Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Qupperneq 2

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Qupperneq 2
Margrét Halldórsdóttir Vagnsskógum, Skriðdal Minningarræfta séra Gunnars Krist- jónssonar I Vallanesi flutt i Þingmúla- kirkju 24. ágúst 1974. Birt meö leyfi séra Gunnars. Texti: Markús 12:41-44 Ekkjan viö fjárhirzluna Ein fátæk kona meö tvo smá- peninga. Þannig er sú mynd, sem Jesús dregur upp fyrir oss i dag. Nýja testamentiö fjallar ekki um konunga og keisara, heldur um venjulegt fólk, einstaklinga, fiskimenn, húsfreyjur, sjúka, bersynduga og svoþessa fátæku ekkju, sem berst meö straumi f jöldast út úr musterinu. ,,Og Jesús settist niöur til þess aö horfa á mannfjöldann” segir i textan- um. Þannig er Jesús, hann viröir fyrir sér mannfjöldann, sér mennina og rannsakar þá, þekkir þá, ekki aöeins yfirborö þeirra heldur hjörtu þeirra, lif þeirra, lif þitt og lif mitt. Og hann sér fólkiö, sér hvaö þaö er margvis- legt, mislit hjörö, rikir og fátækir, ungir og gamlir, karlar og konur, já alla þessa flokka, sem vér skipum mannfólkinu i. En hann er ekki aö vega og meta mennina, hann er ekki aö athuga, hversu mikiö menn setja I fjárhirzluna, ekki aö athuga, hverjir voru snjallastir aö olnboga sig áfram I en ánægjuleg, og þau hurfu á braut glöö og reif. Kveöja systur minnar, upp um þak bilsins, er mér kannski minnisstæöust fyrir þá sök aö þá sá ég hana lifs hinzta sinni. Hin ráðgeröa ferö til sólarlanda fórst fyrir. En þess geng ég ekki dulin aö önnur sólarlönd, bjartari og fegurri eru heimkynni þeirra sem eiga barnsins trú. Trúna á hið góöa. Meö þessu ljóöi Guðmundar Böövarssonar vil ég kveöja þig Gunna min og þakka þér fyrir allt. A himni sinum hækkar sól um heiðblá loft og tær, hún lýsir um þitt land i náö og ljóma sinum slær, um hina mjúku hljóöu gröf. Og hljóta loks þú skalt eitt kveöjuljóö svo litla gjöf aö launum fyrir allt Lilja 2 mannþrönginni. Hann er þarna meö lærisveinum sinum aö fást viö mann- lifiö, hiö daglega lif. Og augu hans dragast aö þessari fátæku konu, sem átti ekkert nema sjálfa sig, ekkert nema hjarta sitt og sál sina, ekkert nema fátækt sina og þessa tvo smá- peninga — og þeir féllu i fjárhirzluna. „Sjáiö þessa konu”, segir hann við lærisveinana. Og allur heimurinn hef- ur séð þessa konu fyrir sér. Vér vitum ekki hver hún er, vitum ekki hvað hún hét. En Jesús gerði mynd hennar ódauölega. Hún minnir oss á eitthvaö varanlegt, eitthvað, sem er öðruvisi en straumur fjöldans, eitthvað, sem Jesús lagöi blessun sina yfir, eitthvaö, sem vér getum reitt oss á, eitthvaö, sem minnir á hann, Hann, sem sjálfur gaf allt, sem hann átti, gaf líf sitt á krossinum til lausnargjalds fyrir mennina, gaf lif sitt, allt, sem hann átti til þess að sýna þér kærleika sinn. Ekkjan er dauft endurvarp af hans mikla kærleika til mannanna, þess kærleika, sem gefur og krefst ekki. Og þess vegna bendir Jesús oss á ekkjuna. Horfum á hana I allri þessari gengis- fellinguj allri þessari gljáandi, blekkjandi velmegun, öllum þessum sifelldu breytingum, sem minna oss á, að lif vort og gjörvöll tilvist er á hverf- anda hveli, allt er að koma og fara, ekkert varir, allt er dauöanum og for- gengileikanum háö. Allt, já allt, ekkert er undanskilið, allt er dauöanum og forgengileikanum háð, allt nema Hann, hann, sem er lifið, líf kirkju sinnar. „Sjáiö þessa konu”, hann bendir þeim á kærleikann, sem á i vök aö verjast, kærleikann, sem starfar i þögn og yfirlætisleysi, kærleikann, sem vort gráöuga og eigingjarna þjóö- félag viröir að vettugi, heiörar i oröi en afneita I verki. Hann bendir á lítilræð- iö, litillætiö, sem vort sjálfumglaöa þjóöfélag brosið aö. Hann bendir á fórnina, þessa fórn, sem bendir fram til hinnar miklu og algildu fórnar á Golgata, þar sem Hann sjálfur gaf allt, sem hann átti, hann sem sagði: „Eng- inn getur sýnt meiri elsku en þá, aö hann leggur lif sitt i sölurnar fyrir vini slna”: Lif sitt — lif þitt og lif mitt, hvers virði er lif vort, hvert er innihald þess,hvert er markmið þess og grund- völlur? Hann lagði blessun sina yfir fátæku konuna, hún var ekki auðug, en samt átti hún það, sem var öllu ööru dýrmætara og hóf lif hennar upp yfir þann sýndarheim peninga og hluta, sem vé lifum i og lifum fyrir, hóf lif hennar upp til Hans, sem gefur það og viöheldur þvi og nærir þaö og endur- skapar. Það er ekki fátæktin, sem veldur þvi, að kona þessi er betur á vegi stödd. Jesús andmælir ekki þeim riku vegna peninganna. Hann vill einungis, að lif vort sé I samræmi viö vilja Guðs, að lif vort sé gott og eigi hiö eina innihald, sem þvl er ætlaö að hafa, hann vill auöga llf vort og endur- skapa þaö. 1 gömlum negrasálmi segir: Ef lifið væri hægt að kaupa fyrir peninga þá mundu hinir riku lifa en hinir fátæku deyja. En þannig er lifið ekki, þaö fæst ekki fyrir peninga, og lifsgleöin fæst ekki fyrir peninga, hamingjan ekki heldur, ekki ástin eða kærleikurinn. Skyldu þaö þá vera einhverjir spekingar eöa fræöimenn, sem búa yfir þvi valdi aö geta gefiö lifi voru hinn eina varanlega grundvöll, sem þaö leitar? Aldrei veröa spekiorö eins innantóm og i íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.