Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 9
Guðný Guðjónsdóttir
frá Yík í Fáskrúðsfirði
Kveðja frá vinkonu að austan.
Mig langar að senda þér örlitinn óð,
sem er þó af vanefnum ljáð,
ég man það svo vel, meðan veginn ég tróð,
ég var þinni nærveru háð,
þú réttir mér alla tið hlýjandi hönd,
sem hefði það móðir min gert.
Nú ert þú annarri staðsett á strönd
i starfinu göfuga bezt.
Ég veit að þeir allir, sem að unnu þér með,
af alhuga sakna þin nú.
Þú ræktir þitt heimili og lagðir þvi lið
með lifandi kærleik og trú,
og hann sem að fylgdi þér förina þá,
fylgdi þér starfandi braut,
hann veit að þú lifir landinu á,
hvar lokið er mannlifsins braut.
Og börnin þin mörgu, sem bera þess vott,
að blessum þú veitt hefur þeim,
er hlutu þau vegnesti göfugt og gott,
sem gildir i jarðlifsins heim.
Svo öll við þig kveðjum i þögulli þökk,
hvað þú hefur veitt okkur fyrr,
og biðjum til alföður bæn okkar klökk,
að blessun hann veiti nú þer.
Vinkona
Jón var frábær hagleiksmaður. Virt-
ust furðu ólikar smiðar honum leikur
einn, enda var leitað til hans um hinar
ólikustu viðgerðir, jafnvel smágerð
kvenúr héldu gangandi úr hlaði þar á
Kagaðarhóli, þótt þangað kæmu þegj-
andi.
Guðrún fæddist i Kambakoti 17. ág.
1903. Foreldrar herinar voru Friðrika
Steingrimsdóttir og Jóhann Gunnars-
son. Foreldrar Friðriku voru Stein-
grimur Jónatansson bónda á Marðar-
núpi, Daviðssonar, og Guðrún Frið-
riksdóttir Schram. Foreldrar Jóhanns
voru Gunnar Hafliðason bóndi i Skála-
hnjúk, Jónssonar og Ingibjörg Gunn-
laugsdóttir. Skulu ættir hennar ekki
raktar hér frekar.
Guðrún ólst upp hjá foreldrum sin-
um, sem fluttust til Blönduóss meðan
hún enn var innan fermingaraldurs.
Fáum árum siðar missti hún föður
sinn eftir langvinn veikindi og stóð
Friðrika þá uppi með tvær dætur,
gjörrúin öllum eignum, sem heimtar
voru af litilli hlifð til lúkningar á legu-
kostnaði hans, hartnær þriggja miss-
ira skeið á sjúkrahúsi i Reykjavik.
Guðrún var bráðger og mun hafa
horfið af höndum móður sinnar þegar
eftir fermingu. Reyndust henni auð-
fengnar vistir enda frábær að atorku
þegar á ungum aldri.
Nálægt tvitugu settist hún i kvenna-
skólann á Blönduósi, sem um hartnær
aldarskeið hefur reynzt mannræktar-
setur. Þar naut hún handleiðslu
Kristjönu Pétursdóttur frá Gautlönd-
um og þeirra, er með henni unnu þar
innan veggja. Bar Guðrún æ siðan
menjar þeirrar dvalar með sæmdar-
brag.
Jón og Guðrún giftust 1927. Heimilið
þar á Kagaðarhóli varð á margan hátt
sérstætt. Hagleikur húsráðenda og
hreinlæti i háttum héldust i hendur um
að halda öllu i fáguðum sniðum. En
hlutur húsfreyjunnar varö ekki bund-
inn bæjarverkum einum. Jón var, eins
og áður segir, mjög viö timafrek
félagsmál riðinn. Féll þá i hlut hennar
að halda öllu i sniðum, þegar hann var
hvergi nærri. Hún var mikill dýravin-
ur og mat þvi bústofn þeirra til vina
sinna og reyndist þvi furðu jafnvig á
störf heimilisins utanbæjar og innan
og án þess, að úrskeiðis gengi um hús-
móðurhlutann.
Hún tók allmikinn þátt i kvenfélags-
málum sveitarinnar og sat þar um
skeið i forustuliðinu. Að öðru leyti mun
hún lítið hafa sinnt þeim málum.
Guðrún á Kagaðarhóli var hestfær
svo af bar. Ég átti þess ekki oft kost að
sjá hana sitja gæðing. Er þó eitt atvik
minnisstætt. Hún var að smala hross-
um i hágróindum og slóst ég af tilvilj-
un i förina. Þá kjósa þau gjarnan sjálf-
ræðið og svo var þar. Guðrún sat grá-
an skörungshest og vildi nokkru ráða
um, hvert stefna skyldi. Hleypti hún
fyrir hópinn og var hluti sprettfærisins
kargþýfður mór. Hann breytti engu
um skriðið. Sé ég enn fyrir mér þá
samræmdu heild, sem við mér horfði
svo hergi skeikaði: fáksporið, taum-
haldið, ásetuna. Sannaði sú mynd.svo
ekki virtist um villzt, að hlutgeng
mundu þau á greiðfærari skeiðvelli, er
þar fóru saman. En hinu má ekki
gleyma, að óvist er, hvort snilld is-
lenzka hestsins og hestamennskunnar
ris annarsstaðar hærra en á veg-
leysunum. Guðrún sannaði mér þá, að
þær ægðu henni ekki, enda auðsætt aö
þar fóru vinir, gæddir gagnkvæmum
skilningi á hæfni og hugrekki þess, er
leikinn átti með.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið, dóttur, sem dó i reifum og
tveggja sona. Þeir eru: Stefán bóndi á
Kagaðarhóli, kvæntur Sigriði
Höskuldsdóttur, og dr. Maggi arkitekt i
Reykjavik, kvæntur Sigriði Soffiu
Sandholt.
Ég sendi þeim er sárast sakna við
fráfall þeirra, þakkarkveðju fyrir ára-
tuga kynni af Jóni á Kagaðarhóli,
heimili og risnu þeirra hjóna.
Guðm. Jósafatsson
frá Brandsstöðum.
íslendingaþættir
9