Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 Í þessari umfjöllun langar mig að taka til athugunar tvær ljósmyndir sem báðar tengjast heimsatburðum líðandi stundar. Markmiðið er að sýna fram á hvernig ljósmyndin getur staðið ein og óháð sem merkingarbær túlkun at- burðar en ekki sem myndskreyting eða viðbót við texta. Með þessum hætti getur ljósmyndin jafnvel afbyggt orð- ræðu eða hugmyndafræði sem textinn hefur skapað. Ég vil leyfa mér að nota orð sem til er í flestum öðrum tungumálum í Evrópu en íslensku, og segja að ljósmyndin traumatiseri áhorfandann. Orðið trauma er af grískum uppruna. Það vísar ekki aðeins til þess sem kemur okkur að óvörum og breytir hugar- ástandi okkar, heldur merkir orðið trauma einnig að særa eða rista upp sár. Við vitum að það sem einu sinni hefur verið rist upp verður aldrei samt og það var. Hversu vel sem búið er um sárið, hversu vel sem gengið er frá því, má ætíð sjá móta fyrir einhverri misfellu, öri, sem breytir yfirborði hlutanna til frambúðar. Með þessari vísun til sársins greinir orðið trauma sig frá íslenska orðinu áfall. Líkt og traumað greinir sig frá því sem á ýmsum erlendum tungum, t.d. ensku og dönsku, nefnist shock. Það sem er „sjokk- erandi“ þarf ekki endilega að vera traumat- iserandi. Hvorugt gerir boð á undan sér og veldur miklum hugaræsingi en líkt og áfallið getur „sjokkið“ komið og farið án þess að skilja eftir varanleg spor í vitund okkar. Þessu er öfugt farið með traumað sem særir, ristir djúpt, og megnar þannig að sundra og/ eða afbyggja heimsmynd og tilvistargrund- völl einstaklingsins. Það er af þessum sökum sem ég kýs að nota orðin trauma og traumatisera þegar ég ræði um ljósmyndina. Ekki allar ljósmyndir eru traumatiserandi. Ég vil þó halda því fram að allar ljósmyndir beri í sér möguleikann á að traumatisera. Allt fer það eftir samheng- inu sem ljósmyndin er skoðuð í. Ljósmyndin getur sært okkur, hún getur kvalið okkur, og þannig getur hún breytt sýn okkar á hlutina. En til þess að leyfa henni það verðum við oft- ar en ekki að taka henni eins og hún er; sem ljósmynd, en ekki sem myndskreytingu eða viðbót við texta. 11. september 2001 Sá atburður sem valdið hefur íbúum á Vesturlöndum hvað mestu trauma á und- anförnum árum eru án efa hryðjuverkin sem áttu sér stað í New York hinn 11. september 2001. Þann dag sló þögn á heimsbyggðina. Þrátt fyrir það héldu vel stæðir íbúar á Vest- urlöndum áfram sinni daglegu iðju. Þeir vöknuðu, þeir fóru til vinnu, þeir komu heim, þeir elduðu kvöldverð, þeir svæfðu börnin sín, þeir horfðu á sjónvarpsfréttir, elskuðust, rifust, sváfu og byltu sér. Allt var eins og það hafði áður verið en samt var allt breytt. Flestir höfðu einhverja óljósa hugmynd um að eymdin og/eða illskan, sem þeir höfðu áð- ur talið sig óhulta fyrir, hefði rifið sig úr fjötrum og ógilt allar leikreglur. Einhverjir kusu að útskýra ódæðið með því að benda á mannvonsku einstakra manna. Aðrir spurðu undrandi og án þess að búast við svari: „Why do They hate Us so much?