Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004 5
bókin er yfirleitt, að ósekju, afgreidd sem af-
þreyingarverk, hin flokkuð sem fagurbók-
menntir. Allt þetta virðist þó sem kusk eitt
þegar nánar er að gáð og bækurnar lesnar
hvor á eftir annarri. Þá virðast þær helst vera
fyrri og seinni hluti sama verks.
Báðar skáldsögurnar, Kristnihald undir
Jökli og Drakúla, hefjast á því að umboðsmað-
ur er sendur á heimsenda þar sem hann síðan
kynnist vægast sagt undarlegu fólki. Í Kristni-
haldinu er Umbi, eins og nafnið gefur til
kynna, umboðsmaður biskups, sendur á Snæ-
fellsnes til að kanna ástand kristninnar. Í Dra-
kúla er Jonatan Harker, umboðsmaður lög-
fræðiskrifstofu, sendur til Transylvaníu í
Rúmeníu til að fræða Drakúla greifa um
hvernig farið er að við kaup á húsnæði í Lond-
on. Báðir þessir menn tjá reynslu sína jafn-
óðum og eru lesendur því nálægt þeim í tíma.
Umbi tekur mikilvæg samtöl upp á hljóðrita og
skráir síðan meginatriði í bók, en Jonatan Har-
ker heldur dagbók. Báðar bækurnar enda sem
skýrsla.
Báðir lenda ferðalangarnir Jonatan og
Umbi í hráslagalegu húsnæði með heldur kald-
lyndum konum en eru mestanpart hundsaðir
af gestgjöfunum, ef orðið gestgjafi gildir þá
um þá Jón Prímus og Drakúla greifa. Þegar
Drakúla er fjarverandi vegna skyldustarfa er
Jonatan Harker einn í hrollköldum kastalan-
um með þremur lokkandi fögrum blóðsugum
sem hungrar mikið í blóð hans, en Umbi er
komin upp á Fröken Hnallþóru, sem telur það
fyrir neðan sína virðingu að bjóða gestum ann-
að en sautján sortir af kökum, en eldar ekki
mat. Umba hungrar því í ærlega máltíð líkt og
Jonatan Harker þegar hann er skilinn eftir í
kastalanum matarlaus. Á báðum stöðum er
ástand guðshúsanna bágt; kirkjan á Snæfells-
nesi er að hruni komin, og kapellan þar sem
Drakúla greifi liggur er óttalegt greni. Í báð-
um bókunum lenda menn í því að dvelja yfir
opnum líkkistum um nótt. Jonatan Harker
þráir, áður en yfir lýkur, ekkert heitar en að
geta skorið hausinn af Drakúla greifa, meðan
Umbi þarf að vaka yfir líki dr. Godmans Sýng-
mans, til að gæta þess að suður-amerískur
hausaveiðari sargi ekki hausinn af líkinu til að
þurrka hann. Í þrítugasta og öðrum kafla
Kristnihaldsins segir:
Nótt, dimt í lofti, súld. Beitarhúsarmenn sofa á dyra-
palli búngalósins undir derinu. Líkið er á sínum stað og
kistan opin til höfða og verður lokið ekki dregið fyrir til
fulls fyren opinberir aðilar hafa borið það saman við
gögn sín. Ég afræð að halla mér í klukkutíma og létta af
mér áhyggju í von þess að skaparinn muni ein-
hvernveginn klóra sig framúr vandamálum morg-
undagsins.
Varla hef ég legið leingur en mínútu þegar ég heyri
flóttalegt fótatak utanaf bæarhlöðum, eru nú beit-
arhúsamenn komnir á kreik með höfuðið?
Beitarhúsamennirnir í Kristnihaldinu eiga
annars margt sameiginlegt með sígaununum
og Slóvökunum í Drakúla, til dæmis það að
hjálpa til við að færa handanheimsverur milli
staða í þungum kössum.
Í báðum sögum er spurningin um rasjón-
alisma og trú áleitin. Í báðum sögunum koma
himnesk fjöll við sögu. Snæfellsjökull er marg-
sinnis notaður sem metafóra fyrir almættið í
Kristnihaldinu. Í Karpatafjöllum er snæviþak-
inn tindur sem nefnist Sæti Guðs og er lýst
með eftirfarandi hætti í Drakúla.
One of my companions touched my arm as we swept ro-
und the base of a hill and opened up the lofty, snow-
covered peak of a mountain, which seemd, as we wound
on our serpentine way, to be right before us:
„Look! Isten szek!“ – „God’s seat!“ – and he crossed
himself reverently.
Síðast en ekki síst eru líkindin á milli Dra-
kúla og Úu óhemjusterk. Ekki nóg með að þau
sofi bæði í kistum á köldum stöðum, séu ódauð-
leg, lýsandi vel gefin, eigi til að vefja um sig
þoku, geti umbreyst í dýr og hafi sterkt kyn-
ferðislegt aðdráttarafl, heldur eru þau auk
þess andlitslík. Í Kristnihaldinu segir svo um
svip Úu:
„Sé hægt að kalla andlit sterkvaxið átti það
við um konu þessa …“
Í Drakúla segir um svip greifans:
„His face was a strong – a very strong –
aquiline...“
Megineinkenni andlits beggja er hve sterk-
leg þau eru, nokkuð sem venjulega er ekki tek-
ið fram um andlit.
