Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Síða 1
Sigurjón Guðmimdsson
f r amkv æmdast j óri
Það er lögmál lífsins, að þvf lengur
sem maður lifir, þeim mun fleiri vin-
um og samfyigdarmönnum verður
maður að sjá á bak. Nii nýlega urðum
viö að horfa á eftir Sigurjóni
Guðmundssyni, sem hvarf yfir móð-
una miklu.við höfðum þó sannarlega
vænzt þess að njóta samfylgdar hans
lengur, þvi að hann var svo ungur I
anda og frisklegur, þó að hann væri
nýlega byrjaður að kllfa áttunda ára-
tuginn. En hér gildir sem fyrr, að
enginn ræður sinum næturstað.
Þegar ég kveð Sigurjón Guðmunds-
son, er margs að minnast frá langri
samleið en þvi miður gat ég eigi verið
viðstaddur, er útför hans var gerð. Ég
sá hann fyrst á Akureyri veturinn
1929—’30, er ég gekk i félag ungra
framsóknarmanna, sem stofnað hafði
verið þá um veturinn að frumkvæði
Sigurjóns, og var fyrsta ungliðafélag
Framsóknarfl. Persónuleg kynni
okkar Sigurjóns urðu þó þá lltil sem
engin, enda hvarf hann þá um vorið til
Reykjavikur og gerðist fyrsti erind-
reki Framsóknarflokksins. Mér er þó
minnisstæður einn fundur i félagi
ungra framsóknarmanna. Þar var
umræðuefnið: Hvers vegna er ég
framsóknarmaður? Sigurjón var ekki
frummælandi, en hann flutti ræðu á
fundinum, sem vakti þá athygli mina,
að ég man eftir henni enn i dag, fyrst
og fremstfyrir það, hve hún var ein-
læg. En niðurstaða hans var sú, að
hann hefði ekki getað orðiö neitt annað
en framsóknarmaður og gæti aldrei
orðið annað en framsóknarmaður.
Þetta reyndust orð að sönnu. Sigur-
jón gat aldrei verið annað en fram-
sóknarmaður, þó að hann á stundum
væri gagnrýninn á stefnu, störf og
menn, og léti menn óspart heyra það,
og færi sinar eigin götur, ef svo bar
undir.
Eins og áður segir varð hann starfs-
maður Framsóknarflokksins 1930 — sá
fyrsti — og mun hafa gegnt þvf starfi 3
eða 4 ár. En ég held, að það megi meö
sanni segja, að hann hafi alla tið siðan,
eða a.m.k. fram á allra siðustu ár,
verið ólaunaður starfsmaður Fram-
sóknarflokksins. Hann gegndi fjöl-
mörgum trúnaðarstörfum fyrir Fram-
sóknarflokkinn — flestum algerlega
ólaunuðum — sem hér yrði of langt
mál upp að telja. Fátt eitt skal nefnt.
Hann gegndi um skeið formennsku i
Framsóknarfélagi Reykjavíkur, var
formaður fulltrúaráðsins i Reykjavik i
nokkur ár, sat i miðstjórn flokksins i
áratugi, var gjaldkeri flokksins i
meira en tvo áratugi, framkvæmda-
stjóri Timans var hann i nokkur ár,
varaþingmaður og varabæjarfulltrúi
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
Laugardagur 11. okt. 1975 — 36. tbl. 8. árg. No. 227. TIMANS