Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Síða 7
Sigurður Árnason frá Hemru Fæddur 17/2 1906. Dáinn 28/9 1974 Laugardaginn 28. september lézt á Landakotsspitala Sigurður Arnason frá Hemru. Sigurður var fæddur 17. febrúar árið 1906 að A á Siðu, sonur hjónanna Hild- ar Arnadóttur og Arna Einarssonar, sem þá bjuggu þar i húsmennsku við mjög erfiðar ástæður. Vorið 1908 miss- ir faðir hans heilsuna og deyr siðla sumars. Stóð þá móðir hans ein með 5 börn. Þá bjuggu i Hemru i Skaftártungu þau merku hjón Jón Einarsson danne- brogsmaður og hreppstjóri og kona hans Hildur Vigfúsdóttir. Tóku þau Sigurð i fóstur á öðru ári, og þar með var honum borgið. Hemruheimilið var þá með mestu menningarheimilum sýslunnar. Öll börn þeirra uppkomin og heima nema elzta dóttirin, Þor- fjarðar og áhrifamaður i starfsemi þar. Mesta áhugamál séra Skarphéðins var að leysa öll embættisverk sin sem bezt af hendi og vann þar af alúð og samvizkusemi. Ræðustill hans var sérstæður, svo athygli vakti, en eftir- njinnilegastar mun hann vera í hugun sóknarbarna sinn frá alvöru- og sorgarstundum. Séra Skarphéðinn var mikill vexti og fyrirmannlegur, hlýr I viðmóti og jafnan hressilegur. Undir lokin kemur mér i hug að taka hér upp athyglis- verð spakyrði úr minningrgrein, sem Pétur, faðir hans, skráði um merkan frænda sinn og nafna og birt var i merku timariti 1910, er svo hljóða: „Með fáum orðum má segja að/NN var góður maðuri sönnustu og beztu merkingu þess orðs og betri eftirmæli getur enginn fengiö”. Þessi ummæli geri ég héraðminum, um leið og ég með söknuði minnist og kveð minn ágæta nábúa og vin, þakka ánægjulegt samstarf frá liðnum árum, votta eiginkonu og öllu skylduliði hans djúpa samúð okkar hjóna. Biö að leið þeirra, sem hér eiga um sárt að binda, veröi sem greiðust. Bjarni Bjarnason gerður, sem var nýfarin og gift, heima voru þrjár dæturnar: Sigrún, Guðrún og Jóhanna og bræður tveir: Þorvald- ur og Valdimar. Var þvi litla drengn- um vel fagnað þegar hann var borinn i bæinn i Hemru og umvafinn góðum móðurhöndum. Hjá þessu myndarfólki ólst Sigurður upp og mótaðist af þvi. Hjá fósturfor- eldrum sinum dvaldi hann á meðan þau liföu, og siðar hjá þeim systkinum Valdimar og Guðrúnu eftir að þau tóku þar við búskap, og mátti segja að hann væri ráðsmaður yfir búi Valdimars, sem stundaði alltaf kennslu á vetrum. Kom það þvi i hlut Sigurðar að hugsa um búið. Sigurður var goður verkmaður og snyrtimaður i allri umgengni, svo að til fyrirmyndar var, dýravinur mikill og hafði þvi yndi af að umgangast all- an búfénað. Glöggur fjármaður og i alla staði góður fjárhirðir. Prúðmenni var Sigurður i allri framkomu, en gat verið fastur fyrir og lét ekki sinn hlut ef þvi var að skipta. öllum unglingum, sem með Sigurði voru, þótti vænt um hann og vildu allt fyrir hann gera. Af þvi sem að framan er sagt hefði verið eðlilegast að hann hefði orðið sveitabóndi, og ég veit að það hefði staðið hug hans næst. En lifsleiðin verður ekki alltaf eins og menn vilja helzt. Þegar Valdimar missti heilsuna og seldi Hemruna Vorið 1948 lá leið Sigurðar frá Hemru, og það veit ég að voru þung spor fyrir hann. Eyddi hann þá öllum sinum skepnum, bæði sauðfé og hrossum, og hefur vist ákveðið þá að yfirgefa sveitina að fullu. Um þetta leyti tekur Runólfur Sveinsson við embætti sandgræðslustjóra og flytur að Gunnarsholti og setur þar upp kúa- bú. Lagði hann þá mikið að Sigurði að fá hann fyrir fjósamann. Hann þekkti Sigurð frá þvi þeir voru samsveitung- ar i Skaftártungu, og fyrir þrábeiðni Runólfs fer hann til hans og þar dvelur hann I 2 ár, og aðalstarf hans þar var að hugsa um kúabúið, og það tókst honum vel eins og allt sem hann gerði. Kúabúið skilaði ágætum arði, en þegar Sigurður fór frá Runólfi gat hann ekki fengiö mann á borð við hann. Kúabúið varð arðlaust, og Runólfur hætti þá við það og seldi kýrnar. Frá Gunnarsholti flytur Sigurður til Reykjavikur, og þar hefur hann dval- izt siðan. Stundaði þar fyrst bygg- ingarvinnu, en hin siðari ár hefur hann unnið við fiskvinnu i tsbirninum, og alls staðar verið eftirsóttur verkmað- ur vegna trúmennsku sinnar og verk- lagni. Ég held að segja megi að Sigurður hafi fyrst og fremst verið maður starfsins og fundið þar mikla lifsfyllingu. Lengi hefur hann átt heima á Laufásvegi 18 á þvi góðkunna vestur- skaftfellska heimili Eliasar Bjarna- sonar yfirkennara og tengdasonar hans Daviðs Ásmundssonar og naut þar mjög góðrar aðhlynningar. Lika naut hann góðrar fyrirgreiðslu hjá uppeldissystur sinni Guðrúnu Einars- dóttur og manni hennar Ólafi Guð- mundssyni, sem honum kom afarvel, ekki sizt nú siðastliðið ár, er heilsa var alveg þrotin. Var mér vel kunnugt um, að öllu þessu fólki var hann ákaflega þakklátur. Óðum fellur fönn tímans á spor þau, sem við og aðrir smalafélagar áttum saman um Skaftártunguheiðar og af- rétt. Og þó á stundum að élin væru dá- Htið dimm og þungt fyrir fótinn, þá varst þú alltaf sami góði og trausti félaginn sem aldrei brást. Þvi verður minning þin i huga okkar samferða- manna þinna björt og hrein. Vigfús Gestssoi 7 Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.