Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Side 9
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 | 9
ur en þeir rákust á Spector lék aldrei neinn vafi á því hver var
stjarnan hjá Philles – Phil Spector sjálfur.
Oftar en ekki vissi listafólkið sjálft ekki undir hvers nafni af-
urðin sem það var að syngja inn á yrði gefin út; Ronettes voru
Crystals sem voru aftur oftast bara hin frábæra söngkona (og
stundum leikkona – hún lék í „Lethal Weapon“-myndunum öll-
um) Darlene Love, studd af einhverjum þeim stelpukrökkum er
kunnu að vera í hljóðverinu á þeim tíma.
Cher, sem þá var kærasta Sonnys heitins Bonos (einn af læri-
sveinum Spectors á þessum árum – andi Spectors svífur létt yfir
vötnum í lagi Sonnys og Cher „I Got You Babe“), söng t.a.m.
undir á plötum með bæði Ronettes og Crystals.
„Be My Baby“ (1963) í flutningi the Ronettes verður óneit-
anlega að öðrum ólöstuðum að teljast rósin í hnappagati Spect-
ors. Auk þess að skarta einu eftirminnilegasta en einfaldasta
bassatrommu/snerils-intrói í manna minnum nýtur „hljóðmúr“
kappans sín þar til hins ýtrasta undir nánast yfirnáttúrulegum
söng hinnar (ennþá) kynngimögnuðu Ronnie Spector, sem jú
gekk í stutt, stormasamt og æði sögulegt hjónaband með sjálfum
meistaranum.
Af dæmigerðri og makalaust yfirlætisfullri hógværð sagðist
Spector alltaf bara vera að framleiða „litlar sinfóníur fyrir litla
krakka“ og er sagður hafa verið undir sterkum áhrifum frá
klassíska þungamiðjutónskáldinu Wagner.
Ansi skrýtin skapgerð Spectors og sérviska – sumir segja geð-
veila – er næstum jafnannáluð og öll þessi einstaka tónlist hans.
Eftir að „River Deep – Mountain High“, mjög svo sérstætt sam-
starf hans við Ike og Tinu Turner, náði ekki að heilla amerískan
almenning árið 1966 dró meistarinn sig að mestu í hlé og hefur
sjaldan til hans sést eða heyrst síðustu 35 árin.
Hann hefur þó stundum farið inn í stúdíó með jafnólíkum
listamönnum og John Lennon, Ramones og Leonard Cohen.
Undantekningarlítið hefur ógrynni undarlegra sögusagna af
þessu samstarfi öllu gengið og gerir auðvitað ekki annað en auka
á leyndardómsfullt andrúmsloftið er fylgir manninum og, vissu-
lega, goðsögninni.
il Nylons
Shangri-Las var rekin af Jerry Leiber og Mike Stoller, sem enn í dag
eru auðvitað langþekktastir fyrir að hafa samið ógrynni af óviðjafn-
anlegu efni er Elvis Presley gerði ódauðlegt.
N
ylon er fyrsta stelpuhljómsveit Íslands og
virðist, eins og aðrar slíkar sveitir, sett sam-
an með markaðsleg sjónarmið í huga.
Stúlknasveitin Nylon var búin til eftir
áheyrnarprufur snemma í mars á þessu ári,
sem á annað hundrað stelpur mættu í. Fjórar
stúlkur á aldrinum 18–20 ára skipa hljómsveitina. Steinunn
Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Alma
Guðmundsdóttir voru valdar í sveitina eftir prufuna. Emilía
Björg Óskarsdóttir syngur með Nylon en fór ekki í áheyrnar-
prófið. Einar Bárðarson, forsvarsmaður fyrirtækisins Concert
og stofnandi sveitarinnar, uppgötvaði hana á æfingu fyrir
söngleikinn Lifi rokkið, sem settur var upp í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti.
Aðdragandinn
Allar stelpurnar eiga það sameiginlegt að hafa tekið þátt í
söngleikjum í framhaldsskólum. Alma var í Litlu hryllingsbúð-
inni í uppsetningu Fjölbrautaskólans í Garða-
bæ og Klara og Steinunn í Sólsting, sem Verzl-
unarskóli Íslands setti upp. Til viðbótar komst
Steinunn í 32 manna úrslit í Idol-Stjörnuleit í
vetur.
Eftir prufurnar gerðust hlutirnir hratt hjá Nylon. Stífar æf-
ingar tóku við, raddþjálfun hjá Friðriki Ómari Hjörleifssyni
og upptökur hjá Hafþóri Guðmundssyni. Einnig var strax tek-
ið upp myndband við fyrsta lag sveitarinnar, „Lög unga fólks-
ins“, en það var upphaflega flutt af Unun.
Nylon er ekkert bílskúrsband heldur fer í gegnum vel
smurða markaðsmaskínu sem þekkir lögmál tónlistariðnaðar-
ins íslenska til hins ýtrasta.
Formleg kynning
Eftirvæntingin eftir Nylon byggðist jafnt og þétt upp og voru
stelpurnar formlega kynntar í fjölmiðlum miðvikudaginn 7.
apríl, aðeins um mánuði eftir áheyrnarprufurnar. Tilkynnt
var um stofnun hljómsveitarinnar í fréttatímum Sjónvarpsins,
Stöðvar 2 og í Morgunblaðinu þennan dag.
