Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Qupperneq 5
Jón Sigurjónsson hreppsstjóri i Ási Hann lézt að heimili sinu, Asi' I Hegranesi, hinn 3. dag júlimán. s.l. hafði átt við vanheilsu að búa um nokkurra ára skeið, þótt fljótt yrði um hann að lokum. Jón hafði búið i Asi hátt i hálfa öld, lengstum stóru búi. Jörðin er falleg. Bærinn stendur i miðju túni, sem liggur sunnan i Asnum og hallar niður að vatninu við túnfótinn, Ásvatni. Hið fangviða fram-hérað Skagafjarðar blasir við, þar sem Héraðsvötn liðast i mörgum kvislum eftir miðju Eylendinu með ótal eyjum og hólmum, en fagursköpuð fjöil á báða bóga, með Glóðafeyki að austan og Mælifellshnúk aö vestan. Jóni þótti vænt um þessa jörð eins og hún var, er hann tók við henni — án allra nýtizku breytinga og bóta. Hann var svo innilega órjúfanlega tengdur jörð sinni, heimili sinu, að hann naumast þoldi að vera nætursakir að heiman, enda mun það sárasjaldan hafa komið fyrir. Hef ég eigi annan mann þekkt, er svo væri bundinn við heima-arin, að þætti sem þaðan mætti eigi vikja stundinni lengur. Gerði Jón og ekki viðreist um dagana, mun sjaldan hafa lagt héraðsmörk að baki. Fyrir eigi mörgum árum sat hann aðalfund S.I.S. i Bifröst sem fulltrúi Kaupfél. Skagfirðinga, hitti þar og ræddi við ýmsa kunna menn, er hann hafði eigi áður séð, og hafði mikla ánægju af. Bjó hann lengi að þeirri för, sem var hin legsta, er hann hafði farið. En þótt Jón i Ási væri eigi viðförull maður né heldur tiður gestur á mann- fundum utan sinnar heimabyggðar, þá fór þvi fjarri, að á honum væri nokkur heimalningsbragur. Þvert á móti. Hann var að visu hægur i framgöngu, hlédrægur og hélt sér eigi fram. En hann var frjálsmannlegur i viðræðu, gestaglaður og höfðingi heim að sækja. Jón var fæddur á Bessastööum i Sæmundarhlíð 16. júni 1896, sonur Sigurjóns siðar bónda þar og á Varma- landi, Jónssonar hreppstjóra á Hóli, Jónssonar, og konu hans Bjargar Runóifsdóttur bónda i Meðalheimi á Asum, Jónssonar. Dvöldust þau hjón islendingaþættir lengstum á ættarslóðum Sigurjóns i Sæmundarhlið, og þar átti Jón æsku sina. Eigi naut hann menntunar eða fræðslu umfram það, er barnaskóli mátti veita. En hann var greindur og námfús og bjó vel og lengi að þeirri fræðslu, er hann hlaut hjá ágætum kennara, Friðriki Hansen. Rómaði Jón kennslu hans æ siðan og hafði ósjaldan á oröi við þann, er þetta ritar hver afburðakennari Friðrik hefði verið, ljúfur og skemmtilegur. Arið 1924, þ. 10. nóv., kvæntist Jón Lovisu Guðmundsdóttur, ólafssonar, bónda og sýslunefndarmanns i Asi, og konu hans Jóhönnu Einarsdóttur: voru þær Lovisa og Kristbjörg, tvibura- systir hennar, yngstar þeirrar Ás- systkina, fæddar 1904. Kvonfangið mun Jón æ siðan hafa metið sér til mestrar hamingju. Lovisa reyndist honum eigi aðeins góð kona og góð móðir barna þeirra, hún er og góð og myndarleg húsmóðir, búsýslukona hin mesta og afburða dugleg. Þau Jón og Lovisa giftust, sem fyrr var sagt, haustið 1924. Vorið eftir fóru þau að búa i Ási á möti foreldrum Lovisu. Gekkst bú þeirra vel við. Hélt svo fram til 1936, er gömlu hjónin létu af búsýslu. Eftir það tóku yngri hjónin við og bjuggu I Asi 1. alla stund unz dagar Jóns voru uppi. Siðustu árin, er Jón var mjög þrotinn að heilsu, hvildi búreksturinn að miklu leyti á herðum Lovisu og Magnúsar, sonar þeirra hjóna, er þá var og að nokkru tekinn við búi. Jón i Asi hafði löngum stórt bú. Búnaður hans allur var með gömlu sniði, mótaður af fastheldni, sparsemi og nýtni. Eigi stóð hugur Jóns til mik- illa framkvæmda i búnaði, meir var hann hneigður til að safna fjármunum, enda varfærinn, aðsjáll og fasthaldur á fé, traustur i fjármálum, gróinn i efnum. Gestrisni var mikil i Asi, tekið með rausn á móti hverjum manni, sem að garði bar, og voru hjónin þar hvort sem annað. Til þeirra var ávallt gott að koma. Jón Sigurjónsson naut trausts sveitunga sinna og annarra til trúnaðarstarfa. Hann sat I hrepps- nefnd um 20 ára skeiö og var alla þá stund gjaldkeri sveitarsjóðs: hann var og lengi i stjórn sjúkrasamlags. Deildarstjóri Ripurdeildar Kaupfélags Skagfirðinga fjölda ára: hreppstjóri Ripurhrepps frá 1962. Trúnaðarstörf öll, sem Jóni voru faiin, annaðist hann af stakri vandvirkni og nákvæmni. Var það og eitt einkenna hans að hvert starf, það er honum var falið að inna af hendi, vildi hann ljúka við og leysa svo skjótt, sem frekast mátti verða. Þótti mér stundum nóg um, er við unnum saman, og kallaði bráðlæti. En Jón hirti litt um og hélt sinu striki, sem hann og vel mátti.Jón var kappsmaður og sást eigi alltaf fyrir: var honum, sem fleiri slikum mönnum, þvert um Framhald á 7. siðu. 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.