Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Blaðsíða 2
var hann fyrir flokkinn i Reykjavfk,
átti um tima sæti i viðskiptanefnd, i
bankaráði Seðlabankans sat hann i tvö
eða þrjú kjörtfmabil. Auk þess átti
hann sæti i fjölmörgum nefndum á
vegum flokksins. öll þessi störf innti
hann af hendi með stakri prýði. Þessi
störf hafa honum e.t.v. aldrei verið
þökkuð svo sem vert var, og má vera,
að stundum hafi honum fundizt þau
vanmetin. Svo er oft um fómfús störf
óeigingjarnra manna. Mönnum hættir
til að lfta á þau sem sjálfsagðan hlut.
Að leiðarlokum er mér i nafni
Framsóknarflokksins ljúft og skylt að
þakka öll þessi störf. Þau munu
geymast i sögu Framsóknarflokksins.
Þau geta verið öðrum fordæmi. Per-
sónulega á ég honum þökk að gjalda
fyrir margan greiða og vináttu og
tryggð frá þvf við fyrst kynntumst per-
sónulega.
Sigurjón Guðmundsson var um
margt óvenjulegur maður. Hann var
mikill félagsmálamaður, söngmaður,
bókamaður og ræktunarmaður, en
jafnframt hygginn og hagsýnn at-
vinnurekandi. Hann þekkli ótrúlega
marga viðsvegar um land, hafði unun
af að blanda geði við fólk og átti marga
kunningja og vini, en innsta hugskot
hans stóð þó fáum opið.
Ég held, að það einkenni f fari hans,
sem var mest áberandi, hafi verið sú
unun, sem hann hafði af þvi að aðstoða
og liðsinna öðrum, og fór hann þá ekki
1 manngreinarálit eða eftir flokkslín-
um. Þar geta margir borið vitni af
eigin raun. Mér liggur við að segja, að
þetta hafi verið eins konar eðlis-
ástríða.
Sigurjón Guðmundsson var sam-
starfsmaður allra helztu forvígis-
manna Framsóknarflokksins, svo sem
Jónasar Jónssonar, Tryggva Þórhalls-
sonar, Asgeirs Asgeirssonar, Her-
manns Jónassonar og Eysteins Jóns-
sonar. Hann mat þá mikils hvern á
sinn hátt og þótti, að ég held, vænt um
þá alla. Við suma þeirra batt hann
mikla persónulega tryggð. Það var þvf
áreiðanlega ékki sársaukalaust fyrir
hann, þegar leiðir skildu á milíi sumra
þessara manna, og hann þurfti að gera
þar upp á milli. En það sannaðist
alltaf, þegar á reyndi til þrautar, sem
hann ungur sagði á Akureyri, að hann
gat aldrei orðið annað en framsóknar-
maður.
Mér er nær að halda, að Sigurður
Guðmundsson hafi verið mestur
persónulegur vinur Hermanns Jónas-
sonar, þeirra manna, er ég áðan
nefndi. Það fer þvi vel á þvi að tilfæra
hér nokkur orð Ur grein, er Hermann
skrifaði um Sigurjón sextugan. Þau
eru svosönn ogsegja svomikið i stuttu
máli.
2
Hermann segir: „Sigur'jón hefur um
langt skeið staðið framarlega i félags-
málum iðnaðarmanna. Hann hefur
verið meðeigandi i iðnfyrirtæki og
starfað við það um langt skeið. En þótt
ég efist ekki og raunar viti, að hann
hefur unnið þar fullt dagsverk, hef ég
og fleiri alltaf haft á tilfinningunni, að
það væri aukastarf — starfið, sem
raunverulega var hans lifsframfæri. —
Sigurjón Guðmundsson hefur alltaf
haft nægan tima til að starfa fyrir aðra
og hann er manna hjáipsamastur. Og
ég er viss um það, að fáir hafa inni-
legri ánægju og gleði af þvi að greiða
fram út vandamálum annarra en
Sigurjón Guðmundsson. Auk þess, sem
manni hefur oft fundizt — og eins og
gengið hafi verið út frá þvi — að hann
hefði ekki annað að gera en starfa að
félagsmálum i Framsóknarflokkn-
um.” Þessi voru orð Hermanns Jónas-
sonar árið 1963.
Ég ætla ekki I þessum kveöjuorðum
að rekja æviatriði eða ættir Sigurjóns.
Get þess aðeins, að hann var Norður-
Þingeyingur að uppruna, stundaði
nám i Eiðaskóla og Samvinnuskóla,
var um skeið starfsmaður hjá Kaupfé-
lagi Héraðsbúa og Kaupfélagi Eyfirð-
inga.gerðist einsog áður er sagt fyrsti
starfsmaður Framsóknarflokksins og
gegndi þvi starfi um þriggja ára bil.
