandi
trúarinnar.
Drakúla hefst á að Jonatan Harker, ungur
lögfræðingur, er á ferð til Transylvaníu í um-
boði breskrar lögfræðiskrifstofu. Drakúla hef-
ur fest kaup á nokkrum gömlum húseignum í
London og er Jonatan kominn til Transylvaníu
til að ganga frá kaupunum og fræða greifann
um ýmis lögfræðileg atriði. Ekki líður þó á
löngu áður en Jonatan áttar sig á að hann er
fangi í kastala greifans sem bersýnilega er
ekki neinn venjulegur maður. Ef Jonatan á að
trúa eigin augum þá á hann hlutdeild í að flytja
skelfilegt óargadýr til London, villidýr sem
hikar ekki við að ræna ungbörnum og kasta í
ginið á blóðþyrstum vampírusambýliskonum
sínum. Þegar móðir ein kemur til kastalans í
leit að barni sínu lítur Drakúla greifi á hana
sem fyrirtaksmáltíð handa úlfum sínum. Við
þessar aðstæður fer Jonatan Harker að óttast
um geðheilsu sína, nokkuð sem Umbi í Kristni-
haldinu á sameiginlegt með honum eftir
nokkra dvöl undir jökli á Snæfellsnesi.
Jonatan kemst til London við illan leik og
reynir að gleyma reynslu sinni frá Transylv-
aníu, en ekki tekur betra við í heimaborginni.
Eiginkona Jonatans, Wilhelmina Murrey, síð-
ar Wilhemina Harker, verður eitt af eftirlæt-
isfórnarlömbum Drakúla greifa og augntenn-
urnar í henni byrja smám saman að lengjast og
hvessast. Ef Jonatan og félögum hans, dr. Van
Helsing og dr. Sewards, tekst ekki að kveða
greifann niður, þá mun kona hans smám sam-
an breytast í blóðsugu og verða fordæmd að ei-
lífu. Sagan er margslungin og fádæma vel
hugsuð, eins og sést ekki síst á hvernig Bram
Stoker skapar eftirminnilegan geðsjúkling, að
nafni R.M. Reinfield, sem, þrátt fyrir hrifn-
ingu sína á Drakúla, reynir að hlífa Minu Mur-
rey fyrir honum. Kostar það hann lífið.
Vinirnir Jonatan Harker, Mina Murrey, dr.
Seward, dr. Van Helsing, mr. Quincey P.
Morris og mr. Arthur Holmwood mynda hálf-
gerða krossfarareglu gegn Drakúla og eftir
æsispennandi eltingaleik alla leið aftur til
Transylvaníu ná þau að yfirbuga greifann.
Bókin sem er til vitnis um sögu þessa er fram
sett sem safn dagbókarinnskota, sendibréfa,
blaðagreina og læknasjúrnala, sem í heild eiga
að mynda skýrslu. Þessi um margt flókna
framsetning, sem virkar mjög einföld og eðli-
leg í praksís, gerir að lesandinn er ævinlega
staddur nálægt atburðum líðandi stundar og
sér þá frá ýmsum sjónarhornum. Greinilegt er
að Bram Stoker þurfti ekki að lesa neitt um
strúktúralisma til að vita hvernig byggja mátti
upp skáldsögu. Þótt Kristnihald undir Jökli sé
einfaldari í sniðum á hún sameiginlegt með
Drakúla að vera safn beinna athugana á því
sem gerist sem að endingu mynda skýrslu um
ótrúlega hluti.
Kristnihald undir Jökli
Í Kristnihaldi undir Jökli er umboðsmaður
biskups, eða Umbi, ungur guðfræðingur sem
kann stenógrafíu, líkt og Jonatan Harker, og
er góður í tungumálum, líkt og Jonatan Har-
ker, sendur í litla sókn úti á Snæfellsnesi til að
kanna ástand kristninnar. Þar kemst hann í
kynni við fólk sem lifir að mestu í takt við eigin
hjátrú, og minnir það á reynslu Jonatans Har-
kers af íbúum Transylvaníu. Klerkurinn undir
Jökli, Jón Prímus, sinnir engum embætisverk-
um. Umbi spyr hann um þetta í 13. kafla
Kristnihaldsins:
Umbi: Vel á minst séra Jón. Negld aftur! Kirkjan. Það
eru heldur leiðinlegar fréttir. Hver negldi þessa kirkju
aftur. Hvað er hægt að gera?
Séra Jón: Jökullinn stendur opinn.
Jón Prímus lifir, á yfirborðinu, um margt
eins og uppljómaður taoisti sem er í fullkomnu
sambandi við sköpunarverkið. Það ljós sem
vísaði honum veginn á þennan vísdóm er goð-
mögnuð kona sem hann kynntist á sínum yngri
árum og heitir Guðrún Sæmundsdóttir frá
Neðratraðarkoti, en er iðulega kölluð Úa.
Þessi dularfulla kona hvarf á brott með besta
vini hans, Guðmundi Sigmundssyni verkfræð-
ingi, sem einnig gengur undir nafninu Próf. dr.