„Myndband með þeim verður og sýnt í Íslandi í dag á Stöð
2 í kvöld, en myndbandið er myndskreyting fyrir fyrsta smell
sveitarinnar „Lög unga fólksins“,“ sagði í fréttatilkynningu
frá Concert. Athygli vekur að það er ekki talað um fyrsta lag
sveitarinnar heldur fyrsta smellinn, áður en nokkur er í raun
búinn að heyra lagið. Tilgangurinn frá upphafi er að fá út-
varps- og sjónvarpsspilun strax og hreinlega gert ráð fyrir
því að þetta tiltæki heppnist.
Nú er annað lag frá Nylon komið í útvarpsspilun, Manna-
kornslagið „Einhvers staðar einhvern tímann aftur“. Lögin
tvö skipuðu í vikunni, sem er að líða efstu sætin yfir mest
spiluðu lögin á Tónlist.is auk þess að vera á topp fimm yfir
mest sóttu lögin dagana 21.–27. júní.
Líka sjónvarpsstjörnur
Steinunn, Alma, Emilía og Klara eru líka komnar í sjónvarpið
þar sem stjörnur verða til en þátturinn Nylon verður á dag-
skrá Skjás eins í allt sumar. „Efni þáttarins er auðvitað byggt
á daglegu lífi stelpnanna síðan þær gengu í bandið. Þar er
fylgst með þeim glíma við „venjuleg“ vandamál hins daglega
lífs í íslenska tónlistarbransanum,“ segir í tilkynningu frá
Concert.
Nylon er veruleikasjónvarp og áhorfendur fylgjast með
stelpunum í návígi. Yngstu aðdáendurnir fylgjast grannt með
ef marka má fjölda bloggsíðna tileinkaðra sveitinni, sem
sprottið hefur upp að undanförnu.
Kryddpíuformúlan
Svo árum skiptir hafa hljómsveitir af þessu tagi látið að sér
kveða á erlendri grundu. Nafnið Spice Girls þekkja flestir en
hljómsveitin fékk m.a.s. þann heiður að hljóta íslenskt nafn,
Kryddpíurnar. Bítlarnir eru dæmi um aðra hljómsveit þar
sem íslenska nafnið er notað umfram hið enska og sýnir það
vægi stúlknasveitarinnar.
Upphaf Kryddpíanna er ekki ósvipað og hjá Nylon en saga
þeirra hófst með auglýsingu í blaðinu The Stage í London ár-
ið 1993. Þar var leitað eftir stúlkum á aldrinum 18–23 ára,
sem gætu bæði sungið og dansað, í nýja stelpuhljómsveit. Alls
mættu um 400 stelpur í áheyrnarprófin en fyrir valinu urðu
Victoria Adams, Melanie Chisholm, Geri Halliwell, Melanie
Brown og Michelle Stevenson. Sú síðastnefnda þótti síðar ekki
eiga heima í hópnum og gekk Emma Bunton í Kryddpíurnar í
hennar stað. Emma líkt og Emilía var því sérvalin í sveitina.
Aðdragandinn að fyrsta lagi og tónleikum Kryddpíanna var
mun lengri en hjá Nylon. Kryddpíurnar gengust undir
stranga þjálfun fyrir heimsfrægðina en allt frá upphafi áttu
þær að vera svar kvenkynsins við piltasöngflokknum Take
That. Nýr umboðsmaður kom til sögunnar í mars árið 1995,
Simon Fuller, sem er þeirra Einar Bárðarson. Ekki leið á
löngu þar til þær komust að hjá stóru plötufyrirtæki en í
ágúst sama ár var samningur við Virgin Records í höfn.
Fyrsta smáskífa þeirra, „Wannabe“, kom út í júlí árið 1996.
Hún komst á toppinn í meira en 30 löndum og Kryddpíurnar
urðu frægar um allan heim. Breiðskífan Spice fylgdi í kjölfar-
ið og komst hún á toppinn í meira en 50 löndum. Þær héldu
samt ekki fyrstu tónleikana fyrr en í október árið 1997, en
þeir fóru fram í Istanbúl í Tyrklandi. Eins og þekkt er hætti
sveitin störfum eftir að gengið dalaði en hugleiðir nú að koma
saman á ný.
Nylon fylgir sömu formúlunni en allt hefur gerst miklu
hraðar hjá stelpunum fjórum en Kryddpíunum.
Næsta skref
Engin feimni er af hálfu upphafsmanna hljómsveitarinnar við
að Nylon er tilbúin hljómsveit. Nafnið gefur það til kynna,
þetta er iðnaðarvara.
Sem stendur hefur ekkert sérsamið efni frá Nylon verið
sett í spilun en bæði lög þeirra eru tökulög og vel þekkt fyrir.
Hjálpar það til við að ná eyrum almennings og væntanlegra
plötukaupenda. Breiðskífa er í vændum frá stelpunum í haust
og verður það raunveruleg prófraun fyrir þær og í ljós kemur
hvort nælonið sé ekki örugglega ekta.
Morgunblaðið/Ásdís
og voru stelpurnar formlega kynntar í fjölmiðlum miðvikudaginn 7. apríl, aðeins um mánuði eftir áheyrnarprufurnar. Tilkynnt var um stofnun hljómsveitarinnar í fréttatímum Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og í Morg-
n“ frá sveitinni áður en nokkur var í raun búinn að heyra lagið. Tilgangurinn frá upphafi er að fá útvarps- og sjónvarpsspilun strax og hreinlega gert ráð fyrir því að þetta tiltæki heppnist.
Ekta gerviefni
Nylon er alíslensk stelpuhljómsveit
Eftir Ingu Rún
Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is