Siðan var hann sjálfstæður atvinnu-
rekandi, lengst af meðeigandi og
framkvæmdastjóri sælgætisverk-
smiðjunnar Freyju, en nú hin siðari ár
framkvæmdastjóri og meðeigandi
Rörsteypunnar hf., Kópavogi.
Kvæntur var Sigurjón Asu Jóhanns-
dóttur, ættaðri úr Dalasýslu, ágætri
konu, svo sem heimili þeirra ber vitni
um. Börn þeirra eru 4, öll uppkomin og
mannvænleg.
Sigurjón ræktaði og átti uppi i' Kolla-
firði einn fegursta trjáreit i nágrenni
Reykjavikur. Þar kom fram hans
innsta eðlu — að hlúa að gróðri og vax-
andi lifi. í höndum hans óx allt og
dafnaði. ólafur Jóhannesson
t
Þeir sem háum aldri ná verða óhjá-
kvæmilega að sjá á bak fjölda vina,
starfsbræðra og samferðamanna frá
langri ævi. Þeir eiga þvi margs að
minnast ef minni þeirra er enn ekki
fjaraþ út. Endurminningarnar frá hin-
um liðnu timum rifjast upp og festa
hugann við atburðina og samfundina,
einnig þá sem virtust vera gleymdir til
fulls. Orðin sem sögð voru koma fram i
hugann og tilefni þeirra.
Sigurjón Guðmundsson, sem lézt á
sjúkrahúsi 16. september, er einn
þeirra manna sem margir munu lengi
minnast með virðingu og þökkum.
Hann var i hópi þeirra sem jafnan
voru tilbúnir að leiða huga þess, er
þeir ræddu við, að nýjum efnum og at-
burðum sem athyglis voru verðir og
viðmælendur hans festu i hug sér og
fengu áhuga fyrir og sáu þá stundum i
nýju ljósi. Hann var sivakandi, hvort
sem náðist til hans i sima eða hann
hittist á förnum vegi af tilviljun einni,
og þó aðeins væru örfáar minútur til
umráða.
Sigurjón var mikinn hluta ævi sinnar
bundinn þeim störfum að hann hlaut
aðkynnast fjölda manna og einnig hin-
um fjölbreytilegustu málum enda var
framkoma hans slik að menn hændust
að honum og leituðu ráða hans um hin
ýmsu vandamál, bæði þeir sem i fjar-
lægð bjuggu eða voru i nágrenni við
hann. Hann var þannig gerður eða
skapi farinn að hann gat tileinkað sér
eða fjallað um mörg mál á þann hátt
að þeir er til hans leituðu fannst hann
að kalla samstundis geta veitt hverju
máli, sem var, fulla athygli og haft á
takteinum ábendingar og leiðsögn um
úrræðin.
Ég hafði kynni af Sigurjóni Guð-
mundssyni imeira en fjóra áratugi og
nánari en við flesta sem voru mér ekki
vandabundnir og naut oft ráða hans og
leiðsagnar, bæði á meðan ég gegndi
störfum i öðrum landshluta og eftir að
við urðum nágrannar, og átti þvi láni
að fagna að njóta einlægrar vináttu
hans og ágætra kynna. Hann var jafn-
an i miklum önnum en var þó ætið að
þvi er virtist tilbúinn að sinna þvi sem
aðhöndum bar og koma þurfti áfram,
lengra en komið var.
Sigurjón hafði á unga aldri gerzt
starfsmaður Framsóknarflokksins og
blaðs hans, Timans. Að störfum þar
átti hann meira hlut en flestir aðrir og
imiklu rikari mæli, að ég hygg, heldur
en vitað er um eða haft á orði. Hann
var erindreki flokksins kallaður, til að
byrja með, en i raun og veru var hann
það ævina út. Hann var gjaldkeri,
framkvæmdastjóri, blaðstjórnarmað-
ur Tfmans og miðstjórnarmaðúr i
flokknum um langt skeið.
Hann gegndi einnig störfum i Inn-
flutningsnefnd 1947-1950, sem var mik-
ið starf og vandasamt en einnig
mikilsvert. Nokkur seinustu árin átti
hann sæti i bankaráði Seðlabankans.
Lengst af starfsævi sinni mun hann
hafa unnið eins og hann væri sjálf-
boðaliði og án launa eða sem hann
væri i þegnskylduvinnu. Þrátt fyrir
þaðvar áhuginn um framgang þeirra
mála sem hann hafði að sér tekið eða
honum voru falin samurog jafn. Hann
naut jafnan tiltrúar og trausts þeirra
er bezt þekktu til og voru þökkuð störf-
in af mörgum en vart eins og hann
verðskuldaði.
Sigurjón gerði sér jafnan glögga
íslendingaþættir