Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.2004, Síða 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 3. júlí 2004 G uð er ekki til.“ Þetta er afstaða sem ég hef varið af hörku mörg undanfarin ár, eins og ég fjallaði um í greininni „Þungir þankar um Guð, þung- lyndi og hugmyndafræði“, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 6. desember sl. Hér er ég ekki einn á báti því þetta er sjónarmið sem margir af kunnustu raunvísindamönnum og heimspekingum samtímans setja fram í alþýðlegum skrifum sínum. Nægir hér að nefna Richard Dawkins og bók hans The Blind Watchmaker (1986) og bók Daniels Dennetts Darwins Dangerous Idea (1995). Í þess- um bókum er gengið út frá því að með tilkomu kenningar Darwins um náttúrlegt val hafi loks- ins komið fram kenning sem gerði Guð óþarfan. Raunar halda Dawkins og Dennett því báðir fram að með því að aðhyllast kenningar Darw- ins hljóti maður óhjákvæmilega að verða trú- leysingi (atheist). Hér er komin ein grunnforsenda þess að ég og margir aðrir telja sig trúleysingja; darwinisminn felur í sér trú- leysi. Í því sem hér fer á eftir ætla ég að velta þessum hug- myndum fyrir mér og benda á vandamálin sem fylgja þessari af- stöðu. Blindi úrsmiðurinn Bækur þeirra félaga eru gríðarlega áhrifamiklar en meðan Dawkins er fyrst og fremst að útskýra og verja hugmyndina um náttúrlegt val tekur Dennett kenningu Darwins skrefi lengra og beitir henni á allt sem viðkemur mannlegu atferli og menningu okkar. Það er ekki annað hægt en að hrífast með þessum ritfæru mönnum enda virðist röksemdafærsla þeirra gallalaus. Í fram- setningu þeirra og annarra darwinista er kenningin um nátt- úrlegt val orðin allsherjar skýring á líffræðilegri, menning- arlegri og félagslegri sögu mannsins. Undir þennan hatt fellur meira að segja trúarvitund mannsins, en svo kallaðir þróun- arsálfræðingar halda því fram að þegar hún kom fram í árdaga hafi hún aukið líffræðilega hæfni frummannanna er yfir henni bjuggu og þar með aukið lífslíkur þeirra og möguleika til þess að geta afkvæmi. Að teknu tilliti til þess hve yfirgripsmikil kenn- ingin um náttúrlegt val er þá er það engin furða að menn freist- ist til þess að draga þá ályktun að hún leiði óhjákvæmilega til trúleysis. Heimspekileg forsenda kenningarinnar um náttúrlegt val er svo kallaður natúralismi, sem felur í sér að nóg sé að vísa til þekktra krafta í náttúrunni til þess að fá fram skýringu á fyr- irbærum hennar. Það má hins vegar greina á milli tveggja gerða af natúralisma, þ.e. aðferðafræðilegs og frumspekilegs natúral- isma. Aðferðafræðilegur natúralismi felur í sér að svo langt sem raunvísindin ná þá eru lögmál náttúrunnar það eina sem er til. Þeir sem aðhyllast frumspekilegan natúralisma ganga skrefinu lengra og segja blákalt að ekkert sé til nema lögmál náttúrunnar og þar með útiloka þeir tilvist æðri máttarvalda. Dawkins og Dennett eru frumspekilegir natúralistar og hafa þeir sér til stuðnings einhverja öflugustu raunvísindakenningu sem fram hefur komið. En sannar kenning Darwins um náttúrlegt val að Guð sé ekki til? Að mati þeirra félaga gerir hún það svo sann- arlega. En ef betur er að gáð kemur í ljós