Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004
Í UM það bil þrjá áratugi lá verk
listamannsins Robert Smithson
Spiral Jetty undir yfirborði Salt-
vatnsins mikla í Utah í Banda-
ríkjunum. Frá
því 1999 hefur
yfirborð vatns-
ins hins vegar
lækkað um-
talsvert vegna
þurrka og hef-
ur þessi þekkti
landskúlptúr í
kjölfarið verið að koma upp á
yfirborðið á ný, en um er að ræða
basalt spíral. Er Smithson reisti
verkið, sem er talið meistara-
stykki hans, árið 1970 var svart
basaltgrjótið algjör andstaða
bleiklitaðs vatnsins sem umlykur
það. Tíminn og umhverfið hafa
hins vegar haft sín áhrif og verk-
ið, sem er nú að öllu komið upp
úr vatninu, er í dag þakið salt-
kristöllum. Eigi að koma Spiral
Jetty í upprunalegt horf á ný
eiga forverðir því ærið verk fram
undan. Ekki eru allir hins vegar
sammála um að slíkt eigi að gera.
„Spírallinn er ekki jafn áhrifa-
mikill og er hann fyrst var reist-
ur,“ hefur New York Times eftir
Michael Govan hjá Dia myndlist-
arsjóðnum í New York, sem á
verkið. „[Spiral] Jetty er við það
að hverfa í sæ af salti.“ Til að
tryggja að verkið verði aðgengi-
legt komandi kynslóðum eru
uppi hugmyndir meðal stjórn-
enda sjóðsins um að hækka verk-
ið með því að bæta meira grjóti í
það, auk þess sem einnig er verið
að kanna hvort náttúran sjálf
mun e.t.v. í tímans rás hreinsa
saltlagið af grjótinu eða hvort
gera þurfi meira. Ekki eru hins
vegar allir sáttir við að hreyft
verði við Spiral Jetty og óskir
listamannsins sjálfs, sem lést
1973, eru óljósar. „Við endurgerð
landlistar má ekki gera hana að
vaxskúlptúr,“ segir Robert Storr,
fyrrv. safnvörður við Museum of
Modern Art í New York. „Land-
list er ekki ætlað að endast að ei-
lífu. Og það er hætta á því þegar
hún er endurgerð að nýja útgáf-
an verði gerð fullkomnari en sú
gamla.“
Meistarar
á uppboði
RÚMLEGA 40 verk úr einu
stærsta bandaríska einkasafninu
verða seld á uppboði hjá Sothe-
by’s í maí. Um er að ræða verk
bæði im-
pressjón-
ista og
módern-
ista, m.a.
meistara á
borð við
Edouard
Manet,
Edgar Deg-
as, Claude
Monet,
John Sing-
er Sargent og Pablo Picasso og
eru verkin metin á milli 140–190
milljónir dollara eða 9,8–13,3
milljarða króna. Meðal verkanna
er að finna Dreng með pípu,
mynd frá hinu sjaldséða bleika
tímabili Picasso og áætla sér-
fræðingar að myndin seljist fyrir
um 4,9 milljarða króna. Svo
kynni hins vegar vel að fara að
verkið seldist enn hærra verði og
gæti myndin þá jafnvel orðið dýr-
asta listaverk sögunnar. Núver-
andi met á portrett Vincent van
Goghs, Dr. Gachet, sem selt var
fyrir 82,5 milljónir dollara árið
1990.
Verkin verða til sýnis í salar-
kynnum Sotheby’s frá 28. apríl
og fram að uppboðinu sem verð-
ur haldið 5. maí.
Spírall úr
söltum sæ
ERLENT
Drengur með pípu eftir
Picasso.
Spiral Jetty eftir
Robert Smithson.
ÞAÐ er alltaf athyglisvert þegar listamenn
vinna með samtíma sinn og samfélag – gera póli-
tíska myndlist. Gauthier Hubert er í þeim flokki
listamanna. Hann fjallar um kynþáttahatur,
stórveldi og stríðsrekstur í verki sem hann kall-
ar einu nafni USA USE US. Eins og Hubert
skýrir frá því er hér um skammstafanir þriggja
nýrra ríkja að ræða; The United States of Art,
The United States of Esthetics og Urban Servi-
ces. Glöggir sjá aftur á móti út úr þessu setn-
inguna Usa use us, eða Bandaríkin nota okkur –
sem hefur hápólitíska skírskotun, enda segir í
sýningarskrá að listamaðurinn sé að gagnrýna
hina „amerísku harðstjórn“ eins og það er orðað.
