Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Side 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Side 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Az^ x n l '' /4 ? v 3 ? /V/ TIMANS Guðrún Guðmundsdóttír f. 18. júní 1933 d. 20. apríl 1974. Þó nokkuð sé liðið frá láti Guðrúnar Guðmundsdóttur, langar mig að minnast hennar með fáeinum kveðjuorðum. Hún var fædd að Böðmóðsstöðum i Laugardal 18. júni 1933. Foreldrar hennar voru Guðmundur Njálsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Karólina Árnadóttir sem enn dveiur á Böðmóðsstöðum. Guðrún ólst þar upp ásamt 13 systkinum sem öll komust til fullorðinsára og er mér kunnugt um að oft var glatt á hjalla á þvi heimili og i mörgu að snúast. Guðrún eða Gunna eins og hún var oftast nefnd af kunnug- um, giftist eftirlifandi eiginmanni sin- um Walter H. Jónssyni þann 28. mai 1955 og stofnuðu þau heimili sitt i Reykjavik. Hjónin voru samhent bæði hvað heimili og vinnu snerti, og það má segja að þau hafi ávallt veriö saman, þar sem Gunna heitin vann meira og minna I fyrirtæki þeirra hjóna allt til hinzta dags. Þau eignuðust þrjú börn, son sem kominn er undir tvitugt og tvær telpur sem nú eru 10 og 11 ára gamlar. A heimili þeirra var ávallt gott að koma og mér minnisstætt er ég fyrir nokkrum árum gisti þar ásamt dætrum minum sem eru á svipuðum aldri og hennar telpur. Er þær voru allar komnar upp i rúmin lét Gunna þessar litlu hnátur spenna greipar og fór með þeim með versið „Vertu Guð faðir, faðir minn”. Þau hjónin áttu oft langan vinnudag, en fullviss er ég um að ekki var það látið bitna á uppeldi barnanna eins og þetta sýnir. Gunna var mjög glaðlynd að eðlis- fari. Alltaf sama hlýja viðmótiö hvort heldur maður hitti hana á vinnustað eða heima. Nú i vor ætluðu hjónin að halda i ferðalag til útlanda og var allt tilbúið til þeirrar ferðar er hún gekk til hvilu rúmum sólarhring áður en fara átti fyrirhugaða ferð, en þá nótt fór hún I aðra og meiri ferö, sem enginn á afturkvæmtúr. W alli minn, við hjónin sendum þér og börnunum dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að veita ykkur huggun i harmi og einnig þér Karólina min. Guð blessi minningu þina Gunna min, hafðu þökk fyrir góð kynni. S.J. t Fyrr var oft i koti kátt krakkar léku saman. Þetta mætti kalla lykilsöng okkar systkinanna. 1 honum felast minningar liðinna daga. Þar býr hver og einn að sinu, hver og einn geymir sina mynd. Hérna langar mig að draga upp eina. Það var vetrarkvöld kyrrt og bjart. Við vorum þá ungar aö árum, ég og Gunna. Ég átti að gæta systur minnar, hún hefur verið fjögra eða fimm ára. Við lékum okkur á tjörn með hreinum sléttum is, himinninn var bjartur af stjörnum og norðurljósum. Við lögðumst á isinn og horfðum upp i himininn. Norðurljósin sé ég enn þetta kvöld i huga minum. Þau voru eins og silfurlit bönd eöa slæður allavega litar. Stundum voru þau eins og vegur. Er þetta vegur Guðs sem hreyfist svona? Já. Er Jesú kannski að ganga þennan veg núna, og ser Hann okkur Lilja? Já, og ég vissi miklu meira en hún. Já, ég er viss um að Hann sér okkur núna. Svo eru stjörnurnar gluggar englanna og þeir sjá okkur ábyggilega gegnum þá, og amma segir að þeir passi okkur alltaf. En Lilja, þú verður lika að passa mig, þú veizt að ég gerði rangt i dag, þegar presturinn kom að hús- vitja. Já, en af hverju faldir þú þig fyr- ir prestinum Gunna min? Ég vildi ekki fara með bænirnar minar, sem mamma og amma kenndu mér. Last þú bænirnar þinar fyrir prestinum Lilja? Nei, en presturinn lét mig lesa. Er presturinn góður? Já, presturinn er góður og við megum ekki fela okkur fyrir honum, og presturinn sér hvort við erum góð eða vond. Er ég þá vond? Nei, en við skulum samt biðja Jesú að fyrirgefa þér ef þetta hefir verið ljótt. Við skulum lika syngja eitt fallegt vers. Guðheyrir þá ábyggilega til okk- ar. Arin liða. Þeim fylgja ýmiskonar vandamál, misjafnlega stór að okkar dómi, en e.t.v. smámunir einir þegar öllu er á botninn hvolft. Kannske ekki stærri vandamál en okkar systranna forðum daga. Ef til vill erum viö á fullorðins árum hreint ekkert dóm- bærari á rök tilverunnar heldur en tvær litlar stúlkur, sem virtu fyrir sér á björtu vetrarkvöldi veg Jesú og Guös og glugga englanna. Þvi hvað er hreinna en trú barnsins? Þann 12. april kom Gunna systir seinast á æskustöðvarnar. Hún var með eiginmanni og börnum. Tilefni ferðarinnar var aö kveðja, kveðja áður en haldiö væri i sumarfri til sólarlanda. Þau ætluðu að leggja upp að viku liðinni. Heimsóknin var stutt

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.