Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 14
Helgi Pálsson Reykjavikur voru þau i mjög nánum tengslum við dóttur Guðbjargar, mann hennar og börn, en þau höfðu þá fyrir nokkru stofnað heimili i Reykja- vik. Urðu miklir kærleikar með Markúsi og börnunum og undu þau löngum hjá honum, er hann var við vinnu sina. Hafa þær stundir áreiðanlega verið báðum aðilum til mikillar gleði. En vissulega nú þeim til sárrar sorgar, er hann farinn burtu frá þeim. Markús hafði alla tið mikið yndi af sveitalifinu og við sveitina sina var hann bundinn sterkum böndum. Þar hafði hann barn leikið sér og þar varð starfsvettvangur hans mestan hluta ævinnar. Þar hafði hann lifað sinar gleði- og sorgarstundir i lifinu. Þar voru vinir hans og kunningjar frá æskudögunum. Heima á Gafli var hon- um hver staður kær, hver þúfa, hver hóll, hver laut, allt voru þetta góðir og gamlir vinir. Það var þvi ekki sársaukalust, er hann sá sér ekki fært að stunda bú- skapinn lengur, og tók þann kostinn að flytjast til Reykjavikur. Ungur að árum hafði hann tekið ör- lögum sinum með ró og jafnaðargeði. Þvi skyldi hann þá ekki ganga jafn æðrulaust að þessu? Og það gerði hann. Og á hverju sumri eftir að hann flutti burt dvaldi hann meira og minna á Gafli. Þá var hann aftur i snertingu við þá jörð, er hann hafði erjað áður, i tengslum við það fólk, er hann þekkti bezt. Það lif sem var hans lif, og allt fram undir það siðasta var hugurinn bundinn við sveitina hans. Og aðeins þrem dögum fyrir andlát hans, er hann var orðinn helsjúkur, kom Eirik- ur uppeldisbróður hans til hans á sjúkrahúsið. Var hugurinn enn bund- inn sveitinni hans, og spurði hann margs og ræddi við hann um menn og málefni. Útför Markúsar Björnssonár fór fram að Viliingaholti 6. febrúar frá kirkjúnni, sem hafði verið sóknar- kirkja hans alla ævi (þvi lögheimili átti hann á Gafli þó hann flytti burt). 1 Siðan hann var barn hafði þessi kirkja verið honum kær. Hér hafði hann átt sinar helgistundir. Gamla kæra sveitin hans er i vetrar- búningi. Það glittir á svellalögin i skini febrúarsólarinnar. Þannig brosti sveitin við þessum góða vini sinum á degi hinnar siðustu ferðar hans. Gamlir vinir hans og nágrannar báru hann siðasta spölinn. Hann var kominn aftur alkominn i sveitina sina. Um leið og ég þakka Markúsi sam- fylgdina vil ég votta ættingjum hans samúö mina. Gamall sveitungi bóndi, Skógum Fæddur 16. okt. 1908 Dáinn 18. jan. 1974 Á síðustu árum finnst mér áberandi margir, sem mikill sjónarsviptir er að og söknuður, hafi veriðlagðir til hinztu hvilu i grafarró kirkjugarðs Húsavik- ur. Úr þeim kirkjugarði, en hann ber hátt móti hádegisátt á Húsavikur- höfða, — hefi ég séð fegurst útsýni við útfarir og bjartast sólblik á slikum kveðjustundum, þegar vel hefir viðr- að. Ekki dregur fegurð staðarins úr sársauka þessara stunda. Hún hækkar lifsgildin i mati. Eykur þvi eftirsjána og viðkvæmnina. Afhjúpar fallvalt- leikann. Hinn 26. janúar s.l. var moldu orpinn I þessum garði Helgi Pálsson frá Skóg- um i Reykjahverfi, einn af góðkunn- ingjum minum á lifsleiðinni. Helgi var fæddur i Skógum 16. okt. 1908. Hann var sonur Páls Sigurðsson- ar, er þar bjó frá 1902 til 1940 og konu hans Hólmfriðar Jónsdóttur. Páll var sonur Sigurðar Árnasonar bónda þar (Skógaætt). Hólmfriður var dóttir Jóns bónda á Skútustöðum i Mývatns- sveit og þvi systir Sigurðar i Yztafelli og hans kunnu bræðra (Skútu- staðaætt). Hólmfriður veiktist ung af liðagigt, varð fötluð á höndum og fótum og allt- af meira og minna sjúk. Heimilis- ástæður þeirra Páls þvi alltaf mjög erfiðar. Hins vegar bætti það stórlega, að Páll var fjölhæfur til verka og mjög þjónustusamur innan bæjar. Heyrði ég ömmu mina, Katrinu Sveinsdóttur, sem var ljósmóðir, til þess taka, en hún var þessu kunnug vegna starfa sins. Börn Hólmfriðar og Páls, er upp komust voru fimm: 1. Þuriður, fædd 1902, húsfrú á Siglufirði lengi, siðar i Reykjavik. Dó 1968. 2. Sigurveig, fædd 1903, nú starfsstúlka á Heilsuverndar- stöð Reykjavikur. 3. Sigurður, fæddur 1905, bóndi i Skógahlið i Reykjahverfi. 4. Helgi, fæddur 1908, nýlátinn. 5. Guðbjörg.fædd 1911, húsfrú á Einars- stöðum i Reykjahverfi. Páll vann allmikiö að járnsmiöum og þótti slyngur i smiöju sinni. Hann var bókhneigður, hagmæltur, ákveð- inn i skoðunum, róttækur og ekki und- anlátssamur, ef þvi var að skipta. Við áttum allmikið saman að sælda, og er mér hlýtt i huga til minningarinnar um hann. Hólmfriður kona Páls andaðist 1918. Eftir það bjó Páll með börnum sinum þar til 1940, að hann lét ábýli sitt i hendur sona sinna, Helga og Sigurðar. Helgi gerðist eigandi húsakosts og helmings lands, en Sigurður, sem farinn var að búa i Skógahlið, nytjaði ásamt þvi jarðnæði, helming lands Skóga II, — eða svo leit þetta út, hvernig sem reikningum hefur verið háttað. Páll lifði þangað til 1960 og dvaldist mest hjá börnum sinum til skiptis, — en lengst þó hjá Sigurði i Skógahlið, og naut hann siðustu aðhlynningar þar. Helgi Pálsson var eðlisgreindur maður, eins og hann átti kyn til. Hann vildi brjóta mál til mergjar á sjálf- stæðan hátt. Minni hafði hann gott. Hann lagði fyrir sig lestur íslendinga- sagna. Kunni langa kafla úr þeim, t.d. Njálu, utanbókar. 1 sveit Helga var ungmennafélag, sem hafði mikil og þroskandi áhrif á unglinga, þegar hann var aö alast upp. Þar æfði hann sig í aö taka til máls i ræöustól. Hann 14 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.