Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 2
þannig fyrir komiö að simatækið var
inni I stofu hjá Þorgils og urðu simnot-
endur þvi, að nota simtæki i stofu
hans. Ég fór þvi þangað, en minnist
þess hvað feiminn ég var þegar ég
kom inn i hina ágætu stofu, þar sem
simatækið var i. Þá sat Þorgils kenn-
ari þar og var að tefla við einn af nem-
endum skólans, sem var bUinn að vera
þar i nokkra daga eins og ég, nemand-
inn taldi sig gera góðan leik við Þorgils
og sagði um leið og hann hafði lokið
leiknum, ,,já komdu nú gamli minn”.
Mér ér þetta minnisstætt þvi að mér
fannst þetta fjarri öllu lagi að einn
nemandi skyldi leyfa sér að tala svona
við kennara og ekki sizt þegar þar við
bættist að þar var maður sem hann
þekkti ekki neitt. Þorgils vék sér und-
an hættum i taflinu með mótleik um
leið og hann nefndi nafn nemandans og
sagði: „komdu nú”. Þetta varð mér
minnisstætt, þvi að I svari Þorgilsar
var góðlátleg glettni og mildi sem
jafnan fylgdi honum. Ég hef áður getið
þess á prenti að kennarar þeir, sem
störfuðu við Reykholtsskóla þá tvo
vetur sem að ég var þar við nám,voru
hinir mestu fyrirmyndarmenn eins og
lifið hefur siðar sannað. Þar um mætti
segja að væri valinn maður i hverju
rúmi. Ekki orkar það tvimælis að
Þorgils naut sin vel i þessum hópi,
hann var afar hugljúfur, drengilegur
og vinsæll i öllum viðskiptum sinum
við nemendur og samstarfsmenn.
Þorgils Guðmundsson var sam-
vinnúmaður i þess orðs beztu merk-
ingu, hann lagði þvi Samvinnufélags-
skapnum lið meðan hann starfaði i
Borgarfirði og var þar traustur sem
annars staðar.Hann var lika pólitiskur
og flokksbundinn Framsóknarmaður.
Ég hafði mikla ánægju af þvi að ræða
stjórnmál við Þorgils þau ár; sem ég
var nemandi hans og einnig oft eftir
það þegar leið okkar lá saman. Atvikin
höguðu þvi svo til að einhver hefði get-
að ályktað sem svo, að Þorgils Guð-
mundsson hefði haft ástæðu til þess að
skipta um stjórnmálaskoðun en
Þorgils Guðmundsson hafði ekki i einu
né öðru ástæðu til að skipta um skoðun
nema að hans eigin mati. Þess vegna
umgekkst hann og átti samskipti við
sina pólitisku andstæðinga eins og
skoðanabræður með sömu háttvisinni,
mildinni og góðlátlegri glettni án þess
að það þvingaði þá né sjálfan hann né
að það hefði áhrif á hans fjölskyldulif,
sem það hefði getað gert,ef honum
hefði ekki verið háttvisi I blóð borin.
Það raksaði hvorki stefnufestu hans né
lifsskoðun.
Þorgils Guðmundsson var jarðsettur
frá Fossvogskapellu 3. júll s.l. Eins og
vænta mátti var mikið fjölmenni við
útför hans. Fjöldi gamalla nemenda
og samstarfsmanna úr hinum marg-
vislegu félögum, sem hann hafði átt
samskipti við á lifsleiðinni voru þar
mættir til að votta honum virðingu
sina og þakka vinsemdina.
Ég enda þessar linur með þvi að
færa Þorgilsi Guðmundssyni innilegar
þakkir fyrir kynni okkar frá fyrstu
stundu, kennslu hans, margar ánægju-
legar samstarfs- og samtalsstundir og
þá vinsemd, sem hann jafnan sýndi
mér fyrr og siðar i lifinu. Það orkar
ekki tvimælis(að það er mikill ávinn-
ingur ekki slzt þegar maður á þvi láni
að fagna á unglingsárum að hitta á
lifsleiðinni slikan ágætis mann.
