Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.2004, Page 15
LISTASAFN KÓPAVOGS gerðarsafn, hamraborg 4 12. desember - 22. febrúar opnunartímar: alla daga nema mánudaga kl. 11 - 17 leiðsögn: miðvikud. og fimmtud. kl. 12 laugard. og sunnud. kl. 15 www.carnegieartaward.com Nina Roos, Untitled from Habbit Suddenly Broken c a r n e g i e a r t awa r d 2 0 0 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Salurinn kl. 16 Vín- artónleikar. Hanna Dóra Sturludóttir og salonhljómsveit skipuð Sigrúnu Eðvaldsdóttur konsertmeistara, Önnu Guð- nýju Guðmundsdóttur, píanó, Sigurði Ingva Snorrasyni, klar- inett, o.fl. Gerðuberg kl. 17 Austrian Double Reed-kvartett er skip- aður hljóðfæraleikurum sem flestir tengjast Íslandi og Austurríki sterkum böndum. Óbóleikararnir Adolf Traar og Gregor Nabl starfa við Fíl- harmóníusveitina í Graz, en Katalin Kiss starfar við kennslu og flutning kammertónlistar. Fagottleikarinn, tónskáldið og Íslandsvinurinn Werner Schulze er prófessor við Uni- versität für Musik und dar- stellende Kunst í Vínarborg. Langholtskirkja kl. 17 Fær- eyski drengjakórinn Undir Brúnni. Stjórnendur eru Eli Smith og Brita á Váli Smith. Gestur kórsins er Gradualekór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús kl. 16 Safnið hefur sýningar- árið með sýn- ingu á nýjum og eldri verk- um eftir Ólaf Elíasson. Sýn- ingin verður í fjórum af sex söl- um safnsins og nefnist Frost Activity. Listasafn Akureyrar kl. 15 Opus og Arcus. Bjarni Sigur- björnsson og Svava Björns- dóttir. Bjarni málar á plexígler, notar margar ólíkar tegundir li- tefna og snýr röngunni á mál- verkinu út. Sýning Svövu í vestursal safnsins saman- stendur af þremur pappírs- örkum á vegg. Opið kl. 12–17 alla daga nema mánudaga. Gerðuberg kl. 14 Safnarar sýna brot úr söfnum sínum og nefnist sýningin Stefnumót við safnara. Sýnendur eru flestir smágripasafnarar sem hafa sjaldan sýnt safngripi sína. Þeir skiptast hins vegar í ólíkar fylk- ingar þegar kemur að mark- miðum og leiðum í söfnuninni enda safna þeir á ólíkum for- sendum. Sunnudagur Hafnarborg kl. 15 Ólafur Elíasson setur upp Minningar- sýningu á myndverkum föður síns, Elíasar Hjörleifssonar. Teits gallerí, Engihjalla 8 kl. 14 Jóhannes Dagsson opn- ar sýningu sína Mold, himinn, gras. Á sýningunni eru málverk og verk unnin með blandaðri tækni á pappír. Mánudagur Listaháskóli Íslands, Laug- arnesi kl. 12.30 Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir list- fræðingur fjallar um ljós- myndun sem „nýjan“ miðil í myndlist síðustu tvo áratugi í verkum listamanna á borð við Richard Prince, Cindy Sherm- an, Nan Goldin, Jeff Wall o.fl. Hanna Guðlaug er í doktors- námi í Parísarháskóla í list- fræði, en hefur lagt sérstaka áherslu á ljósmyndasögu. Þriðjudagur Íslenska óperan kl. 12.15 Bla bla bla er yfirskrift há- degistónleikanna. Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Kurt Kopecky flytja brot af því besta úr smiðju Gershwins. Salurinn kl. 20 Rúnar Ósk- arsson, klarínetta, Þórunn Ósk Marinósdóttir, víóla, og Árni Heimir Ingólfsson, píanó, flytja Tríó í Es-dúr KV 498 eftir Moz- art, 4 verk op. 83 eftir Bruch, Märchenerzälhlungen op. 132 eftir Schumann, Fantasia Breve eftir Olav Berg, The North Shore eftir Gavin Bryars og Kleines Konzert eftir Alfred Uhl. