Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 09.11.1974, Blaðsíða 4
þeim eru rní þrjií á llfi: Guðrún, Ölafur og Soffia, öll komin á efri ár og búsett I Reykjavik. Var Andrés næstelztur þeirra systkina. Andrés var bráð- þroska. Hann var með stærri mönn- um, hár og herðabreiður og allur hinn karlmannlegasti, enda hraustmenni meðan heilsa entist. Svartur var hann á hár og skegg, andlitið störskorið og svipmikið, augabrúnir skarpar, augun stálgrá og greindarleg. Svo sem að likum lætur voru mikil kynni og samgangur milli fólksins á Felli og Norðurfirði, þar sem við syst- kinin ólumst upp. Bæði voru heimilin barnmörg, frændsemi náin I báðar ættir þar sem mæður Fellssystkinanna og okkar voru systur og feður okkar hálfbræðrasynir. Afar okkar, Þorkell I Ófeigsfirði og Jón ólafsson á Eyri voru synir Guðrúnar Jónsdóttur á Bólstað I Steingrimsfirði og manna hennar, Þorkels Guðmundssonar og Ólafs Jónssonar. Af hendi okkar Norðurfjarðarsyst- kinanna verður seint þökkuð sú hjálp, sem eldri systurnar á Felli, Þorkelsina og Guðrún, veittu móður okkar við að lagfæra og sauma upp á þann stóra barnahóp bæði fyrir jól og i annan tlma. A æskuheimili minu var Andrés þvi tlöur gestur. Leitaði hann þar sam- funda við stóran hóp uppvaxandi æskufólks heima og i nágrenninu, til skemmtunar og leikja þegar tóm gafst til. Hann var snemma ræðinn og skemmtilegur félagi, hávaðasamur nokkuð og stórorður, stundum, á þeim árum. Ungir menn löðuðust að honum og litu upp til hans vegna framkomu hans, orðkyngi og karlmennsku. Var ég einn meðal þeirra. Sem ungur sveinsstauli leit ég upp til hans, dáði hann og hafði hann I hugskoti minu mér til fyrirmyndar um margt. Raun- ar hélzt virðing mln á honum ævilangt og vinátta, þó okkur skildi á um skoðanir þegar árin færðust yfir okk- ur. Hann var alltaf hress I máli og gaman að ræða viö hann. Hann var stálgreindur og minnugur, skáldleg tilsvör og samlíkingar voru honum ævinlega tiltæk. Menn hlökkuðu ævin- lega til að hitta hann. 1 þvi lá ávallt nokkur eftirvænting og tilhlökkun hvað hann kynni að segja um hitt og þetta, sem á dagskrá var og hafði til , borið heima og annars staðar. Hann kryddaði mál sitt gamansömum skáldlegum líkingum, sem eftir sátu I huga þegar samfundum lauk og gátu enzt manni lerigi til umhugsunar og hugléttis. Þetta hélst öll hans æviár. Þvl var hann ávallt vinmargur. Andrés ólst upp I foreldrahúsum. Ungur fór hann að stunda sjóróðra, heima og i verstöðvum viö ísafjarðar- 4 djúp. Var lengi háseti hjá Guðmundi Guðmundssyni frá Eyri, en heima öðr- um þræði. Seinna var hann háseti á togurum á vetrarvertiðum. Hann var ágætur sjómaður og eftirsóttur I skip- rúm. — Árið 1919 fer hann að halda heimili á Felli, þá trúlofaður Sigurlínu systur minni og giftust þau nokkru síðar. A Felli eru þau i húsmesnnsku til ársins 1937. Stundaði hann þá sjóinn á vetrum og fram á vor en var heima á sumrin og heyjaði fyrir kú og nokkrum kind- um. Þröngt var um þau þar, þvi land- jörðin bar ekki mikið, húsakostur litill og frumstæður fyrir barnmarga fjöl- skyldu. Þar fæddust börn þeirra öll nema það yngsta. Voru þá erfiðir tim- ar og úr litlu að spila og óhægt um að bæta. Arið 1937 flyzt hann með fjöl- skyldu sina að Arnesi. Bjuggu þau þar f ibúð, sem innréttuð var i þing- og samkomuhúsi hreppsins og áttu þar heima til ársins 1943, er Andrés festi kaup á 1/3 hluta úr Norðurfirði, sem þá losnaði úr ábúð, og fluttist þangað. Bjó hann þar upp frá þvi, þar til þau hjónin fluttust til Reykjavíkur árið 1965 og létu búið að fullu i hendur Bernharös sonar slns, sem búið hefur