Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Side 7

Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Side 7
bátum, en vináttan hélzt óbreytt. Eftir að við fluttumst i Framkaup- stað 1929 urðum við aftur nábúar, og börn þeirra gerðust vinir okkar barna. Systir min Ragnhildur, maður hennar og börn bjuggu i Skuld hjá þeim hjón- um árum saman, og allir voru sem einn maður i húsinu. Elzta dóttir Stefaniu og Kristjáns, Jóhanna, giftist nú Ingólfi syni Auð- bjargar systur minnar, greindum og góðum dreng. Þau eignuðust efnilega dóttur, Jenný. En „sorgin gleymir engum”, segir skáldið. Bráðlega veiktist þessi góða unga kona, svo að hún varð að fara á heilsuhæli og dvelj- ast þar lengi. Það kom þvi á herðar ömmu og afa ásamt föðurnum að ann- ast um litlu stúlkuna. Hann dvaldist áfram á heimili tengdaforeldra sinna, meðan dóttirin var i bernsku, og batt mikla vináttu við þau til æviloka þeirra. Svo var það 1944, að litill drcngur fæddist inn i heimilið: Svavar Kristinsson, sonur Ingibjargar, yngstu dótturinnar. Var það ömmu og afa mikið gleðiefni að fá dreng á heimilið, enda átti Svavar eftir aö vera mikil stoð og stytta afa sins á efri árum. Miklir umbrotatimar höfðu gengið yf- ir. Kreppan skall á um 1930 og kom illa við Eskfirðinga. Mörg ráð voru upp- hugsuð til úrbóta, en baráttan var hörð. Er óhætt að segja, að þeir félag- ar og vinir hafi léð öllum góðum mál- um lið, sem til framfara horfðu i pláss- inu. Heimsstyrjöld önnur hafði geisað og gengið hjá. Landið var orðið sjálf- stætt, og almenn bjartsýni rikti. Þrjátiu ár voru liðin frá þvi að við kynntumst þessu góöa fólki. En „allt tekur enda, sem okkur er veitt”. Svo fór einnig um samvistir þeirra vin- anna einn drungalegan nóvemberdag 1946. Og enn var það bátur, sem hélt úr höfn, I þetta sinn flutningabátur frá Hornafirði. Snemma á árinu 1948 fór ég til Reykjavikur, og má heita, að þá hafi heimilisfestu minni á Eskifirði lokið. Mér auönaðist þó 1951 að koma þangað aftur og dveljast þar mikinn part úr sumrinu, sem ég hefi gert hvert sumar siðan. Mér er óhætt að segja, að enginn hafi fagnað mér betur þar en hjónin i Skuld, en áður var ég búin að hitta hér i Reykjavik dætur þeirra, Jóhönnu og Guðrúnu, og njóta alúðar þeirra. Þegar ég kom austur 1953 og hitti þau að vanda, var Stefania mjög farin að heilsu. Vel man ég daginn sem við kvöddumst um haustið og hún fylgdi mér út á hlaðið að venju, nú i siðasta sinn. Mikið skelfing var þetta nú allt öðruvisi en áður, allt nema vináttan. Snemma á árinu 1954 varð Kristján vinur minn að sjá á bak sinni góðu og duglegu konu og fósturbörnin ástkærri islendingaþættir ömmu. Ingibjörg settist þá alveg um kyrrt heima hjá föður sinum og syni, sem var á tiunda ári, og hélt heimili með föður sinum alla tið, meðan heilsa hans leyfði, eða um 18 ár, og var hon- um sannarlega góð. Arið 1962 fæddist inn i heimilið dóttir Ingibjargar, Jóhanna Eiriksdóttir. Var hún afa sinum mikill ánægjuauki og hann henni. Dætur hans, sem bú- settar voru annars staðar, báru mikla umhyggju fyrir föður sinum og heim- sóttu hann nærri hvert sumar. Svavar byggði sér hús I túni afa sins og býr nú þar. Var það Kristjáni mikið gleðiefni, og enginn sonur hefði getað verið hon- um betri en Svavar. Seint á árinu 1971, þegar Kristján stóð á áttræðu, varð hann að fara til Reykjavikur að leita læknishjálpar og var til húsa hjá Guðrúnu dóttur sinni. Þar bar fundum okkar saman i siðasta sinn