Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Page 3

Íslendingaþættir Tímans - 25.10.1973, Page 3
Guðlaug Jónsdóttir og fæild 1. nóvember 1X91 dáin 7. nóvcmber 1972 Anna Jónsdóttir Burton fædd 29. nóvember 1X99 dáin 28. ágúst 1970 Er árunum fjölgar i lifi manns, þynnist smátt og smátt sá hópur ætt- ingja og vina, sem hafa átt sinn þátt i að móta lif okkar, stutt okkur og hvatt til dáða og veitt okkur athvarf og skjól er þörf gerðist. Jafnframt skynjum við betur og metum, hvers virði sá stuðn- ingur var okkur og hvers við hefðum farið á mis, ef hans hefði ekki notið við. Ég minnist hér tveggja móðursystra minna Guðlaugar og önnu, sem lokið hafa göngu sinni hér á jörð. en skildu eftir i hugum okkar, sem nærri þeim voru, þær minningar, sem ei fyrnast þótt stundir liði. Þær voru dætur hjónanna Jóns Björnssonar og Ragnhildar Erlends- dóttur frá Jarðlangsstöðum, er bjuggu lengst af á ölvaldsstöðum i Borgar- hreppi Mýrasýslu og voru jafnan kennd við þann stað. (Grein um ævi þeirra og störf birtist i tslendingaþátt- um Timans 5. júli, 1969). Þær systur ólust upp við hin algengu, daglegu störf á islenzku sveitaheimili, eins og þau voru um sl. aldamót, fastmótað, reglusamt með hefðir og venjur liö- inna kynslóða i hávegum hafðar og bvggt á kristilegum grunni. sem hafði mótandi áhrif á heimilisfólkið og hinn stóra barnahóp, sem þar ólst upp. Þrátt fvrir takmarkaðan efnahag, kappkostuðu þau afi og amma að mennta börn sin sem bezt. Þau vissu, að bókvitið má i askana láta. Þau höfðu heimiliskennara árum saman, sm veittu börnunum nauðsynlega undirstöðufræðslu og vöktu löngun þeirra til frekara náms, er að gagni mætti koma i lifsbaráttunni siðar meir. Guðlaug fæddist að Jarðlangsstöð- um i Borgarhreppi 1. nóv. 1891 Var hún elzt hinna 10 systkina, er á legg kom- ust. en tvo syni misstu þau afi og amma á bernskuskeiði. Er hún hafði náð fullorðinsaldri, voru yngri syst- kinin sem óðast að vaxa upp. Var hún þvi ekki eins bundin heima og ella. Vann hún þá á ýmsum stöðum næstu árin. en var jafnan til taks, ef á þyrfti að halda heima i föðurgarði, en þar var hennar heimilisfang. Um þritugsaldur brá Guðlaug á það ráð að hleypa heimdraganum og sigla til Danmerkur til aö afla sér frekari kunnáttu i hannyrðum, en á það svið beindist hugur hennar. Hún lauk próf- um frá þekktum, dönskum hannyrða- skóla með loflegum vitnisburði, en eftir nokkurra missera dvöl ytra, kom hún heim aftur og flutti þá búferlum til Akraness þar sem hún átti heima hart- nær fjóra áratugi og vann sitt aðallifs- starf. Árið 1924 stofnsetti hún verzlun þar, sem hún starfrækti um árabil. Jafnframt kenndi hún útsaum og aðr- ar hannyrðir i einkatimum og af og til mun hún hafa kennt handavinnu i skól- unum á Akranesi á þessum árum. Mér er ekki kunnugt um, hve lengi hún stárfrækti verzlunina, en er hún hætti kaupmennsku réðist hún til afgreiðslu- starfa i verzlun Haraldar Böðvarsson- ar & Co. og vann þar framundir 1960, eða fram að þeim tima, er hún fluttist til Reykjavfkur, að undanskildu einu ári, 1947-48, en þann vetur kenndi hún hannyrðir við hinn nýstoínaða hús- mæðraskóla Borgfirðinga að Varmalandi. Árið 1959 flutti Guðlaug svo búferlum til Reykjavikur. Festi hún þa kaup á ibúð að Hvassaleiti 18, i félagi við Auði systur sina. Þar var heimili hennar til dauðadags 7. nóv. 1972. Meðan starfsþrekið entist, vann hún ávallt fullan vinnudag og eftir að hún settist að i Reykjavik vann hún á saumastofu Belgjagerðarinnar. öllum sfnum húsbændum vann hún af skyldurækni og trúmennsku, vammlaus i skiptum við aðra. Hún giftist aldrei, en kærleik sinn og um- hyggju fyrir öðrum byrgði hún ekki i brjósti sinu. Þótt hún flyttist frá æsku- heimilinu og ætti heimili sitt annars staðar, liðu æskustöðvarnar henni ekki úr huga. Árlega vitjaði hún þeirra og íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.