Kannski þau Úa og Drakúla séu systkin. Ef
ekki, þá held ég að stefnumótaskrifstofa væri
ekki lengi að sjá með þeim hjónasvip. Þau eru
eins og sniðin hvort fyrir annað. Hver veit
nema Drakúla hefði orðið besta skinn ef hann
hefði fengið að narta dálítið í Úu annað slagið.
Svo mikið er víst að hún hefði ekki kippt sér
upp við það, jafn æðrulaus kona og hún var.
Kannski hafa þau Úa og Drakúla einhvern
tíma hist á Íslandi. Allavega er minnst tvisvar
á Ísland í Drakúla. Í fyrra skiptið stærir Dra-
kúla sig af að vera skyldur Íslendingum með
þessum orðum:
We, Szekelys have a right to be proud, for in our veins
flows the blood of many brave races who fought as the
lion fights, for lordship. Here, in the whirlpool of Euro-
pean races, the Ugric tribe bore down from Iceland the
fighting spirit which Thor and Wodin gave them, which
their Berserkers displayed to such fell intent on the
seabords of Europe …
Auk þessarar vísbendingar bendir meitlað-
ur og beinskeyttur stíll Drakúla einnig til að
Bram Stoker hafi lesið einhverjar af Íslend-
ingasögunum. Það gæti að hluta til skýrt stíl-
legan skyldleika Drakúla og Kristnihalds und-
ir Jökli, því á sínum efri árum hallaðist
Laxness enn frekar að Íslendingasögunum
sem stíllegri fyrirmynd. Annað stílatriði er að
báðar bækurnar henta svo vel til leikritaupp-
setningar að nánast óþarfi er að breyta þeim í
leikhandrit, leikarar geta skipt með sér hlut-
verkum og lesið beint upp úr bókunum.
Í allt er sem sagt hægt að benda á allavega
níu mikilvæg atriði sem tengja bækurnar sam-
an:
1. Umboðsmaður fer á heimsenda og kynn-
ist fólki með mjög sérstök trúarbrögð.
2. Á heimsenda er fjall sem minnir á guð.
3. Á báðum stöðum er húsnæði hráslagalegt
og ástand kirkjunnar bágt.
4. Báðir ferðalangar eru hálfpartinn innilok-
aðir með undarlegum konum sem tengjast
mat.
5. Í báðum sögum lenda menn í því að vaka
yfir líkum dauðra um nótt, og í báðum bókum
er fjallað um að afhausa lík.
6. Beitarhúsamennirnir í Kristnihaldinu
eiga það sameiginlegt með sígaunum og Sló-
vökum að vera sérstakur trúarhópur sem not-
aður er til að bera líkkistur á milli staða.
7. Drakúla og Úa eiga að minnsta kosti átta
eiginleika sameiginlega: 1. Þau sofa bæði í
kistum á köldum stað. 2. Þau eru bæði ódauð-
leg. 3. Þau eru bæði svo til yfirnáttúrulega fróð
og vel gefin. 4. Bæði eiga til að vefja um sig
þoku. 5. Bæði geta umbreyst í dýr, hvort sem
það er lax eða leðurblaka. 6. Hvorki Drakúla
né Úa sjást nokkurn tíma borða mat. 7. Bæði
hafa mikið kynferðislegt aðdráttarafl. Og síð-
ast en ekki síst númer 8. Þau eru lík í framan.
9. Ofan á þetta bætist að form sagnanna er
líkt, þær enda báðar sem skýrslur um hið yf-
irnáttúrulega.
Eftir lestur þeirra beggja situr maður uppi
með þá tilfinningu að lífið sé dularfyllra en
maður hélt. Til að komast nánar inn í hvernig
sú kennd er töfruð fram hjá lesandanum þyrfti
maður að fjalla um hugsunina bak við verkin
og dulspekina. Til þess gefst ekki tími hér, en
þó má segja að hún snerti eðli og heilagleika
lífsins, og það sem er sett upp sem andstæða
við þetta, rasjónalismann.
Ályktarorð
Í fyrstu minningabók sinni, Í túninu heima,
þar sem Laxness segir frá fyrstu fundum sín-
um við heiminn, er kafli sem heitir: „Að skrifa
upp úr sér.“ Þar fjallar hann meðal annars um
hvað hann las sem barn. Hann minnist á Ibsen
og Björnson, Íslendingasögur, riddarasögur,
fornaldarsögur og fleira. Allt líður þetta hjá án
nokkurra ummæla. Aðeins einu sinni staldrar
hann við.
