Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Qupperneq 4

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Qupperneq 4
er hamingju veitir og manngildið eyk- ur. Þegar Þorsteinn hóf búskap á Vatnsleysu árið 1922, var gæfan hon- um strax hliðholl. Til hans réðst kaupakona vestan af Ströndum, Agústa Jónsdóttir frá Gröf i Bitru. Þar var kominn lifsförunauturinn ástkæri, sem ól manni sinum 9 mannvænleg börn. Lifa þau öll, nema drengur að nafni Þorsteinn Þór, en hann dó i bernsku, og varð fráfall hans foreldr- unum þung raun. Agústa á stóran hlut i lifi og ævi- starfi manns sins. Hún stóð við hlið hans i bliðu og striðu, bjó honum fag- urt og gott heimili og tók á sig auknar byrðar vegna félagsmálastarfa hans. Hún hefur verið sómi islenzku hús- freyjunnar, er hún fyrir hönd sinnar stéttar stóð við hlið manns sins við ýmis opinber tækifæri. Mannkosti Agústu kunni eiginmaðurinn vel að meta og launaði rikulega með fádæma umhyggju. A langri starfsævi hefur Þorsteinn unnið mikið og gott starf fyrir sveit sina. Verður þess þáttar æviferils hans lengi minnzt þakklátum huga. 1 ára- tugi hefur Þorsteinn gegnt fjölmörg- um trúnaðarstörfum, stórum og smá- um, fyrir sveitunga sina, sem of langt yrði upp að telja. Má i stuttu máli segja, að hann var mikill baráttumað- ur I öllu þvi, sem til heilla horfði fyrir sveitarfélagið, i framfara-, félags- og menningarmálum. Þorsteinn átti sér óskabörn á félags- málasviðinu. Ungmennafélögin voru hans félagsmálaskóli. Hann sagði oft, aö þau hefðu komið eins og heitur sólargeisli i fásinni þeirrá tima. Sam- vinnufélögin stóðu honum og hjarta nær, en þau sönnuðu orð skáldsins: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman”. 1 samvinnufélögunum var fólgið afl til framfarasóknar. Afurða sölufélögin á Suðurlandi, Mjólkurbú Flóamanna og Sláturfélag Suðurlands, áttu og i Þorsteini góðan starfskraft, en með tilkomu þessara samtaka varð bylting i afkomumöguleikum bænda. Siðast nefni ég hinn gamalgróna fé- lagsskap bændanna, Búnaöarfélag Is- lands, sem Þorsteinn fórnaði miklum tima siöari hluta ævi sinnar við góðan orðstir og reisn. Stóð hann þar við stjórnvölinn I tvo áratugi. Fyrir hönd bændanna var hús þeirra i Reykjavik, Bændahöllin, stolt Þor- steins og prýði. Sú ffamkvæmd kostaði hann og aðra góða drengi mikla bar- áttu, er lyktaði með sigri, sem lengi mun sjá stað. Bjartsýnis- og gleðimaðurinn Þor- steinn á Vatnsleysu er horfinn sjónhm okkar. Við mörg tækifæri munum við sakna hans, með tónsportann til að laða fram söng. 1 safni minninganna geymast slikar stundir og eru dýrmæt- ar. Þorsteinn var lika alvörunnar mað- ur og trúmaður. Kirkja Krists átti i honum trúan og dyggan þjón, sem kunni góð skil á hinni helgu bók og gat af einlægni vitnað til hennar á hátiðar- og sorgarstundum. Kirkjan hans á Torfastöðum og heimilið á Vatnsleysu voru honum heilög vé. Þangað sótti Þorsteinn styrk til góðra verka. Orð Guðs var honum ávallt ljós á veginum. Þorsteinn á Vatnsleysu var ekki gamall maður, þó að rúmlega 80 ár væru að baki. Forsjónin hafði gefið honum mikla andlega og likamlegg hreysti, og fram á siðustu stundu hafði hann fangið fullt af verkefnum. Þann- ig stytti hann ævikvöldið. í stopulum tómstundum undi hann sér við lestur góðra bóka, lék á orgelið og söng. Og skrúðgarðurinn fagri varð friðarreitur Þorsteins. Þar voru hver björk og hvert blóm vinir hans. Máttur þeirrar moldar, sem Þor- steinn trúði alla tið á, nærði þessa vini hans svo vel, að meðan hann svaf, teygði sprotinn sig móti ljósi og nýjum degi. Nú er verkamaðurinn i