Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 1
ISLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 2. ágúst 1975 — 26. tbl. 8. árg. No. 217. TIMANS Þorgils Guðmundsson fyrrv. kennari, Reykholti Þann 26. jUnl s.l. lézt á sjúkrahúsinu á Sólvangi I Hafnarfir&i Þorgils Guö- mundsson, fyrrv. kennari að Hvann- eyri og Reykholti i Borgarfirði á 83. aldursári. Meö Þorgils Guðmundssyni er fall- inn I valinn glæsimenni, sem var hvort tveggja I senn háttvis iþrótta- og félagsmálamaður og.kennari, maður sem gat með réttu sagt að hann nlddist á engu þvi er honum var til trúað. Þorgils Guðmundsson var fæddur á Valdastöðum I Kjós þann 4. desember 1892. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinbjarnarson, bóndi þar og kona hans Katrin Jakobsdóttir. Hann ólst upp með foreldrum sinum og systkin- um og lauk búfræðiprófi frá Bænda- skólanum á Hvanneyri vorið 1915. Eftir það gerði hann hlé á námsdvöl sinni þar til að hann fór til Danmerkur til iþróttanáms og stundaði það vetur- inn 1921-1922. Sumarið 1922 stundaði hann smiðanám I Sviþjóð. Eftir það nám hélt hann heim og gerðist þá kennari og ráðsmaður við Bænda- skólann á Hvanneyri. Halldór Vil- hjálmsson, skólastjóri á Hvanneyri var glöggur á menn að talið var og valdi jafnan úr hópi nemenda sinna þá sem hann treysti bezt til þess að vera bústjóri á skólabúinu. Þorgils var einn i þeim hópi, sem naut þess trúnaðar Halldórs. Kennari og bústjóri að Hvanneyri var hann til ársins 1929. Þá heldur Þorgils enn utan og þá til fram- haldsnáms i iþróttum og þá að Voss i Noregi og var þar veturinn 1929-1930. Þessi ferð Þorgilsar stóð i sambandi við það að ráðið var að hann yrði einn af þeim kennurum sem tækju við kennarastarfi við Héraðsskólann i Reykholti, sem gert var ráð fyrir að tæki til starfa 1931. Þorgils fluttist þvi að Reykholti 1930 er hann kom heim aftur frá Noregi og þá sem bóndi á nokkrum hluta jarðarinnar en tók svo við kennarastarfinu við Héraðs- skólann i Reykholti 1931 og sinnti þvi starfi til 1947. Þá lét hann af kennslu- störfum en gerðist þá fulltrúi á skrif- stofu fræðslumálastjóra og siðar skrif- stofustjóri i þeirri skrifstofu fram til þess að hann varð að láta af störfum fyrir aldurs sakir, eftir það starfaði hann sem lausráðinn starfsmaður þar meðan heilsan leyfði. Þann 5. júni 1924 kvæntist .Þorgils Halldóru Sigurðardóttur frá Fiskilæk i Melasveit. Hún lézt hinn 21. september 1966. Halldóra og Þorgils eignuðust þrjú börn sem öll eru á lifi, Óttar skrif- stofumaður i Reykjavik, kvæntur Erlu Hannesdóttur, Birgir fulltrúi hjá Flug- félagi Islands, kvæntur Ragnheiði Gröndal og Sigrún gift Matthiasi A. Mathiesen, fjármálaráðherra. Þau Halldóra og Þorgils voru sam- hent um flest, bæði voru þau þægilegar manneskjur og háttvisi var þeim báð- um töm. Halldóra var mikil húsmóðir og ekki spillti húsbóndinn heldur heimilishaldinu þvi hann var einnig sérstakt snyrtimenni. Heimili þeirra Halldóru og Þorgilsar var þvi rómað fyrir myndarskap og snyrtimennsku i hvivetna og var þar jafnan gaman að koma og ánægjulegt að sjá handbrögð- in sem einkenndu heimilishald þeirra. Enda þótt iþróttahæfileikar Þor gilsar og iþróttakennslu hans muni gæta mest i frásögn af lifsstarfi hans þá átti hann þó mikinn þátt i öðru félagsstarfi auk kennslunnar, en henn- ar verður einnig að góðu getið. Þorgils Guðmundsson var alinn upp i Ungmennafélaginu Dreng i Kjós og var stofnandi þess félagsskapar, hann hélt áfram starfi sinu sem ungmenna- félagi meðan hann hafði möguleika til og starfaði þess vegna ekki eingöngu i ungmennafélaginu,sem hann tók þátt i að stofna, heldur einnig i ungmenna- félögunum I Borgarfirði og varð oftar en einu sinni formaður Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Þorgils Guðmundsson vann að félagsmálum sem og öðrum málum, sem hann vann að af lifi og sál. Það sem einkenndi starf hans yfirleitt var hinn sanni félagsandi, háttvisi og prúðmennska, hann var að visu kapps- fullur um að mál næðu fram að ganga, sem hann fylgdi eftir en hann gerði það með þeim hætti að hann átti auð- velt með að fá fylgi við þau. Þorgils Guðmundsson var einnig laginn og góður kennari, hann átti auðvelt með að halda aga hjá nemendum sinum m.a. vegna þeirra vinsælda, sem hann naut hjá þeim. Ég átti þvi láni að fagna að njóta kennslu Þorgilsar Guðmundssonar. Mér er minnisstætt þegar ég sá hann i fyrsta sinn,þannig að ég hafði af hon- um nokkur kynni. Þorgils var auk þess að vera kennari og bóndi I Reykholti, simstöðvarstjóri og nokkrum dögum eftir að ég kom til náms i Reykholti var ég kallaður i sima. Simanum var

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.