Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 5
Þegar vinna hófst viö Skeiöaáveit- una, hófst starf Jóns þar. Ariö 1922 hófst áratuga gott samstarf Geirs Soéga, vegamálastjóra og Jóns og var raunar ekki aðeins milli þeirra. Mér kom i hug, að Geir þekkti okkur vega- karlana með nafni. Jón vann fyrst við flóðgarða og girðingar á Skeiöum, en siðar við vegagerðarverkstjórn allt til ársis 1962." Hér lýkur tilvitnun i ræðu sr. Eiriks á útfarardegi Jóns. Þessu til viðbótar vil ég gera grein fyrir persónunni sjálfri. Af framansögöu er ljóst, að Jón var af góðu bergi brotinn og enginn ættleri. Hann var hinn myndarlegasti maður i sjón, vel meðalmaður á hæð og þreklega vaxinn, enda karlmenni hið mesta og sterkur vel. Hann var og hin mesta hamhleypa til verka, að hverju sem hann gekk. Ég man vel handtök hans, þegar við vorum i á- kvæðisvinnunni við flóögarðana á Skeiðunum og byggingu Biskups- tungnavegar. Jón var einnig verklag- inn og lét vel að segja fyrir verkum. Hann var allskaprikur og gat átt það til að vera nokkuð harðorður, ef hon- um likaði ekki verklag manna og iðju- semi. En traustur maður var hann og trúr I sinu starfi. Þvi kynntist ég vel þar sem ég vann með honum við bók- færslu vegagerðarinnar árum saman. Það voru háar fjárhæðir, sem Jón handfjatlaði árlega og þar varð að gera gréin fyrir hverjum eyri. Var það og vel metið af vegamálastjóra, þegar kvittun fylgdi hverjum eyðslueyri, enda sýndi vegamálastjóri Jóni mik- inn trúnað. Annað mál er, að það var ekki alltaf vinsælt að vera vegaverkstjóri og eiga að skipta tiltölulega litilli fjárhæð, sem ætluð var til viðhalds vega hvert ár, i marga staði, er viðgerðar þörfnuðust. Mér skilst, að sömu vandræði séu enn I dag á þessu sviði. Vist er, að Jón reyndi að veita fénu þangað, sem hann áleit þörfina brýnasta. En ekki tókst alltaf að gera menn ánægða. Hver hugsaði mest um sinn veg og svo mun það jafnan verða. En ég hygg að Jóni hafi með lagni sinni oftast tekizt að þræða meðalveginn. Og vel var hann látinn af undirmönnum sinum. Jón var vel greindur maður og vel að sér i sinni atvinnugrein, þó aldrei gengi hann i skóla. Hann var glaður i viðmóti og bjó yfir frábærri frásagn- arlist, fyndinn vel og orðheppinn. Ég hefi fáa þekkt hans líka i þeirri grein. Slikum mönnum er oft borið á brýn, aö þeir hagræði sannleikanum eftir þörf- um! Það tel ég ekki rétt vera um vin minn, Jón. En hitt er annað mál, aö nokkuð er rétt I þvi sem Sigfús þjóð- sagnafræðingur Sigfússon sagði eitt sinn um þetta efni: „Sagan krafðist þess, að segja þetta svona!” Sagan þarf ekki að vera ósönn, þótt notuð séu mörg orð til þess að gera söguna skemmtilega og létta skap áheyrenda. Þá list kunni Jón, vinur minn, og beitti þvi vel á stundum. Ég man t.d. eftir þvi, að Jón kom einu sinni til roskins manns, sem lá rúmfastur vegna gigt- arflogs. Jón settist hjá honum og fór að segja honum sögur, m.a. af ungum og fallegum stúlkum. Og fyrr en varði reis sjúklingurinn upp og var kominn fram á gólf fyrr en varði. Gigtin horf- in! Ég get ekki stillt mig um að geta þess hér, að hinn orðhagi maður, sr. Eirikur Eiriksson, sagði svo I ræðu sinni um þessa hlið gáfna J. Ingvars- sonar: „Mér kemur oft i hug, þegar ég hugsa um orðkyngi Jóns og stórgert gaman hans stundum, forfaðir hans Halldór biskup Brynjólfsson á Hólum, er þótti gamansamari en settlegum biskupi sæmdi. Jón gætti sóma sins vissulega. Ég hugsa til langafabróður hans, Gisla Magnússonar, latinuskólakenn- ara, er flestum var fremri að orðsnilld um sina daga, hvort sem var á Is- lenzkri tungu, latneskri eða jafnvel griskri og allramanna gamansamast- ur og fyndnastur.” Séra Eirikur þekkti Jón mjög vel, þar sem hann var nágranni hans i bernsku og vann mörg sumur i vega- vinnu hjá honum. Um lyndiseinkunn Jóns sagði sr. Eirikur, að hann hefði verið traustur maður i störfum sinum og lifi. Svipurinn meitlaður og þungbú- inn stundum, en heitt hjarta bjó i barmi, góður nágranni, góður vinur gamalmenna og barngóður með af- brigðum. Ég get sannarlega tekið und- ir þessi orð séra Eiriks og bætt þvi við að Jón var góður vinur vina sinna og allra skyldmenna. Hann sýndi móður sinni mikla ræktarsemi og hálfsýst- kinum sinum, börnum hennar og Bjarna Eggertssonar, seinni manns hennar, þeim Eggerti, Arna og Aðal- heiði. Þau þekkti ég vel, þar sem þau voru ágætir félagar minir. BræðurniV eru löngu dánir, en Aðalheióui em a lifi. En þess skal getið hér að Hjördis, dóttir Aðalheiðar, gat hlúð að frænda sinum siðustu lifsstundir hans.— Er ég að lokum læt hugann fljúga til baka, er enn margs að minnast frá kynnum okkar Jóns. En þetta eitt skal að lokum sagt. Einna hæst ber i minningu minni, þegar ég heimsótti þau hjón i fyrsta sinni I sjúkrahúsið að Sólvangi. Þau voru þá bæði sjúk og þurftu á daglegri hjálp hjúkrunarfólks að halda, en höfðu fótavist. Þá var Jón kominn á áttræðisaldur og hafði ráðstafað öllum eigum sinum eystra. Hann hafði ekk- ert tekið með sér, nema það er nauð- syn krefði til daglegra þarfa og var i sjúkraherbergi meö tveimur öðrum. Samt var hann glaður I viðmóti og gerði að gamni sinu við hina sjúkling- ana. Engin æðruorð féllu — og vorum við þó vel kunnugir. Ef þetta er ekki sönn hugprýði og karlmennska, þá kann ég ekki skil á þeim hugtökum. Og svona var framkoma Jóns siðustu ár- in, þótt sjúkur væri, þar til hann fékk fyrrnefnt áfall er flýtti för hans yfir landamærin. Hann var æðrulaust karl- menni til hinztu stundar. Otför hans var mjög fjölmenn. Sýndi það vinsældir hans, enda þótt áratugur væri liðinn frá þvi hann lét af störfum. Slíkra manna er gott að minnast. Ritað á Jónsmessu 1975. Ingimar H. Jóhannesson. ATHUGIÐ: Fólk er eindregið hvatt til þess að skila vélrituðum handritum að greinum í íslendingaþætti, þótt það sé ekki algjört skilyrði fyrir birtingu greinanna. íslendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.