snemma árs 1972, er mér var boð- ið þangað ásamt Sigrúnu dóttur minni og manni hennar, Hilmari Bjarnasyni, en Kristján hafði miklar mætur á hon- um. Kristján var þá vel hress og kátur og alúðlegur. Við föðmuðumst og kvöddumst innilega. Honum auðnaðist ekki að komast aftur til Eskifjarðar til dvalar. Hann lézt 17. ágúst s.l. á Hrafnistu og var jarðsettur á Eskifirði 24. s.m. Kristján var fæddur 26. júli 1891 að Þuriðarstöðum á Héraði, sonur hjón- anna Jóns Péturssonar og Jóhönnu Stefánsdóttur, og voru þau bæði af Héraði. Eftir aö hann kvæntist 1914 Stefaniu Bjarnadóttur frá Sveinsstöð- um I Hellisfirði, bjó hann alla tið i Skuld á Eskifirði — húsi sem hann og bróðir hans Bogi byggðu um það leytL Nú er allt þetta góða fólk burtu farið úr Skuld, en húsið hnipir af harmi og ókunnir fætur stiga nú þar um stéttir. Borghildur Einarsdóttir frá Eskifirði O Jón geð að fresta þvi til morguns, sem gera mátti i dag. Þau hjón eignuðust 10 börn, efnileg og mannvæn öll, og eru 9 á lifi, talin hér I aldursröð: Hilmar, húsasmiður á Sauðarkr., ókvæntur. Asmundur, rennismiður i Vestmannaeyjum, kv. Birtgit Anders. Björgvin, skrifstofumaður á Sauðá- króki kv. Jófriði Tobiasd. Sigurður, verkstjóri hjá Gefjuni Akureyri, ókvæntur. ólafur verkamaður á Sauð- árkróki býr með Ingibjörgu Eðvalds- dóttur. Jóhanna.húsfrú i Keflavik suð- ur, gift Steingrimi Lilliendal. Þórunn, húsfr. i Garði I Hegranesi, gift Sigur- jóni Björnslsyni. Magnús, bóndi i Asi, ókvæntur. Sigurlaug, húsfr. I Króki á Kjalarn., gift Gunnari Hólm Guð- björnssyni. Son misstu þau Ashjón, Ingimar, i byrjun marzmánaðar 1962, tæplega þritugan að aldri. Hann lézt með voveiflegum, hætti, mikill efnis- maður og öllum harmdauði. Með þeim hjónum dvöldust siðustu ár ævinnar Guðrún, föðursystir Jóns, fjörgömul (f. 1854), og foreldrar hans. Naut Lovisa mikilsverðrar hjálpar þeirra Guðrúnar og Bjargar við innan- bæjarstörf, meðan þeim entist máttur til: að öðru leyti var hún ein, meðan börnin voru að vaxa úr grasi — og komst þó yfir að sinna útistörfum, bæði heyskap og mjöltum. Og enn getur hún tekið til höndum — og han d- brögðin öll mótuð af myndarskap og smekkvisi. Jón i Asi er allur. Fámennu sveitar- félagi var hann styrk stoð, ábyrgðar- maður og eigi veifiskati. Jón var i hærra lagi, grannvaxinn og grann- leitur, vel farinn i andliti. Hann var greindur maður og skýr i hugsun, alvörumaður, fátalaður oftast, einstefnumaður og eigi allra leika, lundin stór og litt sveigjanleg, kapp- drægur og ekki fyrir það gefinn að láta hlut sinn að óreyndu. Hann hataði leti og ómennsku, óreglu og ábyrgðar- leysi, þótti sem oft væri sjálfskapar- viti, ef mönnum farnaðist misjafnlega. En hann var vinur vina sinna. Við vorum nánir samstarfsmenn i sveitar- stjórn og öðrum málum ýmsum i meira en fjóra tugi ára og raunar allt fram á þetta , siðasta ár. Eigi vorum við alltaf á einu máli, en samstarf okkar var eigi að siöur jafnan með ágætum, og má ég minnast þess með einlægu þakklæti. Jón var sönghneigður og lék á hljóð- færi, var kirkjuorganisti langtimum saman. Hann var kirkjuvinur: naut kirkjan mikillar ræktarsemi og góðra gjafa þeirra hjóna. Jón Sigurjónsson var að ýmsu leyti sérstæður maður og eftirminnilegur þeim, sem með honum unnu. Að honum er sjónarsviptir. Við hjónin þökkum þeim Ashjónum löng og góð kynni og óskum Lovisu og börnum þeirra allrar blessunar. Gfsli Magnússon. 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.