Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.2004, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 2004 11
Hver er munurinn á siðfræði
Kants og Mills?
SVAR: Siðfræði Johns Stuarts Mill (1806–
1873) tilheyrir svonefndri nytjastefnu en
megineinkenni hennar er að athafnir öðlast
réttlætingu í ljósi afleiðinga þeirra fyrir al-
mannaheill. Þetta hefur
verið kallað hámarksham-
ingjulögmálið:
Veldu jafnan þá athöfn
sem hefur í för með sér
meiri hamingju eða dregur
meir úr böli þeirra sem
ákvörðunin varðar en aðr-
ar athafnir sem þú átt kost
á.
Ekki er þar með sagt að
Mill ætli einstaklingum að
hefja flókinn nytjareikning
í hvert sinn sem þeir
standa frammi fyrir sið-
ferðilegri ákvörðun því að
hann telur að viðteknar
siðareglur séu almennt
góður vegvísir í þessu til-
liti. Það er einungis þegar
réttmæti viðtekinna siða-
reglna er sjálft dregið í efa
að skírskota þarf beint til
frumreglunnar um afleið-
ingar fyrir almannaheill.
Samt sem áður telur Mill sjaldgæft að eiga
þess kost að vera „velgjörðamaður almenn-
ings“ og flestar athafnir manns varði af-
markaðan hóp einstaklinga. Því sé nóg að
huga að hag „þeirra einstaklinga sem hlut
eiga að máli, nema að því leyti sem nauðsyn-
legt er að fullvissa sig um að með því að gera
þeim gott séu þeir ekki að traðka á rétt-
indum annarra, það er, virði ekki það sem
þeir eiga réttmætt og óskorað tilkall til“.1
Mikilvægt er að taka fram að þau réttindi
sem Mill nefnir hér eru sjálf réttlætt með
vísan til frumreglu nytjastefnunnar: mönn-
um ber að virða réttindi einstaklinga vegna
þess að það stuðlar að almannaheill. Mill
fjallar ítarlega í Frelsinu um rökin fyrir
helstu frelsisréttindum manna og telur þar
heillavænlegast bæði fyrir almenna velferð
og þroska einstaklinga að setja einstaklings-
frelsinu einungis þau mörk að það valdi ekki
öðrum tjóni.
Immanuel Kant (1724–1804) hafnar því al-
gjörlega að réttmæti athafna ráðist af afleið-
ingum þeirra við tilteknar aðstæður. Mik-
ilvægasta spurningin sem menn eiga að
spyrja sig þegar þeir eru í vafa um siðferði-
lega breytni er hvort þeir gætu viljað að lífs-
reglan sem þeir hyggjast breyta út frá yrði
að almennu lögmáli. Þetta kemur því í sjálfu
sér ekkert við hvort athöfnin komi sér vel
fyrir þá sem hana varða í einstökum að-
stæðum, því að sú hugsun freistar okkur
jafnan til að gera hentugar undantekningar
frá reglum sem við annars viljum að gildi al-
mennt. Einmitt vegna þess að siðferðileg
skynsemi býður manni að falla ekki í slíka
freistni kennir Kant hana við skyldu.
Ég á ekki að gera það sem mig langar til,
er þægilegast í stöðunni eða kemur sér best
fyrir sem flesta, heldur það sem er rétt. Ég
virði þá til dæmis mannréttindi ekki vegna
þess að þau stuðli að almennri velferð heldur
vegna þess að ég vil að þau gildi sem almenn
lögmál. Einungis þannig auðsýni ég fólki sið-
ferðilega virðingu.
Spyrja má hvort skyldusiðfræði í anda
Kants hljóti ekki að taka eitthvert mið af af-
leiðingum. Svarið við því er játandi, en af-
leiðingarnar eru annars eðlis en þær sem af-
leiðingasiðfræði á borð við nytjastefnu vísar
til.
Kant spyr ekki að aðstæðubundnum leiks-
lokum heldur um afdrif siðferðisins sem slíks
ef svo má segja. Hann nefnir tvenns konar
dæmi:
Annars vegar get ég ekki viljað að lífs-
reglan „ég gef loforð sem ég veit að ég get
ekki staðið við“ verði að almennu lögmáli
vegna þess að þá yrðu loforð merkingarlaus.
Hins vegar get ég ekki viljað að lífsreglan
„ég hjálpa ekki nauðstöddum“ verði að al-
mennu lögmáli vegna þess að þá yrði mann-
lífið snauðara og ég fengi ekki sjálfur hjálp
þegar ég þarfnaðist hennar.