að þessi niðurstaða er ekki endilega óhjákvæmileg því það er ekki hlutverk raunvís- inda að segja af eða á um tilvist yfirnáttúrlegra afla. Það sem Dennett og Dawkins gera, meðvitað eða ómeðvitað, er að þeir valsa athugasemdalaust milli raunvísinda og heimspeki eins og því fylgi engin vandamál. Þeir nota ályktanir sem byggjast á að- ferðafræðilegum natúralisma til þess að setja fram frum- spekilega, raunar trúarlega, afstöðu. Raunvísindi munu líklega aldrei geta sannað eða afsannað tilvist Guðs, aðferðir þeirra bjóða ekki upp á það. Af þessu leiðir að trúleysi felur að vissu leyti í sér átrúnað ekki ósvipaðan trúnni á Guð. Nú gæti einhver spurt hvort kenningin um náttúrlegt val hafi ekki afsannað að Guð hafi skapað lífið á jörðinni og þar með til- vist hans. Það er m.a. á grundvelli jákvæðs svars við þessari spurningu sem Dawkins og Dennett draga sínar ályktanir. Það er hins vegar einfalt að sýna fram á að þessi forsenda felur í sér miklar einfaldanir. Í bókum sínum eru þeir fyrst og fremst að talast á við þá sem enn telja að Guð hafi skapað lífið í þeirri mynd sem það hefur í dag; þeir eru að berjast við sköpunarsinna (creationists). Sköpunarhyggjan er hins vegar langt frá því að vera ráðandi afstaða trúaðra einstaklinga til lífsins, nokkuð sem á rætur sínar á síðari hluta 19. aldar. Sem dæmi um þetta má nefna Lestrarbók handa alþýðu á Íslandi, sem séra Þórarinn Böðvarsson (1825–1895) sendi frá sér árið 1874. Í bókinni bendir Þórarinn á að sá tími hafi verið á jörðinni þegar hvorki voru til jurtir né dýr og að dýrin hafi smám saman náð sinni æðstu mynd í manninum, en hann „hefir fyrst verið skapaður eptir óumræðilegar aldaraðir“. Eilíft stríð? Hugmyndir Dawkins og Dennetts um að trúarbrögð hljóti óhjá- kvæmilega að fela í sér höfnun á kenningunni um þróun lífsins endurspegla þá trú þeirra að raunvísindi og trúarbrögð eigi í sí- felldu stríði. Í nýlegu ritgerðasafni, Science and Religion: Are They Compatible? (2003), þar sem Dawkins og Dennett eru meðal höfunda, er stríðshugmyndin útgangspunktur flestra rit- gerðanna, enda segir Paul Kurtz, ritstjóri bókarinnar, að „sagan leiði í ljós langt og bardagagjarnt samband milli trúarbragða og raunvísinda“. Ein harðasta ritgerðin í þessa veruna er eftir nób- elsverðlaunahafann Steven Weinberg, en í niðurlagi hennar seg- ist Weinberg vera fylgjandi samræðum á milli raunvísinda og trúarbragða, „svo fremi sem þær séu ekki uppbyggilegar“. Hug- myndir fjórmenninganna standast hins vegar ekki nánari athug- un. Eins og vísindasagnfræðingurinn John Hedley Brooke bendir á í bókinni Science and Religion: Some Historical Per- spectives (1991), þar sem hann fjallar um samskipti náttúruvís- indanna og kirkjunnar á vesturlöndum frá upphafi nýaldar fram undir lok tuttugustu aldar, hafa rannsóknir sýnt að „gríðarlega frjó og flókin samskipti hafi átt sér stað milli náttúruvísinda og kirkjunnar, sem geri það að verkum að ekki er hægt að setja fram almenna kenningu um þessi samskipti“. Til marks um þetta má taka sem dæmi deilurnar sem spruttu upp í Englandi og víðar í kjölfar útkomu bókar Charles Darwins Um uppruna tegundanna 1859. Hin hefðbundna mynd