Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 28.02.1974, Blaðsíða 7
um. 1 fari Dóra fann maöur glitrandi perlur, dýr djásn, eiginleika, sem að- eins góðir drengir eru biinir. Trómennska, húsbóndahollusta, fórnfýsi. Þetta eru dýrmætir eiginleik- ar, og Dóri átti þá alla, þeir voru rikj- andi i fari hans. Vinnudagur var oft langur, og það var ekki unnið eftir klukkunni. Hauksstaðaheimilinu vann hann eins og hann ætti það sjálfur. Húsbændur hans vissu, að þeir gátu treyst honum, enda gerðu þeir það. Dóri var ekki að tiunda verkin sin. Hann vann i kyrrþei með sinni hóg- væru framkomu og með þeirri gleði og fölskvalausu ástúð, sem góðmenni ein eiga til. Nú kann margur að halda, sem ekki þekkir til, að hér sé algert of- lof á borð borið, en það er þá aðeins vegna þess, að sá hinn sami þekkir ekki til. Fyrir störf sin sem vinnumað- ur á Hauksstöðum i fjöldamörg ár hlaut Dóri viðurkenningu frá Bún- aðarfélagi tslands. Það átti hann sannarlega skilið fyrir hið mikla og ó- eigingjarna starf, sem hann vann i þágu þess heimilis. Dóri sóttist ekki eftir slikum vegtyllum, til þess var hann of hógvær maður og hlédrægur. Allan timann frá unglingsárum til ævi- loka, að fáum árum undanskyldum, var Dóri á Hauksstöðum. Hann var búinn að skjóta þar rótum, taka ást- fóstri við allt og alla. Þær rætur stóðu djúpt og slitnuðu aldrei. Hauksstaðir og allt, sem þeim tilheyrði, var honum allt. Öllu þessu unni hann á sinn hreina og einlæga hátt. Nú ert þú horfinn sjónum okkar, Dóri, horfinn til annars tilverustigs.og ég veit, að ljós almættisins mun strá geislum sinum á braut þina þar. Syst- kinum þinum og öðrum aðstandendum þinum votta ég einlæga samúð. Far þú i friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Arnþór Ingólfsson JL Þú trúi og dyggi þjónn. Þú/ sem hefur verið trúr yfir litlu, munt verða settur yfir mikið. Gakk inn i fögnuð Herra þins. Halldór Pétursson andaðist á Akureyrarspitala 25. janúar sl. 59 ára að aldri. Halldór var fæddur 10/12. 1914 að Vakursstöðum i Vopnafjarðarhreppi og ólst þar upp með systkinum sinum i glöðum barnahópi og við mikið ástriki foreldra sinna. Sjöunda barnið, Sigriður, var alin upp i Ytri-Hlið hjá Sigurjóni Hallgrimssyni og Valgerði Helgadóttur. Foreldrar Halldors voru Vopn- firðingar og bjuggu allan sinn búskap á Vakursstöðum viö miklar vinsældir sveitunga sinna og allra, sem þeim kynntust. Faðir Halldórs, Pétur Ólafsson, var búfræðingur frá Eiðum, greindur greiðamaður og gaman- samur. Móðir Halldórs var Elisabet Sigurðardóttir, mesta ágætiskona, af Vakursstaðaætt, dóttir Sigurðar Jónssonar, bónda og hreppstjóra á Vakursstöðum, og bróðurdóttir Vigfúsar Jónssonar bónda þar og hreppsnefndarmanns i fjölda ára. Voru þeir bræður annálaðir greiðamenn og hjálpsamir, var mjög leitað til þeirra, ekki sizt af þeim, sem erfitt áttu i llfsbaráttunni. 1 hörðum vetrum var oft leitað til þeirra bræðra til að fá hey eða aðra fyrirgreiðslu þegar fóður var á þrotum. Allir vissu að á Vakursstöðum varhjálpsemi vis eftir þvi sem frekast var unnt að veita, bæði i þeim efnum sem öðrum. 1 búskapartlð Peturs og Elisabetar var mjög mikill gestagangur á Vakursstöðum. öllum var veitt af mikills rausn, og ekki spilltu græsku- laus gamanyrði húsbóndans. Vakurs- staðir mega heita miðsveitis og áttu þvi margir þar leið um og sömuleiðis Fjallamenn, sem þá sóttu mestar sinar nauðsynjar á Vopnafjörð. Risna var ekkert nýtt fyrirbæri á Vakursstöðum. Hún hafði tiðkast þar i þessari ætt i marga ættliði, hjá Sigurði og Vigfúsi og Jóni hreppstjóra föður þeirra, sem var mikill bjargvættur Vopnfirðinga á sinni tið, og talinn einn mesti áhugamaður i jarðrækt i Vopna- firði á þeim árum,sem hann var uppi. Halldór átti þvi ekki langt að sækja það þótt hann vildi greiða fyrir öðrum, enda hef ég varla þekkt hjálpfúsari og óeigingjarnari mann. Allt hans lif var lika þjónusta við aðra. Hann var einn af þessum slit- viljugu og fórnfúsu mönnum, sem vildi allt fyrir alla gera, sem hann umgekkst, og ekki kom það sizt fram viö þau börn og unglinga, sem urðu á vegi hans. Eftir að hann fór að heiman dvaldi hann lengst á Hauksstöðum. Var þar vinnumaður hjá Friðbirni Kristjánssyni og Sigurbjörgu Sigur- björnsdóttur i 32 ár, eða þar til þau hættu búskap. Hjá Friðbirni var stór búskapur og kom sér þvl vel að hafa duglegan vinnumann, enda kunni Friðbjörn vel að meta það þvi honum þótti vænt um Halldór. Eftir að Friðbjörn hætti fór Halldór i Vakursstaði og var þar 3 ár, en hann var orðinn svo samgróinn Hauksstaðaheimili, að hann flutti aftur i Hauksstaði til Guðmundar Jónssonar og Guðlaugar Friðbjörns- dóttur. Hjá þeim vildi hann helzt vera, og þótti eins vænt um börn þeirra eins og hann hefði átt þau sjálfur. Þegar Halldór fór aftur i Hauksstaði var heilsa hans mjög farin að bila, en honum var tekið þar opnum örmum og reyndist það fólk honum svo að til fyrirmyndar er i hans heilsuleysi, og var hann þar að heita mátti til hinztu stundar, að undanteknum þeim tima, sem hann þurfti nauðsynlega að dvelja á sjúkrahúsi. Hauksstaðafólk sýndi i verki að það kunni vel að meta hvað Halldór hafði verið fyrir Hauksstaðaheimili og Hauksstaðafólk. Halldór var einn af þeim kyrrlátu i landinu, en efalaust hefur mátt læra meira af honum en mörgum þeim, sem meira bar á, ekki sizt á þessum timum kröfuhörku og tillitsleysis, sem svo mjög virðist þjá allar stéttir þjóð- félagsins. Halldór virðist hafa ávaxtað sitt pund vel og á efalaust góða heimvon hinum megin landamæranna. Blessuð sé minning þin. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Friðrik Sigurjónsson islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.