Í báðum tilvikum græfi ég undan siðferð-
inu og sýndi fólki ekki þá virðingu sem því
ber. Með því að gefa fölsk loforð nota ég ann-
að fólk sem einber tæki í eigingjörnum til-
gangi og með því að hafna öllum góðverkum
vinn ég gegn því að fólk geti lifað með reisn.
Kant bendir okkur því á aðra aðferð en
Mill gerir til að finna út hverjar skyldur okk-
ar eru, þótt útkoman gæti oft orðið svipuð.
Mill ætlar okkur að fylgja viðteknum skyld-
um og siðareglum svo lengi sem við teljum
víst að þær stuðli að almennri velferð, en
víkja frá þeim þegar þær gera það ekki. Kant
ráðleggur okkur að ígrunda eigin hegðun og
spyrja hvort þær lífsreglur sem hún felur í
sér gætu sómt sér sem almenn lögmál og
stuðli að mannvirðingu. Skyldurnar eru því
afdráttarlausari hjá Kant og miða að því einu
að breyta rétt, líkt og þegar við tölum um að
menn breyti af samviskuástæðum eða af
„prinsppástæðum“. Nytjastefna Mills á hinn
bóginn hvetur okkur til að hugsa um það sem
stuðlar að almannahag og „varanlegum hags-
munum mannsins á þroskabraut hans“.2
Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við HÍ.
1 John Stuart Mill. Nytjastefnan. Lærdómsrit Hins ís-
lenska bókmenntafélags 1998. s. 124.
2 John Stuart Mill. Frelsið. Lærdómsrit Hins íslenska
bókmenntafélags 1970. s. 47.
HVER ER
MUNURINN Á
SIÐFRÆÐI
KANTS OG
MILLS?
Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöld-
um, hvað er jihad, hver er sagan á bak við orðið
völundarhús og hvernig er sólarhringnum skipt í eyktir? Þessum spurn-
ingum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á
Vísindavefnum og hægt er að lesa svörin á slóðinni www.visindavef-
ur.hi.is.
VÍSINDI
1907
HINN MIKLI
SKÖRUNGUR
„Svo sem fyrir var hugað var
Íslandsfáninn dreginn á
stöng hér í höfuðstaðnum
sem annars staðar í fyrra-
dag, afmælisdag Jóns Sig-
urðssonar,“ sagði Ísafold 19. júní 1907, en
Stúdentafélagið gekkst fyrir hátíðahöldum,
m.a. á Austurvelli. „Naumast hefur verið í ann-
an tíma hjartanlegri ánægjubragur á höf-
uðstaðarlýðnum, körlum og konum, ungum og
gömlum. Það var eins og hvert mannsbarn
teldi sér veg í því og innilega ánægju að minn-
ast hins mikla þjóðskörungs og að fjölmenna í
fyrsta skipti undir hinum nýja íslenska fána,
einmitt í minningu hins sanníslenskasta ágæt-
ismanns er þetta land hefur alið.“
1916
FRJÁLSAR
KONUR
„Kvenréttindadagurinn“ var
fyrirsögn á smágrein í Vísi
19. júní 1916, ári eftir að kon-
ur fengu kosningarétt og
kjörgengi. Þar var kynnt
dagskrá þessa „afmælisdags stjórnmálajafn-
réttisins“. Basar var í fordyri Alþingishússins,
til ágóða fyrir Landspítalasjóðinn, hljóðfæra-
sláttur og ræðuhöld á Austurvelli, hátíðahöld á
íþróttavellinum, sjónleikur barna í Iðnó og
„dans stiginn á íþróttavellinum fram undir
morgun“. Matthías Jochumsson skáld var einn
af ræðumönnum dagsins. Hann hóf mál sitt á
þessum orðum: „Heiðruðu kvenfrelsiskonur!
Með lotningu og kærleika lýt ég yðar valdi og
samfagna yðar réttindum.“ Og í lokin sagði
hann: „Lifi Íslands frjálsu konur!“
1925
AÐ EYÐA FÉ
Í ÓÞARFA
Morgunblaðið sagði frá því
19. júní 1925 að bæjarstjórn
Reykjavíkur hefði ekki fallist
á óskir um leyfi til reksturs
tveggja kvikmyndahúsa til
viðbótar þeim tveimur sem þá voru í bænum.
Borgarstjóri sagði það vera „íhugunarefni
hvort fjölga ætti skemmtistöðum í bænum. Það
væri vitanlega ekki hægt að banna fólki að
eyða fé í óþarfa. En þó væri ekki rétt að bæj-
arstjórnin væri að gera íbúum bæjarins það
sem léttast.“ Einnig var það nefnt að ekki yrði
langt þangað til að hér yrði byggt þjóðleikhús
sem gæti ekki borið sig með leiksýningum ein-
göngu og þyrfti því að „taka til kvikmyndasýn-
inganna þau kvöldin sem ekki væri leikið“.