Við hjónin færum börnum Þorgilsar
Guðmundssonar og öðrum ættmenn-
um innilegar samúðarkveðjur við frá-
fall hans.
Halldór E. Sigurðsson.
t
Jarðsettur var 3. júli Þorgils Guð-
mundsson, frá Valdastöðum i Kjós,
sem lést I Reykj.avik 26. júni s.l. 83. ára
að aldri.
Þessi mæti maður, kom mjög við
sögu Iþrótta og ungmennahreyfingar-
innar meira en hálfrar aldar skeið.
Frá æsku og fram til hinnstu stundar
var hann Iþróttamaður og Iþróttavinur
af lifi og sál.
Hann var einn af þeim sem stofnaði
Ungmennafélagið Drengur i Kjós 1915,
þá ungur að aldri og starfaði i þvi til
1921 að hann fór að utan til náms I
iþróttum I Danmörku. Að námi loknu
flutti hann I Borgarfjörð, og tók þar
upp sömu háttu og hann haföi áður
haft I Kjósinni aö vinna að iþrótta og
ungmennafélagsmálum og var þar
tvisvar kosinn formaöur Ungmenna-
sambands Borgarfjarðar.
Til þess að verða enn hæfari til þess
aö sinna áhugamálum sinum, en áður,
fór hann aftur að utan til framhalds-
náms i iþróttum að þessu sinni til
Noregs og Danmerkur veturinn
1929-1930.
Að þvi námi loknu réðist hann sem
iþróttakennari við Reykhóltsskóla i
Borgarfirði og þar var hann sem slikur
til ársins 1947, að hann fluttist til
Reykjavikur og hóf störf I skrifstofu
Fræöslumálastjóra.
I stjórn Iþróttasambands Isl&nds
var hann kjörinn sem fulltrúi Vest-
firðingafjórðungs árið 1943 og átti sæti
i stjórninni til ársins 1948 er annar
maður tók það sæti hans vegna brott-
flutnings Þorgils úr Vestfirðinga-
fjórðungi.
Áriö 1949 var lögum íþróttasam-
bands íslands breytt og i stað fulltrúa
fjórðungssambandanna kom sam-
bandsráð l.S.l. og I stað stjórnar Í.S.Í.
kom Framkvæmdastjórn, þá var Þor-
gils Guðmundsson kosinn gjaldkeri
sambandsins, og var i þvi starfi i eitt
ár.
öll sin störf fyrir iþrótta og ung-
mennafélagssamtökin vann hann af
áhuga mikilli nákvæmni og samvisku-
semi og gat þvi ekki öðruvisi farið en
hann hlyti margskonar sóma af.
Þorgils var gerður að heiðursfélaga
Ungmennafélagsins Drengur I Kjós og
I Ungmennasambandi Borgarfjarðar.
Heiðursfélagi Iþróttasambands ís-
lands var hann kjörinn árið 1953.
Hér að framan hafa verið rakin
helstu afskipti Þorgils af félagsmál-
um, má bæta þvi við að hann var kepp-
andi og mikill afreksmaður á sviði
iþrótta, gliminn vel enda glimu-
kennari Glimufélagsins Armanns um
árabil og fimleikamaöur var hann svo
af bar, svo eigi sé gerð skil getu hans I
frjálsum iþróttum.
Nú þegar Þorgils Guðmundsson er
allur má þess minnast að þar var á
ferð hinn sanni Iþróttamaður. Fáir
munu þeir vera, sem fylkt hafa á jafn
rikan hátt boðorði iþróttamannsins
„Heilbrigð sál I hraustum likama”
Þetta hvorutveggja sameinaðist hjá
Þorgils. Fimleiki hans og snilli sem
iþróttamanns var mótuð af skapgerð
hans er einkenndist af drenglyndi og
heiðriku hugarfari.
íþróttahreyfingin stendur I mikilli
þakkarskuld viö Þorgils Guðmunds-
son, mun minning hans lifa I hugum
þeirra er þeim málum sinna og með
honum störfuðu, sem hin sanna fyrir-
mynd.
iþróttasamband isiands
2
isiendingaþættir