Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Page 3
návist dauðans, aldrei eins hlægileg og
aumkunarverð — og aldrei verður
hinn eini grundvöllur llfs vors jafn
greinilegur og þá.
Llf vort er skapað til samfélags við
Guð, sem opinberaðist I syni slnum
Jesú Kristi, skapað til trúarsamfélags
við hann. Og vér erum samankomin
hér i helgidómi hans i dag til þess að
lofa hann fyrir það samfélag og til þess
að kveðja systur vora I þessari trú.
Margrét Halldórsdóttir fæddist 5.
ágúst fyrir réttum 70 árum I Haugum
hér I dalnum. Hún var dóttir hjónanna
Halldórs bónda Halldórssonar og Jó-
hönnu Guðnýjar Jónsdóttur. Faðir
hennar var sonur Halldórs Einars-
sonar, bónda í Haugum en móðir
hennar var ættuð frá Hátúnum I A-
Skaftafellssýslu, dóttir hjónanna Jóns
Jónssonar og Matthildar Jónsdóttur.
Faðir Margrétar þótti greindur
maöur, duglegur en nokkuð harður
húsbóndi. Þeim hjónum varð aðeins
tveggja barna auðið, sonur þeirra
Eyjólfur lézt márið 1944. Æska og
unglingsár Margrétar voru erfiður
timi og stritsamur, en árið 1932 veröa
kaflaskipti i lifi hennar, þá afsalar
faöir hennar jörðina Vatnsskóga I
hendurhenni, en jörðin hafði þá verið i
eyöi I nokkurn tima, eða frá þvi að
föðurbróöir hennar Auðunn hvarf
þaöan. Ivar, föðurbrðir Margrétar,
sem var hagur maður og góður
hleðslumaður og byggingamaður,
byggði bæinn fyrir hana, þennan bæ,
sem var heimili hennar i fjóra áratugi.
Seinustu árin var hún þó lengstum
ein með skepnum sinum, sem áttu hug
hennar allan, þær voru henni ef til vill
fyrst og fremst vinir og samborgarar i
hinu mikla sigurverki sköpunarinnar.
Margrét var trygg vinum sinum, en
næm og sár þegar hún varð fyrir
ótrygglyndi eöa óheilindum. Hún var
glaölynd kona og skapmild. Gjöful var
hún og örlát og fengu margir að finna
þann eigineika I fari hennar. En hún
fékk lika að reyna hjálpsemi og
vináttu nágranna sinna og var hún
þeim ákaflega þakklát enda orti hún
þessa visu af þvi tilefni, að nágrannar
hennar hringdu til þess aö fylgjast
með líðan hennar eftir óveður:
islendingaþættir
Ég get ekki frosið,
fennt eða fokið,
ég er sterklega
studd og styrkt.
Eilifur Guð er góður
Hann nærir veikan
gróður.
Af öllum alls staðar er
að mér hlynnt.
Eilifur Guð er góður, hann nærir
veikan gróður. Einföld lifspeki. Guð er
góður, nærir veikan gróður, veika
manneskju, veikbyggða sál, nærir
hana lika, nærir lika þig, ef þú vilt
þiggja næring hans I orði hans, láta þá
næring styrkja lif þitt og bæta, fegra
það og hreinsa, endurskapa það og
endurnýja.
Stundum hefur mér fundizt Margrét
i Vatnsskógum minna mig á Bjart i
Sumarhúsum. Raunar er ekkert jafn-
fjarri sanni. „Það sem maðurinn leitai
að” sagði Bjartur, „finnur hann hjá
sauðkindinni”. Þetta hefði Margrét
aldrei getað tekið undir. Maðurinn
leitar að heimkynnum sálar sinnar,
þau finnur hann hjá skapara sinum og
drottni. Um Bjart i Sumarhúsum og
hans fólk segir höfundurinn: „Sjálf-
stæðið var þeirra mikli höfuðstóll”
Margrét var sjálfstæð kona, frjáls i
fögrum fjallasal hluti þess skapaða
dýrðarverks, sem lif hennar teygaði
af, en höfuðstóll lifs hennar var annar
og meiri Hinn mikli höfuðstóll lifs
hennar var hvorki mældur i löndum né
lausum aurum, hinn mikli höfuðstóll
var sá Guð, sem verndar veikan
gróður, sá Guð, sem verndar og
græðir, styrkir og hressir, hestaflið I
mannsins tilveru, sá kraftur, sem lif
hennar gekk fyrir. Hinn mikli höfuð-
stóll lifs hennar: hver er höfuðstóll lifs
þins? Samsvarar hann innistæðunni i
Kaupfélaginu eða áttu annan varan-
legri og mildari höfuðstól, sem Guð
gaf þér I Jesú Kristi, honum, sem
benti á fátæku konuna, sem gaf, og
sagði: „Sjáið þessa konu”. En ekki
llka eins og hann segi hér og nú: , ,s jáið
þessa konu”.
Hún unni skepnunum sinum og
landinu sinu og blómunum og bænum.
Hún skrifaði þessa fallegu bæn úr
Hulduljóðum eftir Jónas Hallgrimsson
á litinn miða stuttu fyrir andlát sitt á
sjúkrabeði sinu með beiðni um að
miðinn fengi aö fjúka yfir landið
hennar.
Faðir og vinur alls, sem er
annastu þennan græna reit,
Blessaðu faðir, blómin hér,
blessaðu þau I hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt.
Smávinir fagrir, foldarskart
finn ég yður öll I haganum enn.
Veitt hefur Fróni mikið og margt
miskunnar faðir. En blindir menn
meta það aldrei eins og ber,
unna þvf lltt, sem fagurt er,
telja sér lltinn yndisarð
að annast blómgaðan jurtagarð.
Neðst á miðann ritaði Margrét þessi
einföldu bænar- og lofgjöröarorð:
Drottinn blessi mig og mína
og bæinn minn.
Guði sé lof og þökk fyrir allt.
Vér kveðjum hana I dag, systur vora
I Vatnsskógum. Brakið i stiganum er
hætt og hljóðið á strokknum er llka
þagnað og skepnurnar hennar hafa
kvatt: gömul kona staulast ekki
framar upp að fjárhúsunum. Hún
leyfði mér aö handleika strokkinn
sinn oggaf mér smjörsköku að lokum.
Gefur hún þér ekki eitthvað að lokum,
einhverja minningu, einhverja
umhugsun, einhverja þakkláta
hugsun, einhverja andlega smjörs-
köku að lokum.
Lofaður sé Guð sem gaf oss hana,
Hann, sem gefur oss allt, sem vér
þörfnumst til likama og sálar, lifið,
þennan dag og þessa stund, lofaö sé
hans heilaga nafn. Amen.
ATHUGIÐ:
Fólk er
eindregið hvatt
til þess að skila
vélrituðum
handritum
að greinum í
íslendingaþætti,
þótt það sé ekki
algjört skilyrði
fyrir birtingu
greinanna.