1935
FJÁRSAFN
Á BAKHLIÐ
„Nýir hundraðkrónuseðlar
eru nú komnir í umferð frá
Landsbankanum. Eru þeir
rauðleitir að lit og líkir að
gerð og tíukrónuseðlarnir
nýju, með mynd af Jóni Sigurðssyni á framhlið,
fjársafni á bakhlið og mynd af Jóni Eiríkssyni
konferensráð sem vatnsmerki,“ sagði Morg-
unblaðið 19. júní 1935. „Seðlarnir eru að öllu
hinir ásjálegustu, vandaðir að frágangi og með
litbrigðum sem mjög erfitt er að eftirlíkja.“
Sagt var að tíukrónuseðlarnir hefðu þótt nokk-
uð næmir fyrir óhreinindum en að það ætti „að
verka sem aukin hvöt til að fara betur með
seðlana og stuðla að því að sem allra minnst sé
af óhreinum seðlum í umferð. Landsbankinn
sjálfur lætur aðeins úti hreinlega seðla en því
aðeins getur hann haldið eftir slitnum seðlum
og óhreinum að þeir komi inn í bankann.“
1941
UTAN VIÐ
BORGARÖSINA
Í Vikunni 19. júní 1941,
tveimur dögum eftir að
Sveinn Björnsson var kosinn
ríkisstjóri, var fjallað um að-
setursstað fyrir þennan
æðsta mann þjóðarinnar. Ráðgert hafði verið
að kaupa hús í Reykjavík, Fríkirkjuveg 11, en
sumum fannst „að best væri hann settur lítið
eitt utan við borgarösina og hefur í því sam-
bandi verið minnst á að kaupa Bessastaði, sem
eigi hefur nærri öllum geðjast að. Loks hefur
Viðey verið nefnd og er það gamall úrvals-
staður. Verður vonandi brátt fram úr þessu
ráðið,“ sagði í blaðinu. Það var gert því að um
það leyti sem blaðið kom út hafði ríkisstjórnin
fallist á að þiggja Bessastaði að gjöf í þessum
tilgangi.
1980
HOLÓTTIR VEGIR
„Víða úti á landsbyggðinni
má sjá skilti sem á stendur:
Holóttur vegur. Vegagerðin
ætti að láta búa til fleiri slík
því víða þyrfti að vara vegfar-
endur við holóttum vegi,“ sagði í lesendabréfi í
Dagblaðinu 19. júní 1980. „Ég er viss um að Ís-
lendingar gætu haft drjúgan pening upp úr
þessum hryllilega vondu vegum með því að
bjóða bílaframleiðendum afnot af þeim til að
prófa nýja bíla áður en þeir eru sendir á al-
mennan markað. Ef bílar brotna ekki niður á
þessum vegleysum ættu þeir að vera færir í
flestan sjó.“
1991
SONUR ÍSLANDS
„Samkomulag hefur náðst
milli utanríkisráðuneyta Ís-
lands og Noregs um að Leif-
ur heppni Eiríksson hafi ver-
ið íslenskur maður. Þarf því
ekki að þrátta um það lengur,“ sagði á forsíðu
Tímans 19. júní 1991, en málið hafði verið til
umræðu vegna komu víkingaskipsins Gaia. Í
blaðinu var minnt á að Leifur hefði verið fædd-
ur og uppalinn hér á landi, að Bandaríkjamenn
nefndu hann son Íslands og að hann hefði fund-
ið Vínland „að tilvísan manns úr Stokkseyr-
arhreppi, Bjarna Herjólfssonar, sem var svo
skilningslaus á sögulega viðburði að hann hirti
ekki um að ganga á land og uppgötva Ameríku
á sómasamlegan hátt heldur lét það Leifi eft-
ir.“
T ÍÐARANDINN Á TUTTUGUSTU ÖLD
„Börnin fylgdust vel með öllum skemmtiatriðunum, eins og sjá má á þessari mynd sem var tekin
við hinn upphækkaða pall,“ sagði á forsíðu Alþýðublaðsins 19. júní 1963, þegar fjallað var um
þjóðhátíðina í Reykjavík tveimur dögum áður, en barnaskemmtunin var á Arnarhóli. „Talið er að
aldrei hafi jafn margt fólk tekið þátt í hátíðahöldum í Reykjavík sem nú. Það mátti heita að á
Lækjargötu, Lækjartorgi og í Austurstræti væri krökkt af fólki allan daginn.“
ALDREI JAFN-
MARGT FÓLK
J Ó N A S R A G N A R S S O N T Ó K S A M A N
Immanuel Kant
John Stuart Mill