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Hljóm- sveitarstjóri: Guðmundur Óli Gunnars- son. Einleikari: Sigurgeir Agn- arsson sellóleikari. Flutt verður verk eftir Johannes Brahms: Til- brigði um stef eftir Josef Haydn. Sellókonsert í C-dúr eftir Josef Haydn, Nótt á Nornagnípu eft- ir Modest Mússorgskíj. Vocalise eftir Sergej Rakhmanínov og 1812-forleikur eftir Pjotr Tsjaj- kovskíj. Sigurgeir Agnarsson Ólafur Elíasson Morgunblaðið/Jim Smart Tinna Þorsteinsdóttir við flygil Salarins. Tinna Þorsteinsdóttirheldur fyrstu ein-leikstónleika sína áÍslandi í Salnum kl. 20 annað kvöld. Á efnis- skránni eru verk eftir Maur- ice Ravel, Olivier Messiaen, Morton Feldman og Jo- hannes Brahms. Tinna nam píanóleik við Tónlistarskól- ann í Reykjavík hjá Guðríði St. Sigurðardóttur og hélt síðan til Þýskalands og lauk prófi frá Tónlistar- háskól- anum í Detmold-Münster ár- ið 2000. Þaðan lá leiðin í New England Conservatory of Music í Boston og lauk Tinna þaðan Graduate Dipl- oma í október sl. Tinna hef- ur leikið á fjölda tónleika hér á landi og í Þýskalandi og Boston, bæði einleik og kammertónlist. Þú ferð ekki alveg hefð- bundna leið að debút- tónleikum þínum Tinna, er það? „Nei, líklega ekki. Hluti námsins í Boston var að halda tvenna tónleika og ég sá fyrir mér að ég myndi ekki halda einleiks- tónleikana á Íslandi fyrr en ég væri búin með þessi próf. Ég hélt einnig tónleika í Münster og hef því haldið þrenna einleikstónleika með mismunandi efnisskrám í námi mínu. Ég hlakka til að kynna fyrir áheyrendum það sem ég hef fram að færa.“ Þú ert píanóleikari með Salonhljómsveitinni L’am- our fou sem leikur skemmti- tónlist. Hvernig samrýmast þessar tvær tónlistarteg- undir? „Mér finnst þær styðja hvor aðra og það víkkar sjóndeilarhringinn hjá mér að leika margar tegundir af tónlist. Ég hef ekki áhuga á því að leika einhverja eina stíltegund og fyrir mig er það áskorun að vera sem fjölhæfust. L’amour fou flyt- ur tangóa, dægurlög og kvikmynda- og kaffihúsa- tónlist. Það má segja að þetta sé nokkurs konar popptónlist fyrir okkur klassísku hljóðfæraleik- arana. Ég hef nefnilega gaman af áskorunum og nýt þess að takast á við eitthvað nýtt. Eftir að ég lauk hefð- bundnu námi í Þýskalandi og fór til Bandaríkjanna lagði ég sérstaka áherslu á nútímatónlist, ásamt sígildri efnisskrá, sem opnaði mér nýjan heim sem mér finnst ofsalega gaman að takast á við. Þessi óhefðbundni hugs- unarháttur og abstrakt hljóðheimur heillar mig, sérstaklega píanóhljóðin og sú undraveröld sem það hljóðfæri hefur upp á að bjóða. Ég vil stuðla að sköp- un nútímatónlistar og hef pantað verk frá íslenskum tónskáldum sem ég mun frumflytja á næstunni, en það er ennþá leyndarmál.“ Verða tónleikarnir á morgun þá ekki hefð- bundnir? „Nei, mig langaði ekki til að halda hefðbundna loka- tónleika og efnisskráin sam- einar það sem ég hef áhuga á. Á fyrri hluta tónleikanna verða verk eftir frönsku tónskáldin Maurice Ravel, Jeux d’eau, og Olivier Messi- aen, Catalogue d’Oiseaux, Fuglabók V. Franskar nátt- úrumyndir, fuglar og vatn verða í aðalhlutverki. Ravel hef ég ekki flutt áður á tón- leikum, en hann hefur verið kenndur við impressjónisma í tónlist. Verkið sem ég flyt eftir hann er um leik vatns- ins. Mér fannst það passa mjög vel við Fuglabækur Messiaens, sem eru ekki oft fluttar. Svo leik ég verk eft- ir Morton Feldman (Piano Piece to Philip Guston). Feldman er eitt af frægustu 20. aldar tónskáldum Bandaríkjanna. Hann hafnaði þekktum tónlistarformum og þykir hafa skapað einstakan ab- strakt hljóðheim. Hann átti marga málara fyrir vini og varð tónlist hans fyrir áhrif- um af málaralistinni. Þar voru Mark