Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 15 Næsta v ika menning@mbl.is Laugardagur Jómfrúin við Lækjargötu kl. 16 Á Sumartónleikum leik- ur tríó sænska trommuleik- arans Erik Qvick. Með Erik leika þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar og sænski kontrabassa- leikarinn Thomas Markusson. Kaffi Rósenberg kl. 16 Upplestur skáldkvenna í bland við tónlistarflutning í tilefni af Kvennadeginum. Það er Mal- bik – vinnuflokkur ljóð.is og hljómsveitin Glymskrattarnir sem standa fyrir uppá- komunni. Gallerí ash, Varmahlíð, Skagafirði kl. 14 Sunna Sigfríðardóttir opnar sýningu á verkum sínum. Þau eru blý- antsteikningar, óhlutbundin form. Þetta er fjórða einkasýn- ing Sunnu en hún útskrifaðist frá myndlistaskólanum á Ak- ureyri árið 2001. Sunnudagur Listasafn Íslands kl. 15 Leiðsögn í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræðings um sýn- inguna Í nærmynd/Close-up, bandarísk samtímalist. Mánudagur Salurinn kl. 20 Danski drengjakórinn er í söng- ferðalagi um landið. Á efnis- skrá hans eru danskir sálmar, söngvar og þjóðlög, klassísk verk, djass og swing. Með í för er djasstríó, píanó, bassi og trommur. Á tónleikunum syng- ur einnig drengjakvartettinn Vallargerðisbræður, en þeir eru fyrrum kórsöngvarar í Skólakór Kársness. Hjallakirkja kl. 20 Sænski kammerkórinn Cantando flytur tónlist frá ýmsum tímabilum, allt frá madrígölum til 20. ald- ar verka frá Englandi, Þýska- landi og Ítalíu og einnig nýrri og eldri verk frá heimahög- unum í Svíþjóð. Kórinn hefur einnig fengið til liðs við sig tvo hljóðfæraleikara bæði til með- leiks og einleiks en það eru þau Jakob Petrén, píanóleikari og Ingibjörg Guðlaugsdóttir básúnuleikari. Stjórnandi er Sture Berg orgelleikari. Þriðjudagur Listasafn Íslands kl. 12.10–12.40 Leiðsögn í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnfræðings um sýninguna Í nærmynd/Close-up, bandarísk samtímalist. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 20.30 Á fyrstu Þriðjudagstónleikum sumarsins leika Hjörleifur Valsson fiðlu- leikari, Tatu Kantomaa harm- onikuleikari og Kristinn H. Árnason gítarleikari verk eftir tékkneska tónskáldið Vacláv Trojan, þar á meðal svítan Næturgali keisarans úr sam- nefndri kvikmynd Jirí Trnka. Kaffi Reykjavík kl. 21 Á Skáldaspírukvöldi verður hafið þemað að þessu sinni. Ólafur Haukur Símonarson og Björn Rúriksson lesa úr verkum sín- um. Birna Þórðardóttir les úr nýútkominni bók Benedikts S. Lafleur, Baldur Gunnarsson og Birna Þórðardóttir lesa úr bók- um. Ágústína Jónsdóttir og Tryggvi Líndal lesa ljóð. Auk þess munu Benedikt S. Lafleur og Björn Rúriksson kynna stofnun Sjósundfélags Íslands. Miðvikudagur Háteigskirkja kl. 20.30 Kór Menntaskólans við Hamrahlíð flytur hluta af efnis- skrá sinni í tilefni af tónleika- ferðalagi til Eistlands. Fimmtudagur Hallgrímskirkja kl. 12 Vil- borg Helgadóttir sópran og Kjartan Sigurjónsson orgel. Juliet Booth og Christopher Herrick eru fyrstu gestirnir í tónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið. TÓNLEIKARÖÐIN Sum- arkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju er orðin fastur liður í tónlistarlífi höfuð- borgarinnar á þessum skuggalausu sumardögum. Enn á ný er það Listvina- félag Hallgrímskirkju sem býður uppá fjölbreytta tón- leika í þessari tónleikaröð fram til 15. ágúst. Fram- kvæmdastjóri er sem fyrr Erla Elín Hansdóttir, en listrænn stjórnandi er Hörður Áskelsson. Þetta er tólfta árið sem pípur Klais-orgelsins hljóma á þessari tónleikaröð. Eru tónleikarnir alltaf með sama sniði, Erla? „Nei ekki er það nú alveg. Fyrst