“ Einhverjir fóru að tala um misskiptingu gæða í heiminum, vöktu jafnvel máls á hlutum eins og olíu, vopnasölu, kúgun og fátækt, og settu þá í samhengi við það sem gerðist í New York hinn 11. september. Þeir sem gerðust svo djarfir að leita skýringa á atburðunum máttu sæta því að vera ásakaðir um að reyna að verja ódæðisverkin.1 Ljóst var að Bandaríkja- stjórn sem og ýmsir aðrir ráðamenn í heim- inum reyndu að kveða niður alla gagnrýna umræðu um atburðina. Þeir hvöttu aftur á móti alla til þess að taka þátt í leiknum og velja sér lið: „Either you are with us, or you are against us.“ Þannig voru atburðirnir smættaðir niður í baráttu góðs og ills. Svo var ekki eftir neinu að bíða. Leikurinn var hafinn. En einhverjir vildu ekki vera með! Hvaða ástæða gat eiginlega verið að baki því að einhver vildi ekki fylgja leikreglum hinna góðu? Sá sem ekki vill vera í liði með þeim góðu hlýtur að vilja hinum góðu eitthvað illt. Eða hvað? Hryðjuverkin sem áttu sér stað 11. sept- ember 2001 opinberuðu með mjög áhrifamikl- um hætti þá tvíhyggju sem er ríkjandi í vest- rænni orðræðu. Hin vestræna hefð býður að við stillum öllu upp sem andstæðum. Hið góða er andstæða hins vonda, hið sanna and- stæða hins ósanna, menningin andstæða nátt- úrunnar, karlmaðurinn andstæða konunnar og lífið andstæða dauðans. Með því að benda á hvernig andstæðurnar sem slíkar eru sprottnar úr tungumálinu og því ekki lögmál náttúrunnar heldur menningarleg afurð er verið að afbyggja andstæðupörin og andstæð- una sem slíka. Afbyggingin leysir þannig upp andstæðu lífs og dauða, góðs og ills, líkama og sálar og um leið andstæðu náttúru og menningar og andstæðuna sem felst í því að segja ég og þú, Us and Them. Og afbygg- ingin er hættuleg. Hún gefur nefnilega til kynna að andstæðan „við og þeir“ falli ekki fullkomlega að andstæðunni gott og vont. Hvort tveggja eru tilbúnar andstæður. Þetta er hættuleg hugsun því að hún gefur til kynna að hið góða sé ef til vill ekki full- komlega gott. Og hvað gerist ef hið góða er ekki fullkomlega gott? Eigum við það þá á hættu að rugla hinu góða saman við hið vonda? Eða jafnvel hinu vonda saman við það góða? Einhverjir kynnu að benda á að hinar heimsfrægu myndir sem til eru af hruni turn- anna tveggja hinn 11. september séu tákn- myndir fyrir hrun þeirrar tvíhyggju sem hin vestræna hefð byggist á. Þennan dag skall veruleikinn með öllum sínum þunga á íbúum New York-borgar, sem og sjónvarpsáhorf- endum beggja vegna Atlantshafsins. Veru- leikinn birtist ófyrirsjáanlegur og fyrirvara- laust. Þeir sem áður höfðu lifað áhyggjulausir og óhultir neyddust skyndilega, og án nokk- urrar viðvörunar, til þess að hugsa um heim- inn og sinn eigin veruleika út frá nýjum for- sendum. Þannig ristu atburðirnir sár á heimsmynd Vesturlandabúa. Hvernig um þessi sár hefur verið búið er síðan misjafnt. Reynt hefur verið að breiða yfir einhver þeirra með bráðabirgðalausnum, önnur er reynt að hylja með öllum tiltækum ráðum, á meðan enn önnur fá að standa sem opin sár. Hvað sem því líður má telja víst að þeim sem enn báru sýnileg ör eftir atburðina 11. sept- ember 2001 var ekki eins brugðið og hinum þegar hin nýja tegund hryðjuverka hélt inn- reið sína í Evrópu 11. mars síðastliðinn. Hugsanlega var þeim sárum sem 11. sept- ember 2001 risti á heimsmynd