Í þessari gagnrýni sinni leikur hann sér ítrekað
með orðið Bush, sem eins og flestir þekkja þýðir
runni á ensku. Hann leikur sér með Kennedy
með næsta ósmekklegum hætti, og sömuleiðis
snýr hann árásunum á tvíburaturnana í New
York upp í tölvuleik. Enn fremur vísar Hubert
til nasista og til að bæta enn í merkingarþyngd-
ina klæðir hann þeldökkan mann í nasistabún-
ing, sem er reyndar einkennisbúningur ríkisins
USA USE US. Engum dyljast þó tilvísanirnar í
heimsveldin þrjú, núverandi og fyrrverandi,
Bandaríkin, Sovétríkin og Þýskaland.
Maður getur ekki varist þeirri hugsun að
listamanninum sé ákaflega í nöp við yfirvaldið
sem Bandaríkin eru nú á tímum.
Þá leikur listamaðurinn sér með Michael
Jackson og hans persónulegu hagi, með því að
stilla upp texta í mynd af honum þar sem gefnar
eru leiðbeiningar um hvernig eigi að búa til grá-
an lit. Michael Jackson er í huga margra orðinn
nokkurs konar táknmynd bandarískrar efnis-
hyggju og firringar og því er afar vandmeðfarið
að vinna með hann.
Þessi sýning er full af táknmáli en hún er líka
full af fimmaurabröndurum og gömlum lumm-
um. Viðfangsefni Huberts er afar vandmeðfarið
og því miður bregst honum bogalistin í stórum
dráttum. Á neðri hæð er þó að finna eitt verk
sem stenst prófið; Following the Nordic Star,
Introduction for USA USE US. Þar er mynd af
þremur þeldökkum mönnum í Bláa lóninu og yf-
ir hljómar lagið Guantanamera, en í íslenskri út-
færslu: Láttanavera. Í þessum hluta sýningar-
innar nær Hubert að slá mátulega á strengina,
þannig að rétt hljómi.
Innri líkamsstarfsemi
Sýning Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur hefur
svipað yfirbragð og sýning Gauthiers Hubert,
þ.e. hvað varðar upphengi og miðla sem hún tjá-
ir sig með. Inntak verkanna er þó af allt öðrum
toga og meira inn á við – persónulegri verk og
fínlegri. Verk hennar hafa lífrænt yfirbragð, við
skoðun sýningarinnar fær maður á tilfinninguna
að listamaðurinn sé að fjalla um innri líkams-
starfsemi þó að erfitt sé að benda á hvað það er
nákvæmlega, enda er framsetningarmátinn af
ljóðrænum toga, en þó tjáningarríkur.
Á fyrstu hæð safnsins hefur Guðný skrifað 38
setningar sem saman mynda söguna „Minning
um samband sem aldrei var“. Þetta er nokkurs
konar ljóðabók á vegg, myndrænir textar. „Að
honum fjarverandi leita ég að mjúkhentum hár-
skera til að fara um mig höndum. Það má borga
fyrir blíðu.“
„Ég sit föst í mynd þinni af mér.“
„Gaddavírinn grætti mig.“
Efnisnotkun Guðnýjar er vel við hæfi og er
mikilvægur þáttur í því hve hugmyndafræðin,
eða þær tilfinningar sem búa að baki, ná vel til
áhorfandans.
Sýningin er ekkert léttmeti, þar eru meira að
segja verk sem eru af drungalegum toga, eins og
verkin (M)einsemd, sem vekur upp vangaveltur
um lífið og tilveruna.
Verk Guðnýjar eru almennt vönduð og trú-
verðug. Sýningin er hins vegar ekki nógu góð í
heild sinni. Það er eins og fíngerð verkin henti
rýminu illa auk þess sem það að slíta sýninguna í
tvennt á milli hæða, styrkir hana ekki.
Samtal við listaverk
Reiðtúr á nykri heitir sýning Sólveigar Birnu
Stefánsdóttur í Galleríi Skugga. Verkin sem öll
eru óhlutbundin málverk bera hvert og eitt
merkingarþrunginn titil, sem er í litlu samræmi
við það sem sést á myndunum og er helst hægt
að skilja sem samtal hennar sjálfrar við mynd-
irnar. „Dísætur nykur“, „Yfirborð dýpis“, „Klif“,
„Að fyrra bragði“ og „Hvítur foli á beit í fífu-
engi“, eru dæmi um titla á verkunum.