þar slðan. Árin, sem þau voru I Arnesi, stund- aði Andrés vinnu við slldarverksmiðj- una á Djúpuvik, en Sigurlina heyjaði fyrir kú og nokkrum kindum með börnunum, sem heima voru. Eftir að hann settist að I Norðurfirði stundaði hann nær eingöngu búskap. Hann byggði upp á jörðinni ibúðar- og pen- ingshús og búnaðist vel. — Stuttu eftir að hann kom suður veiktist hann alvarlega. Komst hann þó upp úr þeim veikindum, en var óvinnufær upp frá þvl. Var hann oftast nokkuð hress og enn léttur i spori og fór gönguferðir sér til afþreyingar og hitti menn að máli. Andlegri heilsu hélt hann allt fram til þess síðasta. Margir komu heim til hans, vinir og vandamenn, sjálfum sér og honum til ánægju. Fyrstu dagana I júli s.l. veiktist hann og var fluttur á sjúkrahús og skorinn upp við innvortis meini. Þaðan átti hann ekki aftur- kvæmt. Hann andaðist á sjúkrahúsinu þann 1. ágúst nær 82 ja ára að aldri. Þau Andrés og Sigurlina eignuðust 12börn. Af þeim misstu þau eitt nýfætt og dóttir þeirra, Soffia, dó úti I Ame- rlku, þá flutt þangað með bandarísk- um manni sinum. Hin eru öll á lífi og afkomendur þeirra orðnir margir. Andrés og Sigurlína voru með af- brigðum gestrisin og gott að sækja þau heim. Alltstóð gestum til reiðu og eng- inn þegjandaháttur rikti þar innan veggja. Attu þau bæði sameiginlegan þátt I því og einnig börnin. Arin sem þau voru i Árnesi og eins eftir að þau fluttu i Norðurfjörðinn, mátti segja að þau byggðu yfir þjóðbraut þvera, svo gestkvæmt varhjá þeim. Þá voru þau I essinu slnu þegar þau veittu gestum góðgerðir og gistingu. öllum var þar tekið opnum örmum. Hjónaband þeirra var farsælt. Þegar heilsa hans tók að bila naut hann einstakrar um- önnunar konu sinnar. Var það honum mikill styrkur, þvi að þrátt fyrir hrjúft tal hans stundum, var hann tilfinn- inganæmur og undir þeirri skel, sem hann brynjaði sig oft með, bjó við- kvæm sál, sem þurfti skjól og það átti hann vist hjá konu sinni. Nú þegar leiðir hafa skilið fylgir honum yfir landamærin þökk og vinar- hugur ættingja og vina, sem biðja hon- um blessunar á þeirri leið, sem hann hefur lagt inn á. Systur minni og börn- um þeirra eru hér með sendar samúðar- og þakkarkveðjur okkar. Ég lýk minningum minum um þessa vini okkar og frændur með þvi að biðja þeim blessunar Guðs. Guðmundur P. Valgeirsson. Stefán Ég, sem þessar linur rita, þekkti Stefán Rósantsson vel, því hann var nágranni minn i áratugi. Og þegar ég nú lit yfir ævi hans, þá finnst mér, að snarasti þátturinn I fari hans hafi ver- ið framúrskarandi greiðasemi, löngun til þess að hjálpa öllum þeim, sem báglega voru staddir. Þessi fáu og siðbúnu orð eiga að flytja þakklæti mitt til Stefáns Rósantssonar fyrir langa og góða við- kynningu og samúðarkveðjur til vandamanna hans. 1 Kirkjugarðsvisum sinum llkir Grlmur Thomsen mannsævinni við vertlö, þar sem mislangt er sótt og misstórir hlutir á land dregnir. Hann Htur yfir reit hinna dánu og spyr: „Hvers hlutur er lltill, hvers er stór? Þeir hvílast báðir jafnt.” En hann svarar ekki þeirri spurningu. Núhefur Stefán Rósantsson lagt fari sinu að strönd eilifðarinnar, kominn af sinni ævivertið. Hafi hann verið spurð- ur um hlutinn, mun hann vafalaust hafa bent á vinarhug og árnaðaróskir hinna fjölmörgu, er hann kynntist i sinni jarðvist. Þess hlutar haföi hann aflað með þvi að sýna öðrum dreng- skap og góðvild, er var af sömu rót og sá hlýhugur, sem hann sýndi litlum, einmana dreng i norðurhúsinu á Lýtingsstöðum vorkvöldið góða fyrir löngu. Sigurður Egilsson frá Sveinsstöðum islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.