Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 Í samtalsbók þeirra Þórbergs og Matth- íasar, Í kompaníi við allífið, er galsi, snerpa og ferskleiki sem kann að helg- ast af því að þar á hinn roskni meistari ekki orðastað við fólk sem er sammála honum og hefur heyrt þetta allt áður heldur er hann bæði með nýjan ádíens og ekki nóg með það – heldur tekur hann hér á móti helstu vonarstjörnu Sjálf- stæðismanna í menningarlífinu. Andrúms- loftið er spennuþrungið. Maður fær jafnvel á tilfinninguna að í bígerð sé að snúa unga manninum til fylgis við Hreyfinguna. Sem ef til vill var með öðru til marks um að gamli maðurinn hafði enn ekki aflagt með öllu „bar- áttuna gegn veruleikanum“ svo vísað sé til frægra orða í Bréfi til Láru. Bókin endar meira að segja á draumsýnarkafla um fram- tíðarríki sósíalismans sem myndi minna á Imagine Johns Lennon ef Þórbergur væri ekki fyndnari og galsafengnari en Lennon. Þetta er kafli sem jafnast á við það besta sem Þórbergur skrifaði, og væri klassík í íslenskri vinstrihreyfingu hefði þar allt verið með felldu. Ég las þessa bók sem unglingur og má segja að þar hafi Matthías Johannessen orðið til þess að leggja nokkurt lóð á þá vogarskál að gera mig að sósíalista. Í bókinni útskýrir Þórbergur af ákefð og einlægni þess sem hef- ur efasemdafullan viðmælanda áhuga sinn á dulrænum fræðum og hugsjón um Esper- antó, stílhugmyndir sínar og dulspekilega lífssýn og almennt deilir hann með okkur ýmsum dásemdum hugsunar sinnar en samt var mér af óljósum ástæðum einna minnis- stæðast úr þessari bók hvernig Þórbergur talar þar um íþróttir. Hann gerir það af yf- irvegaðri og þaulræktaðri og fullkominni lít- ilsvirðingu – en slíkt tal hefur eflaust þótt æði sérviskulegt upp úr miðjum sjötta ára- tugnum þegar íslenskir frjálsíþróttamenn voru tilskipað stolt þjóðarinnar. Einkum var mér það hugstætt hversu mjög Þórbergi virt- ist í nöp við þrístökk, en þetta var einmitt á þeim tíma þegar Vilhjálmur Einarsson var nýbúinn að vinna sitt frækilega ólympíuafrek í þeirri íþrótt við mikla og samræmda aðdáun íslensku þjóðarinnar. Þegar ég las svo bókina aftur nú á dögunum rifjaðist þessi íþrótta- andúð hans upp og olli mér heilabrotum. Hinn 6. desember 1958 fara þeir Matthías um víðan völl og má segja að meistarinn láti dæl- una ganga. Hann býsnast yfir því hversu menn geta lagt á sig mikið af heimskulegu erfiði til að að ávinna sér veraldarupphefðir og tiltekur kvennamál og peninga í því sam- bandi. Síðan segir hann: Aðrir leggja mikið kapp á að geta sallað náungann í fótbolta, sigrað hann í stangarstökki, kringlukasti og glennt sig betur en hann í þrístökki, sem ég held að sé auvirðilegasta stökk í heimi. En samt verða menn heimsfrægir fyrir það … (Kompaníiðbls 51) Nokkru síðar fara þeir aftur að tala um frægðina og Matthías spyr Þórberg hvort hann sjálfur hafi ekki farið að skrifa til að verða frægur en því harðneitar Þórbergur. Honum tekst með lagni að sveigja talið á ný að íþróttunum sem virðast honum hugleiknar þennan dag. Allan fyrri partinn af Bréfi til Láru skrifaði ég til að skemmta Láru. Hitt skrifaði ég til að breyta þjóð- skipulaginu. Annað vakti ekki fyrir mér. Að vísu lét ég flakka með nokkrar skringilegar setningar, en að- eins í því skyni, að bókin seldist. Auðvitað hafði ég dá- lítið gaman af því að skrifa þetta, alveg eins og ung- lingar hafa af að steypa sér kollskít eða hoppa sem lengst á öðrum fæti. Það er einkennilegt að íþrótta- menn skuli ekki hafa tekið það inn í sitt kerfi að stökkva á einum fæti. Það gæti þó verið gagnlegt, ef maður fótbrotnaði á ferð úti á víðavangi. Þá gæti hann stokkið á hinum til byggða, ef hann hefði verið „í góðri þjálfun“ hjá Benna Waage. Þess vegna virðist mér þetta vera gagnleg íþrótt. Þetta hef ég sagt Benna Waage, en hann botnaði ekkert í því. Þeir eru alltaf með sportlæti, sem engum koma að gagni í líf- inu, eins og kringlukast og þrístökk. Stangarstökk gat verið gagnlegt í gamla daga þegar menn urðu að stökkva yfir ár og læki á stöngum en nú er það alveg orðið úrelt því nú er þetta allt farið í bílum og flug- vélum … (Kompaníið bls 53) Þórbergur víkur að þessu búnu nokkuð að eigin íþróttaiðkun sem eins og kunnugt er fólst í Möllersæfingum og sjóböðum og lætur í ljós þá eindregnu skoðun að sér beri að verða heiðursfélagi í íþróttasambandi