vingarð- inum fallinn, og blómin i garðinum á Vatnsleysu eru að falla til upphafsins. Huggun og styrkur er að hugsa til þess i öruggri vissu, að einmitt i dauðanum eygjum við . nýtt llf. Vesturbæjarfjölskyldan sendir ást- vinum öllum innilegar samúðarkveðj- ur og minnist þeirra á sorgarstundu. Og elskulegan frænda kveðjum við með djúpri virðingu og þökk fyrir langa og góða samfylgd og þá gleði og festu, sem hann veitti litla samfélag- inu á Vatsnleysu. Guð veri með honum. Björn Erlendsson f Við fráfall Þorsteins á Vatnsleysu leita margar minningar á hugann frá langri viðkynningu, nánu samstarfi i búnaðarfélagsskapnum bæði heima i héraði og I Reykjavík i höfuðstöðvum landbúnaðarins, i Búnaðarfélagi Is- lands og á Búnaðarþingi. En skýrust i minningunni er myndin af Þorsteini heima á Vatnsleysu bæði sem starf- andi bónda og á glaðri stund meðal fjölskyldu og vina á hans margmenna, glaða og söngelska heimili. Þorsteinn var glæsimenni að vallar sýn og var framganga hans öll hin höfðinglegasta, svo að hann bar af öðr- um mönnum og ekki hvað sizt á seinni árum ævinnar. Hann sómdi sér þvi svo vel að eftir var tekið, hvar sem hann fór, jafnt meðal stéttarbræðra sinna i heimasveit og héraði og i glæstum veizlusölum höfuðstaðarins. Mér þótti þó auðsæjastur höfðingsbragur Þor- steins, þegar ég sá hann heima á Vatnsleysu, klæddan vinnufötum, geislandi af starfsáhuga og lifsgleði. Þorsteinn fæddist á Vatnsleysu i Biskupstungum 2.des. 1893 og ólst þar upp ásamt tveim systrum á góðbúi foreldra sinna en þau voru Sigurður Erlendsson frá Hamarsheiði i Gnúp- verjahreppi, sem var annálaður dugnaðar bóndi og Sigriður Þorsteins- dóttir frá Reykjum á Skeiðum, merk kona af þekktri ætt, em óþarft er að kynna. Vatnsleysa, sem alltaf mun hafa verið tvibýlisjörð, er i miðri sveit, og þar var lengi þingstaður sveitarinnar og i seinni tið réttirnar, Tungnaréttir, sem margir þekkja vegna fagurs um- hverfis, söngs og gleði, sem Þorsteinn átti rikan þátt i að stjórna og skapa öll- um söngelskum mönnum til ánægju, þegar réttum var að ljúka. Bæirnir á Vatnsleysu standa á sléttum hjalla austan undir lág'um, skógivöxnum ási og snýr bæjarröðin til suðausturs og blasa þar við i fjarska Hekla, Tind- fjallajökull og Eyjafjallajökull og nær Hreppafjöllin og Vörðufell á Skeiðum, en til norðausturs gnæfa Bjarnarfell, Bláfell, Jarlhettur og LangjökulL-eg fjær Kerlingafjöllin og Hofsjökull. A Vatnsleysu er landareignin jafnlend og grasgefin, þar sem skiptast á við- lendar mýrar og heiðlendi og ávalir ásar vaxnir birkiskógi, en Tungufljót rennur meðfram austurmörkum jarðarinnar milli grösugra bakka og skógi vaxinna hliða, en Vatnsleysufoss niðar sitt eilifðar tónverk i einu hinu fegursta umhverfi, sem augað litur. Þetta umhverfi heillaði Þorstein og mótaði svo fast, að hann hefði aldrei getað yfirgefið Vatnsleysu frekar en Gunnar forðum Hliðina sina. Þor- steinn var þvi aldrei tviátta um hvað hann skyldi verða. Þó að fjölhæfar, meðfæddar gáfur hefðu getað bent honum á margháttuð störf, sem hann hefði án efa leyst af hendi með prýði. Nei, Þorsteinn unni föðurleifðinni svo heitt, að annaðkom aldrei til greina en verða bóndi þar, gæta jarðarinnar og bæta hana eins og efni og geta leýfðu og ala þar upp nýja kynslóð, sem taka mætti við, þegar eigin kraftar þrytu. En áhugamál Þorsteins voru ekki einskorðuð við Vatnsleysu og bústörfin þar. Honum brann i æðum heilbrigður metnaður fyrir hönd sveitar sinnar, Biskupstungna og fólksins, sem bjó þar, og hann unni sér ekki hvildar að 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.