Godman Sýngman. Úa sem hefur verið fjar-
verandi í 35 ár, þar með talin látin í þrjú ár,
táknar í huga Jóns Prímus lífið sjálft. Þótt gert
hafi verið mikið úr því af fræðimönnum hve
Jón Prímus sé sáttur við tilveruna í bókinni og
æðrulaus þykir mér margt benda til að hann sé
heldur þunglyndur maður sem hefur aldrei al-
mennilega jafnað sig eftir gríðarlegt áfall í líf-
inu. Þar sem þessi skilningur á Jóni Prímus
hefur ekki sést áður langar mig að reyna að
rökstyðja hann nokkuð. Í fyrsta lagi segir
hann þessa sögu þegar Godman Sýngman
imprar á því hvernig honum varð við þegar Úa
hvarf.
Hér um árið þá valt hestur ofan Goðafoss. Hann flaut
lifandi uppá klöppina neðanundir. Klárinn stóð hreyf-
ingarlaus og heingdi niður hausinn í rúman sólarhríng
undir þessu ógurlega vatnsfalli sem hafði fleytt honum
ofan. Kanski var hann að reyna að muna hvað lífið hét
nú aftur. Eða hann var að hugsa af hverju heimurinn
hefði orðið til. Hann gerði sig ekki líklegan til að taka
framar niður. Á endanum hafði hann sig samt uppá ár-
bakkann og fór að bíta.
Ég efast um að yfirþyrmandi ástarsorg hafi
verið lýst jafn vel í jafn stuttri sögu. Einnig
segir Jón Prímus við sama tilefni, þegar hann
talar um nafn Úu:
Þetta orð gat þýtt alt og ekki neitt en þegar það hætti
að hljóma þá var einsog öll önnur orð hefðu tapað
merkingu. En það gerði ekkert til. Það smákom aftur.
Hér er Jón Prímus greinilega að segja ósatt
um að hann hafi jafnað sig og orð hafi fengið
merkingu aftur. Í íslenskum bókmenntum er
ekki til sú sögupersóna sem hefur minni trú á
merkingu orða en Jón Prímus. Helst vildi hann
að við kvökuðum öll eins og fuglar. Annað sem
bendir til að Jón Prímus sé ekki enn búinn að
vinna úr sorginni, eins og það yrði orðað á
drepleiðinlegu nútímamáli, er þegar hann, sem
ekki virðist hafa verið við kvenmann kenndur í
35 ár, talar um hvernig Úa var:
„Manstu þegar Úa hristi lokkana? Manstu
þegar hún horfði á okkur og hló? Tók hún ekki
sköpunina gilda? Afneitaði hún nokkru? Mót-
mælti hún nokkru? Það var sigur skaparans í
eitt skipti fyrir öll. Alt átti sér takmörk, það
hætti að vera til þegar hún kom: heimurinn
fullkominn og ekkert skifti leingur máli. Hvað
meinar Úa þegar hún sendir mönnum skeyti
og segist vera dauð?“
Af þessum orðum má ljóst vera að klerk-
urinn sér hana ljóslifandi fyrir sér eftir þrjátíu
og fimm ár og söknuðurinn hefur breyst í guð-
lega dýrkun á henni. Hann lítur á það sem
hreinan fáránleika að hún geti dáið. Vegna
þess að hún getur ekki dáið fyrir honum, það
væri sama og að hann dæi enda er hún tákn
hans fyrir lífið.
Samanburður á Kristnihaldinu
og Drakúla
Það má telja upp margar ástæður fyrir því
hvers vegna Kristnihald undir Jökli og Dra-
kúla ættu ekki að líkjast hið minnsta. Drakúla
kom út þegar árið 1897 á hátindi Viktoríutím-
ans í Englandi, en Kristnihaldið kom út 1968 á
hátindi hippatímabilsins. Gerbreytt viðhorf til
jafnréttis og kynlífs ættu að vera nóg til að
þessar bækur virtust vera hvor frá sinni plán-
etunni. Á milli þeirra eru að auki tvær heims-
styrjaldir, tvær fallnar kjarnorkusprengjur,
súrrealisminn, strúktúralisminn, kvikmyndin,
flugið og djassinn, svo fátt eitt sé nefnt. Önnur
SYSTKINABÆKURNAR
KRISTNIHALD UNDIR
JÖKLI & DRAKÚLA
Úa og Umbi. Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Sigurjónsson í hlutverkum sínum. Úr
kvikmyndinni Kristnihald undir Jökli eftir Guðnýju Halldórsdóttur frá 1989.
„Þess vegna legg ég til að Drakúla og Kristnihald
undir Jökli séu lesnar sem fyrra og seinna bindi sama
verks, skrifað af óræðum, hláturmildum höfundi ofar
tíma og rúmi,“ segir í þessari grein þar sem því er
haldið fram að margt sé afar líkt með þessum tveimur
skáldsögum Brams Stoker og Halldórs Laxness og
hugsanlega séu þau Drakúla og Úa systkin.
E F T I R B J A R N A B J A R N A S O N