Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 13

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Side 13
Markús Björnsson Hinn 27. janúar sl. andaðist að Landakotsspitala Markús Björnsson fyrrum bóndi að Gafli i VH’llingaholts- hreppi i Arnessýslu eftir stutta legu. Markús fæddist að Gafli 16. mai 1910, sonur hjónanna sem þá bjuggu þar, Margrétar Jóhannsdóttur og Björns Markússonar. Var Björn Skaft- fellingur að ætt. Faðir hans, Markús Björnsson frá Pétursey i Mýrdal, flutti vestur i Arnessýslu árið 1860 og hefur þeirra ættfólk búið i Mýrdalnum i marga ættliði, harðgert og dugandi fólk, hert i þeirri lifsbaráttu, sem þjóð- in átti við að búa, og þá ekki sizt i Skaftafellssýslum. Margrét móðir Markúsar var dóttir Jóhanns Jónssonar frá Stóruvöllum á Landi, sem siðar bjó að Götu i sömu sveit, býli, sem nú er i eyði. Þannig stóðu að Markúsi skaftfellskar og rangæskar bændaættir i marga ættliði, fólk, sem var vant þvi að bjarga sér i y lengstu lög, standa á meðan stætt var. Markús ólst upp hjá foreldrum sin- um ásamt fimm systkinum við hin venjulegu lifskjör sveitafólksins á þeim tima. bar var aldrei auður i garði, en glaðværð og samheldni ein- kenndi heimilislifið. Þeim hlutum, sem að höndum bar, var tekið með þvi jafnaðargeði og þeirri ró, sem ekkert fékk raskað. Og það var horft bjartari augum til komandi tima. En það átti eftir að dimma yfir þessu bjarta heim- ili. Tvær af systrunum dóu með stuttu millibili. Og á miðjum slætti 1929 veiktist Markús af lömunarveiki, missti mátt i annarri hendi og öðrum fæti. Þetta var þungt og mikið áfall fyrir heimilið og þó sérstaklega fyrir Markús sjálfan. Og þarna hefst i raun- inni baráttu- og hetjusaga Markúsar, baráttusaga, sem lauk með stærri sigri en hægt var að gera sér vonir um. Hann lá rúmfastur frá þvi i ágúst og fram yfir áramót. Og með miklum viljastyrk og hörku við sjálfan sig vinnur hann þann sigur að komast aft- ur á fætur, að sjálfsögðu lengi vel með hjálpartækjum, en smám saman getur hann sleppt þeim. Sem barn hafði hann vanizt þvi að vinna, og hann var alla tið i hópi þeirra, sem una sér bezt i starfi. Hann byrjaði þvi aftur að sinna þeim störfum, er hann hafði áöur unnið, þótt kröftunum væri áfátt, þvi kjarkurinn var óskertur og viljinn óbrotinn og þetta tókst svo vel, að furðu sætti. Vakti það undrun margra, hve mikið hann gat af hendi leyst, og hefur ef- laust þurft til þess mikla hörku við sjálfan sig. Hann gat aftur notið þess, sem honum var meira yndi að en flestu öðru, að koma á hestbak og spretta úr spori á góðum hesti i góðra vinahópi. Og um kjark hans og vilja skal ég taka sem dæmi, að mjög fáum árum siðar fór hann i fjárleitir inn á Flóa- mannaafrétt, vikuferðalag og smala- mennsku á hestu,. Og hvert haust eftir það um árabil. Markús vann siðan áfram að bú- skapnum hjá foreldrum sinum og að þeim látnum tók hann við búrekstrin- um ásamt Guðbjörgu systur sinni og Eiriki uppeldisbróðursinum, sem kom að Gafli mánaðargamall og ólst þar upp. Stundaði Markús siðan búskapinn fram til ársins 1965, er þau systkinin fluttu til Reykjavikur. En Eirikur, uppeldisbróðir þeirra, tók við bú- skapnum. En Markúsi var ekki i hug að leggja árar i bát, þótt hann hætti búskapnum og starfsdagurinn væri orðinn nógu langur, svo erfiður sem hann hafði verið. Eftir komuna til Reykjavikur byrjar Markús að vinna að söðlasmiði og annarri leðurvinnu. Vann hann að þessu heima hjá sér að Hverfisgötu 104, þvi með vaxandi hestamennsku hafði hann ævinlega meira en nóg verkefni. Hann bjó til beizli og múla, gerði við hnakka og smiðaði þá einnig að nýju, og má það teljast vel af sér vikið af manni, sem aldrei hafði neitt lært til þeirra hluta og þar að auki stórlega skerta starfs- orku. Þessum störfum sinnti hann, þar til er hann varð að fara i sjúkrahús i byrjun desember sl. Þótt Markús Björnsson hafi ekki verið i hópi þeirra manna, sem kallað er að setji svip á umhverfi sitt, og oft og tiðum kemur fram i ýmsum tiltekt- um, sem sizt miða til heilla, trúi ég ekki öðru en hann verði okkur minnis- stæður, þeim, sem áttu með honum samleið um lengri eða skemmri tima. En það var sizt að hans skapi að trana sérfram eða láta bera á sér. Hann var einn þeirra manna, sem vinna sin störf i hinni hljóðlátu kyrrð, sem einkennir þau störf, sem unnin eru af alúð og samvizkusemi. Hvað er það þá i fari Markúsar Björnssonar, sem okkur verður minnisstæðast. Um það verða eflaust skiptar skoðanir. Þó hygg ég að flest- um verði minnisstæðust alúð hans við þau störf, er hann vann, trúmennska hans, hjálpsemi við samferðamennina og hið hlýja viðmót hans og glaðlyndi, og ég held, að ekkert hafi verið honum fjær skapi en áreitni við aðra menn, enda held ég, að hann hafi engan óvild- armann eignazt um sina daga. Eins og viðar i sveitum voru löngum börn og unglingar til sumardvalar og starfa að Gafli. Milli Markúsar og þeirra bundust tryggðabönd, sem aldrei slitnuðu og áttu þeir unglingar, sem þar höfðu verið löngum leið þang- að eftir að þeir voru vaxnir. Og sem dæmi um tryggð þeirra við hann má geta þess, að frændi hans einn, sem verið hafði hjá honum ellefu sumur að Gafli, sat við dánarbeð hans, er hann kvaddi þennan heim. Eftir að þau systkinin fluttu til 13 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.