Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 4
JÓN INGVARSSON verkstjóri Jónsmessa á vori heiir um langan aldur veriö merkis dagur meöal nor- rænna þjóöa. Þjóötrúin hefir skapaö margar sögur og sagnir um þetta töfratimabil. Þá vakna og margar minning- ar i hugum okkar mannanna barna, einkum hinna eldri. Nú er mér efst i huga horfinn vinur, sem látinn er fyrir nokkru, en fæddur umræddan dag. Þaö er Jón Ingvarsson, verkstjóri frá Selfossi. Bæöi er, aö hann var nokkuö sérstæöur og sterkur persónuleiki, og svo hitt, aö hann var mikilsveröur og mikilvirkur starfsmaöur i þjónustu rikisins, þar sem hann var vegaverk- stjóri I Arnessýslu nær fjóra áratugi og sat þann sess meö sóma. Samt hefi ég hvergi séö hans getiö á prenti ennþá, þó nokkur timi sé nú liöinn frá láti hans. Ég vil þvl festa hér á blaö nokkr- ar minningar um þennan horfna vin minn, félaga og jafnaldra. Fyrstu kynni okkar uröu meö þeim hætti, aö voriö 1922 var ég i þungum þönkum, þegar kennslu lauk i barna- skóla Eyrarbakka (en þar var ég skip- aöur kennari) vegna þess aö mig vant- aöi sumaratvinnu. Þá var kaup okkar kennara miöaö viö, aö viö gætum drýgt tekjur okkar meö góöri atvinnu á sumrin. Ahyggjur minar voru meiri en ella að þessu sinni, vegna þess aö ég var i hjúskaparhugleiöingum og vildi auövitaö fá sem mestar tekjur! Þá sagöi mér einhver, aö Jón Ingvarsson væri að ráöa menn I vinnu til aö byggja flóögaröa uppi á Olafsvöllum. Ég fór strax til Jóns og var þar vel tekiö. Ég fékk vinnuna og þessi heimsókn varö upphaf aö 10 sumra samvinnu okkar Jói^ i vegavinnu og ævilangri vináttu. Þaö^er þvi margs aö minnast frá vega- vinnuárunum og væri þaö efni I langa ritgerö. Ég tel, aö vinnuflokkar Jóns Ingvarssonar hafi á þessum árum tuga langrar vináttu og góðra kynna við Lárus og fjölskyldu hans. Vottum eftirlifandi ástvinum hans innilega samúð. Mynd sú, er fylgir þessum linum, er brúðkaupsmyndin af þeim Lárusi og Valgerði. Jón Þórðarson. unnið allmörg stórvirki I vegagerö þeirra tima, þótt nú sé þaö gleymt. Ég minnist þó með nokkru stolti strits mins, og um 40 félaga minna, viö aö endurbæta Hellisheiðarveginn frá Smiöjulaut og austur undir Hryggjar- holt árin 1923 og 1924. (En Tómas Petersen var þar yfirverkstjóri). Ég minnist lika smiði þriggja brúa yfir árnar i ölfusinu sumariö 1927 og lagn- ingu Biskupstungnavegar fá beit- arhúsum Spóastaða að Tungufljóts- brú. Þvi verki vegakarlanna fögnuðu feröalangar þess tima. Nú segi ég hér aðalatriði ævisögu Jóns aö hefðbundnum hætti og styðst þar viö frásögn annars vegamanns, sr. Eiriks á Þingvöllum, sem vann einnig meö okkur Jóni. Sr. Eirikur jarðsöng Jón og meö hans leyfi tek ég hér orð- réttan kafla úr likræöunni, um ættir Jóns og helztu æviatriöi: „Jón Helgi Ingvarsson er fæddur 24. júni 1891 á Bjólu i Asahreppi i Rangár- vallasýsiu. Faöir hans var Ingvar Pét- ur Jónsson bónda i Austurvaðsholti, Landsveít. Ingvar var mætur maöur, sem ég hefi ávallt heyrt að góðu getið. Þvi miöur kann ég litt aö rekja ætt hans. Fyrri kona hans var Hólmfriður Jóns- dóttir, móðir Jóns. Komust synir þeirra tveir til fullorðinsára, Jón og Siguröur, er dó 22. júni 1970. Með siöari konu sinni átti Ingvar og mannvænleg börn. Móöir Jóns, Hólmfriöur Jónsdóttir Arnasonar i Þorlákshöfn, Magnússon- ar, Beinteinssonar. Þarf ekki aö rekja þá ætt fyrir Árnesingum. Móöurfaöir Hólmfriðar var Siguröur Magnússon á Skúmsstööum, bændahöföinginn, sem margir töldu fremstan bænda um hér- uö syöra um sina daga. Um hann orti Einar Benediktsson: Táp var þitt eðli trúr til góðs þinn vilji, stofnsettur varstu á sterkri rót. Foreldrar Jóns slitu samvistum, er hann var þriggja ára. Elst hann svo upp á ýmsum staö, m.a. hjá móöur sinni og afa i Þorlákshöfn. — Yfirskrift þessara ára er vinnatil sjós og lands. Jón stundar sjóinn á Eyrarbakka, en landvinnu að sumrinu. Ariö 1913 kvænist Jón Helgu Jóns- dóttur, (bróðurdóttur Brynjólfs fræöi- manns frá Minna-Núpi) hinni ágæt- ustu konu. Þau bjuggu fyrst á Eyrar- bakka lengst af i Mundakoti. A Selfossi reisa þau hús árið 1931. Þar eru þau þangað til þau fara aö Sólvangi I Hafnarfirði, þrotin að heilsu. Þar eru þau saman unz Helga dó áriö 1968, en Jón var áfram, þar til hann fluttist á Borgarspitalann I byrjun desember 1971, eftir mikiö áfall, sem leiddi hann til bana á gamlársdag það ár. — Ekki varð þeim Jóni og Helgu barna auðiö, en þau geröust fósturforeldrar Gunnars mjólkurfræðings á Selfossi og Sveinbjargar, systur hans. Gunnar kom til þeirra 7 ára, en Sveinbjörg 4 ára. — Jón var góður faöir og greiddi götu sins fólks af hlýju og hyggindum. Þess gætti ekki sizt gagnvart Axel, syni Sveinbjargar, er þau hjónin ólu upp. Börnin og tengdabörnin reyndust og þeim Helgu vel og voru þau I þeirra skjóli, einkum Sveinbjargar og manns hennar, Jóns Franklinssonar, siöustu ár þeirra á Selfossi. 4 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.