Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Page 4

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Page 4
Guðmundur R. Jónatansson fyrrverandi sundhallarvörður Fæddur 15. nóv. 1900. Dáinn 27. sept. 1974. Fáein kveöjuorð. Það er undarlegt hvað eitt samtal I síma getur gert mann undrandi og al- gerlega orðvana, eða svo reyndist það með mig, þegar siminn hringdi að kvöldi þess 27. sept. s.l. og ein af systr- um konunnar minnar sagði okkur að þá um morguninn hefði látizt að heim- ili sinu einn af góövinum okkar og fyrrverandi svili minn, Guðmundur R. Jónatansson. Hann Guðmundur dá- inn! Hann, sem hafði komið til okkar fyrir 2-3 dögum kátur og hress að vanda og leikið á als oddi, með glens og spaugsyrði á vörum, eins og hans var jafnan vandi. Sem snöggvast neit- aði ég með sjálfum mér að tróa þessu, svo fjarlægt fannst mér þetta hlyti að vera, en er frá leið og ég fór að átta mig á hlutunum nánar, komu i huga minn þessar ljóöllnur skáldsins ,,að skjótt hefur sól brugðið sumri.” Guðmundur Ragnar Jónatansson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur að Reykjum i Hrótafirði hinn 15. nóv. árið 1900, sonur hjónanna Jónatans Jósafatssonar og Sæunnar Guðmunds- dóttur, er þar bjuggu þá, en fluttust skömmu siðar aö Skeggjastööum I Miöfirði, þar sem Guðmundur ólst upp I stórum systkinahópi, til fullorðins ára, en ætt hans kann ég ekki að rekja frekar, enda ekki ættfróður, og mun ég þvi láta öðrum það eftir. Kynni okkar Guðmundar hófust fyrst árið 1939, er ég hugðist læra að aka bifreið, en hann stundaöi þá leigu- bilaakstur á gömlu „Aðalstööinni” ásamt ökukennslu. Féll mér strax mjög vel við Guðmund, en þvi miöur urðu kynni okkar ekki löng I það sinn, þvi að hann veiktist og ég varð þvi aö útvega mér annan ökukennara. Næst lágu leiðir okkar Guömundar saman árið 1946, þegar það atvikaöist svo, að hann kynntist systur konunnar minnar, Guðnýju Jónsdóttur frá Sel- koti I Þingvallasveit, og giftu þau sig i ágúst það sama sumar, en slitu sam- vistir nú fyrir fáum árum. Þeim Guðmundi og Guðnýju varö ekki barna auðið, en systkin, sem voru ung að árum, og móðurlaus, tóku þau að sér, og ólu upp, sem sin eigin börn, og reyndist Guðmundur þeim, sem hinn ástrikasti faðir, enda barngóður svo af bar. Kynni okkar Guömundar hófust nú að nýju með allt öðrum og nánari hætti, við fundum brátt að við áttum ýmis sameiginleg áhugamál, sérstak- lega á sviði andlegs og trúarlegs eðlis, þvi Guðmundur var mikill trúmaður og það svo, að fáum hefi ég kynnzt slikum um ævina. Aldrei kom i huga hans efi um að lif væri að loknu þessu lifi. Hann starfaði mikið að þessu áhugamáli slnu hin sið- ari ár, og þar á meðal allmikið með Hafsteini Björnssyni miðli, og er það einlæg von min, að nú hafi hann hitt vin sinn „Runka” og þeir rifjað upp gömul og góð kynni, ásamt fleiri góð- um vinum sinum frá „hinum heimin- um.” Guðmundur var einn þeirra manna, er öllum vildi hjálpa, er i erfiðleikum áttu, bæði andlegum og likamlegum, og þiggja vildu hjálp hans. Ég sagði áðan aö mér hefði komið fráfall hans mjög á óvart svo snögg- lega, en þetta var hann sjálfur marg búinn að segja, að það myndi bera brátt að, þegar að þvi kæmi, það var hann jafn sannfæröur um, og aö nótt fylgir degi, en aö það ylli honum nokkru hugarangri, það var viðsfjarri, þvert á móti, slikur var trúarstyrkur hans. Nú ert þú, kæri vinur horfinn yfir móðuna miklu, þar sem þú munt nú „krjúpa að fótum friðarboðans, fljúga á vængjum morgunroðans, meira að starfa guös um geim”. • Fósturbörnum þinum, sem nú eiga á bak að sjá ástrlkum fósturföður, svo og öðrum ættingjum og vinum, færi ég og fjölskylda min, okkar dýpstu samúð, megi algóöur guð styðja þau og styrkja um alla framtfð. Að lokum vil ég, kæri vinur. þakka þér samfylgdir, og enda þessi fátæk- legu kveðjuorð meö þessum ljóðlinum skáldsins: „Far þú I friði, friöur guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt”. Valdimar Lárusson. 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.