Og ekki má gleyma Makt myrkranna (Bram
Stoker) með hinum vinsæla draug Drakúlusi
greifa í Karpatafjöllum, sem ekki var síður
elskaður þá en núna, og einn besti penni lands-
ins var settur til að þýða: Valdimar Ásmunds-
son (útg. 1901).
Það er augljóst að hann hefur bókina fyrir
framan sig þegar þetta er skrifað, sem er um
líkt leyti og Kristnihaldið verður til, annars
hefði hann ekki getað staðfest útgáfuárið.
Það skyldi þó aldrei vera að Drakúla hafi
verið eftirlætisbók Halldórs Laxness þegar
hann var lítill? Það kæmi mér ekki á óvart,
nægilega er hún góð. Í upptalningunni í áð-
urnefndum kafla lætur hann persónur hinna
ýmsu bóka blandast saman í einn sögusjóð,
einn tíma og endar á að segja:
Með svona frjálsri afstöðu gagnvart tíman-
um eru því lítil takmörk sett hve hægt er að
búa til margar bækur.
Hann er ekkert að leyna því að þessar sögu-
persónur eiga greiða leið inn í ímyndunarafl
hans þar sem þær æxlast og fjölga sér og verða
að hans eigin skáldsagnapersónum. Kannski
er hann jafnvel að gefa til kynna að Úa sé syst-
ir Drakúla? Fræðimenn hafa klórað sér mikið í
hausnum yfir Kristnihaldi undir Jökli. Hvaðan
í ósköpunum kemur þessi bók? Ég held að ef
þeir læsu fyrst Drakúla og svo Kristnihaldið
mundu þeir klóra sér aðeins minna í hausnum
og brosa enn breiðar. Lítill drengur er að
skrifa bókina sem hann alltaf óskaði sér að
geta skrifað. Æskudraumur um að skrifa og
lifa með Bram Stoker rætist, jafningjar mæt-
ast og skemmta sér við að segja sögur. Hring-
urinn lokast. Eftir þetta eru það mest minn-
ingabækur.
Þó að Kristnihaldið spegli alls staðar æsku-
bókina þá er hún, hvernig sem á hana er litið,
sjálfstætt listaverk. En það er áhugavert að
lesa bækurnar saman upp á að velta fyrir sér
hvers vegna ákveðinn strúktúr, hlaðinn
ákveðnum táknum, laðar fram hjá lesandanum
ákveðna kennd um dul lífsins, því kenndin sem
maður situr uppi með eftir lestur beggja bóka
er skyld. Einhver gæti farið að tala um erki-
týpur, sameiginlega undirvitund og alla þá
súpu frá Carl Gustav Jung. Allt í lagi með það,
það er teóría, sem minnir um margt á vanga-
veltur Godmans Sýngmans í Kristnihaldinu.
Ég geispa af þeim, aðrir hrífast.
Maður situr eftir með kenndina um dul lífs-
ins, spurn um eðli innsta kjarna þess, og eftir
lestur beggja bókanna hvorrar á eftir annarri
er þessi dul komin í þrívídd, í miklu meira rými
landfræðilega og tímalega. Kenndin er orðin
sterkari en ef maður hefði bara lesið aðra bók-
ina án þess að þekkja til hinnar, og þeim mun
sem kenndin um dul lífsins er orðin sterkari,
þeim mun auðveldara er fyrir lesandann að
fást við hana upp á eigin spýtur. Þess vegna
legg ég til að Drakúla og Kristnihald undir
Jökli séu lesnar sem fyrra og seinna bindi
sama verks, skrifað af óræðum, hláturmildum
höfundi ofar tíma og rúmi.
Nokkrar heimildir fyrir utan bækurnar sjálfar:
Gunnar Kristjánsson: Liljugrös og járningar. Um séra
Jón Prímus. (Andvari.)
Peter Hallberg. Kristnihald undir Jökli. (Skírnir.)
Vésteinn Ólason. Ég tek það gilt. Hugleiðingar um
Kristnihald undir Jökli.
Ólafur H. Torfason. Kristnihald undir Jökli.
Ástráður Eysteinsson. Í fuglabjargi skáldsögunnar. Um
Kristnihald undir Jökli.
Halldór Laxness. Í túninu heima.
Elizabeth Miller. Bats, vampires, and Drakula.
Elizabeth Miller. A Drakula Smorgasbord.
Elizabeth Miller. The Shade and the Shadow.
Höfundur er rithöfundur.
Christopher Lee í hlutverki Dracula í hinni sígildu Dracula (1958).
Kristnihald undir Jökli kom út 12. september
1970.
Það skyldi þó aldrei
vera að Drakúla hafi
verið eftirlætisbók
Halldórs Laxness
þegar hann var lít-
ill? Það kæmi mér
ekki á óvart, nægi-
lega er hún góð. Í
upptalningunni í áð-
urnefndum kafla læt-
ur hann persónur
hinna ýmsu bóka
blandast saman í
einn sögusjóð, einn
tíma og endar á að
segja:
Með svona frjálsri
afstöðu gagnvart
tímanum eru því lítil
takmörk sett hve
hægt er að búa til
margar bækur.