Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 02.08.1975, Blaðsíða 3
Lárus Jónsson sjómaður í Grindavík Vinur minn, Lárus Jónsson, sjómaö- ur i Grindavik, andaöist 11. jtili siöat- liöinn i sumarbústað dóttur sinnar og tengdasonur að Knarrarnesi i Mýrar- sýslu. Hann varð bráðkvaddur um kvöldmatarleyti, tæplega 71 árs, en nærri ellefu hundruð árum siðar en Skallagrimur tók þar land á knerri sinum, sem nesið ber nafn af, en bæ sinn reisti hann hjá vik þeirri, er kista Kveldúlfs, föður hans, kom á land, og kallaði að Borg, en fjörðinn nefndi hann Borgarfjörð. Landsig hefur vafa- laust orðið mikið þar, frá þeim tima er Skallagrimur tók þar land, þvi nú er það orðin eyja, nokkuð langt undan landi. Lárus fæddist 15. ágúst 1904, að Eini- feili i Stafholtstungum i Mýrarsýslu. Foreldrar hans voru Margrét Jóns- dóttir og Jón Sveinsson, er þá voru þar til heimilis, en röskum fjórum árum siðar flytja þau til Grindavikur með Lárus, son sinn. Fyrsti aðsetursstaður þeirra þar, er að Bjargi. Þegar Lárus er tólf ára, skipta foreldrar hans um aðsetursstað. Hið nýja heimili þeirra nefndist nú að Akri. bar lifði Lárus æskuár sin og nokkuð fram yfir tvi- tugsaldur. Á þessum árum var litið um aðra atvinnu að ræða en sjósókn, enda sóttu Grindvikingar fast sjóinn á þvi timabili, sem aðrir Suðurnesjamenn. Lárus var einn af unglingum þeim, sem þátt tóku I hinni hörðu sjósókn þessa timabils, þegar hafnaraðstaða var mjög ófullnægjandi og lendingar- skilyrði oft tvisýn, enda urðu mannskaðar tiðir á þeim áratugum. Að loknu fyrra striðinu, um og eftir 1920, fóru fjölmargir sjómenn, úr ver- stöðunum sunnanlands, að sækja til Austfjarða i atvinnuleit. — í hópi þeirra manna var Lárus Jónsson, sem lagði leiö sina til Stöðvarfjarðar. Var hann fyrst við sjóróöra I Borgargarði en siðar hjá Carli Guðmundssyni kaupmanni og útgerðarmanni. Þar komst hann i kynni við hina ungu, kátu og glæsilegu fósturdóttur kaupmanns- hjónanna, Carls og Petru, er siðar varð hans kæri lifsförunautur. Yngis- mær þessi var Valgerður Oktavia Lilliendahl. Foreldrar hennar voru Ingveldur Eiriksdóttir Arnasonar, er kominn var af Antoniusarætt i Lóni, sem mikill ættbogi er af kominn og Niels Lilliendahl verzlunarmaður. Þau Lárus og Valgerður gengu I hjónaband 12. nóvember 1927. Settust þau fyrst að á Akri I Grindavik og bjuggu þar til ársins 1931, er þau færðu sig að Bræðraborg, i sama þorpi, en það hús byggði Lárus i félagi við Jón bróður sinn. Siðar áttu þau heima að Vikurbraut 38, sem byggt var 1956. Konu sina missti Lárus 24. ágúst 1973. — Minningargreinar um hana eru i Is- lendingaþáttum 1973, 59, tbl. 6., nr. 144. Dætur þeirra, Katrin Lilliendahl, sem er gift Helga Hjartarsyni raf veitustjóra og Camilla Petra, kona Steinars Haraldssonar matsveins, eru báðar búsettar i Grindavik og afkom- endur þéirra. — Eftir að Lárus missti sinn trúfasta lifsförunaut, dvaldi hann til skiptist hjá dætrum sinum. Nokkur næstu ár eftir giftinguna, heldur Lárus áfram að stunda sjó- mennsku I Grindavik, unz hann kemst á linuveiðarann Freyju, sem Guð- mundur Jónsson frá Tungu við Isa- fjörð, var skipstjóri á. Þar yar hann um tima á árunum milli 1930 og 1940. Meðan hann var á Freyju, slasaðist hann og varð að fara af skipinu. Meiðsli Lárusar höföust illa við næstu vikur. Var þá horfið að þvi ráði, að taka af honum röntgenmyndir. Að myndunum fengnum var tekin sú ákvörðun að senda þær til álita Matthiasar Einarssonar læknis, sem þegar i stað úrskurðaði hann til spitalavistar. Sú spitalalega varaði 1 18 mánuði. Hann fékk að visu nokkurn bata, en útilokað var, aö hann gæti framar stundað sjósókn. Þegar svona var komið, tókst þó Lárusi að fá at- vinnu við frystihúsið i Grindavik. Þar hafði hann starfað yfir 30 ár, þegar hann lét af störfum aldurs vegna, enda kenndi hann þá enn á ný áframhald- andi sjúkdómseinkenna, sem ágerðust eftir þvi sem á ævina leið. Þrautir sinar bar hann þó að jafnaði með hóg- værð og karlmennsku og kvartaði litt, þótt þrautirnar ágeröust undir æfilok- in. Tengdasonur Lárusar, Helgi Hjartarson, rafveitustjóri I Grindavik og Katrin, dóttir Lárusar, eiga sumar- bústað i Knarrarnesi. Þar átti Lárus kost á að dvelja hjá þeim i sumarbliðu og fögru umhverfi. Einnig átti Lárus kost á, að geta farið á báti á milli lands og eyjar, er þannig stóð á sjávarfalli. A milli Knarrarness og lands er önnur eyja, sem Neip (= greip) nefnist. Næst landi er sund er Hest- kelda heitir, þá tekur við eyjan Neip, siöan er breitt sund milli þessarar eyj- arog Knarrarness.Þó eru grandar upp úr sjó þegar fjarar, og er þá hægt að fara riðandi milli eyja og lands, en tæplega á annan veg. Þaö hefur ekki verið amalegt fyrir Lárus, að dvelja þar i góðu veðri, getað litið yfir upplandið með góðum sjónauka, bæði yfir fæðingarsveit sina og fylgst með mannaferðum um vegi landsins. Þannig hafði og verið fáum minútum fyrir andlát hans, að hann hafði verið með sjónaukanum að lita eftir, hvort ekki sæist til ferða tengda- sonar sins, sem von var á, á hverri stundu, en sú bið varð árangurslaus, þvi lifsneisti Lárusar var slokknaður áður en hans nánustu komu á vett- vang, aöeins eldri dóttir hans, sem hann þá dvaldi hjá, var viðstödd and- lát hans. Ég og fjölskylda min minnumst ára- íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.