Íslendingaþættir Tímans - 11.10.1975, Qupperneq 5
Guðjón Guðmundsson
frá Saurbæ
f. 11. mai 1893
d. 27. júli 1975
Minir vinir fara fjöld
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske i kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og
syndagjöld.
Hjálmar Jónsson frá Bólu.
Andlát aldraðs manns þarf ekki að
koma á óvart. Þó er eins og maður eigi
alltaf bágt með að sjá á bak góðvini,
eins þótt vitanlegt sé, að hér ræður það
sterka lögmál, sem ekki verður umflú-
ið. Sérstaklega finnst manni sviplegt,
þegar dauðann ber snögglega að, án
þess auðsætt væri að hverju stefndi.
Samtteléggott hlutskipti að deyja mitt
i dagsins önn. Þannig bar andlát Guð-
jóns frá Saurbæ að. Lega hans var ör-
stutt. Hitt er annað mál, að sjúkdóms
mun hann hafa kennt um alllangt bil,
þótt sú væri gæfa hans, að geta sinnt
nokkru starfi lengst af, til siðasta
dags.
Siðast hitti ég þennan gamla ná-
granna minn á götu á Hvammstanga
um það bil viku fyrir lát hans. Hann
var að koma frá vinnu sinni, án efa
þreyttur eftir langan vinnudag. Það
aftraði honum þó ekki að rétta mér
hjálparhönd. Bauðst hann til að halda
undir pinkil með mér, sem ég var að
rogast með og reyndist mér nokkuð
þungur að bera. Við bárum hann svo
saman þann spöl, sem um var að ræða.
Þetta var hans siðasta, en ekki fyrsta,
aðstoð við mig. Atvik þetta sýndist
kannski smátt, fyrir mér er það þó
stórt og fer mér ekki úr huga. Raunar
kemur það mér til að fyrirverða mig
fyrir að mælast undan að halda undir
kistuna hans að aflokinni minningar-
athöfn i Hvammstangakirkju, jafnt
fyrir það, að þessari synjun olli bilun i
fæti, svo ég vildi ekki hætta á að verr
færi, hvorki min né annarra vegna.
Um sautján ára skeið vorum við
Guðjón i Saurbæ nánir grannar. Vorið
1919 festi hann kaup á jörðinni Saurbæ
á Vatnsnesi og fluttist þangað með eig-
inkonu sinni Ragnheiði Björnsdóttur..
Arið 1914 höfðu þau gengið i hjóna-
islendingaþættir
band, en ekki haft trausta ábúö fram
til þessa. Tvö ár bjuggu þau á Syðri-
Reykjum i Miðfirði, en siðan á Ytri
Kárastöðum þar til þau fluttu að Saur-
bæ. Bæði voru þau frá Kárastöðum á
Vatnsnesi, hún frá Mið-, hann frá Ytri
Kárastöðum. Bæði voru ung að árum,
ötul og starfsfús, og lágu i engu á liði
sinu. Ragnheiður var hin ágætasta
kona, dugnaðarforkur til verka,
myndar-húsfreyja, umhyggjusöm og
ástrik manni sinum og börnum. Þau
hjón eignuðust sjö mannvænleg dugn-
aðarbörn, sem tóku sér bólfestu i
Reykjavik. Þau eru: Jónas Þorbergur,
kennari, Björn, verkamaður,
Þorgrimur Guðmundur, húsasmiða-
meistari, Hólmfriður Þóra, húsfrú,
Asdis Margrét, rekur saumastofu,
Gunnar, bifreiðastjóri og Ólafur, bif-
vélavirki, sem lézt sl. vetur. “Var þar
mikill harmur kveðinn að öllum að-
standendum og vissulega þungbært
aldurhnignum föður að sjá á bak dug-
miklum og drengilegum syni i blóma
lifsins.
Ragnheiði konu sina missti Guðjón
árið 1947. Bjó hann eftir það fá ár i
Saurbæ, en fluttist suður á land alfar-
inn árið 1953. Vann hann þar ýmis
störf, mikið við byggingar á Keflavik-
urflugvelli. Atti hann um tima heima i
Höfnum. Norður fluttist Guðjón þó aft-
ur og settist að á Hvammstanga, þar
sem hann hélt heimili með Ólöfu
Magnúsdóttur frá Asbjarnarstöðum,
en áður höfðu þau eignazt dóttur sam-
an Rósu, sem gift er og búsett á
Hvammstanga. Attu þau gott og frið-
sælt heimili, ánægjulegt þeim og
hverjum sem þar bar að garði. Nutu
þau alla tið rikulega aðstoðar dóttur
sinnar og tengdasonar.
Þetta er stutt og snubbótt frásögn og
litið sagt um starf og æviferil bóndans
frá Saurbæ, bóndans, sem um nálega
fjóra áratugi rak bú sitt i afskekktri
sveit við fábreytt skilyrði og skort
flestra þeirra þæginda um tæknibún-
að, sem siðan hefur þróast i sveitum
landsins og enginn getur án verið. Á
búskaparárunum i Saurbæ var raf-
magni ekki til að dreifa á Vatnsnesi.
Simi var fyrir stuttu kominn á nyrztu
bæina þegar Guðjón lét af búskap og
svo mætti lengi telja. Hjónin þar, eins
og annars staðar, urðu að treysta á
eigin orku og þrótt. Ásamt börnum
sinum tókst þeim að bæta hag sinn
með árunum og voru raunar alltaf á
þvi stigi að vera bjargálna, sem kalla
má. Þau skilja bæði eftir góðar minn-
ingar i hugum allra vina sinna og ná-
granna.
Guðjón Guðmundsson fæddist á höf-
uðborgarsvæðinu, sem nú er svo kall-
að, þann 11. dag maimánaðar árið
1893. Raunar mun annar dagur vera
skráður fæðingardagur hans i kirkju-
bök viðkomandi prestakalls, en ekki
eru slik mistök einsdæmi. ömmu átti
hann norður á Vatnsnesi, Guðrúnu
Guðmundsdóttur. Bjó hún á Ytri
Kárastöðum með Þorgrimi Jónatans-
syni. Til þeirra var Guðjón fluttur,
tveggja ára að aldri, og hjá þeim ólst
hann upp. Dvaldi hann með þeim siðan
og vann þau störf sem fyrir komu, unz
hann stofnaði eigið heimili. Kára-
staðaheimilið var mannmargt mynd-
arheimili, enda jörðin talin ein af þeim
betri i Kirkjuhvammshreppi. Var þar
stuðzt jöfnum höndum við landsgagn
og sjávarafla. Sótti Þorgrimur sjóinn
fast, var lengi formaður, m ,a. norður á
Skaga, auk þess sem hann réri úr
heimavör. Ekki var þó slegið slöku við
landstörfin, unnið var að jarðarbótum
meir en þá var titt og heyskapur
stundaður af kappi, enda jafnan birgð-
ir heyja á haustnóttum. Við þessi störf
og öll önnur venjuleg sveitastörf, svo
sem skepnuhirðingu, ólst Guðjón upp.
Reyndist hann lika alla tið hinn liðtæk-
asti verkamaður. Hann var ágætur