voru bara orgeltónleikar á sunnudags- kvöldum en síðan bættust við hádegistónleikar á fimmtudögum og laugardög- um. Laugardagstónleikarnir eru nokkurs konar undanfari tónleikanna á sunnudags- kvöldum en sami orgelleik- arinn er á hvoru tveggja þessum tónleikum. Stundum leikur hann að hluta til sömu efnisskrá, en stundum allt annað. Við viljum gjarnan að það séu einhver tengsl milli þessara tónleika. Á fimmtu- dögum eru alltaf íslenskir orgelleikarar sem spila. Stundum einir, stundum með söngvara eða annan hljóðfæraleikara með sér.“ Hvernig er staðið að val- inu á organistunum? „Við getum veitt okkur að velja úr, því við fáum svo gríðarlega margar beiðnir um þátttöku. Við viljum gjarnan fá einhverja organ- ista frá Norðurlöndunum og organista sem hafa skarað framúr á tónleikum hjá okk- ur. Til dæmis fáum við til okkar í fjórða sinn hinn heimskunna Christopher Herrick frá Englandi. Hann mun leika á fyrstu hádeg- istónleikunum í dag kl. 12. Með honum syngur breska sópransöngkonan Juliet Bo- oth. Christopher leikur síðan glæsilega efnisskrá á fyrstu kvöldtónleikum tónleikarað- arinnar, annað kvöld kl. 20. Við erum mjög heppin að fá hann á ný en það liggur með- al annars í því hversu frá- bært orgelið er. Organistun- um finnst mjög gott samspil milli orgelsins og rýmisins í kirkjunni, það finnst þeim einnig eftirsóknarvert.“ Hvernig áheyrendur sækja tónleikana? „Fólk kemur á tónleika af ýmsum ástæðum. Bæði er um að ræða fastagesti sem koma ár eftir ár og eins gesti sem líta við fyrir forvitni sakir. Mikið er um að erlend- ir ferðamenn heyra óminn innan úr kirkjunni og láta freistast af góðum tónlistar- flutningi. Þá veit ég um nokkra ferðamenn sem stíla sumarfríið sitt við tón- leikana. Ég fæ t.d. tölvupóst á hverju ári frá þýskum manni sem vill vita hvað er í boði og stjórnar komu sinni eftir því.“ Hvað ber hæst í tónleika- röðinni núna? „Það er mjög margt. T.d fáum við til okkar unga org- anista sem hafa vakið mikla athygli erlendis, m.a. Steph- en Tharp, bandarískan virtú- ós sem býr í Þýskalandi og hefur vakið athygli fyrir frá- bæra leiktækni. Hann er þegar orðinn eftirsóttur gestakennari. Frakkinn Thierry Mechler heldur tón- leika 4. júlí, frábær spuna- meistari. Hann kemur hing- að í annað sinn. Ég hlakka til að heyra í honum á ný. Þá heldur hinn ungi og efnilegi Þjóðverji Christian Schmitt tónleika 11. júlí. Hann kom fram á 10 ára afmælishátíð Klais-orgelsins í Hallgríms- kirkju og verður gaman að heyra hvernig eða hvort hann hafi þróast síðan. Ís- lensku fulltrúarnir í tón- leikaröðinni að þessu sinni eru Douglas A. Brotchie org- anisti Háteigskirkju og Kári Þormar organisti Áskirkju.“ Hafið þið einhver áhrif á efnisval organistanna? „Þeir koma með tillögu að efnisskrá en oftast er þetta samvinna. Núna t.d. báðum við organistana líka að skipta með sér Leipzig sálmaforleikjunum eftir J.S. Bach. Þeir eru 18 talsins. Tveir þeirra eru með þremur mismunandi útgáfum í þessu safni. Christopher Herrick spilar einmitt eitt þriggja út- gáfu parið annað kvöld. Flestir eru með tvo sálma- forleiki og einhverjir með einn. Auk sálmaforleikjanna verða flutt nokkur af þekkt- ustu orgelverkum Bachs auk annarra kunnra verka.“ Þess má geta að á þessu ári verður Klais-orgelið 12 ára og tími kominn á við- haldsskoðun og hreinsun þessa mikla hljóðfæris. Það tekur sinn toll og þeir sem koma á tónleikana leggja sín lóð á vogarskálarnar. Orgelhljómar á sumarkvöldum STIKLA Sumarkvöld við orgelið í Hallgríms- kirkju helgag@mbl.is Myndlist 101 gallery, Hverfisgötu 18a: Hulda Hákon. Til 7. júlí. Gallerí Skuggi: Lokað vegna sumarleyfa. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti: Ari Svav- arsson. Til 11. júní. Gerðarsafn: Íslensk mál- verk í einkaeign Dana. Til 20. júní. Gerðuberg: „Allar heims- ins konur“. Til 24. júní. Grafíksalurinn, Hafn- arhúsi: Ljósmyndasýningin Íslandsljós. Ragnar Ax- elsson, Árni Sæberg og Guðmundur Ingólfsson. Í Grófarhúsi eru ljósmyndir Guðbjarts Ásgeirssonar. Til 3. júlí. Hafnarborg: Anna Þóra Karlsdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir (TóTó). Jana Part- anen. Marisa Navarro Ara- son. Magnús Björnsson. Til 5. júlí. Hallgrímskirkja: Steinunn Þórarinsdóttir. Til 1. sept. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Kristín Ísleifs- dóttir. Til 30. júní. Hagvirkni, húsbúnaður eftir íslenska myndlistarmenn, 1904– 2004. Til 20. júní. i8, Klapparstíg 33: Gabrí- ela Friðriksdóttir. Til 26. júní. Listasafn ASÍ: Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Ósk- arsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir. Til 4. júlí. Listasafn Akureyri: Kenj- arnar eftir Goya. Til 14. júlí. Listasafn Árnesinga: Kristján Guðmundsson. Til 11. júlí. Listasafn Íslands: Í nær- mynd Close-up, bandarísk samtímalist. Til 27. júní. Listasafn Ísafjarðar: Spessi. Til 1. ágúst. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til 15. sept. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Þorvaldur Þor- steinsson. Til 8. ágúst. Ný safnsýning á verkum Errós. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Francesco Clemente. Roni Horn. Til 22. ágúst. Listasafn Reykjanes- bæjar: Margrét Jónsdóttir. Til 20. júní. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Listaverk Sig- urjóns í alfaraleið. Til 5. sept. Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14–17. Til 1. okt. Ljósmyndasafn Reykja- víkur, Grófarhúsi: Finnsk samtímaljósmyndun. Til 29. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðs- strönd: 11 nýjar sýningar. Safn – Laugavegi 37: Op- ið mið.–sun. kl. 14–18. Sum- arsýning úr safnaeign. Mar- grét H. Blöndal. Til 20. júní. Leiðsögn alla laugardaga. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Skriðuklaustur: Fantasy Island. Samsýning 8 lista- manna. Til 25. júní. Slunkaríki, Ísafirði: Tryggvi Ólafsson. Til 4. júlí. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Heimastjórn 1904. Þjóðminjasafnið – svona var það. Eddukvæði. Til 1. sept. Þjóðarbókhlaða: Heima- stjórn 100 ára. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn: Hand- band á Íslandi 1584–2004. Söguleg sýning á útgáfu Guðbrandsbiblíu 1584 til vorra daga. Til 31.ágúst. Leiklist Þjóðleikhúsið: Athygl- isverðasta leiksýning ársins. Leikdeild Umf. Eflingar, lau. Edith Piaf, fös. Borgarleikhúsið: Chi- cago, lau. MYNDLISTARSÝNING Valgarðs Gunnarssonar verður opnuð á menningarhátíð BSRB í Munaðarnesi kl. 14 í dag. Við opnunina munu Álftagerðisbræður syngja og Anna Kristín Arngrímsdóttir leikkona lesa upp. Þá mun Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, flytja ávarp. Valgarður Gunnarsson fæddist í Reykjavík 1952. Hann stund- aði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1975–1979 og Empire State College í New York 1979–1981. Valgarður hefur haldið 19 einkasýningar og verið þátttakandi í fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Fjölmörg verka hans eru í opinberri eigu. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma veitingasalarins í þjón- ustumiðstöðinni. Valgarður Gunnarsson listmálari á vinnustofu sinni. Menningarhátíð BSRB

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.