Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 B rynhildur Heiðardóttir Ómars- dóttir er einn af stofnendum Bríetar, félags ungra femínista og stundar doktorsnám í bók- menntafræði við Kólumbíuhá- skóla í New York. Blaðakona fer á fund Brynhildar með það að augnamiði að ræða við hana um John Stewart Mill og grundvallarrit hans, Kúgun kvenna, en tvær Bríetarkonur, þær Brynhildur og Hólmfríður Anna Baldursdótt- ir, fjölluðu um verkið á samdrykkju á vegum Hins íslenska bókmenntafélags í vikunni. Eftir nokkurt spjall við Brynhildi um námið í Kól- umbíuháskóla og hugðarefni hennar í femín- ískum fræðum, andvarpar hún mæðulega og spyr hvort við getum ekki talað um eitthvað annað en Mill. „Hann er auðvitað mikil skyn- semisvera og lykilpersóna í þróun femínism- ans, en ef til vill er búið að velta honum of mik- ið fyrir sér, sérstaklega hérna á Íslandi þar sem hann virðist standa í almannavitund sem eini forveri breskrar og bandarískrar kvenna- baráttu. Eigum við ekki frekar að tala um Mary Wollstonecraft? Hennar texti er miklu róttækari og kannski má segja að rit hennar A Vindication of the Rights of Woman sé „skemmtilegra“ grundvallarrit breska femín- ismans. Hún var líka svo áhugaverð persóna.“ Þar með vendum við kvæði okkar í kross og hefjum könnunarleiðangur um arfleifð þessa brautryðjanda í femínískri hugsun, sem þó tók nokkra aldarfjórðunga að uppgötva, og er e.t.v. ekki fullmetin enn í hugvísindunum. Brynhildur er því spurð hvort rit Mills, sem átti svo mikinn þátt í að skapa jafnréttissjón- armiðum viðurkenningu í karllægum hug- myndaheimi 19. aldarinnar, sé á einhvern hátt framhald, jafnvel rökvædd úrvinnsla á hug- myndum Wollstonecraft? „Þessum bókum hef- ur oft verið lýst sem hliðstæðum. A Vindica- tion kemur út 1792 og Kúgun kvenna átta áratugum seinna, árið 1869. Í raun byggjast báðar bækurnar á svipuðum hugmyndum. Báðir höfundar reyna að sannfæra lesendur sína um að konur séu skynsemisverur og að það sé mikið óréttlæti fólgið í því í samfélaginu séu allar sjálfstæðar hugsanir kvenna kæfðar. Í báðum bókunum er lögð mikil áhersla á upp- eldi kvenna í hugmyndum um hvernig breyta þurfi samfélaginu. Konur þurfa að njóta góðr- ar menntunar til að geta tekið þátt í samfélag- inu sem fullgildir þegnar. Að sama skapi gagn- rýna bækurnar harðlega samfélagið sem neitar að samþykkja konur sem mögulega þegna. Einhver fræðikonan um miðbik síðustu aldar lýsti reynslu sinni af því að lesa bæk- urnar tvær saman. Hún sagði að meðan lestur A Vindication væri eins að taka þátt í árás skriðdreka á ranghugmyndir samfélagsins, þá væri lestur Kúgun kvenna róandi. Að vissu leyti er ég sammála þessari líkingu. Textar bókanna tveggja gætu ekki verið ólíkari. Mill setur fram hugmyndir sínar á mjög rökfastan hátt. Textinn rennur mjúklega áfram og hug- myndirnar koma fram ein á eftir annarri og fylgja vandlega úthugsaðri uppbyggingu.