Verk Sólveigar Birnu minna á verk Bjarna
Sigurbjörnssonar en það sem einkum gerir verk
Bjarna áhugaverð umfram verk Sólveigar er
stærð þeirra og málunaraðferð hans, þ.e. að
mála með olíu og vatni á plexigler.
Verkin eru mjög einsleit og minna meira á
prufur af fataefni en sjálfstæð málverk. Lista-
maðurinn segir á blaði er fylgir sýningunni að
titill sýningarinnar, Reiðtúr á nykri, vísi til hug-
lægs ferðalags um lendur málverksins, málarinn
kanni hvernig beita megi málunartækni og áferð
til að túlka ólík skynhrif. Viðfangsefni hennar
felist í þeirri spennu sem myndast á milli hins
tvívíða flatar annars vegar og efniskenndrar
áferðarinnar hins vegar.
Verkin eru tilraunir, samtal listamanns og
listaverks, sem vonandi leiðir til innihaldsríkari
verka í framtíðinni.
Minningar
Á neðri hæð hafa tveir listamenn komið sér
fyrir, Hulda Vilhjálmsdóttir og Valgarður
Bragason. Reyndar er Valgarðs ekki getið í sýn-
ingarskrá og því spyr maður sig hvort hann sé
þarna boðflenna eða hluti af verki Huldu. Verk
hans eru á margan hátt eins og símakrot, þau
eru landakort með persónum og leikendum, en
teikningin í verkunum er nokkuð skemmtileg.
Frágangur er hins vegar slakur.
Sýning Huldu er dæmigerð minningasýning,
þ.e. sýning þar sem listamaðurinn dregur úr
pússi sínu persónulega hluti og stillir saman, eða
notar í listaverk, og úr verður fjölbreytt sam-
ansafn ýmislegs dóts og drasls, sem og stakra
listaverka, sem saman mynda heila innsetningu.
Að koma inn á sýninguna er ekki ósvipað því
og að stíga inn í vinnurými nemanda í listaskóla.
Listsköpun um alla veggi og gólf, og hugmynda-
flæðið og hin persónulega tjáning látin ráða för í
óreiðukenndri samsetningu. Þetta er eins konar
hugarflæðislist, en eins og Hulda segir í formála
að sýningunni þá er hún unnin upp úr draumi
þar sem hún eignast glermyndavél sem Hulda
túlkar sem tákn fyrir það sem hún sér og það
sem býr í minningum hennar.
Ef rýnt er í einstök verk sem mynda innsetn-
inguna má lesa út úr því ýmislegt forvitnilegt.
Til dæmis bendir gínuhöfuð þar sem ótal skrúf-
ur hafa verið skrúfaðar ofan í höfuðið, til ein-
hvers konar hugarvíls og átaka. Málverk þar
sem kvenlíkama er haldið uppi af ótal litlum
körlum, getur bent til athugunar listamannsins
á stöðu sinni í samfélaginu. Þá er ástin þarna
viðvarandi, kossar, hjörtu og slíkt. Sýningin ber
yfirbragð sjálfskoðunar eða persónulegs upp-
gjörs.
Það er ýmislegt við sýningu Huldu sem gefur
tilefni til skemmtilegra vangaveltna, en í heild-
ina skortir á dýpt og þroska til að sýningin nái
góðu sambandi við áhorfandann.
Sam-
tíminn
Morgunblaðið/Þorkell
Verk Sólveigar Birnu Stefánsdóttur.
Innsetning Huldu Vilhjálmsdóttur.
Frá sýningu Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur. Frá sýningu Gauthier Hubert.
MYNDLIST
Nýlistasafnið
GAUTHIER HUBERT
Blönduð tækni. Opið frá kl. 14–18 miðvikudaga til
sunnudags. Til 17. febrúar.
Nýlistasafnið
GUÐNÝ RÓSA INGIMARSDÓTTIR
Blönduð tækni. Opið frá kl. 14–18 miðvikudaga til
sunnudags.Til 17. febrúar.
Gallerí Skuggi
SÓLVEIG BIRNA STEFÁNSDÓTTIR
Málverk. Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 13–
17. Til 1. febrúar.
Gallerí Skuggi
HULDA VILHJÁLMSDÓTTIR
Innsetning. Opið fimmtudaga til sunnudags frá kl. 13–
17. Til 1. febrúar.
Þóroddur Bjarnason