sem dregin hefur verið upp af baráttu hinna trúuðu og trúlausu í Bretlandi og víðar á síðari hluta nítjándu aldar er að hún hafi verið þekkingarfræðilegs eðlis og snúist um hvort prestarnir eða raunvísindamennirnir hefðu á réttu að standa varðandi tilvist lífsins á jörðinni. Þetta almenna viðhorf má berlega sjá í kvæði Einars Hjörleifssonar Kvarans skálds „Öfugur Darwinismus“ (1893) og í viðbrögðum Benedikts Gröndals skálds við því. Kvæði Einars er svo hljóðandi: Þjer finnst það vera grátlegt, góði vin ef gömlu trúnni’ um Edens-líf vjer töpum, og ljót sú speki’, að manna kristið kyn sje komið út af heimskum, loðnum öpum. Þú segir, allt sje orðið vesalt þá, Ef ættargöfgi vorri þannig töpum. Hitt er þó miklu verri sjón að sjá, Er synir manna verða’ að heimskum öpum. Ljóð Einars var endurútgefið árið 1901 í bókinni Skóla-ljóð og brást Benedikt Gröndal hinn versti við því í greinaflokknum „Dráttarbrautin“ (1902–03). Fjallar hann almennt vel um ljóða- valið í bókinni „en tólfunum kastar þegar Darwinismus Einars er dreginn inn í barnaskóla“. Ástæða þessa var trúarlegs eðlis því eins og Benedikt benti Þorvaldi Thoroddsen á í bréfi árið 1878 var „Darwinismen náttúrl[ega] eitt af „teiknum tímans“ og samkvæmur moderne theorium, D: Confusion og Atheisme; en hann er laus við alla Poesi og gáfur. Skrítnir eru mennirnir“. Bandaríski sagnfræðingurinn Frank M. Turner hefur hins vegar dregið í efa að þekkingarfræðin og umræðan um trúmál geti ein og sér skýrt hvað raunvísindi og trúarbrögð voru í raun að takast á um. Þessar deilur voru að hans mati aðeins brot af mun djúpstæðari deilu um völd og áhrif í samfélaginu. Sú mynd sem við höfum nú á dögum af raunvísindamönnum sem launþeg- um innan háskóla og annarra stofnana er ekki ýkja gömul því að hún á rætur að rekja til upphafs nítjándu aldar. Þá hófu Frakk- ar og Prússar að stofnanavæða raunvísindi og við það breyttust iðkendur þeirra úr leikmönnum, amatörum, í atvinnumenn. Á síðari hluta nítjándu aldar hófu breskir raunvísindamenn sams konar baráttu fyrir auknum fjárveitingum til kennslu og rann- sókna, enda var sterk hefð þar í landi fyrir því að rannsóknir væru stundaðar af leikmönnum, eins og Darwin er gott dæmi um. Þessi barátta leiddi til þess að raunvísindamenn þurftu að takast á við kirkjunnar menn um innihald námsskráa háskól- anna og sannfæra stjórnvöld um að það takmarkaða fjármagn sem veitt var til þeirra væri best komið í þeirra höndum. Turner heldur því fram að þegar slík togstreita byrjar hefji áhrifamenn innan nýja atvinnumannahópsins tilraunir til þess að sýna sig í nýju ljósi með eigin siðareglum, styrkari fé- lags- og kennslugrunni, innreið í kennslustofnanir og miðlun upplýsinga til almennings. Þessir leiðtogar eru þegar upp er staðið einungis að leita eftir styrkari félags- og efnahagslegri stöðu … En að hve miklu leyti þeir ná árangri með þess háttar athöfnum ræður síðan þeirri stöðu sem atvinnugreinin sem heild nær. Í ljósi þessa má færa rök fyrir því að Dennett, Dawkins, Kurtz og Weinberg séu að viðhalda löngu úreltu viðhorfi um samskipti raunvísinda og trúarbragða. En hvaða sök bera þjónar kirkj- unnar í þessu máli? Að mati