“ Brynhildur bendir á Wollstonecraft sé ekki aðeins allt öðruvísi rithöfundur en Mill, heldur hafi hún skrifað á allt öðruvísi tíma. Mill skrif- aði bók sína á hápunkti Viktoríutímabilsins, en Wollstonecraft var uppi á tímum frönsku bylt- ingarinnar. „Hún var sjálf byltingarsinni. Wollstonecraft bjó í París nokkrum árum eftir byltinguna, og skrifaði rit um hugmyndafræði hennar. Textinn er hádramatískur. Rit hennar eru reglulega rofin af ástríðufullum upphróp- unum og ávörpum til lesandans. A Vindication er rómantískt rit byltingarsinna sem er mikið í mun að sannfæra lesendur um ranglæti sam- félagsins og hvaða breytingar þurfi að eiga sér stað. Ef til vill er líka hægt að útskýra muninn á þessum tveimur bókum, með því að segja að Wollstonecraft hafi óneitanlega átt meira und- ir riti sínu komið en Mill, enda var hún sjálf kona og þurfti að þola það ranglæti og kúgun sem hún reyndi að útrýma með skrifum sín- um.“ Áhersla á réttindi til mennta Hvaða hugmyndir setur Wollstonecraft fram í A Vindication og í hvernig kynjapóli- tísku umhverfi verður það til? „Rit Wollstonecrafts byggist á afar einfaldri hugmynd. Hún heldur því fram að þáverandi uppeldi kvenna hafi eyðilagt hugsun þeirra, með því að fórna krafti þeirra og styrk fyrir fegurð og hégóma. Þessu uppeldi, staðhæfir hún strax í fyrstu setningum bókarinnar, er stjórnað af karlmönnum sem vilja sjá konur sem aðlaðandi hjákonur fremur en skynsamar mæður. Og Wollstonecraft segir að konur hafi látið blekkjast af þessu hugarfari. Æðsta tak- mark þeirra sé að gera sig aðlaðandi og áhuga- verðar fyrir karlmenn og fyrir vikið gleymi þær algjörlega að rækta sjálfar sig og stofna til raunverulegs vinasamabands við konur og karla. Wollstonecraft notar sterkar líkingar til að koma máli sínu á framfæri. Konur er plöntur sem er hent þegar fegurð þeirra hefur fölnað og konur eru fuglar í búri sem geta ekki breitt úr vængjum sínum, hvað þá flogið.“ Brynhildur bendir á að Wollstonecraft beini sjónum að menntalöggjöfum samfélagsins og krefjist þess að konum sé skapað tækifæri til sams konar náms og karlar. „Hún ítrekar það aftur og aftur í riti sínu að konur verði að njóta heilsteyptrar menntunar. Hún vill að menntun þeirra snúist að því að gera þær að heildstæð- um einstaklingum fremur en ofmáluðum „sam- félagsdrósum“. Hugmyndir Wollstonecrafts um betri menntun kvenna snúast þó ekki að- eins um afstrakt hugmyndafræði. Hún vill að ungar stúlkur fái mikla hreyfingu til að auka hreysti þeirra sem og kennslu í gagnlegum iðj- um, svo að konur geti unnið fyrir sér og þar með öðlast sjálfstæði. Hún telur að samfélagið skaðist af slæmri menntun kvenna, því að það séu konur, þ.e. mæður, sem sjá um frumupp- eldi allra einstaklinga samfélagsins. Svo að ef konur séu ekki þroskaðar siðferðislega, þá þjá- ist allt samfélagið.“ Er munur á þessum hugmyndum Woll- stonecraft og því hvernig Mill notar rök nytja- hyggjunnar til þess að höfða til þeirra sem valdið hafa, þ.e. að þetta sé ekki bara spurning um sjálfsögð mannréttindi, heldur komi það þeim sem samfélagsþegnum, að einhverju „gagni“ að konur öðlist jafnrétti á við karla? „Í rauninni er afskaplega lítill munur á rök- semdunum sem þau tvö beita í verkum sínum. Munurinn felst í því hvernig þau flétta þessar röksemdir inn í textann. Kannski er hægt að segja að á meðan bók Mills snýst um hugmynd nytjafræðinnar, þá er þessi hugmynd aðeins ein af mörgum sem Wollstonecraft kallar á til að færa rök fyrir máli sínu.