okkar ekki ætlað að gróa. Ef til vill hefur leikurinn milli hins góða og hins illa ekki skilað tilætluðum árangri. Kannski er ástæðan sú að hið góða er ekki andstæða hins illa. Að villa á sér heimildir Ég ætla nú að beina sjónum mínum að ljósmynd sem hefur valdið miklum usla í hug- arheimi margra þeirra sem barið hafa hana augum. Þetta er ljósmynd af Muhamed Atta, sem væntanlega er einn frægasti sjálfsmorðs- flugmaður sögunnar. Þetta er á margan hátt mjög traumatísk mynd og um leið mjög ólík þeirri mynd sem mun oftar hefur verið birt í fjölmiðlum út um allan hinn vestræna (hinn góða) heim. Flestir þekkja passamyndina af Atta. Mynd af svarthærðum og dökkbrýnd- um ungum manni. Mynd af múslima. Mynd af hinu illa. Passamyndin af Muhamed Atta var um tíma ein helsta táknmynd hins illa á Vesturlöndum. Við horfum á þessa mynd og spyrjum okkur hvort við myndum þekkja andlit hins illa úr ef við værum stödd í mann- þröng einhvers staðar. Getum við fundið hinn illa með því að rýna í andlit hans? Ég hef fyrir framan mig mynd sem tekin er af tveimur mönnum sem eru sloppnir í gegnum gegnumlýsingartæki á flugvellinum í Boston. Myndin er fengin úr öryggismynda- vél og er dagsett hinn 11. september 2001. Myndin sem slík er ósköp hversdagsleg. Bæði mennirnir og aðstæðurnar eru kunn- ugleg. Þetta eru ósköp snyrtilegir menn, vel klæddir og staddir í kunnuglegum aðstæðum. Það er ekkert sem bendir til þess að mað- urinn á myndinni eigi eftir að taka þátt í einu mesta illvirki sögunnar síðar þennan sama dag. Þessi maður er kunnuglegur. Og það er einmitt það sem er svo óhugnanlegt. Ljós- myndin minnir okkur á að sjálfsmorðsflug- mennirnir voru á meðal okkar. Þeir tóku sér hversdagslega hluti fyrir hendur. Hluti sem við þekkjum af eigin raun og getum þannig samsamað okkur. Sjálfsmorðsflugmennirnir skáru sig ekki úr. Klæðnaður, hárgreiðsla, háttalag. Ekkert gaf til kynna að hér væru illmenni á ferð. Franski menningarrýnirinn Jean Baudrill- ard hefur skrifað um eiginleika sjálfsmorðs- flugmannana til að blekkja eða villa á sér heimildir þannig að ekki var hægt að þekkja þá úr í hópi hinna góðu. Baudrillard bendir á AÐ LESA OG SKILJA HEIMINN MEÐ HJÁLP LJÓSMYNDA E F T I R S I G R Ú N U S I G U R Ð A R D Ó T T U R Í ríkjandi orðræðu um hryðjuverkin 11. sept- ember 2001 er heimurinn svart-hvítur. Ljósmyndir tengdar atburðunum af- hjúpa þessa einfölduðu heimsmynd hins vegar með athyglisverðum hætti eins og fjallað er um í þessari grein. Scanpix Nordfoto Osama bin Laden (annar frá hægri) í fríðum hópi systkina sinna í Falun í Svíþjóð í september árið 1971. Bin Laden var sextán ára en ferðalagið til Svíþjóðar var í tilefni af viðskiptum bróður hans við Volvo. Þeir sem vildu ítreka and- stæður góðs og ills í kjölfar hryðjuverkanna þurftu því að snúa sér annað í leit sinni að andliti hins illa. Ljósmyndir af sjálfsmorðsflugmönnunum hurfu fljótlega í skuggann. Þess í stað birtist okkur mynd af hellisbúanum Osama bin Lad- en. Mynd af síðhærðum og síð- skeggjuðum manni, íklæddum kufli, varð fljótt táknmynd fyr- ir Íslam í höndum áróðursvélar Bandaríkjastjórnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.