Ís- lands. Íþróttamót og íþróttafélög kallar hann hins vegar atpláss og segir: Það er einskis metið, þó að maður hafi stundað íþrótt- ir í 44 ár til þess að verða nýtari maður í heiminum, ef hann hefur ekki tranað sér fram í opinberum skrípa- látum á einhverjum atplássum sem eru í innsta eðli sínu skólar í mannhatri. (Kompaníið bls. 54) Þórbergur víkur svo loks að íþróttum í draumsýnarkaflanum undir lok bókarinnar þar sem hann leyfir fantasíunni að flengjast um heiminn. Hann sér framtíðina á íþrótta- sviðinu í hinum fullkomna sósíalíska heimi svona: Fótboltinn mun blómstra í nýjum tilbrigðum og ferðast til kappleikja um allan jarðarhnöttinn. Mikil hástökk munu og reisa um allar jarðir, sömuleiðis hækkandi grindahlaup, gaddavírshlaup, æ markvísari spjótköst, lengri og hraðari Maraþonhlaup, fimm- stökk, sjöstökk og nístökk. (Kompaníið bls 250) Enn er heimurinn ekki kominn lengra á þróunarbrautinni en svo að stökkin eru bara þrjú, jafnvel þótt ég hafi lengi átt mér draum um að sjá íþróttamót sem kennt væri við Þór- berg og þar sem keppt væri í hækkandi grindahlaupi, gaddavírshlaupi, hoppi á einum fæti og nístökki, sem er íþrótt sem mig lang- ar alveg sérstaklega að sjá. Þórbergur kall- aði stangarstökkið „úrelt“ vegna þess að menn komist núorðið ferða sinna með skil- virkari hætti en stökkvandi á stöng, það er að segja í bílum og flugvélum. Það segir sína sögu um ófullkomleika heimsins að fáir ef nokkrir stunda nú Möllersæfingar en hins vegar leggur fólk sífellt meira á sig til að geta stokkið sem allra hæst á stöng. * Hvað vildi Þórbergur? Vildi hann fá að ráða íþróttum annarra? Vildi hann sam- ræmda yfirstjórn allra íþrótta eða þvert á móti: þráði hann íþróttalegan glundroða? Af hverju kenndi hann ólympískar íþróttir við skrípalæti? Af hverju fer hann alltaf að tala um íþróttir þegar talið berst að frægð og viðurkenningu í samfélaginu? Finnst honum sem íþróttamennirnir skyggi ómaklega á sig og aðra meistara þeirrar íþróttar sem Egill sagði að væri vammi firð, orðlistarinnar? Að fólki væri nær að hópast kringum rithöfund- ana og biðja þá um eiginhandaráritanir held- ur en menn sem stökkva þrístökk … Ég held að það sé tvennt sem honum hefur þótt óbærilegt við hinar opinberu íþróttir: alvaran í þessum hoppum sem eru í eðli sínu fyndin og algjört tilgangsleysið í þessari iðju sem snýst þegar allt kemur til alls einvörðungu um sjálfa sig því þótt stangarstökkvarinn byggi að vísu upp líkama sinn þá er það auka- geta, markmið æfinganna er að stökka sem hæst, án þess að séð verði hverju viðkomandi er bættari með því – eða mannkynið ef út í það er farið … Með öðrum orðum: hið alvörugefna fánýti opinberra íþrótta. Hann sér íþróttamót og spyr: Til hvers notar maður stangarstökk? Hvaða gagn er að þrístökki? Því að sé einhver rauður þráður í gegnum verk Þórbergs þá er það fölskvalaus trú hans á mannlegri skynsemi sem mæli- kvarða allra hluta og jafnframt sú trú hans að skynsemin skuli vera mönnunum leiðarljós í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Meira að segja föstudaginn 9. janúar þegar Matthías víkur að Esjunni við Þórberg og spyr hvernig áhrif hún hafi á hann þá svarar meistarinn: Esjan hefur aldrei haft sérlega góð áhrif á mig. Hún hefur aldrei verkað lyftandi á mig. Hún hefur verkað svipað á mig og heljarmikill hesthúshaugur sem er farinn að verða uppgróinn að neðan. Hún er alltof ruglingslega samin fyrir minn stílsmekk. Mér brá þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur að sjá hvað fjöllin HVAÐ VILDI ÞÓRBERGUR? Þórbergur vildi til dæmis röð og reglu. Og þegar kemur að stíl gerir hann fyrst og fremst kröfu um ráðvendni, að maður spjátri sig ekki heldur skrifi satt. Þórbergur krafði líka íþróttir um notagildi en laðaðist að hugmyndinni um nístökk. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon En ég held hann hafi ekkert botnað í nútíma sínum; þeim nútíma sem stendur kannski enn, þeim nútíma sem stekkur á stöng bara í því skyni einu að reyna að komast einum sentí- metra hærra, en ekki til að göfga sig, nútíma hinna stundlegu nautna, nútíma hagvaxt- arins, hins sífellda kláða neyslunnar, eyðsl- unnar, eignadýrkunarinnar – nútíma allra þessara óbærilegu eignarfalla. E F T I R G U Ð M U N D A N D R A T H O R S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.