“ Brynhildur bendir í þessu sambandi á að sjá megi hversu þunga áherslu Wollstonecraft og femínistar af hennar kynslóð lögðu á jafnaðar- hugsjónina og á skilyrðislausa kröfu til jafn- réttis enda eigi skrif hennar sér rót í hug- myndafræði frönsku byltingarinnar. „Wollstonecraft er aðeins ein af mörgum kon- um sem tóku þátt í þeirri hugmyndafræðilegu byltingu sem átti sér stað á þessum árum. Eins og aðrar, þá barðist hún fyrir réttindum kvenna í þessu nýja heimi frelsis, jafnréttis og bræðra[!]lags, aðeins til að sjá hugmyndum sínum ýtt til hliðar og þaggaðar niður þegar um hægðist í Frakklandi.“ Brynhildur bætir því við að Wollstonecraft sé einnig boðberi þeirrar stefnu sem við höfum síðar nefnt róm- antísku stefnuna. „Í skrifum sínum hvetur hún konur til að beita hjarta sínu og hugsun til að sjá heiminn. Aðeins þegar tilfinningar og rök- hugsun hafa fléttast saman í heilsteypt mót, geta konur lifað lífi jafningja með eiginmönn- um sínum og vinum.“ Samfélagsgagnrýni skáldsögunnar Nú hafði Wollstonecraft sterkan persónu- leika og var mikill aðgerðarsinni. Hún fór til Parísar að fylgjast með frönsku byltingunni, og var eina konan í hópi róttækra en mikils- virtra rithöfunda. Mikið hefur verið skrifað um ævi Wollstonecraft, en e.t.v. minna um hug- myndir hennar. Hvernig stendur á þessu? „Tja, nú vil ég taka það fram að Wollstone- craft var alls ekki eina konan í hópi bylting- arsinnaðra rithöfunda á þessum tíma. Til dæmis er hægt að nefna hina frönsku Olympe de Gouges sem birti árið 1791 Yfirlýsingu um réttindi kvenna og þegna, yfirlýsingu sem byggðist á og víkkaði út hina karlmiðuðu op- inberu yfirlýsingu byltingarsinna Yfirlýsingu um réttindi manna og þegna sem kom út 1789. Og í Bretlandi var að finna fjölda rithöfunda sem áunnu sér mikið orðspor við að skrifa bylt- ingarsinnaðar skáldsögur um konur og stöðu þeirra í þáverandi samfélagi. Bækur þessara rithöfunda, kvenna eins og Maria Edgeworth, Susan Ferrier, Elizabeth Hamilton, Mary Ha- ys, Elizabeth Inchbald og Amelia Opie, voru gífurlega mikið lesnar á þessum tíma þó að þær hafi að mestu leyti fallið í gleymsku. En jú, vissulega hefur verið meira skrifað um ævi Wollstonecrafts en hugmyndir hennar. Eina umfjöllunin, til dæmis, sem birst hefur um Wollstonecraft á íslensku er þriggja blaðsíðna grein Sigurðar A. Magnússonar í Tímariti Máls og menningar árið 2002. Þar segir hann í örstuttu máli frá hugmyndum Wollstonecrafts en snýr sér síðan að afar hneykslanlegu lífi hennar og lýsir því á háfleygu og æsilegu tungumáli. Þessi tilhneiging fræðimanna er ef til vill skiljanleg. Wollstonecraft lifði storma- sömu lífi og tengdist ýmsum frægustu hugs- uðum og rithöfundum síns tíma nánum bönd- um. Og alltaf er meira spennandi að velta sér upp úr gömlum hneykslismálum fremur en „leiðinlegri“ og „þurri“ baráttu kvenréttinda- kellinga. Þessi árátta að meta hugmyndir Wollstonecrafts eftir lífsmáta hefur fylgt við- tökum verka hennar frá upphafi. Hún var litin hornauga í bresku yfirstéttarsamfélagi því hún átti barn í lausaleik með Bandaríkjamanni sem hún hafði hitt í París. Og eftir lát hennar af barnsförum árið 1797 skrifaði William Godwin, eftirlifandi eiginmaður hennar, afar opinskáa ævisögu um hana. Þessi ævisaga fór algjörlega með Breta þess tíma, sem kunnu engan veginn að meta það að sjá á prenti ævi konu sem neitaði að lifa eftir reglum sam- félagsins. Hvort það er vegna þess eður ei, þá var A Vindication afar sjaldan endurútgefin þar til á síðustu öld.