Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 6
Einar Jóhannsson Geithellum Hluti jarðarinnar Geithellar i Alfta- firði i Suður-Múlasýslu er búinn að vera i eigu sömu ættar óslitið frá 1867, en þá keypti Magnús riki á Bragða- völlum 1/3 hluta hennar. Jörðin öll var á þeim tima metin á 36 hndr. Magnús keypti þessi itök i jörðinni af Árna Eirikssyni, sem hafði búið þar, en fluttist til Stöðvarfjarðar. Að Magnúsi látnum rann jarðar- parturinn til Einars sonar Magnúsar, en hann keypti siðar til viðbótar fleiri hluta jarðarinnar og tókst að lokum að eignast jörðina alla, að undanskildum litlum hluta 1/12, sem Geithellnahreppur átti og hafði verið skipt út úr jörðinni á sérstakt býli, langt inn i Geithellnadal. Það var 1894, sem Einar Magnússon settist að á Geithellum með fjöl- skyldu sina og hefur þessi ágæta jörð haldizt óslitið i ætt hans siðan. Frá 1930 hafa búið þar dóttursynir Einars, syn- ir Helgu Einarsdóttur, þeir Einar, (sem hér verður nánar getið) og Þor- finnur Jóhannssynir. Þorfinnur býr á innri helmingi jarðarinnar, en Einar, sem er nýlátinn á hinum ytri. Einar Jóhannsson var fæddur á Geithellum 28/4. 1906 og lézt 24. mai s.l., á sjúkrahúsinu á Norðfirði. Foreldrar hans voru Helga Einars- dóttir, bónda að Hamri og i Hámarseli ogsiðar á Geithellum, sem fyrr er get- ið. Hann var sonur Magnusar rika Jtínssonar á Bragðavöllum, sem var ættaður frá Sævarenda i Fáskrúðs- firði. Móðir Magnúsar mun hafa heitið Járngerður. Magnús flutti að Bragða- völlum i Hamarsdal frá Hvalnesi I Stöðvarfirði vorið 1831. Kona Magnúsar hét Helga Jónsdótt- ir og voru foreldrar hennar Málfriður Einarsdóttir frá Tóarseli og Jón Hinrikssoon frá Höskuldsstaðaseli i Breiðdal. Kona Einars Magnússonar og móðir Helgu á Geithellum var Guð- finna Jóhannsdóttir Malmquist, beykis, en var frá Reyðarfirði og faðir hans mun hafa verið sænskur. Jóhann Malmquist giftist Halldóru Antoniusdóttur frá Hálsi i Hálsþinghá, en hiín var þá ekkja, og hét fyrri mað- ur hennar Finnur og var sonur séra Þorgrims Finnssonará Kolfreyjustað. Faðir Einars var Jóhann Jónsson, Sigurðssonar, Antoniufesonar bónda i Hamarsseli og siðar að Melrakkanesi og var Sigurður hálfbróðir Halldóru móður Guðfinnu, en kona Jóns og mtíðir Jóhanns var Þórunn Finnsdótt- ir, Þorgrimssonar, og þvi sammæðra Guðfinnu móður Helgu. Móðir Finns var Þórunn Jónsdóttir prófasts Högnasonar að Hólmum i Reyðarfirði og er þaðan stutt að rekja ættina til sr. Guðmundar Högnasonar að Hofi i Alftafirði, en hann þjónaði þar i 60 ár. Haustið 1899 gengu þau Helga og Jtíhann, foreldrar Einars Jóhannsson- ar i hjónaband og árið eftir brá Einar, faðir Helgu búi, enda orðinn ekkju- maður, en kona hans lézt i' júlimánuði 1898. Fleira mun honum einnig hafa yerið mótdrægt um það leyti. Tóku þá við búskapnum á jörðinni Jóhann tengdasonur hans og Jón bróðir Jóhanns. Þeir bjuggu á sinum helm- ingi jarðarinnar hvor til 1904 að Jón hættibúskap.enda var hann einhleyp- ur maður. Jóhann tók þá jörðina alla til ábúðar