Íslendingaþættir Tímans - 02.11.1974, Page 16
80 ára: »
Ingvar Jónsson
bóndi á Hóli í Tungusveit
Um þessar mundir er Ingvar á Hóli
áttatiu ára. 011 sin ár hefur hann átt
heima á Hóli og ekki farið að heiman
nema tvo vetur, sem hann var f skóla.
Ég, sem þetta rita man gott nágrenni
við þennan heiðursmann i 60 ár, og
heiðursmaður er hann eins og annað
fólk, sem ekki vill vamm sitt vita i
neinu. Mér er bæði ljúft og skyldugt að
rifja upp minningar minar um hann og
segja litið eitt frá honum.
Ingvar er fæddur að Hóli 27.
september 1894. Foreldrar hans voru:
Jón Jónsson, Asmundssonar bónda á
trafelli og kona hans Margrét Björns-
dóttir frá Kolgröf. Þau Jón og
Margrét byrjuðu búskap á Hóli 1892,
en Jón hafði keypt jörðina fjórum
árum fyrr af Jóhannesi bónda
Magnússyni, er þá flutti til Ameriku.
Jón og Margrét bjuggu góðu búi á
Hóli. Búsæld þeirra var meðal annars
reist á þvi, að þau öfluðu heyja af
miklu kappi og áttu alltaf nóg fóður
handa búfé sinu og meira til. í
harðindunum 1906 var fargað
talsverðu heyi til þeirra, sem i nauðum
voru staddir.
A fyrstu tugum þessarar aldar geis-
aði berklaveiki og lagði að velli fólk á
ýmsum aldri. Eldri systir Ingvars á
Hóli andaðist úr berklaveiki 1908 á 16.
aidursári, og faðir hans andaðist úr
sömu veiki snemma árs 1911, sextugur
að aldri. Margrét hélt áfram búskap til
ársins 1917, en haustið 1911 fór Ingvar i
skóla að Hvitárbakka og þar þar tvo
vetur.
Vafalaust hefur Hvitárbakkaskóli
verið góður skóli á sinni tið. Þar munu
allir hafa getað lært, sem vildu læra,
og þá fóru ekki aðrir i skóla. Sigurður
Þórólfsson rak þennan skóla fyrir
eigið fé, en fékk opinberan styrk til
skólahaldsins 40 kr. fyrir hvern
nemanda á ári. Ég er viss um, að
skólavistin á Hvitárbakka hefur orðið
Ingvari að góðu gagni. Hann skrifar
góöa hönd og félagsmálastörf hans
siðar báru vitni um menntun og góða
greind. Meðal skólabræðra Ingvars
voru Stefán Jónsson, siðar námsstjóri,
og Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum i
Blönduhlið. Stefán á Höskuldsstööum
var siskrifandi og skólasveinar
kölluðu hann Stefán skrifara. Hann
hefur æ siðan staðið vel undir þeirri
na fnbót.'
16
Árið 1916 tók Ingvar við búi á Hóli.
Hann var þá trúlofaður Mörtu Helga-
dóttur frá Ananaustum og kvæntist
henni i júni 1917. En haustið kom. Vor
og haust skiptast á i mannlegu lifi eins
og i riki náttúrunnar. Hinn 20.
september um haustið átti Marta
tvibura, son og dóttur, en viku siðar
var hún dáin úr lungnabólgu. Þá var
Ingvar harmi sleginn. Ég man tár
hans við likfjalir konu sinnar. Hann
átti erfitt með að skilja og sætta sig
við, að drottinn skyldi kalla hana af
þesum heimi i blóma lifsins, 23 ára að
aldri. Dóttirin varð skammlif, en
sonurinn, Jón Helgi, komst upp og var
hinn mesti efnismaður. Hann hafði
lokið námi i Búnaðarskólanum á
Hólum rúmlega tvitugur að aldri. Þá
veiktist hann skyndilega og andaðist i
blóma lifsins eins og móðir hans.
En þó að Ingvar á Hóli væri hart
leikinn i rás viðburðanna var hann
samt ekki heillum horfinn. Hann
kvæntist aftur árið 1929, og er seinni
kona hans Ragnheiður Pálsdóttir. Var
Páll faðir hennar bróðir Jóns hrepp-
stjóra á Hafsteinsstöðum. Það hefur
Ingvar sagt mér, að sá ráðahagur hafi
verið mikið gæfuspor, og mun það rétt
vera. Ragnheiður var stórlynd og
léttlynd og ber mikla umhyggju fyrir
þeim er næstir henni standa. Við
Ragnheiður höfum ekki verið sam-
mála um alla hluti, en hún er vinföst
og nærgætin. Ég man þegar hún bar
blóm á milli bæjanna til þess að færa
föður minum á áttræðisafmæli.
Börn þeirra Ingvars og Ragnheiðar
eru fjögur, einn sonur, Rósmundur og
þrjár dætur. Tvær þeirra eru búsettar
I fjarlægð.
Búskaparsaga Ingvars á Hóli er nú
orðin löng eða samfelld siðan 1916. Að
vísu tók Rósmundur sonur hans við
búskap að mestu fyrir nokkrum árum,
en sjálfur hefur hann þó allt að 70 fjár
og nokkur hross og hirt sjálfur þangað
til i fyrravetur, en nú er þrekið að bila.
Allir, sem til þekkja, munu
sammála um, að Ingvar á Hóli hafi
verið góður bóndi. Bú hans hefur verið
meðalbú eða vel það, en hann hefur
kappkostað að fara vel með allar
skepnur og fá sem mestan arð og
kynbæta bústofninn. Hann hefur
stundað heyskap af kappi eins og faðir
hans og aldrei orðið heylaus, en jafnan
verið aflögufær og aldrei neitað um
heytuggu á hörðu vori.
Og meira get ég sagt frá þessum
ágæta bónda. Hann er einlægur og
ósérhlifinn félagshyggjumaður. Hann
var lengi formaður Búnaðarfélags
Lýtingsstaðahrepps, og fyrir alllöngu
var deildarstjóri i Kaupfélagi Skag-
firðinga. Sérstaklega hefur hann haft
hug á og látið sig varða umbætur i
búnaði og stutt hvers konar félagsleg
úrræði á þeim vettvangi. Sjálfur hefur
hann ekki verið eftirbátur annarra að
bæta jörð sina, sjálfum sér til hags-
bóta og til að njóta þeirrar skemmtun-
ar að skila henni til eftirkomenda
miklu betri en hann tók við henni.
Umbótastarf Ingvars hófst með þvi,
að árið 1920 byggði hann samstæð
fjárhús yfir 120 fjár og hlöðu við.
Timbur i þessar byggingar fékk hann
frá Höfnum á Skaga. Sex bændur tóku
sig saman og keyptu rekavið i Höfnum
og hafði Guðmundur Stefánsson á
Lýtingsstöðum forgöngu um þau kaup
og aðdrætti. Löngu siðar byggði
Ingvar ibúðarhús, fjós og hlöðu úr
steinsteypu. Gömiu fjárhúsin standa
vel ennþá og hafa gert sitt gagn i hálfa
öld, en nú eru þau fallin i skuggann. Nú
hefur Rósmundur byggt miklu stærri
fjárhús við hliðina, ein hin vönduðustu
Framhald á 15. siðu.
islendingaþættir