Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 7
En þrátt fyrir erfiðleikaár og stækk- andifjölskyldu tókst honum, með konu sinni að halda búi sinu i göðu meðal- lagi og vera þannig traustur bjarg- álnabóndi alla tið. / Afjórða áratugnum fóru bændur hér um slóðir að auka ræktun jarða sinna og þegar hinn erlendi gerviáburður kom á markaðinn fór töðufengur þeirra smátt og smátt að aukast. Og að liðnum siðari heimsstyrjaldarárun- um margfölduðustallarframkvæmdir hjá stórhugabændum, enda rýmkaðist þá mjög efnahagur þeirra yfirleitt. Að nokkrum árum liðnum tóku þeir t.d. heyfeng sinn allan á ræktuðu landi. 1 slikum ræktunarframkvæmdum eerðist Einar á Geithellum stórhuga og stórtækur. Hann breytti vægðar- laust móum og mýrarflákum jarðar sinnar i gróna akra, fýrst til að fullnægja þörfum sins eigin bústofns, en siðar auk þess með syni sinum Þormóði, þar sem hann reysti nýbýl- ið Blábjörg. Djarfur fullhugi kemur jafnan ótrú- lega miklu i verk og Einar var einn þeirra, og þó hygg ég,að hann hafi ekki verið sérlega heilsuhraustur, og lengi var hann liðfár, eða á meðan börnin voru að komast á legg. Þau hjónin Einar og Laufey voru sérlega gestrisin og gott var jafnan að sækja þau heim. Þar var gestum fagn- að af alúð og eins þótt annir kölluðu að. Þar var þvi oft gestkvæmt. Laufey húsfreyja reyndist ekki einungis manni sinum góð kona, heldur jafn- framt ein hin bezta húsfreyja sveitar- innar, þrátt fyrir sina óvenjulegu hóg- værð i fasi og prúðmennsku i allri um- gengni. Einar Jóhannsson var maður sér- lega viðræðugóður, hress i máli og ótrauður að segja skoðun sina i hverju máli við hvern sem var. Hann notaði ótviræðar áherzlur, eftir þvi sem hon- um fannst þörf á hverju sinni og gaf hvergi eftir af sannfæringu sinni. Slik- um manni getur enginn gleymt, sem kynnzt hefur. Mali hans fylgdi jafnan sá hressilegi blær, sem gerði öðrum létt I lund og hann sjálfan minnisstæð- an. Ég veit þvi með vissu, að hans er saknað, bæði af sveitungum og öðrum sem honum kynntust. Hann var jarð- settur að Hofi i Álftafirði og var útförin mjög fjölmenn. Ég þakka honum við leiðarlokin öll hin góðu kynni og óska honum bless- unar Guðs á landi lifenda. Eftirlifandi konu hans, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum sendi ég sam- úðarkveðjur. í guðs friði. GuðmundurEyjólfsson, Þvottá. Guðfinna Þorleifsdóttir Á sunnudegi þann 6. april siðastlið- inn lézt að heimili sinu, Ásvallagötu 24 hér i borg, merk kona: Guðfinna Þor- leifsdóttir. Hún hafði um tima haft við mikinn sjúkleika að striða, og tvivegis dvalið á sjúkrahúsi, en virtist að nokkru hafa yfirunnið viss van- heilindi. Andlát hennar bar þvi snögg- lega og óvænt að. Henni sjálfri var sú brottför hugþekk, en ástvinunum skjót svipbrigði. En þannig er nú oft og tiðum umskiptum mannlifsins á jörðu háttað. Guðfinna var fædd að Þverlæk I Holtum þann 5. febrúar 1905. Dóttir hjónanna Friðgerðar Friðfinnsdóttur og Þorleifs Kr. Oddssonar. Fæðingar- heimili hennar hefir um langan tima fylgt kynstofni hennar, verið ættaróðal og er það enn. Býli þetta hefir bæði fyrr og nú verið setið frábærum bú- endum, sem mikil orð hafa farið af, vegna búhygginda og myndarskapar. Enda sýna afkomendur mikla gerð, mannkosti og listræna hæfileika á mörgum sviðum. Á heimilinu að Þverlæk ólst Guð- finna upp i hópi góðra systkina og undir handleiðslu góðra foreldra, enda batt hún mikla tryggð við æsku- heimilið, og sérstaka frændsemi ræktaði hún við allt sitt skyldulið. Heimahagarnir voru henni stöðugt kærir, og hún var náttúrubarn — naut þess að finna angan moldar og mosa — og teyga að sér fjallaloft og fegurð is lenzkrar náttúru, henni var það á sumardögum hrein þörf, og lét það á skemmtilegan hátt i ljós. Arið 1929 giftist hún Friðriki Jóns- syni ættuðum frá Krossadal i Tálkna- firði. miklum öðlings- og ágætis- manni, og sem lika er af góðu fólki kominn. Guðfinna og Friðrik, eignuðust eina dóttur, Þorgerði, sem gift er Steini Steinson.. dýralækni á Sauðárkróki og eiga þau fjögur börn. A fegurra fjölskyldulif varð ekki kosið, heimili og sambúð Guðfinnu og Friðriks alla tið til fyrirmyndar, og samband þeirra við einkadótturina, tengdasoninn og barnabörnin eins ástúðlegt og náið sem frekast getur til orðið, enda var heimilið og ástvinirnir Guðfinnu allt, þar komu fram og nutu sin bezt hennar sérstöku hæfileikar að fegra allt og prýða, ásamt meöfæddri samvizkusemi og ótæmandi fórnar- lund. Að þjóna og gera þeim lifið þægi- legt og bjart, sem næstir henni stóðu, var hennar aðalsmerki, þá má með réttu segja um hennar umhverfi, að þarvar ,,hvert traf strokið”. Til hinztu stundar tókst henni þetta allt, sömu- leiðis að vitja gamalla vina og hugsa um þá, sem hún fann mest þurfa á hjálp og vináttu ab halda. Astvinunum er vottuð einlæg samúð, en þau eru öll rik i endurminningunni um svo fórnfúsa og sérstæða eigin- konu, móður, ömmu og tengdamóður. Heirrikoma hennar hefir áreiðanlega orðið sem fegursti morgunroði. Guð blessi hennar minningu. Vinur islendingaþættir 7

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.