bandaríska guðfræðingsins Johns F. Haughts er sök þeirra ekki síðri í þessu máli. Ef við horfum til Íslands þá hefur íslenska þjóðkirkjan enn ekki gengið fram fyrir skjöldu og gefið upp afstöðu sína til heimsmyndar raunvís- indanna. Hún hefur ekki opinberlega upplýst almenning um það að sköpunarsagan sé í raun gamall vísdómur og beri að skoða sem slíkan og að heimsmynd vísindanna sé það sem kenna beri, sem skýrir af hverju börnum okkar er enn kennd sköpunarsaga Biblíunnar í kristinfræðitímum. Sem dæmi um þetta var 8 ára syni mínum í fyrravetur falið að gera verkefni þar sem hann, og bekkjarfélagarnir, áttu að fjalla um sköpunarsögu Biblíunnar í máli og myndum. Gerðu nemendurnir þetta hávaðalaust, nema sonur minn. Ástæða þessa var sú að hann vissi að heimurinn varð til í mikilli sprengingu fyrir milljörðum ára og að lífið á jörðinni eigi sér langa þróunarsögu. Af þessum sökum skrifaði sonur minn undir allar myndirnar „Guð er ekki til,“ og fékk bágt fyrir. En eins og Haught bendir á í bókum sínum God after Darwin (2000) og Deeper than Darwin (2003) er Biblían ekki raunvísindarit og því sé fáránlegt að kenna sköpunarsöguna. Kirkjan og þróunarkenningin Þekktustu afskipti kirkjunnar af málefnum raunvísindanna eru réttarhöldin sem kaþólska kirkjan hélt yfir Galíleó fyrir að halda því fram að jörðin snerist í kringum sólina. Með þetta í huga mætti álykta að nýjar raunvísindakenningar séu eitur í beinum kaþólsku kirkjunnar en sú er ekki alltaf raunin. Árið 1951 fékk kenningin um Miklahvell, sem þá var enn mjög umdeild, óvænt- an stuðning þegar Píus XII páfi lýsti því yfir að kenningin sam- rýmdist hugmyndaheimi Biblíunnar. Sama gilti hins vegar ekki um þróunarkenninguna. Í yfirlýsingu, Encyclical Humani Gen- eris, sem Píus XII sendi frá sér árið 1950 gat hann þess að svo lengi sem menn tækju tillit til nokkurra óumdeildra atriða fælist engin mótsögn í þróun lífsins og trúarbrögðum. Lykilatriðið taldi Píus vera þá staðreynd að hugmyndin um þróun lífsins var ekki kenning heldur tilgáta, með þeim eðlismun sem þar er á. Tæpum 50 árum síðar, nánar tiltekið árið 1996, tók Jóhannes Páll II páfi hugmynd Darwins um þróun lífsins í sátt. Í yfirlýs- ingu páfa, sem birtist undir titlinum „Evolution and the Living God“ í ritgerðasafninu Science and Theology: The New Conson- ance (1998), leggur hann áherslu á að ef guðfræðingar eigi að geta afmarkað eigin rannsóknarsvið verði þeir að fylgjast vel með rannsóknarniðurstöðum raunvísindanna. „Í dag,“ segir páfi síðan, „næstum því hálfri öld eftir birtingu Encyclical-skjalsins, hefur ný þekking opnað augu okkar fyrir því að þróun er meira en tilgáta.“ Af þessum sökum talar páfi um „þróunarkenn- inguna“ og sættir sig við ályktanir hennar þar til kemur að mannshuganum, sem að hans mati getur ekki „sprottið upp af kröftunum í lifandi efni“. Hér kemur Guð til skjalanna. En hvað sem yfirlýsingum páfa líður „hugsa flestir guðfræð- ingar enn og skrifa eins og Darwin, Einstein og Hubble hafi aldrei við til“, eins og Haught benti nýverið á. Kirkjan hefur al- farið leitt hjá sér öll þau vandamál sem fylgja tilkomu kenning- anna um þróun lífsins og Miklahvell. Sá sem