og bjó til 1915, en hann lézt i nóvember mánuðiþaðár. Einar, faðir Helgu hafði hins vegar látizt ári áður, um jólaleytið 1914. Eftir lát Jóhanns stóð Helga eftir með 5börn, hiðelzta á sextánda ári, en hin mun yngri. Réðist þá til hennar sem ráðsmaður Guðmundur Eiriksson frá Hlið i Lóni. Þau giftust svo 1918, en slitu samvistum eftir ellefu ára sam- búð, þeim varð ekki barna auðið. Börn þeirra Helgu og Jóhanns voru þessi, i aldursröð: Þorfinnur bóndi á Geithellum, Sigriður, lézt um tvitugs- aldur, Einar, sem hér er minnzt, Jón, bjó i Kópavogi og látinn fyrir stuttu og Skúli, verzlunarmaður i Reykjavik, einnig látinn. Þrjá drengi misstu þau barnunga. Einar Jóhannsson tók við jörðinni, er móðir hans lét af búskap 1929, en vorið áður hafði Þorfinnur bróðir hans keypt hinnhelmingjarðinnar, þar sem hann býr enn stórbúi. Fyrstu árin eftir að Einar hóf búskap, stóð móðir hans að þvi með honum, en fljótlega kvænt- ist Einar ungri heimasætu i sveitinni, Laufeyju Karlsdóttur, Vigfússonar, en hans ætt var af Mýrum i Skafta- fellssýslu. Vigfús hafði flutt til Djúpa- vogs, byggði þar upp tómthúsið Bjarg oe stundaði útgerð. Þar fæddist Karl faðir Laufeyjar. Þaðan fluttist Vigfús til Seyðisfjarðar. Móðir Laufeyjar var Vilborg Jónsdóttir, Eyjólfssonar, sem ættaður var af Héraði. Hann mun hafa búið þar efra um tima og einnig i Loð- mundarfirði. Hans ætt þekki ég ekki nánar. Frostaveturinn mikla, 1918 fórst Karl faðir Laufeviar. með báti við Vestmannaeyjar en um það leyti voru þau Vilborg búsett á Seyðisfirði. Karl átti hins vegar sveitarfesti hér i Geit- hellnahreppi og þess vegna fluttist ekkjan þangað með börnin, sem voru 5 og öll ung. Þau voru tekin á heimili hér i sveitinni og Laufey, sem þá mun hafa verið 5ára gömul, lenti til læknishjón- anna á Búlandsnesi, Ólafs Thorlaciusar og Ragnhildar konu hans. Hún ólst upp hjá þeim hjónum, en þegar þau fluttu frá Búlandsnesi til Reykjavikur fór hún til móður sinnar, sem þá var gift Birni Jónssyni bónda, að Múla i Alftafirði. • Arið 1932 giftist Laufey svo Einari á Geithellum, eins og fyrr er sagt. Þau eignuðust eftirtalin átta börn:. 1. Helgu,sem býr á Selfossi. Hennar maður heitir Guðmundur Magnússon. 2. Vilborg, sem er gift Helga Hálfdánarsyni á Höfn, Hornafirði. Hún er þar ljósmóðir. 3. Þormóður. Hann býr á nýbýlinu Blábjörg, úr landi Geithellna. Kona hans er Erla Einarsdóttir, ættuð úr Árnessýslu. 4 Olafur. Hann býr á Slefossi. Kona hans er Sunna Jónsdóttir. 5. Jóhann. Hann býr á Geithellum, jörð föður sins. hans kona er Lilja Skúla- dóttir. 6. Kristin. Hún er gift Sigurjóni Bjarnasyni á Brekkubæ i Nesjum. 7. Leifur. Hann dvelur á sjúkrahæli i Kópavogi. Áttunda barnið lézt stuttu eftir fæðingu. Einar Jóhannsson hóf búskap sinn á erfiðum timum, á kreppuárunum frægu, og með fremur litil fjárráð. Hann hafði verið lausamaður um all- mörg ár og arfur sá, sem honum tæmdist að föður sinum látnum að mestu eyddur, er hann festi ráð sitt. Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.