Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 8

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 8
Til Baldvins Þ. Kristj hálfsjötugs Minningar gagnlegar geymast, gjörla það muna skal vel. t hjarta hans ljósin ei leynast landans, sem dáðrakkan tel. Margt hefur huga þinn fangað á heillandi daganna stund. Ljósgeislar lýstu oft þangað, er litrófið gekk á þinn fund. Hjarta þitt fagnaði frelsi, frjógnótt á geislandi stund. Aldrei þig heillaði helsi, hlý öll þin fórnandi lund. ÞU áttir hrifningu i hjarta, hátt var þvi markið sett. Framvindubirtan sú bjarta bliðlynd og áformin rétt. Götuna hélztu glaður, geislarnir lýstu þar vel. Ylnum var umvafinn staður, er ornaði starfsins hvel. Gagnsamur dáðanna drengur, dyggðin i hjartanu bjó. Lifsins er fegursti fengur frelsið um aldanna sjó. anssonar Þannig þú varðaðir veginn, viðsýnið bjart var og hreint. Aldrei varst óttanum sleginn, áfram þú horfðir og beint. Stefnan i manndómi mótað mild var hún þvi og skýr. Reisn þinni varð ekki rótað reyndist vel blærinn þinn hlýr. Framtið með gæfunnar gleði geislar þér hlýtt um kinn. Frækorn þin biða i beði og bera svo ávöxt sinn. Þessu vill framtið öll fagna, frelsisins máttur er hlýr. Mótun til sigildra sagna — sólmerki til þess skýr. Hamingju götuna gengur, geislarnir lýsa þér vel. Þessi þinn farsæli fengur fagur við starfsins hvel. Gagnsamur dáöanna drengur, dyggðin i hjartanu býr. Lifsins er fegursti fengur fórnandi mátturinn hlýr. Þórður Njálsson, Auðkúiu, Arnarfiröi. 70 ára Oddgeir Jónsson iðnverkamaður Kveðju ég sendi kærum vini, er varð á leið minni um vor — fyrir ári, ljúfmenni glatt og laust við tildur. En öðlingur nefnist Oddgeir Jónsson. Kom ég til hans á Grettisgötu, fregna af syni hans, Sigurði, að leita. Þannig ég varð einum vini rikari. — Og oftar ég heimsótti Oddgeir Jónsson. Góða konu hann gekk að eiga. Samvista ljúfra þau saman nutu. En ský fyrir sólu skyggði: Hún deyði. Og aleinn stóð vinur minn Oddgeir Jónsson. En það, sem bjargaði bezt i vanda: lundin glöð, vörm og laus af vili, starfsvilji rikur, þótt stormar blésu. Og ekki bugaðist Oddgeir Jónsson. A tuginn áttunda óskir beztu fylgi þér, vinur, friðar njóttu og hestaheilsu til hárrar elli! Og eigðu svo ljóð mitt Oddgeir Jónsson. A.B.S 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.