Íslendingaþættir Tímans - 23.11.1974, Side 8
Tveir verkstjórar sextugir
Jón Jónsson og
Guðmundur Maríasson
Jón Jónsson verkstjóri á afgreiðslu
Eimskipafélags tslands og Skipaút-
gerðar rikisins á Akureyri fæddist á
Akureyri 15. ágúst 1914 og Guðmundur
Mariasson verkstjóri á afgreiðslum
sömu skipafélaga á Isafirði fæddist að
Kolsá i Grunnavikurhreppi 4. septem-
ber sama ár. Þessir sómamenn hafa
þvi nýverið fyllt sex tugi ára á lifskeiði
sinu.
Báðir eiga þessir menn það sameig-
inlegt að vera mjög hlédrægir menn,
en hjálpfúsir og liprir þegar sliks ger-
ist þröf. Við, sem um lengri eða
skemmri tima höfum starfað á kaup-
skipum getum allir borið þar að. Báöir
þessir heiðursmenn völdu að hafa
kyrrð um þessi merku timamót ævi
sinnar. En hjá þvi verður naumast
komizt að nú eftir á sé þessa getið litil-
lega.
Vil ég fyrir allra farmanna hönd,
sem leið hafa átt til áðurgreindra
hafna færa þessum mönnum báðum
beztu heilla- og hamingjuóskir, með
þakklæti fyrir samstarf og aðstoð á
Jón Jónsson.
liðnum árum, og alveg sérstaklega ber
að þakka kunningsskap og vináttu sem
myndazt hefur og aldrei rofnar, já
aldrei rofnar fyrst og fremst vegna
drengskapar þeirra.
Ég veit að bæði afmælisbörnin æskja
ekki mikils máls eða langdregins
vegna þessara timamóta, en eins og
áöur er getið er óhjákvæmilegt annað
en að minnast þeirra nokkuð hér. Skal
ég leitast við að vera stuttorður.
Jón Jónsson verkstjóri á Akureyri er
sonur hjónanna Guðnýjar Jóhanns-
dóttur og Jóns Sigurðssonar skipa-
smiðs á Akureyri. Þegar ég var barn
að aldri man ég að mikill kunnings-
skapur var á milli foreldra minna og
foreldra hans, enda vorum við nábúar.
Um skeið var Jón settur til fósturs
að Syðra-Koti i Möðruvallasókn, en
um fermingu er hann alkominn til
Akureyrar. A árinu 1932 hefst hans
raunverulega ævistarf, þvi þá fer hann
að vinna hjá hinum mikla sómamanni
Jakobi Karlssyni, sem rak skipa-
afgreiðslu fyrir Oliuverslun íslands og
fleira. Afgreiðsla Rikisskip og Eim-
skip á Akureyri ber enn þann dag i dag
nafn þessa mikla atorkumanns, en er
nú i formi hlutafélags. Jakob Karlsson
lézt árið 1957.
Jón Jónsson hefur frá árinu 1932
starfað við skipaafgreiðslu þessa
fyrirtækis, og man ég það og hef fengið
staðfest siðar, að Jakobi Karlssyni féll
strax vel við Jón i starfi hjá sér, enda
er maðurinn bráð heiðarlegur, dugleg-
ur og réttsýnn. Eftir 15 ára starf
verður Jón verkstjóri við skipa-
afgreiðsluna og hefur verið það siðan,
og I verkstjórastarfinu hefur Jón ekki
brugðizt fyrra trausti húsbænda sinna.
Kvæntur er Jón Brynhildi Jónsdótt-
ur frá Tungu i Skagafirði.
Guömundur Mariasson er sonur
hjónanna Mariasar Jakobssonar sjó-
manns og Guðrúnar Jónsdóttur frá
Snæfjallaströnd. Guðmundur ólst upp
að Gullhúsá við Snæfjallaströnd (þar
sem Lási kokkur fæddist) en fluttist til
Isafjarðar árið 1950 og stundaði ýmis-
konar vinnu þar bæði til sjós og lands
uns hann varð verkstjóri við afgreiðslu
Eimskips á Isafirði, en á Isafirði er
ekki sami aðili með afgreiðslu þessara
Guðmundur Maríasson.
tveggja skipafélaga, en Guðmundur
hefur til þessa dags gegnt báðum þess-
um störfum.
Kvæntur er Guðmundur Unni
Kristjánsdóttur frá Helgafellssveit i
Breiöafirði.
Við Guðmundurkynntumst ekki fyrr
en hann byrjar störf við afgreiðslu
Rikisskips árið 1958, og þvi get ég ekki
þrætt feril hans af eigin kunnugleika
aftur fyrir þann tima eins og með Jón,
en heiðarleiki, dugnaður og réttsýni
Guðmundar er sú sama og Jóns.
Eins og fram kemur i upphafi ér þaö
gegn vilja afmælisbarnanna að rita
um þá langt mál, eða þræða lifsferil
þeirra lið fyrir lið gegnum sex
áratugi, og þvi hef ég haldið mér við
þaö sem við á farskipum þekkjum og
vitum, en þó i stuttu máli. Ég veit að
ég tala fyrir hönd allra farmanna þeg-
ar ég þakka alit á liðnum árum og óska
þeim og f jölskyldum þeirra allra heilla
og blessunar um öll Ikomin æviár.
Kveðjuorð min verða hin sigildu
lokaorð: Lifiö heilir sem lengst
heiðursmenn.
Böðvar Steinþórsson.
islendingaþættir
8