Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 11

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 11
Jón Ásgeirsson F. 11. febrúar 1947 D 19. janúar 1974 Oft vorar seint á okkar kalda landi. andvarir vindar fella veiku stráin, vorperlan fagra frýs og liggur dáin, flest virðist stefna beint að lifsins grandi Eins fer um mannheim dapur dauðans andi , djúp verða sárin mörgum vöknar bráin, þegar við litum liðinn fölvan náinn, lifsins oss virðist slitið hinzta bandi bó flytjumst við við hvern einn hriðardag og hélunótt, er aftur fer að morgna, áfram til vorsins, einhver fáein spor. Svo yrkfr dauðinn sjálfur lffsins lag, - byi læt ég gjarna sorgartárin þorna hann hefur flutt þig — inn i eilift vor. sem þetta ritar, fór með henni á mynd- listarsýningu hjá dótturdóttur Jóhönnu og Gústafs, Hönnu Jórunni. Var Dagbjört þá hin hressasta. Tveim dögum seinna var hún dáin. En minning hennar lifir björt og hlý. Við systkinabörn hennar munum hvað hún var börnum okkar góð. Alltaf átti Dagbjqrt eitthvað til að gleðja þau með. Hvort sem var á jólum, páskum afmælisdegi, eða bara þegarhún kom i venjulega heimsókn. Kom þá fram næmt fegurðarskyn hennar og skilningur á hugarheimi barnsins. Hún bjó ekki við mikil efni, en gjafir hennar hittu i mark. Börnin löðuðust lika venjulega strax að henni, og þótti vænt um hana. Við munum eftir kjarki hennar og viljafestu, og hvað hún var oft hrókur alls fagnaðar. I okkar aug- um, sem þekktum hana i meira en 30 ár, breyttist hún ekki með árunum. Dagbjört var vel greind og svipmikil, þótt hún væri litil vexti. Við mamma og Ásgeir þökkum Dagbjörtu, hvað hún var okkur mikils virði. Guð blessi hana og litla barnið, sem fær að hvila við hlið hennar. Jakohiua Axelsdóttir. Þannig orti afi þinn, Einar Sveinn Frimann, og finnst mér hæfa að láta það fylgja þessum kveðjuorðum til þin, kæri frændi og vinur. Hver hefur ráðið lifsins gátu? Kannski erum við öll að reyna það. Ég veit með fullri vissu, að ekki sizt þú lagðir hugann þar að. Ég tel mig hafa þekkt þig nokkuð náið, þar sem ég var oft og tiðum daglegur gestur á heimili foreldra þinna, Hildar Einarsdóttur Frimann og Asgeirs Gislasonar, sem einnig var heimili ömmu þinnar Bryn- hildar Jónsdóttur. Ég hef þvi þekkt þig siðan þú komst i þennán heim, sem þú hefur kvatt. Það sem mér fannst alltaf einkenna þig öðrum fremur, sem ég hef kynnzt, var hógværð, rökhyggja og óvenju næm tiifinning fyrir þvi, sem lifði og hrærðist i kringum þig. Vinnusemi var þér i blóð borin, ekki var fyrr staðið upp af skólabekknum, en leitað var til annarra starfa. Þú varst ekki hár i loftinu, þegar þú fórst að fylgja pabba þinum á sjóinn. Ég man vel eftir einu atviku, sem við skemmtum okkur við seinna, þótt nógu illa liti það út fyrir ellefu ára snáða, sem þegar var farinn að taka lifið alvarlega og vildi láta taka sig það lika. Þú hafðir fengið að fara jóla- ferð með pabba þinum, sem þá var skipstjóri á Röðli frá Hafnarfirði, þar sem þið áttuð þá heima. Svo bar til, að komið var i höfn á gamlárskvöld að lokinni vel heppnaðri veiðiferð. Ekki var litli sjómaðurinn að biða eftir pabba sinum, sem ýmsu þurfti að sinna áður en farið var frá borði, heldur tók sinn poka á bakið og ætlaði að hraða sér heim til mömmu, ömmu og systkina. En viti menn, verðir laganna hafa glögg augu, og drengur með poka á bakinu er meira en litið grunsamlegur á gamlárskvöld. Hann gat verið með óleyfilega hluti meöferðis. En i poka þinum var ekkert saknæmt. Aðeins föt litils sjómanns, sem var að koma úr sinni fyrstu veiði- ferð. Ég hitti þig þetta kvöld, og þú sagðir mér frá þessu. Þú varst mjög sár yfir þeim órétti, sem þér fannst þú vera beittur. Tafinn á heimleið, og þó sérstaklega: grunaður um græsku gagnvart samfélagi þinu. Kæri frændi. Ég á margar kærar minningarum þig frá uppvaxtarárum þinum i Hafnarfirði og Kópavogi. Þeim verður ekki gleymt, þótt ekki verði þær rifjaðar upp hér. Hinn 28. janúar fylgdum við, að- standendur og vinir, þér til hinztu hvildar i Hafnarfjarðarkirkjugarði. Á fjögurra ára afmæli sonar þins. Það voru þung spor. Ég og fjölskylda min vottum konu þinni og börnum. foreldrum og systkinum, Brynhildi ömmu þinni, ásamt öllum öðrum aðstandendum og vinum, okkar dýpstu samúð. Þú ertkominn yfir hina miklu móðu, kæri frændi. þó svo ungur að árum. Ég veit þú ert fluttur inn i eilift vor. Jnhann Einarsson Krimann. f Smæð sina og takmörkun hlýtur sér- hver maður að finna, þegar hann leitar lausnar gátunnar miklu og stórbrotum nú um eðii og tilgang hins jaröneska lifs.... lifs, sem blómstrar um dag, en fölnar, visnar og deyr að morgni hins næsta. Áleitnar spurningar hrannast upp, hrópa á svar. krefjast svara, en islendingaþættir 11

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.