Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Page 13
Daníelsson
Björn
skólastjóri
f. 16. febr. 1920
d. 22. júní 1974
t>að vorar um vötn og skóga.
Það vorar um hlíð og mel.
Smalar á heiðum hóa
hjörðum við fjallasel.
Vorblærinn lætur í laufi
létt eins og fiðluspil.
A sveitabæjunum brosa
björt og reisuleg þil.
Þannig hefst ljóðabók Björns
Daníelssonar, „Frá liðnu vori”, er
kom út áriö 1946. Þannig stefndi hug-
urinn til vorsins og vaxandi birtu á s.l.
vori i lok mai, er Björn Danielsson
sleit skóla sinum.
Eins og ævinlega á slikum timamót-
um rlkti vorhugur yfir þeirri athöfn.
Afangi i starfi skólans var að baki og
framundan þráð sumar. Þvi fögnuðu
allir, kennarar sem nemendur. Skóla-
stjórinn minnti á framhald skólastarfs
meö haustdögum. Þvi skyldi sumar-
timinn vel notaður til öflunar lifsgleði
og námsþróttar fyrir næsta vetur.
Þetta var timabil hækkandi sólar og
bjartra vona um fagurt og viðburða-
rikt sumar.
Dagur lengsta sólargangs á Islandi
var runninn til enda og nýr dagur
tekinn við, 22. júni, er okkur bárust
hingað norður þær sorgarfréttir, að
Björn Danielsson skólastjóri, hefði
veikzt snögglega og látizt á leið norður
til heimabyggðar þennan dag.
Kalliö kom öllum að óvörum, kallið
sem allir verða einhverju sinni að
hlita og enginn getur skotið sér undan.
Dauöinn er tákn lifsins. Hann veröur
ekki f jarlægður úr hringrás tilverunn-
ar frekar en hlekkur úr keðju, sem heil
skal vera.
mun hafa iiöiö svo sumar, að hann færi
ekki þangað norður.
Siðustu förina fór hann þangað
þegar hann var lagður til hinztu
hvildar i heimagrafreit að Höfða á
björtum sumardegi 6. júli siðastl.
Friður sé með honum, og i hugum
ástvina hans og annarra þeirra, sem
af honum höfðu kynni, lifir minningin
um öðlingsmann, sem var óvenjulegur
höföingi i lund, og mátti ekki vamm
sitt vita. Gestur Jónsson
islendingaþættir
Björn Danielsson var fæddur 16. feb.
1920 á Stóru-Asgeirsá i Víöidal,
Vestur-Hún. Foreldrar hans voru
Daniel Danielsson, lengst bóndi i
Valdarási i Viðidal og kona hans
Þórdis Pétursdóttir frá Stökkum á
Rauðasandi.
Björn lauk kennaraprófi vorið 1940
og hóf þegar kennslu, fyrst i Laxárdal i
S.-Þing. þar næst í Þorkelshólsskóla-
hverfi I V-Hún. þá á Akureyri og síðan
á Dalvik frá 1943, þar til 1952, er hann
tók við skólastjórn barnaskólans á
Sauðárkróki, Þvi starfi hélt hann til
dáuðadags eða i 22 ár.
Leiðir okkar Björns lágu fyrst
saman er hann kom til Sauðárkróks
sem skólastjóri barnaskólans og æ
siðan áttum við samleið innan þeirrar
stofnunar og náið samstarf alla tið.
Eins og hér er sagt var skólastjorn
og kennsla aöal lifstarf Björns og
gegndi hann þvi af trúmennsku og
festu alla tið. Ekki orkar það tvimælis,
að Björn var afburða kennari og náði
slikum tökum á nemendum sinum að
fágætt var. Allir sátu þar við sama
borð, hvort sem þeim veittist námið
auðvelt eða ekki. Hann lagði sig fram
um að styðja þá i námi sem minna
máttu sin og vakti traust þeirra á
eigin getu. Björn var m.a. ágætur
teiknari og náði góöum og hugvitssöm-
um árangri með nemendum sinum i
þeirri grein, enda bar heimili hans vott
um þessa listhneigð.
Utan sins aðalstarfs kom Björn viða
við. Hann tók fullan þátt i bæjarlifinu
og æðaslætti þess, eins og öllum er
kunnugt sem til þekkja.
Bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn var Björn um nokkurra ára
skeiö og átti þá sæti i bæjarráði og
ýmsum nefndum bæjarins. Einnig tók
hann þátt i störfum ýmissa félaga. Má
m.a. nefnda kennarasamtökin i
umdæminu og Samband norðlenzkra
kennara meðan það starfaði.
Hann var ungmennafélagi og form.
Ungmennasamb. Eyjafjarðar um
tveggja ára skeið á þeim tima er hann
kenndi á Dalvik. 1 stjórn Sögufélags
Skagfirðinga og i sóknarnefnd
Sauðárkróks var Björn i áraraðir auk
margra annarra starfa að félagsmál-
um, sem hér verða ekki upptalin.
Aðaláhugamál Björns utan skóla-
starfs voru tengd bókmenntum og
skáldskap. Af þeim ástæðum beindust
störf hans fljótlega inn á þær brautir
eftir að hann kom til Sauðárkróks.
Hann var öðrum þræði listamaður
með viðkvæma strengi til lista-
gyðjunnar og átti með henni samleið i
linum ljóðum og óbundnu máli.
Þegar Umf. Tindastóll hóf að gera
út samnefnt timarit 1960 gerðist hann
ritstjóri þess og var það I þau fimm
ár, sem ritið kom út. Ég tel útgáfu
þessa rits merkilega tilraun til að
auðga menningarlif i héraðinu.
Auk blaðagreina, útvarpsefnis og
ljóðabókar þeirrar, er um er getið I
upphafi þessarar greinar, samdi Björn
og sendi frá sér ýmis konar efni i
bundnu og óbundnu máli, þar með les-
efni til notkunar i skólum og þá eink-
um ætlað yngri nemendum.
Mestan tima utan skóla mun Björn
þó hafa helgað þvi hugðarefni sinu að
vinna aö viðgangi Héraðsbókasafns
Skagfirðinga og Héraðsskjalasafninu
og byggingu safnahússins undir
Nöfunum. Mér er ekki grunlaust um
að hugur hans hafi oft leitað þangað i
augnablikshléum frá kennslustörfum,
enda blasti þessi bygging við úr gang-
glugga þeim i skólanum, sem kennslu
stofa hans lá að. Safnahúsið er nú
komið upp, stór bygging og vegleg og
13