Rothko, Jackson Pollock og ekki síst Philip Guston áhrifavaldar. Verkin hans eru sparneytin á tóna og mjög lágstemmd en mig hefur alltaf langað til að geta tileinkað mér að leika ofurveikt á píanó. Þessum verkum sting ég inn á milli sem andstæðum við hin verkin. Eftir hlé leik ég annað verk eftir Feldman, Inter- mission 5, og að lokum skelli ég mér í dramatík Brahms, Sónötu op. 2. nr. 2 í fís-moll. Það sem heillar mig við són- ötu hans er hversu óvenju- leg hún er í forminu, eða það að hann útvíkkar og teygir það svolítið. Hún minnir mig stundum á im- pressjónisma, sem er nátt- úrlega stórfurðulegt fyrir þennan tíma, 1852, en það er nú bara mín upplifun.“ Þú segist vera fyrir áskoranir, speglar efnis- skráin það? „Já hún gerir það og má segja að ég fari útá ystu nöf með því að blanda saman þessum stíltegundum. Fyrir því hafði ég áhuga.“ Út á ystu nöf við píanóið STIKLA Píanó- tónleikar í Salnum helgag@mbl.is Myndlist Borgarskjalasafn, Grófarhúsi: Ólíkt – en líkt. Til 2. febr. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Sigríður Guðný Sverrisdóttir. Harald (Harry) Bilson. Til 1. febr. Gallerí Hlemmur: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Til 31. jan. Gallerí Kling og Bang: Ingo Fröhlich. Til 8. febr. Gallerí Skuggi: Sólveig Birna Stefánsdóttir og Hulda Vilhjálms- dóttir. Til 1. febr. Gallerí Veggur, Síðumúla 22: Kjartan Guðjónsson. Til 20. mars. Gerðuberg: Stefnumót við safn- ara. Til il 11. jan. Hafnarborg: Minningarsýning um Elías Hjörleifsson. Til 14.mars. Hallgrímskirkja: Bragi Ás- geirsson. Til 25. febr. i8, Klapparstíg 33: Victor Boullet. Til 28. febr. Listasafn Akureyrar: Bjarni Sigurbjörnsson. Svava Björns- dóttir. Til 7. mars. Listasafn ASÍ, Freyjugötu: Rósa Gísladóttir. Gryfja: Margrét Norðdahl. Til 1. febr. Listasafn Einars Jónssonar: Opið fyrir hópa eftir sam- komulagi í janúar. Listasafn Reykjavíkur – Ás- mundarsafn: Nútímamaðurinn. Til 20. maí. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Ólafur Elíasson. Til 14. mars. Listasafn Reykjavíkur – Kjar- valsstaðir: Ferðafuða. Mynd- listarhúsið á Miklatúni. Til 25. jan. Safn – Laugavegi 37: Opið mið.–sun. kl. 14–18. Breski lista- maðurinn Adam Barker-Mill. Lawrence Weiner: Fimm nýjar teiknimyndir. Til 1. mars. Hreinn Friðfinnsson. Til 15. febr. Jón Sæmundur Auðarson og Særún Stefánsdóttir. Til 1. mars. Leið- sögn alla laugardaga kl. 14. Skálholtsskóli: Stað- arlistamenn – Jóhanna Þórðar- dóttir. Jón Reykdal. Til 1. febrúar. Teits gallerí, Engihjalla 8: Jó- hannes Dagsson. Til 12. febr. Þjóðmenningarhúsið: Hand- ritin. Skáld mánaðarins – Jó- hannes úr Kötlum. Samsýning Freyju Bergsveinsdóttur og Guð- rúnar Indriðadóttur. Leiklist Þjóðleikhúsið: Ríkarður III, lau., fös. Dýrin í Hálsaskógi, sun. Græna landið, sun. Vegurinn brennur, lau. Borgarleikhúsið: Chicago, frums. sun. fim. Lína langsokkur, sun. Öfugu megin uppí, fös. Sporvagninn Girnd, lau. Rauðu skórnir, frums. lau. sun. Loftkastalinn: Eldað með Elvis, fim. Sveinsstykki, sun. Bless fress, lau. Iðnó: Sellófon, fim. Edda Björg- vins, fös. Tenórinn, lau. fös. Hafnarfjarðarleikhúsið: Meistarinn og Margaríta, lau. Norræna húsið: Flíkur til friðar. Textílverk Jana Vyborna. Til 29. febr. Nýlistasafnið: Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir. Til 8. febr. ReykjavíkurAkademían: Örn Karlsson – yfirlitssýning. Til 1. febr. Morgunblaðið/Ásdís Dýrin í Hálsaskógi eru á fjölum Þjóðleikhússins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.