fyrstur benti á þetta vandamál var franski jesúítinn, jarð- og steingervinga- fræðingurinn Pierre Teilhard de Charidin (1881–1955), en hann taldi hina nýju heimsmynd gefa okkur einstakt tækifæri til þess að endurskilgreina hugmyndir okkar um Guð. Haught telur endurskilgreininguna hafa gengið alltof hægt fyrir sig því nú „hálfri öld eftir dauða Teilhards virðast guðfræðingar engu nær lausn á þessu vandamáli“. Kirkjan horfir því fyrst og fremst á merkingu mannlegrar tilvistar, sögu mannkyns, félagslegt rétt- læti o.s.frv., sem að mati Haughts hefur framlengt „firringu nú- tímamannsins gagnvart alheiminum“. Haught kallar hugmyndir sínar þróunarguðfræði (evolutionary theology), sem ólíkt nátt- úruguðfræðinni leitast ekki við að finna greinileg ummerki Guðs í náttúrunni. Í þessu felst að í stað hefðbundinna hugmynda um Guð sem alfa og ómega er áherslan hér á Guð sem ómega, þ.e. alheimurinn, þar með lífið á jörðinni, er að þróast að lokapunkti sem kalla má ómega. Af þessu leiðir, að mati Haughts, að al- heimurinn felur í sér mikla von, en um leið skýrist af hverju heimurinn er eins og hann er: Hann er enn í sköpun. Nú gæti einhver spurt hvort Haught sé ekki einungis að búa til ad hoc-guðfræði sem fellur að heimsmynd nútímans en eins og hann bendir á í bókum sínum er sú ekki raunin, enda talar hann um „gjöf Darwins til guðfræðinnar“. Hér nægir að benda á að í hefðbundinni kristinni guðfræði er talað um þrjár víddir í sköpunarmætti Guðs: 1. Upphaflega sköpun (creatio originalis), 2. viðvarandi sköpun (creatio continua) og 3. nýja sköpun eða uppfyllingu sköpunarinnar (creatio nova). Áður en raunvísindin sýndu fram á að alheimurinn og lífið þróuðust voru seinni tvö at- riðin venjulega yfirskyggð af hinu fyrsta. Af þessu leiddi að sköpun þýddi eitthvað sem Guð gerði í upphafi. Enn er guð- fræðin gagntekin af upphaflegri sköpun. Þróunarguðfræði Haughts er tilraun til þess að horfa frá henni (alfa) og einblína á creatio continua og creatio nova. Þetta eru augljóslega bylting- arkenndar hugmyndir og verður kirkjunni eða guðfræði hennar ekki breytt á einni nóttu en ég tel að með því að taka opinbera afstöðu til heimsmyndar nútímans muni kirkjan ná til enn fleiri einstaklinga. Úti í samfélaginu eru margir sem hafa hafnað Guði og kirkjunni af því að þeir héldu að ómögulegt væri að vera kristinn og aðhyllast heimsmynd nútímans. Kirkjan hefur brugðist þessum einstaklingum því ef eitthvað er að marka Haught og kanadíska heimspekinginn Micheal Ruse, sem ný- lega sendi frá sér bókina Can a Darwinian be a Christian? (2001), er þetta vel hægt. Er guð til? Ádrepa um raunvísindi og trúarbrögð Eftir Steindór J. Erlingsson steindor@ akademia.is Kenningar Darwins um náttúrulegt val gerðu Guð óþarfan. Hvernig hefur kirkjan brugðist við þessu? Hvernig gæti hún brugðist við? Jú, það er til dæmis eitthvað til sem heitir þró- unarguðfræði. ’Úti í samfélaginu eru margir semhafa hafnað Guði og kirkjunni af því að þeir héldu að ómögulegt væri að vera kristinn og aðhyllast heimsmynd nútímans. Kirkjan hef- ur brugðist þessum einstakling- um …‘ Höfundur er vísindasagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.