“ Wollstonecraft skrifaði einnig skáldsögur. Hvernig tengjast þau skrif femínískri hugsun hennar? „Wollstonecraft hafði mikla trú á skáldsög- um sem leið til framþróunar. Hún taldi að bók- menntir og bókmenntafræðileg gagnrýni þjón- aði miklu hlutverki í þroska kvenna og hvatti konur til að lesa sem mest. Fjórum árum áður en A Vindication kom út birti Wollstonecraft skáldsögu sína Mary, a Fiction. Í auglýsingu að bókinni leggur hún áherslu á að hún sé þar að skapa söguhetju sem er algjörlega á skjön við söguhetjur fyrri skáldsagna, þ.e.a.s. konu sem hefur rökhugsun og sýnir þá hugsun í verki. Það má kannski segja að Wollstonecraft hafi með þessari skáldsögu reynt að nýta sér skáldskapinn til að þróa hugmyndafræðina sem hún seinna birtir í A Vindication. Hún skrifaði aðeins eina aðra skáldsögu, Maria, or the Wrongs of Woman, verk sem hún kláraði aldrei og birtist ófullgert eftir dauða hennar árið 1797. Í formála þessa verkbrots biðlar Wollstonecraft til „þeirra fáu“ lesenda sem „þora að vinna að framþróun samfélagsins“ og viðurkenna að verk hennar séu hvorki „van- skapað afsprengi geðveilu, né grófar alhæf- ingar særðs hjarta“.“ Hvernig metur þú þessi skáldverk í bók- menntalegum skilningi? „Báðar skáldsögurnar eru tryllt bók- menntaverk og erfitt fyrir nútímalesendur að meta. Stíll þeirra og málfar er hárómantískt og söguþráðurinn oft ótrúverðugur fyrir okkur sem alist höfum upp í samfélagi sem mótað er af raunhyggju. En þær eru skemmtilegar og fyndnar, hvort sem við hlæjum að þeim brönd- urum sem höfundur ætlaðist til, eða við hlæj- um að ýkjum þeirra. Ég mæli hjartanlega með lestri þessara bóka og hægt er að nálgast texta þeirra á Netinu.“ Brynhildur er að lokum spurð hvaða vægi hugmyndir Wollstonecraft hafi þegar litið er á þær í ljósi stöðu mála í samtímanum. „Hug- myndirnar sem Wollstonecraft kemur fram með í ritum sínum eiga því miður enn oft við í dag. Hún leggur áherslu á það að konur neiti að detta inn í fegurðarímyndina sem njörvar þær niður í fastmótaðar venjur karllegs sam- félags. Vissulega má halda því fram að konur hafi ekki enn náð þessum áfanga sem Woll- stonecraft sá fyrir sér, og að við eyðum enn alltof miklu púðri í að hafa áhyggjur af lín- unum og af hárinu. Einnig á grunnhugmynd Wollstonecrafts um menntun kvenna enn við. Hún taldi að menntun kvenna væri lykillinn að framþróun samfélagsins. Þessi hugmynd hef- ur verið tekin upp á alþjóðavettvangi og mig minnir að það sé einmitt eitt af slagorðum Sameinuðu þjóðanna að menntun einnar konu sé menntun heillar fjölskyldu. Wollstonecraft hefur núna á síðustu árum loksins hlotið þá fræðilegu virðingu og þá athygli sem hún á skilið. Hún er einn af hornsteinum hugmynda- sögu Breta og hún lagði þann grunn sem fræðimenn eins og hann Mill byggðu verk sín á. Ég vona að við eigum einhvern tímann eftir að sjá verk hennar aðgengileg á íslensku.“ FÖLNUÐ BLÓM OG FUGLAR Í BÚRI Saga og hugmyndaleg arfleifð Mary Wollstone- craft er lítið þekkt, þó svo að hér sé um að ræða brautryðjanda í sögu femínískrar hugsunar. HEIÐA JÓHANNSDÓTT- IR ræddi við Bríetar- konuna og doktors- nemann Brynhildi Heið- ardóttur Ómarsdóttur, um þessa merku konu. Morgunblaðið/Jim Smart „Eigum við ekki frekar að tala um Mary Wollstonecraft?“ segir Brynhildur Heiðardóttir Ómars- dóttir þegar hún er spurð um John Stewart Mill og jafnréttishugsjónina. heida@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.